Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, VlÐSKIPIlMVINNIIIÍF PIMMTUDAGUR 20. MARZ 1986 B 5 reiknivél fyrir skrifstofur sett á markaðinn og §órum árum síðar bauð HP fyrstu „vasareiknivélina", HP-3 5. Eins og sagt var frá hér í við- skiptablaðinu fyrir skömmu, kynntu forráðamenn Hewlett-Packard nýj- ar tölvur og hönnun þeirra, sem byggir á nýrri tækni, svokallaðri RISC (reduced indtruction set computing). Þessi tækni einfaldar vinnslu tölvanna, með því að færri skipanir eru notaðar, en vísinda- menn HP tóku út þær skipanir sem sjaldan eða nær aldrei eru notaðar, og flýtir henni einnig. Forráðamenn HP binda miklar vonir við þessa nýju tækni. Það er ljóst að verri afkomu HP á síðasta ári má að hluta rekja til þess að fyrirtækið hefur ekki getað uppfyllt allar þarfir viðskiptavina sinna með þeim tölvum sem það framleiðir og hefur heldur ekki verið í stakk búið að mæta auknum kröfum um stærri og afkastameiri vélar. Með nýju tölvunum, 930 og 950, breytist þetta. Fréttaskýrend- ur telja að nýjungamar ásamt minni kostnaði, verði til þess að Hewlett- Packard verði það fyrirtæki sem komi mest á óvart á hlutabréfa- mörkuðum í kjölfar betri afkomu. Þeir telja að hagnaður á hvem hlut verði 2,40 dollarar á þessu ári, eða 25% hærri en 1985. Þrátt fyrir þetta lækkuðu hlutabréf í HP á hluta- bréfamarkaðnum í New York um 1.125 dollara, og seldist hluturinn á 42 dollara, sama dag og nýjung- amar voru kynntar. Hlutabréf í öðrum tölvufyrirtækjum, þar á meðal IBM, lækkuðu einnig. Erlent Útgáfufyrir- tæki Murdochs tvöfaldar hagnað sinn HAGNAÐUR af útgáfufyrirtæki Róberts Murdoch, News Intern- ational, sem gefur út fjögur dagblöð í Bretlandi, var nærri tvöfalt meiri á síðari hluta ársins 1985, en á sama tima 1984. Arið 1984, júlí-desember skilaði fyrirtækið 18,7 milljón punda hagn- aði (1.122 milljónir íslenskra króna) en sömu mánuði 1985 var hagnað- urinn 34,47 milljónir punda (2.062 milljónir íslenskra króna). Murdoch hefur nýlega hafið vinnslu á blöðunum í tölvuvæddum prentsmiðjum og er það í fyrsta skiptið sem það var gert í Bretlandi. Ætlun forráðamanna útgáfufyrir- tækisins er að stækka Sunday Times úr 60 blaðsíðum í 200 í lok næsta árs. Sunday Times verður því svipað að stærð og New York Times: „Við höfum New York Times sem fyrirmynd varðandi gæði blaðamennskunnar og stærð blaðs," sagði Andrey Neil, ritstjóri Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Það er talið að hlutur blaða sem Murdoch gefur út á breska mark- aðnum sé um 25%. Sun er selt í 4 milljónum eintaka á dag og er út- breiddasta dagblað Breta. New of the World er vikurit og gefið út í 4,8 miiljónum eintaka og ekkert vikurit selst betur. Utbreiðsla Sunday Times er 1,3 milljónir ein- taka og Times selst í 496 þúsundum eintaka. í>ú þarft ekki að vera á nálum yfir því, að missa af mikilvægu simtali ef þú átt Kanda simkerfi Þú getur slakað á og einbeitt þér að vinnu þinni, og auk þess sparað þér bæði tíma og peninga ef þú átt Kanda símkerfi, því með Kanda EK-516B getur þú: 1. Talað við tvo í einu á bæjarlínu. 2. Kallað í mörg símtæki í einu á innanhúslínu. 3. Hringt handfrjálst á bæjarlínu. 4. Flutt símtöl milli símtækja á einfaldan hátt. 5. Sett hindrun á langlínusímtöl á einstök símtæki. 6. Geymt samtöl. 7. Lokað fyrir allar hringingar, ef þú vilt ekki láta trufla þig. 8. Flutt skiptiborðið milli símtækja. 9. Tengt rafhlöðu við við kerfi, þannig að það vinnur þó rafmagn fari af. 10. Valið sjálfur biðtónlistina. 11. Og fleira og fleira. Með Kanda EK-1232 getur þú: 1. Hringt handfrjálst á bæjarlínu. 2. Talað við tvo í einu á bæjarlínu. 3. Talað við tvo eða fleiri á innanhúslínu. 4. Flutt kallnúmer þitt yfir á annað símtæki. 5. Hringt beint í síðasta númer (last number re-dial). 6. Hringt beint í 8 númer, úr sér minni á þínu símtæki. 7. Hringt beint í 50 númer úr sameiginlegu minni. 8. Kallað í mörg símtæki í einu á innanhúslínu. 9. Flutt símtöl milli símtækja á einfaldan hátt. 10. Lokað fyrir allar hringingar, ef þú vilt ekki láta trufla þíg. 11. Lagt inn skilaboð, á innanhúslínu, um að hringt sé í þig. 12. Geymt samtöl o.fl. o.fl. Öllum símkerfunum fylgir leiðbeiningabæklingur á íslensku. Kanda EK-516B er fyrir allt að 5 línur og 16 símtæki Verð kr.* Símkerfi með 5 línum og 8 símtækjum 144.745,- " " 5 " " 12 " 184.095,- " " 5 " " 16 " 214.379,- Kanda EK-1232 er fyrir allt að 12 bæjarlínur og 32 símtæki. Verð kr.* Símkerfi með 8 línum og 12 símtækjum 444.545,- " "12 " " 24 " 672.990,- " " 12 " " 32 " 813.980,- Kanda EK-2064 er fyrir allt að 20 bæjarlínur og 64 símtæki. Verð kr.* Símkerfi með 12 línum og 32 símtækjum 875.535,- " " 16 " " 48 " 1.175.813,- " 20 " " 64 " 1.476.090,- Góð greiðslukjör. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 VID IDKUM VEL A MÓTI ÞÉR *Verð mi.ðað við gengi 10.02. 1986. Jón Bjorni/Rodiobúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.