Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ FORYSTUMENN Alþýðuflokks- ins eru manna kappsamastir um að- ild íslands að Evrópusambandinu og setja þar með mikinn svip á allt and- rúmsloft umræðu um það mái. Jón Baldvin Hannibalsson komst ein- hvetju sinni svo að orði, að það væri jafnslæmt að sjá allt illt í ESB og að telja aðild að því allra meina bót. Ekki sem verst byijun - en við hana hefur ekki verið staðið. Fyrr á árinu breyttu talsmenn Alþýðuflokksins aðild íslands í „kosningaflesk", aðild- in átti einmitt að verða allra meina bót: ryðja burt spillingu í stjómmál- um, laða að atvinnuskapandi fjár- magn í stórum stíl, færa neytendum ódýra skinku og kjúklinga, gefa ungu fólki ótal tækifæri út um alla álfu. Þessi málflutningur allur ýtti mjög undir þá útbreiddu óskhyggju, að í Bmssel sé allt fullt af sjóðum sem bíða eftir því að íslendingar ausi úr þeim margfalt á við það sem þeir borga í þá. Öllum vandkvæðum við aðild er um leið ýtt út í hom og gert sem minnst úr þeim. (Við erum svo snjallir samningamenn, við getum samið um fískveiðistjómun við ESB eins og okkur hentar!). Þá sem efast um ágæti aðildar að ESB er svo reynt að afgreiða sem skjótast með því að kalla þá þjóðrembuí- hald, vaðmálsfram- sóknarmenn, torfkofa- sósíalista og annað í þeim dúr. Þetta er allt skiljan- legt: aumingja bless- aðir mennirnir voru á atkvæðaveiðum og þær krefjast grófra einfaldana. Hitt er svo einkennilegra þegar hagfræðiprófessor sem sjálfur liggur ekki á andúð sinni á aðferðum pólitíkusa gerist um margt furðulíkur kratafor- ingjunum í sínum málflutningi fyrir aðild íslands að ESB. Hér er átt við tvær nýlegar greinar um Evrópumálin eftir Þor- vald Gylfason í Morgunblaðinu (4. og 9. ágúst sl.) „Meinsemdum“ ýtt til hliðar Eins og vænta mátti minnir Þor- valdur á ýmislegt það, sem menn geta talið ESB til tekna, t.d. það að sambandið eykur friðarlíkur í álfunni með því að bæta sambúð fyrrum erkióvina eins og Þjóðveija og Frakka. Einnig á það, að til er alþjóðlegt samstarf (t.d. um umverfismál) sem er öllum nauðsynlegt eins þótt það skerði hefð- bundinn fullveldisrétt ein- stakra ríkja. Engin ástæða til að þrefa um slíka hluti. Þorvaldur er um leið ærlegri en at- kvæðaleitarmenn í því, að hann getur um og var- ar við „ýmsum alvarleg- um þjóðfélagsmeinsemd- um, einkum atvinnuleysi og ójöfnuði, sem hafa grafíð um sig í Evrópu í enn ríkari mæli en hér heima." En þessara meinsemda er rétt aðeins getið og sagt að við megum ekki „sljóvgast á verðinum" gagn- vart þeim. Þetta er skelfing fyrir- hafnarlítil afgreiðsla á vandkvæðum sem hljóta að vera ofarlega á baugi hjá þeim íslendingum sem ekki sætta sig við inngöngu í ESB eða þeim sem þar eru nú þegar og ekki eru sáttir við þróun mála í „samrunaferlinu". Aðild að ESB er um margt bæði ávísun á samevrópskt atvinnuleysi og ójöfnuð. Sú meginstefna ESB að Þeir sem af mestu kappi mæla með aðild íslands — að ESB, segir Arni Bergmann, hneigjast að hóflítilli bjartsýni á að í Evrópusambandinu muni úr hveiju böli bætt með nokkuð svo sjálfvirkum hætti. samræma sem flest í „starfsum- hverfi fyrirtækja" hefur í för með sér stöðlun á vinnumarkaði sem að líkindum gerir það mjög erfítt fyrir einstök aðildarríki, þótt sjálf vildu, að bijótast með eigin frumkvæði út úr því ráðleysi sem einkennir flest viðbrögð við fjöldaatvinnuleysi í Evr- ópu. Sama má segja um ójöfnuðinn. Hann byggist á því að venjulegt fólk lúti lögmálum harðar samkeppni og sætti sig við skertan hlut ef það vill vinnu halda (þetta heitir einatt „auk- inn sveigjanleiki á vinnumarkaði"). Á meðan heldur áfram að blómgast sú „forstjóragræðgi" sem hundsar þau sömu markaðslögmál, enda felst hún í því að forréttindahópur í vernd- uðu umhverfí stjórnarherbergja fyr- irtækjanna