Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 31 Umfram allt vakti Guðjón athygli fyrir kraftinn sem geislaði af honum. Hann var eins og ungur gæðingur sem þyrstir í að taka sprettinn; alls engin ótemja, en hvar sem hann fór var líf og fjör. Það var vor og sól- skin og endalaus bjartsýni í þessu áhyggjulausa lífi okkar og síðan staðfestu menn ráð sitt og alvaran tók við. Guðjón var frá Hnífsdal; fæddur þar 18. nóvember 1935. í Gagn- fræðaskólanum á ísafirði kynntist hann tilvonandi eiginkonu sinni, Guðlaugu Guðjónsdóttur, og þau eignuðust í tímans rás fimm börn. Starfsferill Guðjóns hófst í hagdeild Sambandsins og síðan á skrifstofu SÍS í New York, sem var góður skóli fyrir það sem síðan varð stærsta viðfangsefnið: Útflutningur sjávar- afurða. Það varð í senn sérgrein hans og hjartans áhugamál. Mér eru minnisstæðir nokkrir dagar með Guðjóni í London eftir . að hann tók við forstöðu Sambands- skrifstofunnar þar. Hann naut þess að takast á við ný og krefjandi verk- efni. í Lor.don hafði komið í ljós að Guðjón var sá maður, sem hlaut að vera valinn til æ stærri verkefna. Næst beið hans að taka við fram- kvæmdastjórastarfi sj ávarafurða- deildar SÍS, en það varð aðeins milli- kafii. Fiskréttaverksmiðja Sam- bandsins í Harrisburg í Bandaríkjun- -um var á heljarþröm og Guðjón tók sjálfur að sér að bjarga málunum; fluttist vestur með fjölskylduna og varð forstjóri Iceland Seafood. Óhætt mun að segja að næstu árin hafi verið blómaskeið í lífi Guðjóns og raunar einnig í lífi þeirra hjóna og barnanna. Á ótrúlega skömmum tíma tókst Guðjóni að snúa vörn í sókn; síðan endurbyggði hann verk- smiðjuna að verulegu leyti. Um það leyti, sumarið 1978, bjuggum við Jóhanna hjá þeim Guð- jóni og Lúlú í hátt í mánuð. Það var ógleymanlegur tími þegar Pennsyl- vania var í sumarskrúða og gaman að kynnast því hvernig vinir okkar bjuggu við svo ólíkar aðstæður. Ég var þá öðrum þræði að vinna grein- ar fyrir Morgunblaðið um fiskvinnslu og fisksölu okkar vestra og naut ómetanlegrar aðstoðar Guðjóns. Hann tók mig með á^fundi með umboðsmönnum og þar sá maður að það er engin elsku mamma í við- skiptaheiminum þar vestra. Þessa umboðsmenn þekkti Guðjón orðið vel og þeir voru sumir mjög kærir vinir. En stundum, ef salan hafði eitthvað hrapað, voru þeir teknir á beinið og engin miskunn. En Guð- jóni féll vel sá heiðarleiki sem honum fannst vera í viðskiptum þarna. Það er gamla sagan að „römm er sú taug er rekka dregur/föður- túna til“. Guðjóni bauðst bæði að taka við öðrum fyrirtækjum vestra; honum bauðst fyrirtæki í fiskbrans- anum til kaups og hann gat að sjálf- sögðu starfað áfram fyrir Iceland Seafood. Við ræddum oft hugsanleg kaflaskipti þegar Guðjón var á ferð- inni hér. Mér fannst að þau hjón ættu að vera áfram vestra; þau voru orðin vön lífsháttum þar. En þá sagði Guðjón mér til nokkurrar undrunar: „Það er ekki hægt að hírast enda- Íaust úti í Ameríku." Ég fann þá að þessi bönd toguðu sterkar í hann en svo, að góð tilboð og kannski vissa um þægilegt líf þar vestra gætu haldið honum þar. Hann vildi neyta kraftanna hér heima, vera íslendingur. Og þá var það í rauninni aðeins ein staða hjá sam- vinnuhreyfingunni sem hann gat hugsað sér, og hún var einmitt að losna. Samband ísl. samvinnufélaga var vissulega stórveldi á íslenzkan mæli- kvarða, en kannski var ekki allt svo traust sem sýndist. Ég ætla mér ekki þá dul að skilgreina hvenær þær steinvölur ultu af stað sem enduðu í stórskriðu og hruni. Ég tel að Guðjón hafi trúað því, með þá reynslu sem hann hafði í viðskiptum erlendis og af sinni eðlislægu bjart- sýni, að hann mundi geta fært alla hluti til betri vegar. Það er hinsvegar eitt af lögmál- unum þegar illa gengur og hreyfíng eða