Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ JÓLA- OG ÁRAMÓTADAGSKRÁ RÍKISÚTVARPSINS LEIKRITIÐ Ég hef komið hér áður eftir breska leikritaskáldið JB Priestley verður flutt á jóladag. Kveðjur, upplestur og tónlistarhljóðrit ELÍSABET Brekkan verður með þátt sinn Frost og funa á annan í jólum en hún hefur fengið Barnakór Melaskóla til liðs við sig til þess að skapa sérstakan hátiðarblæ. MARGIR telja það ómissandi þátt í jóla- undirbúningnum að hlusta á jólakveðjur ríkisútvarpsins á Þorláksmessu en síðastliðin 60 ár hafa þulir útvarps iesið kveðjur hlustenda til vina og vandamanna um land allt. Einu gildir hvort menn hafa sent kveðjur eða ekki, þær skapa stemmningu sem alls ekki má missa af. A aðfangadag mun dagskráin bera mikinn svip af þáttum sem fjalla um jólin heima og erlendis. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir sér jólahald í Kína, Bandaríkjunum og Betlehem og fær til sín þau Hjör- leif Sveinbjörnsson fræðslufulltrúa BSRB, Höllu Björk Hólmarsdóttur nema og séra Björn Jónsson á Akra- nesi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki vita allir að starfrækt er íslenskt útvarp í Gautaborg en Víg- lundur Gíslason, sem sér um út- varpsstöðina sendir þaðan þátt þar sem meðal annars verður rætt við íslendinga í Gautaborg og sagt frá starfsemi íslendingakórsins. Eftir að jólum erlendis hafa verið gerð skil sér Arndís Þorvaldsdóttir á Egilsstöðum um þáttinn Beðið eftir jólum. Þátturinn er fullur frá- sagna af íslenskum jólum, m.a. er sagan Jólanóttin þegar Guð var gestur á Valþjófsstað eftir Þórarin Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eiðum. Unnendur góðrar tónlistar fá að hlýða á ný tónlistarhljóðrit á undan og eftir aftansöng í Dóm- kirkjunni. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Marteinn H. Frið- riksson orgelleikari leika m.a. verk eftir Bach klukkan 17.20 og klukk- an 19.00 er leikin bafrokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Á Jólavöku Útvarpsins um kvöldið eru nokkrar gððar sþgur, m.a. sagan Góði hirðir- inn 'sem höfundurinn, Gunnar Gunnarssón, las árið 1968. Guðrún P. Helgadóttir og Róþert Arnfinns- son lesa nokkur ljóð sem Gúðrún hefur valið klukkan 22.00 og klukk- an 23.00 verður útvarpað miðnæt- umiessu í Hallgrímskirkju. Jólaleikrit Jólaleikrit Útvarpsins í ár Ég hef komið hér áður verður flutt á jóla- dag klukkan 13.00. Það er flutt í aldarminningu höfundarins, breska leikritaskáldsins JB Priestley. Leik- ritið gerist á afskekktri veitingakrá uppi á heiði í norðurhluta Eng- lands. Meðal gestanna er þýskur vísindamaður sem hyggst nota að- stæðurnar til þess að sannreyna kenningu sína um hringrás tímans. Þýðandi og leikstjóri er Sigurður Skúlason. Snemma á jóladag eða eftir frétt- ir klukkan 10 er þáttur frá lands- byggðinni sem fjallar um eina minnstu sókn landsins en aðeins eitt sóknarbarn tilheyrir Ábæjar- kirkju í Skagafirði. Messað er einu sinni á ári og fjöldi gesta kemur víða að til að vera við messu í þess- ari litlu afdalakirkju. Rætt verður við sóknarbarnið, prestinn, fræðst um sögu kirkjunnar og hlýtt á messusöng. ■ Á jóladag verður fyrsta og öðrum þætti Messíasar eftir Hándel út- varpað, jólatónleikum Kammer- sveitar Reykjavíkur og jólaóratór- íunni eftir Jóhann Sebastian Bach. Annan í jólum heldur Inga Huld Hákonardóttir áfram að fjalla um konur og kristni. Ævar Kjartansson heimsækir frú Magneu Þorkelsdótt- ur og Sigurbjörn Einarsson biskup klukkan 13.00 og að þeim þætti loknum verður sérstök dagskrá um Wolfgang Amadeus Mozart í tali og tónum. Leikin verður hljóðritun frá Mozarthátíðinni í Salzburg og í hana fléttað lestri úr bréfum Moz- arts og ljóðum nokkurra úrvals- skálda. Töfraflauta Mozarts verður svo flutt að kvöldi nýársdags. Fyrir börnin Yfir hátíðirnar er boðið upp á jólaefni fyrir börnin. Á jóladag klukkan 16.35 er barnatími fyrir' yngstu börnin og annan í jólum verður leikin hljóðritun frá jólatón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands þar sem börn eru meðal flytjenda og klukkan 19.35 