Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.04.1982, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 46 Ásgeir lék sinn fyrsta deildarleik á árinu me0 liði Bayern IVIunchen — Atti góðan leik og skoraði mark „ÞETTA var fyrsti heili leikurinn sem ég leik með Bayern- liðinu í deildarkeppninni á þessu ári. Ég byrjaði inná miðj- unni í minni stöðu og lék við hliðina á landsliðsmanninum Dremmler. Breitner var meiddur og því tók ég hans stöðu. Ég er nokkuð ánægður með mína frammistöðu í leiknum. Og að skora fallegt mark var mér mjög mikilvægt,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson er Mbl. spjallaði við hann í gærdag. sjö leikir eftir í deildarkeppninni og við eigum góða möguleika á sigri í deildinni í ár. Þá erum við með á tveimur öðrum vígstöðvum. Evrópukeppni meistaraliða og þar hef ég trú á að liðið leiki til úrslita og svo er liðið enn í bikarkeppn- inni hér í Þýskalandi." Ásgeir lék allan leikinn með Bayern er liðið vann stóran sigur, 3—0, á Núrnberg á útivelli í fyrra- kvöld. Ásgeir fékk góða dóma í þýsku blöðunum eftir leikinn. Þá sagði þjálfari Bayern, Pal Csernai, í sjónvarpsviðtali að þetta væri einn besti sigur sem lið hans hefði unnið í langan tíma undir hans stjórn. Liðssamvinnan hefði verið til mikillar fyrirmyndar, og góð og mikil yfirferð hjá öllum leik- mönnum liðsins. Þetta þykja góð ummæli þegar þess er gætt að tvær af stærstu stjörnum v-þýskr- ar knattspyrnu, þeir Breitner og Rummenigge, léku ekki með liðinu vegna meiðsla. Breitner meiddist litilsháttar er hann lék með þýska landsliðinu í Argentínu á dögun- um, en Rummenigge fór ekki í þá ferð vegna meiðsla sem hann hlaut fyrir nokkru og er hann ekki enn búinn að ná sér. Sá sem kom inn fyrir Rummenigge heitir Gunter Guttler og var hann ekki síðri en Rummenigge í stöðu miðherja og skoraði tvö mörk í leiknum. En það er með hann eins og Ásgeir að hann hefur fá tæki- færi fengið til að spreyta sig með liði Bayern á keppnistímabilinu. Erfitt aö leika meö fullum styrkleika eftir langa hvíld „Það er erfitt að koma svona inn í leik eftir langa hvíld og leika á fullum styrkleika," sagði Ásgeir Sigurvinsson. „Eg var þó búinn að leika tvo æfingaleiki með liðinu í síðustu viku og þá tókst mér að skora mark og standa mig vel. Ég hef lítið fengið að vera með á árinu, varla fengið að koma inná í leikj- um. Það er því dálítið tauga- trekkjandi að fá svona tækifæri, þar sem maður verður bókstaflega að standa sig, og sýna fullan styrkleika." Fór einn í gegn frá miöju og skoraði „Þetta var ágætt mark sem ég Pal Csernai, þjálfari Bayern Miinc- hen, var mjög ánægður með sigur liðsins í fyrrakvöld, ekki síst i Ijósi þess að tvær skærustu stjörnur liðs- ins léku ekki með, þeir Paul Breitn- er og Karl-Heinz Rummenigge. skoraði. Ég fékk boltann á miðj- unni og óð á fullri ferð upp völl- inn, fór í gegn um vörnina inn í vítateiginn og af um 12 metra færi náði ég góðu skoti og gat skorað. Þetta var mikilvægt mark fyrir okkur. Næsti leikur okkar í deild- inni verður gegn Köln á laugar- daginn og er ég jafnvel að gera mér vonir um að ég fái að leika með liðinu þar. Ef við vinnum þann leik höfum við skotið þeim vel aftur fyrir okkur. Það eru bara Hefur ekki slopp- iö viö meiösli „Það hefur háð mér nokkuð að ég hef ekki sloppið við meiðsli. Ég hef að undanförnu átt við þrálát meiðsli að stríða í nára. Verið illa tognaður. Þrátt fyrir að hafa verið í meðferð í rúman mánaðartíma er ég enn ekki orðinn góður. Ég var sprautaður fyrir leikinn í gær en í dag finn ég töluvert til þegar ég geng. Vonandi er þetta ekki al- varlegt." Ræöi viö þá málin fái ég ekki aö leika meira „Ég hef fullan hug á því að vera hér áfram hjá Bayern. Það er að segja eins og málin standa í dag. En það er mjög hvekkjandi að fá ekki að leika meira með liðinu. Lagist það ekki þá mun ég taka málið upp við stjórnina og ræða málin alvarlega. Ég ætla mér ekki að hanga hér yfir engu, það er al- veg ljóst. En ég þarf að fá að vita hvað stjórnin segir um málin. Nú, svo verður maður bara að bíða og vona að maður fái fleiri tækifæri en til þessa,“ sagði Ásgeir. - ÞR Hér hefur Ásgeir meiðst í leik með Bayern, en hann hefur átt við þrálát meiðsl að stríða i vetur. Torfi valinn besti leikmaðurinn í körfunni af þjálfurum liðanna í LOKAHÓFI KKÍ sem haldið var fóstud. 