Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 2
u 2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 Landshjálp stofnuð: Stofnun alþj óðabj örgnn- arsveitar í undirbúningi LANDSBJÖRG - landsSamband björgxmarsveita - var stofnað í gær, laugardag, en að því standa annars vegar Landssamband hjálparsveitar skáta og hins vegar Landssamband flugbjörgunar- sveita, alls þtjátíu sveitir víðsvegar um land. Innan Landsbjargar- sveitanna eru á þriðja þúsund félagar á útkallsskrá. Formaður Landsbjargar var kjörinn dr. Ólafur Proppé. Fulltrúar Landsbjargar og Rauða kross íslands gerðu með sér í gær samkomulag um að taka upp víðtækt samstarf í mörgum þeim málum sem snerta starfsemi beggja aðilanna. Ráðstefna um björgunar- málefni, Björgun ’92, verður á með- al fyrstu samstarfsverkefnanna, en einnig er í undirbúningi að stofna alþjóðabjörgunarsveit, sem veitt gæti hjálp og aðstoð við björgunar- störf í öðrum löndum og þannig aflað dýrfnætrar reynslu er að gagni kæmi við náttúruhamfarir eða önnur áföll hér á landi. Ólafur Proppé formaður Lands- bjargar sagði að eitt af framtíðar- verkefnum félagsins væru stórauk- in fræðsla almennings til varnar slysum, einkum á ferðum um há- lendi íslands. Forvarnarstarf hefði skilað miklum árangri og bjargað mannslífum. Ólafur sagði að Landsbjörg myndi einnig leggja áherslu á að fá skýrari löggjöf hér á landi m.a. um réttarstöðu björgunarmanna, en hún væri óljós í íslenskum lög- um. BjörgunarsveitÍ£_kostuðu miklu til að tryggja félagana í æfingum og við björgunaraðgerðir, en óljóst væri hvar ábyrgðin á aðgerðum björgunarmannsins lægi. Hlyti hún ekki að hvíla á herðum opinberra aðila sem kveðja björgunarsveitim- ar til hveiju sinni? Til væri lögggjöf um almannavamir í landinu, en öðm máli gengdi um leitar- og björgunarstörf. Stofnun Landsbjargar - landssambands björgunarsveita samþykkt samhljóða í eyri í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þðr íþróttahöllinni á Akur- Aðilar í byg-ging-ariðnaði kanna markað á Grænlandi JHoraunblabib Glerog gluggar ERLEND SAMKEPPNI KALLAR Á BREYTTAR AÐFERÐIR Gler og gluggar, tólf síðna sérblað, fylgir fasteignablaði Morgunblaðsins í dag. Efnið er unnið í samvinnu við Iðntækni- stofnun íslands og Rannsókna; stofnun byggingariðnaðarins. í samvinnu við ellefu íslensk fyr- irtæki hafa þær unnið að því að undirbúa breytingu á þeirri hefðbundnu aðferð við glugga- ísetningu að hún fari fram á byggingastað. í stað þess er ætlunin að framleiðendur bjóði framvegis fullbúna glugga þannig að húsbyggjendur fái tilbúna, gleijaða og fuilmálaða glugga. FULLTRÚI samvinnufélagsins Vestmark á íslandi, Jóhannes Ingi- bjartsson, hefur verið á Grænlandi síðastliðnar tvær vikur og átt viðræður við forsvarsmenn sveitarfélaga og fjármálaráðherra heima- stjórnarinnar, Emil Abelsen, um þátttöku í byggingariðnaði í land- inu. Jóhannes sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið treysti sér til að lækka byggingarkostnað um allt að tæplega 55 þúsund krónur á hvern fermetra, eða úr allt að rúmum 136 þúsund kr. niður í 82-91 þúsund kr. Grænlensk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn háum byggingarkostnaði. leika á Grænlandi. Með Jóhannesi í för var Friðrik Guðmundsson verk- fræðingur, en hann hefur áður