fyrirtæki þarf að mæta sam- drætti, að þá vilja verða ýfingar með mönnum og getur orðið erfitt, ef ekki ómögulegt, að stjórna undir þeim formerkjum. Síðustu starfsár Guðjóns urðu mjög í þessum skugga. Ekki er ólíklegl. að þau átök hafi flýtt fyrir gangi sjúkdómsins, sem greindist hjá Guðjóni fyrir tæpum þremur árum. Þá hófst ný barátta, sem ekki gat endað nema á einn veg. Síðustu starfsdagana í nýja Sambandshús- inu, sem hann lét byggja á Kirkju- sandi, var farið að sjá mjög á vini mínum. En krafturinn, sem í gamla daga geislaði af honum, birtist nú á hógværan hátt í aðdáunarverðri karlmennsku. Þar var enga sjálfs- vorkunn að finna, aðeins baráttuhug og Lúlú á alla mína aðdáun fyrir það hvernig hún tók af lífi og sál þátt í þessari baráttu allt til hins síðasta. Ég hitti Guðjón vin minn síðast við jarðarför móður hans á Akranesi síðla sumars. Þá hafði hann skyndi- lega, líkt og fyrir kraftaverk, endur- heimt verulega af sínum fyrra krafti og ók sjálfur bílnum alla leið. Við athöfnina var hann sá teinrétti og eldhressi Guðjón B. sem við þekktum frá gamalli tíð. Fullur bjartsýni ákvað hann að vitja þekktra slóða í sólinni á Flórída. En þetta var aðeins lognið á und- an síðasta storminum. Að vestan átti hann ekki afturkvæmt lifandi. En huggun var það að Lúlú var með og börnin flest nærri: Guðjón Jens, sem á sitt fyrirtæki vestra, Ólafur Kjartaiij sem er þar í skóla og dæt- urnar, Ása Björk og Brynja, búa og starfa þar. Bryndís 'er hinsvegar hjúkrunarfræðingur hér heima. Þeim öllum, en umfram allt Lúlú, þökkum við Jóhanna fyrir langa samferð og margar gleðistundir. Minningin um Guðjón B. verður okk- ur alltaf kær; það voru forréttindi að fá að njóta vináttu hans í heila fjóra áratugi. Gísli Sigurðsson. Hvergi var skemmtilegra að koma en á æskuheimili Guðjóns B. Ólafs- sonar. Viðmót foreldra hans ein- kenndist af hlýju og glaðværð — og gestrisnin var slík að maður varð feiminn að taka við öllu, sem að manni var rétt. I sjávarplássum í þá daga bjuggu flestir þröngt og voru nægjusamir. Heimili Ólafs og Filippíu í Hnífsdal var engin undan- tekning í þeim efnum. En það var svo bjart yfir þessu myndarlega heimili, andrúmsloftið svo jákvætt og aðlaðandi, að litla eldhúsið og stofan urðu í vitund gestkomandi skólafélaga sonarins að stóru húsi fullu af hlýju og góðvild. Óli og Pía voru einstaklega brosmild og upp- örvandi, það var alltaf tilhlökkunar- efni að fara í heimsókn út í Hnífs- dal, skemmtilegt að hlusta á þau — og samtalið hafði ekki staðið lengi þegar maður var farinn að brosa og hlæja — og leið sérlega vel. Fyrst í stað fannst mér að þetta hlyti að vera einhver hlið á heimilis- lífínu, sem fyrst og fremst sneri að gestum. En eftir því sem vinátta okkar varð lengri og meiri skynjaði ég æ betur, að svona var heimili vinar míns í reynd og að þetta já- kvæða andrúmsloft mótaði hann í uppvextinum. Það var því ekkert undarlegt þótt Guðjóni væri tamt að slá á létta strengi, oft hafði hann lítið fyrir því að koma fólki í gott skap. Með glettnisglampa í augum og spaugs- yrði á vör breytti hann stundum þungbúnum mannfundi í glaðlegan hóp, nánast á sekúndubroti. Það var ekki bara hæfileiki, heldur var hon- um þetta eiginlegt. Þar skynjaði maður áhrifin frá æskuheimilinu, glaðværð blandna góðvild. Það var ekki laust við að ég öfund- aði hann stundum af þessum inn- byggða léttleika, hvernig hann gat komið mestu drumbum til að brosa sínu breiðasta. Það kom mér líka endalaust á óvart hvernig honum tókst að varðveita strákinn í sjálfum sér. Fyrr á árum, tveir saman, fórum við oft í eins konar glettniskák, sem var sambland af saklausri vitleysu, fantasíu og gálgahúmor — og end- aði í sprengjuhlátri. Þetta var alltaf mjög hressandi. Fullorðnir