Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ R/IINNINGAR SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 'ÍM-------------------------------------T~25 Elín E. Sigurðar- dóttír — Minning Erlendur Kristófers son — Kveðjuorð Fæddur 6. ágúst 1973 Dáinn 28. maí 1992 Föstudaginn 29. maí andaðist Elín E. Sigurðardóttir á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, þar hafði hún dvalið liðlega fjögur ár. Kynni okkar hjóna og Elínar og Pálma Jósefssonar f.v. skólastjóra hófust fyrir nær fjörutíu árum, er við vorum að byggja samtímis við sömu götu og aðeins tvö hús milli okkar húsa. Við Pálmi vorum vel málkunnugir fyrir en Elínu hafði ég ekki kynnst, þó vissum við vel hvort af öðru, þar sem við áttum sama langafa. Náin vinatengsl mynduðust milli heimila okkar, héldust þau alla tíð og voru okkur mikils virði. Pálmi var af störfum sínum þjóðkunnur maður og átti virðingu og traust allra er hann þekktu. Störf eiginkonunnar, móðurinn- ar eru unnin innan veggja heimilis- ins og því ekki eins þekkt og sá, sem vinnur að félagsstörfum og er í opinberu starfi. Elín og Pálmi voru mjög samstæð og studdu hvort annað til góðra verka. Heimili það, sem Elín skapaði, var fagur friðarreitur, þar sem dætur þeirra tvær ólust upp og síðan dóttursonur þeirra, glókollur- inn litli hann Pálmi, sem nú er orðinn stór og vel látinn arkitekt. Það var þung raun fyrir íjöl- skylduna þegar þau með stuttu millibili misstu dóttur sína Sigrúnu og tengdason, mann Kristínar, hinn kunna íþróttamann, Svavar væru ein megin forsenda þess. Svo ákafur var hann að pota fólki sínu upp í launum, og lá að sjálfsögðu ekkert nema gott til, að tillögur hans voru oft og tíðum ekki í nokkru samræmi við gerða kjarasamninga. Benti ég honum góðfúslega á, að þó vð hækkuðum einn og einn starfsmann, sem hefði sýnt sérstakt frumkvæði og dugnað í starfi væri ekki þar með sagt, að allir ættu að fá það sama. Hann sótti mál sitt með enn meiri ákafa og tók að telja upp alla þá mannkosti, sem prýddu hvern einstakan starfs- mann. Þegar allt annað brást lét hann oft í það skína, að laun hans mættu gjama lækka eitthvað, ef það gæti orðið til að aðrir hækk- uðu. Hann bar ætíð mikla um- hyggju fyrir starfsmönnum sínum og má með sanni segja „að eftir höfðinu dansi limirnir". Starfs- andinn á vinnustað var til fyrir- myndar ekki síst vegna jákvæðni og hressleika Björns, sem yfir- manns. Hann lét í sér heyra á þessum árum, ef honum mislíkaði stefna bankans, t.d. í markaðsmálum, eða jafnvel tímabundið aðgerðarleysi stjómenda í harðnandi samkeppni. Hann var líka fyrsti maður til að láta í sér heyra þegar honum fannst vel staðið að málum, svo sem nýj- ungum í þjónustu o.s.frv. Þá var hann, aftur á móti, óspar á hvatn- ingu og ósjaldan yljaði það mér og öðrum hlýleg orð af vömm Bjöms, þegar góðar hugmyndir náðu fram að ganga, sem vora líklegar til þess að auka markaðshlutdeild bankans. Sjálfur varpaði hann oft fram góð- um hugmyndum og ábendingum um það, hvemig hlutirnir mættu betur fara. Þegar sameining fjórbankanna kom upp, sem leiddi til stofnunar Islandsbanka hf., skiptust starfs- menn þeirra í byrjun í hópa og höfðu, eins og gengur, margar skoðanir á því máli. Bjöm Hjartar- son var hinsvegar fyrstur manna til að átta sig á þeirri gífurlegu hagkvæmni sem stærri bankaeining gæti haft í för með sér og um leið rekstrarlegt og þjóðhagslegt gildi hennar. „Nú ríður á að ná sam- heldni um sameininguna, hætta að velta sér upp úr fortíðinni og líta fram á veginn,“ voru einkunnarorð hans. Markússon, bæði á besta aldri. Elín var sérlega velviljuð kona, aldrei hallmælti hún nokkrum manni, hún vildi öllum