er sífellt að meta sjálfan sig upp. á við - til meiri tekna og fríðinda. Einatt óháð því hvernig frammistaða forstjóranna hefur verið í reynd. (Fróðlega grein birti Morg- unblaðið á dögunum um þetta mál undir fyrirsögninni „Háu forstjóra- launin mikið hitamál í Evrópu“.) Mann grunar reyndar að áhugi ýmissa „forystumanna í atvinnulífi" hér á Iandi á aðild að EBS tengist ekki síst því, að þeir vonist til þess að komast með þeim hætti í „starfs- umhverfí" sem skiptir sér ekki af gíf- urlegum tekjumun og þar með mun meiri ójöfnuði en íslenskt samfélag hefur hingað til viljað sætta sig við. Trú á sjálfvirkni Yfir þetta er hlaupið í greinum Þorvaldar Gylfsonar, en hinsvegar lögð áhersla á þá skoðun að aðild að ESB muni með sjálfvirkum hætti ráða bót á flestum efnahagsvanda: „Margt af því sem veldur mestum skaða í íslensku efnahagslífi myndi sennilega.færast smám saman í betra og heilbrigðara horf af sjálfu sér ef við íslendingar gengjum í Evrópu- sambandið". Þetta er óskhyggja sem stendur mjög höllum fæti. Það sem veidur íslendingum mestum skaða er vísast sú fáránlega endurreisn lénsveldis sem felst í þróun kvóta- kerfisins að viðbættri rányrkju á fiskimiðum. Við eigum enga von til þess að ESB leysi slík mál fyrir okk- ur, sjávarútvegsstefna bandalagsins gæti vel gjört þau enn verri viður- eignar. Ef til vill legðu siðir ESB hömlur á ævintýri á borð við miklar lánafyrirgreiðslur til fiskeldis og loð- dýrabúskapar? En bæði er að menn ættu vel að geta lært af þeirri dapur- legu reynslu án ESB og að auki þekkja þeir í ESB sjálfir mætavel stórhneykslismál í fjárfestingum, sem áttu að lyfta vanþróuðum héruð- um í Suður-Evrópu. Þeir sem hamast einkum gegn íslensku landbúnaðar- kerfí ættu að vita að landbúnaðar- stefna ESB er einnig mjög dýr og rís um margt á svipuðum pólitískum forsendum og hér. Atvinnuleysið mikla, sem fyrr var nefnt, er það sem veldur þjóðfélaginu mestum skaða - við þeim vanda fást til þessa engin svör frá Brussel. Það getur enginn búist við því t.d. að aðild að ESB leiði til stóraukinna íjárfestinga á íslandi og þar með atvinnutækifæra. Líklegra reyndar að þeir sem hér á landi eiga peninga fari í vaxandi mæli með þá úr landi - ekki endilega til ESB heldur til Asíu þar sem vinnu- afl er sem ódýrast, þar sem „þrællinn kostar ekki neitt“ eins og einn efnileg- ur íslendingur í Singapore sagði við mig fyrir mörgum árum. Óvirðing sýnd andstæðingum í annan stað gerir Þorvaldur næsta lítið úr andstæðingum ESB. Hann segir að þar fari saman „þjóðlyndir ÍSLENSKT MÁL Varð af þeim meiði, er mær sýndist, harmflaug hættlig. Höður nam skjóta. Þetta er úr Völuspá, og segir þarna af einu illræmdasta skoti fomra fræða. Harmflaugin var Mistilteinn, en Baldur, hinn hvíti og góði ás, var skotspónninn. Þetta olli Frigg harmi, segir í hinu fræga kvæði. Kom annar harmur hennar fram, þegar Úlf- urinn gleypti Óðin. Á okkar dög- um hafa margar „harmflaugar“ farið um himin, en það er önnur saga. Orðið harmur er í máii okkar jafnan haft í sömu merkingu og sorg, angist. Einstaka sinnum í fornum bókum virðist það notað til að þýða latínu dolor sem bæði var haft um andlegan og líkamlegan sársauka. María mær heitir á latínu - stundum Mater dolorosa = móðirin harm- þrungna. í ensku hefur harm hins vegar tekið þá stefnu að merkja skaða, óskunda. Sá sem ekki veldur slíku, er á ensku harmless. Það er á íslensku skaðlaus, meinlaus eða jafnvel saklaus. Það sem engum gerir mein, sakar engan. Þetta er því rifjað upp, að í fréttum sjónvarpsins var þörung- ur á Breiðafirði talinn „harm- laus“ og í hinu varpinu var enska orðið harmless þýtt með „harm- laus“ í skjátexta. ★ Tíminn er svo merkilegt fyrir- bæri, að hann er stundum tákn- aður með þremur aukaföllum orða. 1) Tímaþolfail: Hann kom dag- inn eftir. Við höldum hátíð sautj- ánda júní. 2) Tímaþágufall: Hann var hér öllurn stundum. Þetta stóð dög- um saman. 