göntuð- umst við oft eins og stráklingar og duttum þá gjarnan andartak í þenn- an gamla farveg, náðum sambandi við andrúmsloft áhyggjulausu ár- anna og léttum á sálinni. Jafnvel undir það síðasta, þegar Guðjón var orðinn mjög þjáður af sjúkdómi sín- um, átti hann það til að bjóða upp á smá rispu í gamla stílnum. Þá hló hann þótt hann gæti það ekki, strák- urinn varð alltaf að fá sitt. Og nú er Guðjón horfinn okkur langt fyrir aldur fram. Síst af öllu bjóst maður við að þessum hrausta, þrekmikla, lífsglaða og sívakandi félaga yrði ekki lengri lífdaga auðið. Þessi síðustu ár voru átakanleg, en hann Iét engan bilbug á sér fínna, barðist eins og hetja og var uppgjöf aldrei í huga. Álagið á fjölskylduna var feikilegt, en þó fyrst og fremst á eiginkonu, sem reyndist líka eins og klettur úr hafi. Þegar þessu erf- iða stríði góðs vinar er lokið, setur okkur hljóð og við erum með sorg' í hjarta. Guðjón talaði mjög hispurslaust um sjúkdóm sinn, sem var krabba- mein. Hann hafði óljósan grun um að upphafið mætti rekja til kjarn- orkuslyss, sem varð fyrir rúmum áratug í orkuveri á Three Mile Island í Susquehanna-fljótinu við Harris- burg í Pennsylvaniu í Bandaríkjun- um, þar sem hann bjó þá með fjöl- skyldu sinni — í starfi fyrir Iceland Seafood Corp. Strax eftir slysið varð þess vart að geislavirk efni voru að menga umhverfi orkuversins. Fólki á svæð- inu var ráðlagt að fara á brott í skyndi. Guðjón ók með íjölskyldu sína til Washington. En skyldan kallaði ög hann var ekki rólegur að sitja fjarri vinnustað sínum, sem ekki var á aðal hættusvæðinu. Hann ók því einn til Harrisburg, en þurfti að víkja af eðlilegri leið og þræða hliðarvegi og fylgja nýjum vegvísum, sem áttu að bægja allri umferð frá hinu forboðna svæði. En einhvers staðar hafði stöðvunarmerki verið fjarlægt, eða Guðjóni yfirsést, því áður en yfir lauk var hann kominn á árbakkann, andspænis Three Mile Island, á mannlaust hættusvæði. Löngu síðar. hafði Guðjón óljósar fréttir af því, að mörgum árum eftir slysið hefðu allmargir fengið ýmis krabbamein — af hliðstæðum óhöpp- um_ að talið var. Á meðan Guðjón barðist við sjúk- dóm sinn létust báðir foreldrar hans með stuttu millibili úr þessum sama erfiða sjúkdómi. En þrátt fyrir allan þennar, sársauka bugaðist hann aldrei. í haust fórum við hjón með Guð- jóni og Lúlú konu hans til Flórída sem oft áður til að leita endurnær- ingar. Hann þráði alltaf sólskinið og sjávarloftið syðra, þangað hafði hann jafnan sótt nýjan kraft. En þrekið var nú þverrandi og það var ekki oft að hann komst út undir bert loft. Hann naut þess samt að sjá góðviðrið, ströndina og hafíð út um gluggann. í honum var enginn uppgjafartónn. Hann var staðráðinn í að komast út og framlengdi dvölina í von um að hún yki honum afl. Þarna hafði honum alltaf liðið best. En Guðjón lést áður en hann komst aftur heim til íslands. Nú er Ásgerð- ur systir hans ein eftir af þessari ljúfu fjölskyldu Ólafs Guðjónssonar, sem fyrr á árum setti svip á Hnífsdal. í fáeinum minningarorðum um Guðjón B. Ólafsson verður minna sagt en efni standa til. Aðra læt ég um að rekja starfsferil hans. En efst er mér nú í huga sársauki og harm- ur ástvina, allt tómið sem ótímabær brottför mikils fjölskylduföður veld- ur. Minning um óteljandi samveru- stundir allt frá unglingsárunum. Þakklæti fyrir drengskap og ein- staka vináttu, sem er gæfa að njóta. úlaðværð, sem var endalaus næring. Söknuður. Lúlú, eiginkonu Guðjóns og bekkj- arsystur í gamla daga, og börnum þeirra fimm bið ég blessunar í þeirra miklu sorg — og sendi þeim, Ás- gerði og öðrum nánustu dýpstu sam- úðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Haraldur J. Hamar. Það þurfti ekki að koma á óvart, að heyra