Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 12
JMtangpmiliIaMfr VIDSKIFn AIVINNULIF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 12 B Iðnaður VeltaRafha jókst um 46% á síðasta ári Afkoma fyrirtækisins betri en mörg undangengin ár — 50 ár frá stofnun Rafha UNDANGENGIN ár hafa í mörgu verið erfið fyrir Raftækjaverk- smiðjuna Hafnarfirði, Rafha. Ástæðumar eru margar, óhag- stæð gengisþróun og aukinn fjár- magnskostnaður, hafa haft nei- kvæð áhrif á afkomu fyrirtækis- ins lfkt og margra annarra ís- lenskra iðnfyrirtækja. Síðastliðið ár var þó betra rekstrarlega en mörg undangengin ár. Ingvi I. Ingason, framkvæmdastjóri Raf- ha sagði að þó hefði verið 879 þúsund króna tap á rekstrinum, eða 1,1% af tekjum. Árið 1984 var einnig tap, tæplega 1.500 þúsund eða 2,7% af tekjum. Rafha var stofnað 29. október 1936 en umræður um nauðsyn þess að setja á laggimar raftækjaverk- smiðju hér á landi hófust nokkru áður, enda voru íslendingar að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þrír ein- staklingar voru helstu hvatamenn þessa, þeir Emil Jónsson, fyrrverandi ráðherra, Sveinbjöm Jónsson, bygg- ingarmeistari og Nikulás Friðriksson umsjónarmaður hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þriðjungtir hlutafjár í eign ríkissjóðs Eftir að Alþingi hafði samþykkt að leggja fram hlutfé í væntanlega verksmiðju að fjárhæð 50 þúsund krónur, að því tilskildu að tvöföld sú upphæð fengist annarsstaðar, var félagið stofnað að undangenginni hlutaQársöfnun. Hluthafar voru 22 einstaklingar, auk ríkissjóðs. Nú á ríkissjóður 31% hlutafjár, og á síð- asta ári var eign hans boðin til sölu, en var ekki seld. Starfsemi verk- smiðjunnar hófst um mánaðamótin ágúst og september 1937 og fyrsti framkvæmdastjóri var Sveinbjöm Jónsson. Fyrstu ár viðreisnar voru að mörgu leyti erfið fyrir Rafha. Eftir að mikii höft höfðu verið á innflutn- ingi á heimilistækjum var hann gefinn fijáls. Haftastefnan hafi komið Rafha til góða en nú varð fyrirtækið að keppa við erlenda framleiðslu. Þegar líða tók á sjöunda áratuginn vænkaðist hagur Rafha og framleiðsla, sem dregist hafði saman jókst verulega. Árið 1971 var tollur á heimiiis- tækjum lækkaður um 7 hundraðs- stig og fram til ársins 1980 var tollurinn iækkaður um sömu upphæð uns hann var aflagður. Með þessu versnaði samkeppnisstaða Rafha. Erfitt að leggja út í fjárfestingar við hönnun Rafha framleiddi á síðasta ári um Eldtraustir tölvugagnaskápar @ Rosengr ens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verð- mætustu upplýsingar fyrirtæk- isins í öruggum skáp. \Fagie9 E. TH. MATHIESEN H.F. 50 ARA AFMÆLI — Rafha var stofnað árið 1936 og á því 50 ára af- mæli á þessu ári. Á mynd- inni er Ingvi I. Ingason, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, við eldavélar sem það framleiðir. Fyrir ofan eldavélamar eru eldhús- viftur sem einnig eru fram- leiddar af Rafha og fluttar út til Noregs, Danmerkur og Bretlands. 900 eldavélar, og jókst framleiðslan frá fyrra ári. Þá framleiðir Rafha um 4000 eldhúsviftur á ári, og auk þessa rafhitara, eldhústæki fyrir stærri eldhús og mötuneyti, glugga- karma, m.a. í nýbyggingu Hótel Sögu og flúrskinslampa. Hlutdeild Rafha í sölu á eldavélum er að sögn Ingva um 30%, en rúm- lega 3000 vélar eru seldar á ári hér á landi: „Þetta er viðkvæmur mark- aður, og margir um hituna. Salan fer mjög eftir tískusveiflum, sem er dýrt að fylgja eftir," segir Ingvi og bætir við: „Lítið fyrirtækið eins og Rafha á erfítt með að leggja út í miklar fjárfestingar við hönnun nýrra tegunda. Slíkar fjárfestingar