vel og lagði ávallt gott til mála. Hún var hlý manneskja, góð móðir og amma. Við minnust þess að Berglind, dótt- ur Kristínar, fannst það ekki full- kominn sunnudagur ef hún fékk ekki að heimsækja ömmu sína og fara út að ganga með afa sínum. Elín var listræn kona, ljóðelsk og vel hagmælt en lét fáa um það vita. Þegar heimilsstörfin urðu létt- ari gafst tími til frístundaiðkana, hún sótti námskeið í leirmótun og bókbandi, gerði marga fallega muni og batt inn talsvert af bókum. Hneigð til listrænna starfa er áberandi hjá afkomendum þeirra hjóna. Kristín dóttir þeirra er tækniteiknari og stundar myndlist- arnám í Myndlistaskólanum. Pálmi sonur Sigrúnar er arkitekt, bróðir hans Sigurður Snorri fetar sömur braut og Inga systir þeirra hefur lokið leiklistarnámi. Anna Elín dóttir Kristínar er lærður ljós- myndari og Berglind er innrituð í Myndlistaskólann. Elín hefði eflaust haldið áfram að nema og vinna við listrænar handmenntir, ef illvæg veikindi hefðu ekki stöðvað það. Hún veikt- ist af liðagikt, sem lék hana hart og þjáðist af þeim sjúkdómi í mörg ár. En þótt líkaminn væri illa far- inn af veikindunum hélt hún „Við hefðum átt fjörutíu ára brúðkaupsafmæli 5. júní,“ sagði Lilla, eiginkona Björns, þegar ég leit inn til hennar til þess að votta henni samúð mína. Það vantaði aðeins sólarhring upp á að hann lifði það. Þau voru nýkomin úr sum- arleyfi frá Portúgal, þar sem þau höfðu ferðast mikið um, og meðal annars séð heimssýninguna í Sevilla á Spáni. Þetta var dásamlegur tími og sjáðu, bætti hún við, þegar við vorum að fletta albúminu frá þess- ari síðustu sameiginlegu sumarleyf- isferð og rákumst á mynd af Birni. „Hver gæti ímyndað sér, að þessi káti, lífsglaði maður væri á föram.“ Svo mörg voru þau orð, en minna mann þó um leið illilega á, að kall- ið getur komið hvenær sem er. Þarna sat harmi slegin fjölskyldan, eiginkonan, böm og tengdabörn, Ásta, móðir Björns, og ræddu eilifð- armálin án sýnilegrar niðurstöðu. Öll stöndum við máttvana gagnvart sláttumanninum mikla, en vitum þó að síðar mun hann beija að dyr- um hjá okkur hinum. Ég veit að hin dugmikla eigin- kona Bjöm, móðir hans, börn þeirra og aðrir ástvinir munu líta fram á veginn til framtíðarinnar, eins og hann hefði eflaust sagt þeim að gera. Minninguna um soninn, eigin- manninn og föðurinn lífsglaða, sem vildi þeim svo vel og ávallt fyllti hjörtun gleði verður ekki frá þeim tekin. Við hin, þökkum honum sam- fylgdina, minnumst hans með sökn- uði, en þó gleði í huga og vitum, að hans bíður óþekkt en björt fram- tíð að ferðalokum hér. Reynir Jónasson. Okkur langar að minnast okkar ástkæra útibússtjóra, Björns Hjart- arsonar, sem lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 4. júní sl. Okkur setti hljóð við þessi hörmulegu tíðindi, því daginn áður hafði hann kvatt okkur hress og kátur eins og ævinlega. Björn hafði stjórnað útibúinu á Laugavegi 105 í 35 ár eða allt frá opnun þess og hafði hann sem yfirmaður einstakt lag á starfsfólki sínu og lét ánægju sína í ljós þegar vel var unnið. Honum hélst vel á starfsfólki og má geta þess að starfándi er fólk óskertum andlegum kröftum til síðust stundar. Hugurinn var hjá afkomendunum og sárt þótti henni að geta ekki sinnt og hjálpað til með barnabarnabörnin. Fyrir þrem árum dó Pálmi mað- ur Elínar, eftir það var það einlæg ósk hennar að mega hverfa frá daglegum þrautum. Nú hefur hún verið bænheyrð og fær að leggjast til hvíldar við hlið eiginmanns síns og Sigrúnar dóttur þeirra. Að leiðarlokum þökkum við langa og trausta vináttu þeirra hjóna. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigrún og Magnús Jónsson. í útibúinu, sem er búið að starfa þar samfleytt í 27 ár undir hans stjórn. Björn var glaðlyndur maður og gamansamur. Oft var glatt á hjalla þegar hann sat með okkur í kaffi- stofunni, því hann hafði frá mörgu að segja og kom fólki oft til að skellihlæja. Björn var vinsæll úti- bússtjóri og laðaði hann margan viðskiptavininn til útibúsins með sínum sérstöku persónutöfram. Ósjaldan sáum við fólk niðurdregið og kvíðafullt á biðstofunni hjá hon- um en svo kom þetta sama fólk brosandi frá honum eftir að hafa rætt við hann. Björn gaf sér ætíð góðan tíma til þess að spjalla við viðskiptavini sína og var sama hver átti í hlut. Að leiðarlokum viljum við þakka honum af heilum hug fyrir ánægju- legt samstarf og vináttu. Horfinn er góður drengur en ljúf minning lifir. Elsku Sigríður, Ásta, börn, tengdabörn og barnabörn, Guð gefi ykkur öllum styrk á þessari erfiðu stundu. Starfsfólk íslandsbanka Laugavegi 105. Oft þykir mér, að röðin sé ekki rétt, þegar kallið kemur, kallið sem enginn kemst hjá að fá, röðin kem- ur að okkur öllum um síðir. Það er ekki mitt eða þitt að dæma um það, en stundum er of fljótt farið og það finnst mér með vin minn Björn Hjartarson. Við kynntumst þegar leiðir okkar lágu saman fyrst í útibúinu á Hlemmi, en þá höfðum við unnið við sama bankann um árabil hvor á sínum stað. Mín lukka var að fá starf við útibúið á Hlemmi á miðju árinu 1985. Þar var Björn til húsa og hafði verið frá opnun útibúsins, hann var hluti af staðnum. í fyrsta samtali var varlega farið af stað og loforð um góða samvinnu voru gefin á báða bóga. Hann sagði mér til og gaf mér holl og góð ráð. Ég hugsaði gott til glóðarinnar um samvinnu við þennan mann. Síðan eru liðin mörg ár og loforðin hafa staðið fyrir sínu. A löngum tíma í náinri samvinnu getur komið upp sú staða, að menn séu ekki alltaf sammála. Þá sjaldan að sú Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þegar við fréttum að hann Elli, bekkjar- og skólafélagi okkar, væri látinn tók það okkur nokkurn tíma að gera okkur grein fyrir hvað hafði gerst, gat það verið að hann svo ungur, fullur af krafti og lífi, hann Elli, sem átti allt lífið fram undan, væri farinn frá okkur, farinn svo langt í burtu að við sjáum hann aldrei aftur? Hvað getur maður sagt eða gert til að skilja þessi undarlegu örlög, spurningarnar hlaðast upp en eina svarið sem við fáum er þögnin og sorgin. Við voram ungir krakkar í Val- húsaskóla sem áttum heiminn, allt- af svo mikið að gerast, alltaf nóg að tala um og alltaf vorum við að uppgötva eitthvað nýtt og framandi og svo margt eftir til að skilja. Við kynntumst öll á mesta þroskaskeiði lífsins og þó við höfum þroskast og farið i ólíkar áttir, tekið ólíkar stefn- ur þá munum við ætíð muna eftir þessum hamingjuárum sem við átt- um í Való. EIli mun alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar og minnumst við hans með hýju og þakklæti fyr- ir þær samverastundir sem hann gaf okkur. Elsku Inga og aðrir aðstandend- ur, þó dagurinn sé dimmur mun Elli alltaf leggja ljós sitt á leið ykk- staðan kom upp hjá okkur, þá sett- umst við niður hvor á móti öðram, málin vora rædd og ekki var upp staðið fyrr en báðir voru sáttir. Þannig var okkar samvinna alla tíð, hún gekk upp. Maður á ef til vill aldrei að segja, að einhver hafi verið besti yfirmaður manns, en Björn komst eins nálægt því og hægt var. í október 1990 var mér boðin ný staða við annað útibú bankans sem ég þáði, en það var ekki fyrr en eftir langt samtal og góð ráð frá Birni. Við kvöddumst með söknuði, en hann samgladdist mér innilega og fann til stolts að sinn maður skyldi til kallaður. Eftir flutning frá Hlemmi niður í Lækjargötu