starfað að ráðgjöf á Grænlandi. Jóhannes sagði að markmiðið hefði verið að kanna markaðsmögu- leika fyrir byggingarefni, hönnun og ráðgjafarþjónustu varðandi byggingariðnaðinn á, Grænlandi. Hann sagði að málið væri enn á könnunarstigi en ýmsir möguleikar virtust vera opnir. Svo virtist sem íslendingar gætu byggt steinsteypt hús sem yrðu ódýrari en timburhús þau sem algengust eru á Grænlandi. Jóhannes sagði að ástæður hins háa byggingarkostnaðar á Græn- landi lægju meðal annars í háum flutningsgjöldum, en allt bygging- arefni væri flutt inn frá Danmörku. Þá væri steinsteypa aðeins að litlu leyti notuð í byggingariðnaði sökum þess hve dýr hún væri. Hráefni í steinsteypu væri að megninu til sprengt úr klöppum en ekki dælt úr sjó eins og hér væri gért. Hönn- un væri töluvert dýrari á Græniandi en hér á landi. Fermetrinn í venju- Vestmark er samsteypa nokk- urra byggingarfyrirtækja á Akra- nesi og í Borgamesi sem ákváðu sín á milli að kanna markaðsmögu- Ráðist var á unglingspilt á Akureyri RAÐIST var á sextán ára ungl- ing á Akureyri aðfaranótt laug- ardagsins. Hann hlaut áverka á andliti en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Talið er að árás- armaðurinn hafi einnig gerst sekur um ölvunarakstur. Félagi piltsins varð vitni að árásinni en málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Þeir voru á göngu í Tjamarlundi er maðurinn kom akandi að þeim og réðst á piltinn. legu íbúðarhúsi kostar á bilinu 100-136 þúsund íslenskar krónur. „Við fórum í fímm sveitarfélög, Narsaq, Julianeháb, Nuuk, Holst- ensborg og Jacobshavn, og töluðum við forsvarsmenn þeirra, fulltrúa heimastjórnarinnar og söluaðila í byggingariðnaði," sagði Jóhannes. Hann sagði að vel gæti hugsast að atvinnutækifæri gætu skapast fyrir íslendinga í tengslum við þennan markað, en Ijóst væri að það skipti Grænlendinga miklu máli að þeir nytu góðs af þe*m tækifæmm. Hlutverk íslendinga yrði þá fremur ráðgjöf og sala á byggingarefnum. Samkvæmt könn- un sem gerð hefur verið á bygging- arkostnaði í Danmörku og Græn- landi er 60% dýrara að byggja hús á Grænlandi en á Borgundarhólmi í Danmörku. Jóhannes sagði að heimastjórnin virtist mjög ákveðin í því að leita leiða til að ná þessum kostnaði niður. Utanríkisráðherra Króatíu á íslandi: * Oskar eftir viður- kenningu á sjálf- stæði Króatíu DR. ZVONIMIR Separovic, utanríkisráðherra Króatíu, kom til íslands í gærmorgun og átti fund með Jóni Baldvini Hannibals- syni utanríkisráðherra í ráðherrabústaðnum. Að sögn Jóns Bald- vins er tilgangur heimsóknarinnar að ráðherrann geri grein fy*"*r ástandinu í Júgóslavíu og hvaða árangurs sé að vænta af ráð- stefnu Evrópubandalagsins um Júgóslavíu. „Megintilgangur hans er þó að óska eftir viðurkenningu á sjálfstæði Króatíu og stuðn- ingi við aðild Króatíu að alþjóðlegum samtökum," sagði Jón Bald- vin í samtali við Morgunblaðið. Afvopnunaryfirlýsing Bandaríkjaforseta: Afleiðing* lýðræðisbylt- ingarinnar í Rússlandi - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „PÓLITÍSKT séð lít ég á þetta sem afleiðingu lýðræðisbyltingar- innar í Rússlandi," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra um yfirlýsingar Bush Bandaríkjaforseta um víðtæka fækk- un kjamorkuvopna. Jón segir að í aðgerðunum felist áform um mikinn