3) Tímaeignarfall: Kom annars dags. (Völundarkviða). Hins hindra dags (= daginn eftir). (Hávamál). Forsetningar geta stýrt tíma- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 810. þáttur þolfalli og tímaþágufalli og gera það oft. Við erum hvoru tveggja vön, held ég. Dæmi: Komdu í dag. Komdu á ákveðnum degi. Eg get því ekki áfellst menn, þótt þeir segi ýmist: í gærkvöld eða í gærkvöldi (gærkveldi). Þetta er hvort tveggja gilt. Upp- hafsorð Kristnihalds undir Jökli eru þessi: „Biskup kallaði undirritaðan á fund sinn í gær- kvöldi.“ ★ Unglingur utan kvað: Kötturinn Katannus var krúttlegur högnatrýnus, en fressköttur Úlla var þó enn meiri dúlla, upp á ellefu og V. í bréfi frá Steinari bónda Páls- syni í Hlíð í Gnúpveijahreppi koma fram upplýsingar sem mér þykir rétt að taka upp: „Nú ætla ég að minnast á við þig gamalt orðtak sem ég tel ekki alveg rétt skýrt í orðabók Háskólans, það er: „Að ríða baggamuninn." Þeir sem þekkja baggaflutning, vita að bagginn ríður stundum mikið og stundum of lítið. Þá var gjarna bætt ábagga á léttari baggann, það reið baggamuninn. Hér um slóðir þekktist það ekki að jafna baggamun með því að láta ein- hvern ríða ofan í milli. Ef böm fengu að ríða ofan í milli spotta- korn, kom það ekki til greina nema stuttan spöl á hesti sem vel fór á og ekki nema á aftasta hesti í lestinni. I orðabókinni stendur: „Baggamunur ... ríða (af) baggamuninn, sitja reiðings- hest og halla sér til annarrar hvorrar hliðarinnar svo að bagg- arnir haldi jafnvægi." 'Ég hef heyrt að Rangæingar kannist við þetta, en Árni Böðvarsson var einmitt Rangæingur. Ef eitthvað er lagt til mála sem veldur úrslit- um, er það einmitt það sem ríður baggamuninn, ábagginn hafður í huga. Með kærri kveðju.“ Umsjónarmaður þakkar Stein- ari þessa fræðslu og vísar að öðru leyti í hinar ágætu orð- takabækur prófessoranna Hall- dórs Halldórssonar og Jóns G. Friðjónssonar. ★ Skilríkir menn og ungir menn hafá sagt mér að þeir hafi heyrt eignarfallið „garðarins“, t.d. inn- an garðarins. Ég held að þetta eignarfall dugi ekki. Mér finnst þetta eiga að vera innan garðs- ins. Ekki hef ég heyrt talað um *utangarðarmenn. „Sýning á landsvísu“ sögðust þeir hafa séð. Okkur er farið að langa til að heyra ekki síður en að sjá þessa makalausu lands- vísu. Sömu menn dógu í efa að „mistök gætu orðið manni dýr- keypt“. Þau gætu _hins vegar hæglega orðið dýr. Ýmiss konar ávinningur gæti aftur á móti ver- ið keyptur dýru verði. Þá spurðu þeir hvort ástæða væri til að breyta orðtakinu leggja hönd á plóg(inn) í að „legga hönd á bagga(nn).“ Enn var spurt: Er ekki „fuðru- legt“ að vanir fréttaritarar segi „snuðrulaust", og hvernig er „kjaftstopp" á dönsku? Ríkisút- varpið hafði eftir Rasmussen for- sætisráðherra að hann hefði orð- ið kjaftstopp yfir náttúrufegurð í Mývatnssveit. ★ Nokkrar villur komust á kreik í síðasta þætti, sumar vegna galla í handriti. Beðist er velvirðingar á því. Verst að nýyrðið glæpræði varð á éinum stað „glapræði“, og hermir varð „hemir". Tiirensc- hnufler (Gáttaþefur) komst ekki alveg rétt til skila, og örsmá breyt- ing varð á limrunni. Vilfríður vest- an leyfir mér að segja að limran hafi bara batnað. Auk þess hefndi Fróðárselur sín grimmilega í hádegisfréttum útvarps 12. ágúst: „Fólki gefst kostur á að kynna sér skógrækt- arsvæði Skógræktarfélags ís- lands á skógræktardegi þess í dag.