verður mikið um að vera í barnaþætti Elísabetar Brekkan Frosti og funa en Elísabet hefur fengið Barnakór Melaskóla til liðs við sig til þess að skapa sér- stakan hátíðarblæ í jólaþættinum. Af öðrum þáttum þennan dag má minna á jólakvöldvöku Péturs Bjarnasonar frá ísafirði, hljóm- plöturabb Þorsteins Hannessonar og þátt um Álftagerðisbræður í Skagafirði. Horft um öxl Dagskrá gamlársdags einkennist af uppgjöri, litið er um öxl og horft fram á veg. Að loknum fréttum klukkan 9.00 er áramótaþáttur fyr- ir alla fjölskylduna í umsjá Elisabet- ar Brekkan en meðal efnis í þættin- um er hin sígilda saga Litla stúlkan með eldspýturnar eftir HC Ander- sen sem Þóra Friðriksdóttir les. Kl. 14.00 er að venju bein útsending frá afhendingu styrks úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins og að henni lokinni syngur Guðrún María Finnbogadóttir, sigurvegari Tón- Vakakeppninnar 1994, nokkur lög. Tónlist dagsins er þjóðleg og Ein- söngvarakórinn og Kammerkórinn flytja sína hefðbundnu gamlárs- Á AÐFANGADAG kynnir Svanhildur Jakobsdóttir sér jólahald í Kína, Bandaríkjun- um og Betlehem og fær til sin Hjörleif Sveinbjörnsson fræðslufulltrúa BSRB og Höllu Björk Hólmarsdóttur nema, auk annarra. kvöldssöngva en klukkan 22.35 syngja helstu tenórar landsins í hljóðritun frá tónleikum í Kapla- krika fyrr í mánuðinum. Eftir að klukkan slær tólf færist fjör í leik- inn því þá heldur Hermann Ragnar Stefánsson áramótadansleik þar sem harmónikkulög verða í fyrir- rúmi. Nýársgleði Á nýársdag verður útvarpað messu í Dómkirkjunni klukkan 11.00 þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar. Kl. 13.30 sér hinn gamalreyndi út- varpsmaður Jónas Jónasson um nýársgleði Útvarpsins eins og hann hefur gert undanfarin ár. Að þessu sinni bregður Jónas sér út fyrir borgarmörkin og kannar hvað lista- menn á Suðurnesjum hafa upp á að bjóða. Einsöngvarar, hljóðfæra- leikarar og Kirkjukór Keflavíkur koma fram ásamt fjölmörgum öðr- um. Eftir erindi dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups um séra Frið- rik Friðriksson fá hlustendur að hlýða á Gloriu eftir Antonio Vivaldi og klukkan 17.40 verður tónleikum Kammermúsíkklúbbsins frá 4. des. sl. útvarpað en á dagskrá voru verk eftir Ludwig van Beethoven og Antonin Dvorák. Kl. 19.35 fá hlust- endur að hlýða á Töfraflautu Moz- arts undir stjórn Williams Christies og klukkan 22.03 verður lesin smá- sagan Dagbók hringjarans eftir Sindra Freysson. Hátíðardagskrá Rásar 2 Jólahald fyrr og nú, heima og erlendis, líðan fólks á aðfangadag og fleira verður meðal efnis í Laug- ardagslífi Hrafnhildar Halldór sdótt- ur á aðfangadagsmorgun en þáttur- inn er frá 9-12. Gestur Einar Jónas- son fær til sín jólagest klukkan 13.00 og þættirnir Heimsendir og jólaþáttur Lísu Pálsdóttur verða að sjálfsögðu með jólayfirbragði. Á jóladag verður Jóhannes Jónsson í Bónus þriðji maðurinn í þætti þeirra Árna Þórarinssonar og Ingólfs Mar- geirssonar klukkan 13.00 og klukk- an 16.05 er hljóðmynd Þorsteins J. Vilhjálmssonar Guð er góður á dagskrá en þar er sagt frá hjónun- um Kristjáni og Jóhönnu sem sitja inni í stofu hjá sér, með segulbands- tækið sitt. Þau rifja upp hvernig þau kynntust Guði, hvort öðru, og syngja sálma sem hafa verið þeim kærir í gegnum lífið. Fyrir þá sem verða í jólaboðum má geta þess að þátturinn verður endurfluttur á nýársdag klukkan 19.20. Annan í jólum klukkan 13.00 fjallar Ólafur H. Torfason um jólajjyikmyndirnar og klukkan 17.00 verður útvarpað tónleikum Harðar Torfásonar í Borgarleikhúsinu 2. sept. sl. Á gamlársdag klukkan 13.00- 16.00 verður mikið um að vera á Rás 2. Útvarpað verður beint frá Kaffi Reykjavík og í kaffið koma landsfeðurnir, jafnt sem aðrir, sem settu svip sinn á þjóðlífið á árinu, Páll Óskar og Milljónamæringarnir skemmta og ekki má gleyma því að hlustendur Rásar 2 velja mann ársins í beinni útsendingu. Jólatón- listar- kross- gátan Lausnir sendist til Brossins Hafnargötu 15 - 230 Keflavík Merktar: Tónlistarkrossgátan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.