andlátsfregn Guðjóns B. Ólafssonar hinn 19. desember sl. Öllum sem til þekktu var kunnugt um að hann hafði háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm í hart- nær þijú ár og eins og svo margir aðrir þurfti hann að . lúta í lægra haldi, þótt hann væri ekki nema 58 ára að aldri. Ég sá Guðjón fyrst þegar ég um nokkurra vikna skeið var starfqjnað- ur sjávarafurðadeildar Sambandsins fyrir mörgum árum. Hann var þá ungur maður og vakti athygli og aðdáun fyrir dugnað og hæfni í starfí og það hve mikil lífsgleði og þróttur geislaði af honum í öllum hans at- höfnum. Honum voru snemma falin veiga- mikil og vandasöm störf af hálfu forystumanna Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann veitti Lund- únaskrifstofu Sambandsins forstöðu um nokkurra ára skeið. Árið 1968 varð hann framkvæmdastjóri sjávar- afurðadeildar Sambandsins og gegndi því starfi til ársins 1975, en hann lét þá undan eindregnum ósk- um um að taka að sér framkvæmda- stjórn sölufyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Corporation. Þegar Guðjón kom að því fyrirtæki átti það í miklum erfið- leikum. Þar tókst að snúa hlutum til betri vegar undir traustri og öruggri for- ystu Guðjóns og trúlega hafa árin þar verið einn ánægjulegasti tíminn á starfsævi hans. Ekki einungis tókst að snúa málum Iceland Sea- food Corp. til betri vegar, heldur varð fyrirtækið eitt af leiðandi fyrir- tækjum í fisksölumálum í Bandaríkj- unum og þótt víðar væri leitað. Ég minnist heimsóknar til Iceland Seafood haustið 1976 í hópi margra annarra frystihúsamanna frá ís- landi. Móttökurnar voru frábærar og kynningin á fyrirtækinu og starf- seminni færði okkur heim sanninn um að stjórnandi þess væri réttur maður á réttum stað. Þekkingin, krafturinn, öryggið, allt var þetta til staðar í ríkum mæli og við hrif- umst að því sem verið var að gera. Þegar velja þurfti nýjan forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga þurfti ekki að koma á óvart að leitað væri til Guðjóns. Hann hafði skapað þá tiltrú og náð þeim árangri í störf- um sínum, að margir töldu hann öðrum líklegri til að geta þar veitt styrka forystu í stöðu sem flestir gerðu sér grein fyrir að hlyti að vera erfíð. Ég hygg að Guðjón hafi ekki gert sér nægjanlega glögga grein fyrir því umhverfi sem hann var að koma í þegar hann tók við starfi forstjóra Sambandsins hinn 1. september 1986. Hann hafði verið fjarverandi í 12 ár. Starfað í allt öðru um- hverfi, þurft að leysa annars konar vandamál en hér var við að fást. Hugur hans var líka nokkuð bundinn við fyrri störf. Hann hafði öðru frem- ur fengist við málefni sjávarútvegs og fisksölu á starfsferli sínum. Miklir erfiðleikar voru framundan í atvinnurekstri á íslandi. Þetta setti svip sinn á rekstur Sambandsins ekki síður en annarra fyrirtækja. Aðgerðir til að snúa vörn í sókn tók- ust því ekki nema að nokkru leyti og starf Guðjóns sem forstjóra Sam- bandsins varð ef til vill öðru fremur varnarbarátta. Guðjóns B. Ólafssonar á eftir að verða minnst sem eins af fremstu mönnum í markaðsetningu fiskaf- urða íslendinga, eins af framvörð- unum í mikilvægasta atvinnuvegi þjóðarinnar. Hann hefur þar skapað sér sess að verðleikum. Að leiðarlokum vil ég færa fram þakkir fyrir hönd stjórna og starfs- fólks íslenskra sjávarafurða hf. og sölufyrirtækja þess erlendis. Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjun- um og Iceland Seafood Ltd. í Bret- landi. Við metum og þökkum störf hans og sendum eftirlifandi konu hans og börnum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Hermann Hansson. Tuttugasta öldin er að renna skeið sitt á enda. Með henni hverfur margt af því sem gjarnan er vitnað til á góðum stundum. Einstaklingar urðu margir frægir á þessum tíma, en eru nú gengnir, eftir að hafa lifað lang- an dag. Samt lifir minningin um þá ýmist af kynnum eða í bókum og má af því sjá hve miklu gegnir að skaphöfn sé heil og handtökin styrk. Eins er um stofnanir, sem hverfa og deyja að síðustu. í þeim er líka eftirsjá. En sagt er að annað komi í staðinn og ber að vona að það nýtist einhverjum. Þessi orð koma í hugann á síð- ustu dögum, þegar látinn er vestur í Harrisburg Guðjón B. Ólafsson, fyrrum forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, aðeins 58 ára að aldri, eftir óvenjulega hetjulega bar- áttu við hættulegan vágest frá því í byijun árs 1991. Guðjóni sást þó hvergi bregða, en bjóst til bardaga við sitt banamein; lét engum steini óvelt og engum ferðum ólokið í leit að nýjum vopnabúnaði í lokastríði. Sumum fer þannig, að þeir bíða kvíðnir síns endadægurs og hafast ekki að. Þessu var ekki þannig farið með Guðjón. Hann bauð til bardaga og dró hvergi af sér þangað til ferð hans lauk í Harrisburg, þar sem hann hafði unnið sín bestu verk um ævina við stjórn á framleiðslu og sölu sjávarafurða. Áður en til stríðsins við langvar- andi veikindi kom, hafði Guðjón háð annað stríð sem forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga. Við því starfi tók hann árið 1986 og gegndi því þangað til veikindi lögðu stein í starfsgötu hans. Hann vann forstjó- rastarf sitt á miklum niðurlægingar- tíma í Sambandinu. Þar mætti hon- um sú erfiða raun að þurfa að tak- ast á við menn, sem hann taldi fé- laga sína af löngum og snurðulitlum samskiptum meðan hann var erlend- is. Þegar Guðjón fór til starfa erlend- is til að taka við fyrirtæki sjávaraf- urðadeildar Sambandsins í Harris- burg, gat engan grunað og alls ekki stjórnendur Sambandsins, að aðeins rúm þijátíu ár væru í það, að þetta mikla og óhagganlega veldi, að því er virtist, hryndi að mestu til grunna. SJÁ SlÐU 48 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL_ Kopavogi, sími 571800 Gleðilegt nýtt ár Þökkum viðskiptin á gamla árinu. Toyota Corolla Sl ’93, svartur, 5 g., ek. 7 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, central læs., sem nýr. V. 1250 þús., sk. á ód. Mercedes Benz 280 SE '82, silfurgrár, sjálfsk., ek. 127 þ., topplúga, álfelgur o.fl. Tilboðsverð 980 þús. stgr. BMW 316i '90, svartur, 5 g., ek. 33 þ. km., rafm. í öllu, reyklaus, eins og nýr. V. 1050 þús., sk. á ód. Toyota Double Cap diesel '92, grásans, 5 g., ek. 65 þ. Toppeintak. V. 1640 þús., sk. á ód. Isuzu Trooper LS '87, 5 dyra, 4x4, bensín, 5 g., ek. 125 þ. V, 1050 þús., skipti. Hyundai Pony GLSi 92, rauður, sjálfsk., ek. 23 þ., rafm. í rúðum, o.fl. Sem nýr. V. 920 þús., sk. á ód. Nissan Sunny SLX '91, 3 dyra, blár, sjálfsk., ek. 18 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 860 þús. MMC Lancer GLX ’90, hvítur, 5 g., ek. 54 þ., rafm. i rúðum, spoiler, central læs. V. 850 þús. MMC Lancer GLX '88, 5 g., ek. 85 þ., rafm. í rúðum, central læs. V. 540 þús. Ford Orion CLX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Toyota Corolla Sl '93, 6 g., ek. 7 þ., 3ja dyra, svartur, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 1260 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '89, 4 g., ek. 92 þ., 3ja dyra, rauður, álfelgur, spoiler. V. 590 þús., sk. á ód. Skoda Favorite LS '91, 5 g., ek. 45 þ. Tilboðsverð: 320 þús. Citroen BX 14 '88, 5 g., ek. 91 þ. V. 390 þús. Suzuki Swift GA '89, 3ja dyra, 5 g., ek. 70 þ. V. 390 þús. Fiat Uno 45s '88, 5 g., ek. 62 þ. V. 190 þús. Mazda 626 GLX ’91, sjálfsk., ek. 51 þ. V. 1190 þús., sk. á ód. M. Benz 190E '88, sjálfsk., m/öllu, ek. 90 þ. V. 1690 þús. Subaru Justy J-10 '86, 5 g„ ek. 76 þ. Gott eintak. V. 290 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.