Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1997, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR Damon Johnson leikmaður íslandsmótsins að mati Morgunblaðsins Sakna ekki veðursins Lokahóf KKÍ LOKAHÓF körfuknattleiks- manna hefst kl. 19 ! kvöld á Hótel íslandi. Hápunktur hófsins er þegar leikmenn, sem skarað hafa framúr í úrvaisdeildinni og 1. deild karla og kvenna, verða heiðraðir. Húsið verður síðan opnað kl. 22 fyrir aðra en matar- gesti og kostar 1.000 krónur inn, en 3.500 fyrir matargesti. Þetta er í fyrsta sinn sem við- urkenningar eru veittar fyrir frammistöðuna í 1. deild karla. Fyrir nokkrum árum fékk reynd- ar einn leikmaður deildarinnar viðurkenningu fyrir að vera best- ur en það var Eyjólfur Sverrisson knattspyrnukappni, sem þá lék með Tindastóli. KÖRFUKNATTLEIKSMENN halda lokahóf sitt á Hótel íslandi í kvöld og þá kemur í Ijós hverjir skarað hafa framúr að mati leik- manna. Morgunblaðið hefur undanfarin ár valið besta leikmann úrvalsdeildarinnar og að þessu sinni er það Bandaríkjamaðurinn Damon Johnson, sem leikur með meisturunum úr Keflavík, sem blaðið telur besta leikmann úrvalsdeildarinnar. Johnson gerði 487 stig í deildarkeppninni, 23,2 stig að meðaltali í leik, tók 246 f ráköst, var með 55% nýtingu í tveggja stiga skotum, 41,9% í þriggja stiga skotum og 81% nýtingu af vítalínunni. Hann gaf 78 stoðsendingar á samherja og var þar efstur á lista Kef Ivíkinga. Damon Johnson er fæddur 1. mars 1974 í Tennessee í Bandaríkjunum og er því nýorðinn ■■■■■ 23 ára. Hann er fjöl- Skúli Unnar hæfur leikmaður Sveinsson sem hefur reynst skriiar Keflvíkingum vel en þar hefur hann leikið framheija, miðhetja^ og bakvörð ef þannig stendur á. „Ég lék sem bak- vörður í skóla en í háskólanum var ég látinn leika framheija þannig að ég hef svo sem leikið flestar stöð- ur,“ sagði Johnson þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gær. Vjssir þú eitthvað um Keflavík og fsland áður en þú komst hingað? „Nei, afskaplega lítið og ég vissi ekki hvers var að vænta. Keflvíking- ar tóku vel á móti mér og þeir hafa reynst mér vel þannig að ég hef kunnað mjög vel við mig hér á landi. Keflavík er rólegur staður, hér býr mátulega margt fólk, sem er mjög þægilegt í umgengni, og það sem ég kann svo vel við hér á landi er að hér er ekkert ofbeldi og fólk er svo þolinmótt. Ég gæti vel hugsað mér að koma hingað aftur. Það er líka þægilegt fyrir banda- rískan strák að búa svona nærri Varnarliðinu. Það hefur hjálpað mér mikið að geta heimsótt landa mína þar. Þegar ég kom hingað til lands var ég að fara í fyrsta sinn að heim- an og ég hafði aldrei farið til út- landa þannig að breytingin er mikil, enda hringdi ég mikið heim og síma- reikningarnir voru svimandi háir. Mér fannst þetta dálítið erfitt í upp- hafí, veðrið var talsvert öðruvísi, hér keyra menn öðruvísi og allt er öðru- vísi en heima. Mér líkar ekki kuldinn hér og það eina sem ég sakna ekki héðan er veðrið.“ En vissir þú eitthvað um liðið? „Örlítið. Siggi [Sigurður Ingi- mundarson] þjálfari og Tómas [Tómasson] umboðsmaður, sögðu mér aðeins frá liðinu þegar þeir voru í sambandi við mig og sögðu að stefnan væri að komast í úrslita- keppnina eins og liðið hefði gert undanfarin ár. Eftir nokkrar æfingar og æfingaleiki var ég viss um að við yrðum meistarar og ég vissi allt- af að við myndum geta sigrað í öllum mótunum, sem við og gerðum. Ég var samt dálítið hissa þegar ég kom á fyrstu æfíngarnar hjá Keflavík því þær voru svo auðveldar, miklu létt- ari en ég hafði vanist heima. Þetta er á vissan hátt skiljanlegt því hér vinna menn allan daginn og flestir eiga fjölskyldu þannig að það er eðlilegt að æfingarnar séu ekki þannig að menn skríði út af þeim. En það er alltaf tekið vel á æfíngun- um þegar verið er að spila." Birgir og Aibert erfiðustu „mótheijamir11 Þegar Johnson var spurður um hveijir væru erfiðustu mótheijar hans í vetur hugsaði hann sig vel um og sagði síðan: „Ætli ég verði ekki bara að segja að það séu Biggi [Birgir Örn Birgissonj og Alli [Al- bert Óskarsson] á