verður helst að vera hægt að af- skrifa á þremur árum og þegar sala er ekki meiri en raun ber vitni er ljóst að slíkt er nær óhugsandi." Ingvi velti því líka fyrir sér hvort Rafha þurfi að fara út í samsetningu á eldavélum, fremur en framleiðslu, til að halda velli: „Það halda raunar margir að við framleiðum ekki vél- amar heldur setjum þær eingöngu saman." Útflutningnr á eldhúsviftum Árið 1982 var hafinn útflutningur á eldhúsviftum og um 65% þessarar framleiðslu er flutt út tii Danmerkur, Bretlands og Noregs. Salan hefur að sögn Ingva gengið best í Noregi. Það sem háði Rafha mjög við söluna í Bretlandi var lækkandi gengi pundsins, allt ffarn á mitt síðasta ár. Ingvi benti á að til að hefja út- RAFH \ hf.:Ha gnaðuro }tap senr hlutfall c f veltu ÁNVAXT OGFYRN A !NGn J L ^AN VAXTA 4 ME :Ð SKÖTTL IM>l flutning þurfi fyrirtæki að vera með góða eiginfjárstöðu, „það er ekki hægt að fjármagna útflutning nær eingöngu á lánsfjármagni." Ingvar sagði aðspurður að eiginfjárstaða Rafha væri þokkaleg, eigið fé um 66 milljónir króna, en skuldir nema alls 41,1 milljón króna. f efnahags- reikningi fyrir síðasta ár voru eignir metnar á rúmlega 107 milljónir króna. Aukinn hraéfnis- kosfnaður Líkt og önnur iðnfyrirtæki á ís- landi hefur gengisþróun verið Rafha óhagstæð, og þar skiptir mestu mikil hækkun á vestur-þýska markinu. Mest allt hráefni er keypt frá Vest- ur-Þýskalandi og hefiir hráefnis- kostnaður aukist verulega á undan- fömum árum. Sem dæmi nefndi Ingvi að árið 1978 hefði kostnaður vegna hráefnis verið 21,5% af rekstrargjöldum, sex árum síðar, 1985, var þetta hlutfall komið upp í 34,3%. Til að mæta hækkun hráefti- is hefur sú leið meðal annars verið farin að geyma hráefni í tollvöru- geymslu og leysa það út eftir því semþarf. Annað atriði sem hefur haft nei- kvæð áhrif á stöðu Rafha er mikill fjármagnskostnaður. Á síðasta ári nam hann 6,1 milljón króna og var ríflega helmingi hærri en árið áður, en nokkru lægri en 1983. Ingvi sagði að lækkandi verðbólga og hugsan- lega lægri raunvextir, bættu afkomu fyrirtækisins verulega. Eins og áður segir var velta Rafha um 77 milljónir króna á síðasta ári og jókst hún- um 46% á milli ára, eða 12 til 15% umfram verðbólgu, sem er verulega meira en meðal- aukning veltu í iðnaði. Hlutur innfluttra vara í sölu var 16 milljónir króna, en Rafha er meðal annars með umboð fyrir Zanussi-heimilistæki. Ráðstefnur ÍSDATA 86 verðurhaldin 28. —29. ágúst í Þjóðleikhúsinu Búist er við að allt að 400 gestir sæki ráðstefnuna, sem Skýrslutæknifélag íslands skipuleggur BÆJARHRAUNI 10. SIMI 651000. ÍSDATA 86 verður haldin í Þjóð- leikhúsinu í Reykjavík dagana 28.-29. ágúst næstkomandi. Reiknað er með að allt að 400 gestir sæki ráðstefnuna þar af um 350 frá Norðurlöndunum. Það er Skýrslutæknifélag ís- lands sem skipuleggur ráðstefn- una í samvinnu við Nordisk Dataunion, sem fjallar um mögu- fefWWiflpffHfhgatæknirmar. Skýrslutæknifélag íslands fékk fulla aðild að Nordisk Dataunion á síðasta ári og var þá ákveðið að halda ráðstefnu á íslandi á þessu ári. ÍSDATA 86 er framlag Skýrslu- tæknifélags íslands til samstarfs skýrslutæknifélaga á Norðurlönd- unum og er stefnt að því að ÍS- DATA verði haldin á þriggja ára 'resti' .«m: Fyrirlesarar koma frá fimm lönd- um, auk íslands: Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Banda- ríkjunum. Ráðstefnan er einkum ætluð æðstu stjórnendum fyrirtækja og stofnana og hefur 12 blaðsíðna lit- prentuðum bæklingi verið dreift til 15.000 manna á öllum Norðurlönd- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.