niðurskurð kjarnavopna í höfunum sem séu þau ánægju- legustu og hagkvæmustu sem hugsast geti fyrir sjónarmið og málflutning Islendinga. „Bandaríkjaforseti er hér að taka pólitískt frumkvæði um nýja og merka áfanga í afvopnunar- málum í trausti þess að hinir nýju Iýðræðislega kjörnu valdhafar í Rússlandi geri slíkt hið sama. Það er auðséð að þetta hefur verið gert að höfðu samráði við þá,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að sér þættu tillög- ur um afvopnun á höfunum hvað -markverðastar. „Bandaríkin munu fækka samtals um 2.500 kjamavopn í flotanum og ef Sov- étríkin gera slíkt hið sama þýðir það heildarfækkun um rúmlega 5.000 kjamavopn á höfunum sem myndi ná til því sem næst allra’- kjamavopna á höfunum sem hafa verið fyrir utan START-samning- ana,“ sagði hann. Jón Baldvin sagði að sá þáttur tillagnanna sem sneri að tvíhliða afvopnunarsamningum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna gerði ráð fyrir að allar langdrægar íjöl- odda eldflaugar í eigu beggja að- ila yrðu eyðilagðar. Það hefði í för með sér gífurlega fækkun kjamavopna á höfunum. „Við íslendingar höfum staðið fyrir þeim málflutningi innan NATO að það væri bæði óvarlegt og óskynsamlegt að útiloka höfin frá samningum um afvopnun og traustvekjandi aðgerðir af ýmsum ástæðum. Út frá sjónarmiði og málflutningi íslendinga lít ég á þessar aðgerðir sem einhveijar þær ánægjulegustu og hagkvæm- ustu sem hugsast getur á þessu sviði," sagði Jón Baldvin. „Separovic gerir ekki ráð fyrir að fá svör á þessum fundi enda þess ekki að vænta en við höfum sagt honum að íslensk stjómvöld muni ekki styðja að Júgóslavíu verði haldið saman með vopnavaldi og munum beita okkur til stuðn- ings fyrir gmndvallarreglum um sjálfsákvörðunahrétt þjóða. Við teljum hins vegar eðlilégt að bíða átekta til að sjá hvort friðarfrum- kvæði Evrópubandalagsins ber árangur. Við erum í nánu samráði við ýmsar bandalagsþjóðir okkar, ekki síst Austurríki og munum skoða málið með jákvæðum hætti og leggja okkur fram um að náist friðsamleg pólitísk lausn. Við vilj- um ekki gera neitt sem spillir fý*-- ir þ.ví með ótímabærum hætti,“ sagði Jón Baldvin. Eftir þessar breytingar á gjald- skrá kostar t.d. þriggja mínútna símtal milli Reykjavíkur og Egils- staða kr. 21,20 miðað við dagtaxta, en kostar nú fyrir hækkun 20,55 kr. Að næturlagi og um helgar mun gjaldið verða 12,20 eftir hækkun, en er nú 11,80 kr. Burðargjald fyrir 20 g bréf inn- anlands eg-til Norðurlanda hækkar úr 26 í 30 krónur, en til annarra Gjaldskrá póstþjón- ustu hækkar um 15% GJALDSKRÁ Pósts og síma hækkar á þriðjudag, 1. október. Gjaldskrá fyrir símaþjónustu innanlands hækkar um 3%, en engin hækkun verð- ur á gjaldi fyrir símtöl til útlanda og telexþjónustu. Þá hækkar gjald' skrá fyrir póstþjónustu um 15,4%, nema gjald fyrir póstfaxþjónustu, sem hækkar ekki. landa Evrópu verður gjaldið 35 kr. í stað 31. Flugburðargjald fyrir 20 g bréf til landa utan Evrópu hækk- ar úr 47 í 55 krónur. í frétt frá Pósti og síma seg**' að hækkun þessi sé í samræmi við forsendur í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1992 og þáttur í að tryggja að fyrirtækið geti staðið undir rekstri, fjárfestingum °S gi-eiðsium í ríkissjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.