átti að sjálfsögðu oft að heimsækja Björn og hans frábæra fólk á Laugavegi 105, en góð áform ganga ekki allt- af upp. Ferðirnar á Hlemm hafa verið alltof fáar og stutt staðið við, en sambandinu var samt haldið og er það vel. Okkar síðsta samtal var 3. júní í síma, hann nýkominn úr fríi og ég nýbúinn að fá starf við útbibú bankans í Garðabæ. Þetta var gott samtal og báðir sögðu frá sínum högum. Hann óskaði mér til hamingju með nýja starfið og fann aftur til stolts, að sinn maður skyldi hafa verið valinn. Við kvöddumst og ég sagðist heimsækja hann fyrir helgina og við myndum setjast nið- ur saman og ræða málin. Sú ferð var aldrei farin. Björn kunni vel að gleðjast með öðrum og maður fann einlægnina sem lá að baki, það fékk ég að finna frá honum gegnum tíðina, sér í lagi þegar við Sigga eignuðumst bamið okkar í október 1989 og líka þegar breytingar urðu á mínum högum í vinnunni. Hann á eitthvað í mér hann Björn og ég líka í honum. Fyrir langa löngu á stjörnubjört- um vetrarkvöldum í Vestmannaeyj- um horfði maður sem smá peyi til himins og fylgdist með stjömuhröp- um. Þegar þau sáust var sagt stund- arhátt, þarna var einhvern að deyja einhvers staðar úti í heimi, og manni fannst hvelfingin ekki eins björt á eftir. Nú er slokknuð enn ein stjarnan og himinhvolfið er frá- tækara en áður. Kæra Sigríður, hugheilar samúð- arkveðjur til ykkar allra frá okkur Siggu. Þorsteinn Brynjúlfsson. ar og okkar. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd árangs ’73 úr Valhúsaskóla, Inga Björg og íris Björg. Elli er farinn frá okkur. En ekki alfarinn því það er eitt sem fer aldr- ei og það eru minningamar um hann. Minningamar era sém betur fer ekki dauðlegar. Þessar minning- ar líða okkur aldrei úr minni og alltaf getum við rifjað upp eitthvað skemmtilegt um hann í framtíðinni og brosað af því. Elli lukka, eins og við þekkjum hann best, var ekki kallaður „lukka“ út í bláinn því alltaf tókst honum að koma öllum í ,jolly“ skap, eins og hann hefði orðað það. Elli hafði stórt og hlýtt hjarta. Alltaf var hann tilbúinn til að gera öðrum greiða og hjálpa til. Hann var tilfinninganæmur og fann til með öðram. Hann gat þó verið skapstór ef honum fannst einhveiju óréttlæti beitt. Það vantaði heldur ekki kjarkinn hjá Ella, hann var alltaf til í allt og óhræddur við að reyna. Hvort sem það var að fara á skíði, skreppa í ferðalag eða gera eitthvað skemmtilegt. Aðaláhugamál Ella var Camaro- inn hans og bílar. Það var alveg merkilegt hvað hann gat dundað mikið í bílnum sínum, alltaf að betr- umbæta! Draumurinn hans var að koma Camaronum á götuna í topp- standi og gljándi fínum. Annað var það líka sem var Ella sérstaklega hugleikið. Það var að spila og uppá- haldsspilið hans var kani. Þau eru orðin mörg kvöldin sem við sátum með Ella og spiluðum fram eftir öllu. Elli var alltaf til í „eitt spil enn“. Við eigum eftir að sakna þess sárt að Ella vanti í spilaklúbb- inn. Eitt var það sem hálfgert ein- kennismerki hjá Ella. Alltaf þegar hnan kom í heimsókn hellti hann einu, jafnvel tveim glösum niður. Maður þurfti eiginlega að forða þeim áður en hann gekk inn! Það lýsingarorð sem lýsir honum Ella lukku kannski best er góður. Kannski var hann of góður fyrir þennan heim. Hvar sem hann er núna vitum við að honum líður vel og við eram viss um að hann er með bros á vör. Inga, Kristján, Sigurður, Kristó- fer, Guðrún og öll hin sem urðum þeirrar gleði aðnjótandi að þekkja Ella, Guð gefi okkur styrk til að sætta okkur við það sem gerst hef- ur og við skulum öll varðveita minn- ingarnar um góðan dreng. Rósa, Daddi, Jón og Gunna. Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.