26/3 fengu eftirtaldir leik- menn viðurkenningar: 1. Besti íslenski leikmaðurinn, valinn af þjálf ara: 1. Torfi MaKnússon Val. 2. Símon Ölafsson Fram. 3. Jónas Jóhannesson UMFN. 2. Besti erlendi leikmaðurinn, valinn af liðstjóra: 1. Valray Bracey Fram. 2. Danny Shouse UMFN. 3. Patrik Bock ÍS. 3. Besti leikmaður I. deildar kvenna, valinn af þjálfara. 1. Fmelía SÍKurðardóttir KR. 2. Linda Jónsdóttir KR. 3.-4. Guðríður Ólafsdóttir ÍS. 3.-4. Kristjana Hrafnkelsdóttir UMFL. 4. Besti dómari, valinn af fyrirliða: 1. Jón Otti Ólafsson. 2. Siffurður Valur Halldórsson. 3.-4. Kristbjörn Albertsson. 3.-4. Hörður Tulinius. 5. Stigahaesti leikmaður úrvalsdeildar: stiff 1. Símon Olafsson Fram 393 2. Torfi Magnússon Val 339 3. Valur Ingim.son UMFN 336 6. Besta vítanýting í úrvalsdeild: 1. Jón Siþfurðsson KR 120/94 78,33% 2. Kristinn Jörundsson ÍR 67/51 76,12% 3. Kristján Átfústsson Val 86/65 75,58% 7. Prúðasti leikmaður úrvalsdeildar: 1. Jónas Jóhannsson. 2. Símon Ólafsson. 3. Jón Steinjtrímsson. 8. Stigahvsti leikmaður I. deildar kvenna: stig 1. Emelía SÍKurðardóttir KR 262 2. Linda Jónsdóttir KR 254 3. Guðríður Ólafsdóttir ÍS 159 9. Besta vítanýtinj; í 1. deild kvenna: 1. Guðný Eiríksdóttir ÍS 46/30 65,22% 2. Guðríður Ólafsdóttir ÍS 80/43 53,75% 3. Emelía SÍR.dóttir KR 113/60 53,10% Ásgeir skoraði sitt fyrsU mark í mikilvægum kik fyrir Bayern í fyrrakvöld. Reykjavíkurmótið í knattspyrnu: Bráóabaninn afnuminn Reykjavíkurmótið i knattspyrnu hefst á laugardaginn með viðureign Víkings og KR. Fer leikurinn fram að venju á Melavellinum og hefst hann klukkan 14.00. Næsti leikur er svo á mánudaginn klukkan 18.30, er Ármann og Reykjavíkumeistarar Fylkis mætast. Að þessu sinni verður „bráða- baninn" svokallaði ekki þáttur í móti þessu, en hann var með til reynslu í fyrra. Hins vegar er sú regla enn í fullu gildi, að þau lið sem skora 3 mörk eða meira í leik fá aukastig. Þá má geta þess, að í fyrsta skipti verður Reykjavíkurmót utanhúss í kvennaknattspyrnu, enda á þessi íþróttagrein vaxandi vinsældum að fagna hjá kvenfólk- inu. Fyrsti leikurinn í mótinu fer fram fimmtudaginn 22. apríl og eigast þá við Valur og Leiknir. Leikir þessa móts fara einnig fram á Melavellinum. 1450 leikir á landsmótunum í knattspyrnu í NÝLEGU fréttabréfi frá Knatt- spyrnusambandi íslands kemur fram að mótanefnd sambandsins standi i stórræðum þessa dagana, enda hefur þátttaka á íslandsmótun- um aldrei verið meiri. Þrjár deildir hafa bæst við, 4. deild karla, 2. deild kvenna og gamlingjadeild, eða „old boys“ eins og þeir kalla sig. Ef yngri lið eru meðtalin, hafa alls 351 lið tilkynnt þátttöku sína í landsmótin. Leikir verða alls 1450, miklu fleiri en nokkru sinni fyrr. í Bandaríkjunum tíðkast sá furðu- legi siður meðal körfuknattleiks- kappa, að sigri er fagnað m.a. með því að leikmaður úr sigurliðinu príl- ar upp í spjaldið og rífur netið frá hringnum. Á meðfylgjandi mynd er eitt körfutröllið búið að vinna ódæð- ið og varpa netinu niður til félaga sinna. Hætt er við því að siður þessi yrði ekki vel séður hér á landi. Öldungamót í norrænum greinum SKÍDARÁÐ Siglufjarðar hefur tekið að sér að sjá um Óldungamót 1982, sem samkvæmt mótaskrá SKÍ mun fara fram laugardaginn 3. og sunnu- daginn 4. apríl nk. að Hóli, Siglu- firði. Keppt verður í göngu á laugar- dag, en stökki á sunnudag. Aldursflokkaskipting er þannig, að keppt verður í flokki 35—45 ára (fæddir 1937—1946) og flokki 46 ára og eldri (fæddir 1936 og fyrr). Keppt verður í karlaflokki í báð- um aldursflokkum og er þátttaka öllum heimil, nema þeim er tekið hafa þátt í bikarkeppni SKÍ 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.