Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.1992, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 Ræðutími og ræðufjöldi á Alþingi: Æðarvarp í byggð Bíldudal. FJÖLSKRÚÐUGT fuglalíf er nú á Bíldudal enda komið að varpi margra fuglategunda. Óvenju mikið af grágæs hefur sést við kauptúnið og á landi Litlueyringa eru hundruð æðarfugla, en þar er lítið æðar- varp. Þar safnast margar tegundir saman og margar þeirra verpa á þeim stað. Má þar nefna kríu, stelk, stokkönd, tjald og óðins- hana. Grágæsin heldur sig einnig á varpsvæðinu og heiðlóan. Þessi Eins og sjá má er stutt í næsta fuglaparadís setur líflegan svip á kauptúnið og er næsta íbúðarhús aðeins í 20 metra fjarlægð. Innar í dalnum er íþróttasvæði og á síðasta ári verpti tjaldspar á bak við annað knattspyrnumark- ið. Og í miðjum leik kom tjaldspar- ið inn á völlinn til að mótmæla Morgunblaðið/Róbert Schmidt íbúðarhús frá varpsvæðinu. boltasparkinu. En þrátt fyrir margar tilraunir íþróttaunnenda til að bjarga eggjum parsins með því að stilla hjólbörum við hreiðr- ið misfórst varpið. í Otradal hefur sést til æðarkóngs en æðarkóngur er þar árlegur gestur. R. Schmidt. Alþýðubandalagsmenn töluðu lengst en sjálfstæðismenn oftast Olafur Ragnar tók ÞINGMENN Alþýðubandalags töluðu samanlagt í rúmlega 220 klukkustundir á liðnu Alþingi og var það mun lengri tími en aðrir þingflokkar notuðu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks tóku hins vegar oftast til máls, eða 2.066 sinnum. Sá þingmaður sem oftast talaði var Ólafur Ragnar Grímsson, en hann steig 376 sinnum í ræðustól. Flokksbróðir hans, Steingrímur J. Sigfússon, talaði hins vegar lengst, eða í 54 klukkustundir og 36 mínútur. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Alþingis töluðu þingmenn Al- 376 sinnum til máls þýðubandalags, sem eru 9, saman- lagt í 220 klst. og 22 mín. í alls 1.845 ræðum. Þingmenn Framsóknar- flokks, sem eru 13, töluðu í 177 klst. og 33 mín. í 1.490 ræðum. 26 þing- menn Sjálfstæðisflokks töluðu í 135 klst. og 28 mín. í 2.066 ræðum. 10 Alþýðuflokksmenn töluðu í 74 klst. og 40 mín. í 897 ræðum og 5 þing- menn Kvennalista í 74 klst. og 25 mín. í 758 ræðum. Sá þingmaður, sem oftast tók til máls á síðasta þingi, var Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalags, en hann steig í ræðustól 376 sinnum. Flokksbróðir hans, Sva- var Gestsson, kom næstur með 312 ræður og í þriðja og fjórða sæti voru Alþýðubandalagsmennimir Stein- grímur J. Sigfússon með 295 ræður og Kristinn H. Gunnarsson með 256. Ólafur Þ. Þórðarson, Framsóknar- flokki, fylgdi Kristni fast á eftir með 237 ræður. Ef iitið er til ræðutíma einstakra þingmanna kemur í ljós, að lengst talaði Steingrímur J. Sigfússon, eða í 54 klst. og 36 mín. Næstur kom Ólafur Ragnar með 41 klst. og 27 mín., þá Halldór Asgrímsson með 32 klst. og 27 mín. og Svavar Gests- son með 30 klst. og 43 mín., Kristinn H. Gunnarsson talaði í 26 klst. og 44 mín. og litlu skemur talaði Ólafur Þ. Þórðarson, eða í 26 klst. og 26 mín. miTSUSHIBR ÖGOLF kyltur 1-3-5 Image Senior kylfur 1-3-5-7 Veió4l.770rsMM Veri 67.430,- utiuf: GLÆSIBÆ - sími 91 - 812922 Einn stærsti golfkylfuframleiðandi heims Glæsileg graphite Ifsett á f rábæru verði LEIÐIN TIL FUNDIN! Winnipeg 14. júlí - 4. ágúst. Leiguflug okkar tii Winnipeg er tvímælalaust ódýrasta leið íslendinga vestur um haf - og ekki sakar að Winnipeg er hreint stórkostleg borg: Afburða góð söfn, fjölbreytt leikhúslít, ótrúlegur fjöldi matsölustaða og stórkostlegar verslanir þar sem gera má góð kaup. í Winnipeg er kjörið að fá sér bílaleigubíl og hann sjáum við um að panta, einnig bókum við flug, lestarferðir, skoðunarferðir og hótel fyrir þig. Hér gefst gullið tækifæri til að skoða fegurð Klettafjalla, eða nánast hvað sem er - möguleikarnir eru óþrjótandi á víðum lendum Kanada og Bandaríkin eru skammt undan! Verð frá 39.700 kr. Barnaafsláttur: 2-11 ára 13.000 kr., börn yngri en 2 ára greiða 6.000 kr. Flugvallaskattar og gjöld nema 1.650 kr. fyrir fullorðna og 1.025 kr. fyrir börn. / Við minnum á Islendingahátíðina í Gimli 1.-2. ágúst! ■ FARKKRT FIF Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.