æfíngum því það er mjög erfítt að spila á móti þeim. Það var líka erfítt að leika við Grind- víkinga í úrslitunum því Hermann Myers var kominn á skrið og þá er erfitt að eiga við hann. Annars er ég hrifinn af Hermanni Haukssyni í KR. Það er strákur sem ræður yfir miklum hæfíleikum og ég held að það eina sem hann vanti sé meiri grimmd og að taka oftar af skarið. Annars held ég að erfíðustu leikirnir okkar í vetur hafí verið á móti ÍR, það voru magnaðir leikir." Johnson er með BA-próf f sálar- fræði og segist hafa hug á að halda áfram námi þegar ferlinum lýkur í körfunni. „Ég er ekki frá því að námið hjálpi í körfunni. Ég er ekki sérlega stór og því lendir maður stundum í pústrum þegar verið er að vinna sér svæði og sálfræðinámið hefur kennt mér að það borgar sig Sá besti Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson DAMON Johnson með bikarlnn sem hann fékk frá Morgunblaðinu í gœr. Johnson var besti maður Úrvalsdeildarinnar í vetur að mati íþróttafréttamanna blaðslns. að halda ró sinni. Ég vona að ég komist í framhaldsnám einhvern tíma síðar á ævinni því mér líkaði vel í sálarfræðinni." Reynl að elda sjálfur Johnson segir að það geti stund- um verið einmanalegt að vera er- lendur körfuknattleiksmaður á ís- landi því á daginn sé í rauninni ekk- ert við að vera þar sem allir séu að vinna. „Ég vakna oftast ekki fyrr en um hádegi og þá reyni ég að elda, en það hafði ég aldrei nokkurn tíma gert áður en ég kom hingað,“ segir hann og hlær við. „Síðan horfí ég á bíómynd af myndbandi eða þá á körfuboltaleik. Æfíngar hjá okkur voru seinni partinn og eftir þær fór ég oft í snóker eða þá uppá Völl að hitta félaga mína þar. Ég lyfti líka talsvert og held að það sé mjög mikil- vægt. Mér líður betur eftir að ég hef verið að lyfta og þetta gera allir í Bandaríkjunum enda eru leikmenn þar mun sterkari en körfuboltamenn hér. Til að vera ekki þreyttur í lok tímabils held ég að það sé gott að lyfta allan vetur- inn og fyrir mig er það nauðsynlegt því mér líður betur og þá er stórum áfanga náð.“ Bróðir Johnsons, sem er 19 ára gamall, spilar einnig körfuknattleik og segist Johnson hiklaust geta mælt með því við hann að koma hingað til lands og spila. „Mér hefur líkað ijómandi vel hérna. Ég kynnt- ist stúlku og hefur hún og fjölskylda hennar reynst mér vel og ég hef áhuga á að koma hingað til lands næsta vetur og leika með Keflvíking- um. Auðvitað hefur gott gengi liðs- ins haft sín áhrif, það hefði örugg- lega ekki verið eins notalegt að vera hér ef við hefðum tapað og tapað. Ég ætla að reyna fyrir mér í körfuboltabúðum í sumar og vonandi kemst ég í NBA-búðir og draumur- inn er auðvitað að slá í gegn þar,“ segir Johnson með blik i auga, en hann er raunsær og veit að það er erfitt að komast að á meðal þeirra bestu. „Það er langur vegur í NBA- deildina og þangað komast ekki nema sárafáir, nema maður þekki réttu mennina, það hjálpar mikið. En ef ég fæ ekkert sem mér list betur á hef ég hug á að koma á ný til Keflavíkur." Oft er talað um að dómararnir séu að gera tóma vitleysu. Hvernig fannst þér íslenskir dóm- arar? „Þeir eru talsvert öðru- vísi en heima. í Banda- ríkjunum er það starf að vera dómari í körfubolta og menn leggja sig alla fram til að ná sem lengst á þeim starfsvettvangi. Til að ná langt þurfa menn að æfa og æfa vel, alveg eins og leikmennirnir. Hérna er dómarastarfið hins vegar áhugamál fyrst og fremst og mér skilst að dómarar dæmi lítið sem ekkert yfír sumarið. Ætli menn sér að verða mjög góðir, sama hvort það er í körfubolta eða sem dómarar, verða menn að æfa allt árið. íslensk- ir dómarar eru ágætir, þeir dæma á það sem þeir sjá og gera sitt besta. Ég hef aldrei kennt dómara um úr- slit leiks, þeir gera sitt besta og leik- menn gera miklu fleiri mistök en þeir.“ Getur vel hugsað sér að koma aftur til Keflavíkur Morgunblaöiö/Einar h'alur Fjölhæfur leikmaður DAMON Johnson í lelk gegn Grindvlklngum; hér er hann kom- Inn framhjá Pétrl Guðmundssynl og Marel Guðlaugssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.