“ Mun allt leysast af sjálfu sér í ESB? Árni Bergmann íhaldsmenn", bændur og annað dreif- býlisfólk og fyrrverandi kommúnist- ar og segir: „Þessi öfl og önnur skyld þeim mynda lítinn og dreifðan minni- hluta á stjórnmálavettvangi og hafa því ekki haft mikil áhrif á þjóðfélags- þróunina í álfunni á þessari öld“. Að þessu sögðu er allt í einu stokkið til Rússlands og talað um að banda- lagi þjóðernissinna og kommúnista hafi tekist að „þvælast fyrir efna- hagsumbótum" þar eystra sl. ár, enda beri slíkir fantar „ekki mikla virðingu fyrir rétti almennings til að njóta sómasamlegra lífskjara í skjóli skynsamlegra efnahagsumbóta". Síðan er stokkið aftur heim: Islend- ingar verði að gera það upp við sig hvort þeir vilji að „bandalag slíkra hópa“, sem vilja af einhverri yfírnátt- úrulegri fólsku ekki að kjör fólks batni, ráði stefnu okkar í Evrópumál- um. Hér leggst Þorvaldur lægst, hér er hann kominn á næsta bæ við þá fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokks- íns sem vilja kalla Davíð Oddsson lærisvein „þjóðemissósíalista" vegna ræðu hans um fullveldismál á þjóðhá- tíðardaginn síðasta. Auk þess er lýsingin á andstæð- ingum ESB í Evrópu mjög gróf póli- tísk einföldun. Þeir eru fleiri og aðr- ir en Þorvaldur Gylfason taldi upp. Sósíaldemókratar í Noregi og Svíþjóð voru klofnir í tvo nokkuð jafnstóra hluta í afstöðu til ESB þótt flestir í forystusveitinni væru fylgjandi aðild (Það er bara á íslandi að jafnaðar- mannaflokkurinn hefur aldrei pláss fyrir aðra „arma“ en þann sem er í meirihluta hveiju sinni, þeir sem lenda upp á kant við flokkseigendur hrökklast burt, eins og dæmi Hannib- als, Vilmundar og Jóhönnu sýna). Afstaða til ESB fer vitanlega eftir aðstæðum í hveiju landi. Katalónskir þjóðernissinnar vilja ESB til að vera ekki alfarið háðir stjórnvöldum í Madrid - vegna þess að enginn mun úr þessu leyfa þeim að stofna sitt eigið þjóðríki. ítalskir kommúnistar eru allir Evrópusinnar vegna þess að svo spillt voru ítölsk stjórnmál að allt var betra en mafíustjórnsýslan i Róm. Breskir íhaldsmenn beittu sér fyrir aðild að ESB en síðan renna á marga þeirra tvær jgrímpr þegar þró- unin er þeim ekki lengur að skapi. Verkamannaflokkurinn breski var í fyrstu að mestu andstæður aðild, en hefur snúið við blaðinu í von um að félagsmálapakkinn frá Brussel geti komið í staðinn fyrir niðurbrot verka- lýðsfélaganna i Iandinu. Og svo mætti áfram telja. Fullveldisáhyggj urnar í grein sinni segir Þorvaldur Gylfa- son að áhyggjur andstæðinga ESB af skertu fullveldi þjóðríkja skipti máli og beri að taka þær alvarlega. En hann hleypur fljótt frá þeirri al- vöru til þeirrar nauðhyggju að full- veldisskerðing „virðist bæði eðlileg og æskileg hvort sem er“. Ekki síst vegna þess að „innlendum stjórnvöld- um eru iðulega mislagðar hendur“. Það er að sjálfsögðu ekki nema rétt. En sú staðreynd er út af fyrir sig afleit forsenda fyrir því að skerða fullveldið stórlega. Þeir sem hafa mesta vantrú á „innlendum stjórn- völdum" eru svo önnum kafnir við vantrú sína á pólitík að þeir loka einatt augum fyrir því að öllum sem með völd og fé fara eru „mislagðar hendur" - hvort þeir heita páfinn í Róm, íslenskir ráðherrar, bankastjór- ar í Bretlandi, forstjórar hjá General Motors. Allir geta framið stórkostleg afglöp sem margir hljóta að súpa seyðið af. En við eigum þess þó kost á hveijum tíma að rétta af okkar „innlend stjórnvöld" með því að senda þau í frí. Það er skammgóður vermir að taka af þeim mikið af möguleikum þeirra - líka til þess að gera eitthvað skynsamlegt - með því að framselja obbann af valdi þeirra til skriffinna í Brussel sem enginn hefur kosið beint og þeirra fjármagnsbaróna sem hafa jafnan lag á því að láta hina „ósýnilegu hönd“ markaðarins vinna sér í hag. Á kostnað þess fjórðungs eða þriðj- ungs þegnanna sem eru nú, einnig í ríkustu samfélögum heims, að hrekjast út á jarðar samfélagsins eða út úr því með öllu - með herfileg- ustu afleiðingum fyrir manneskulega sambýlisháttu. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.