Sunnanfari - 01.01.1912, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.01.1912, Blaðsíða 1
XI I. REYKJAVÍK JANÚARMÁN. -Y902 /f/<& Jónatan Þorláksson er fæddur 3. desbr. 1825 á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru Þorlákur Þor- steinsson, er þá bjó á Þórðarstöðum, bróðir Þor- steins á Víðivöllum í Fnjóskadal, töður sira Hjálm- ars, er síðast var prestur í Kirkjubæ íTungu, og Indriða gullsmiðs á Víðivöll- um. En kona Þorláks og móðir Jónatans var Guðlaug Bjarnadóttir Irá Reykjum í Fnjóskadal, systir Daviðs, er þar bjó, föður Guðmundar í Fjósatungu, Sigurðar á Vet- urliðastöðum og Jónatans á Reykjum, sem eru gildir bændur og lifa allir enn, — og er það kölluð Reykjaætt. Jónatan var tvíburi, og svo lítill, er hann fæddist, að hann komst fyrir i sjóvetlingi og vó 4 merkur. í þeim um- búðum flutti Ingibjög Ó- lafsdóttir yfirsetukona í Fjósa- tungu hann heim til sín i barmi sér, og hafði hann um tíma til hjúkrunar. Mun þá ekki hafa verið búist við, að hann lifði lengi. En er hann var 3 ára, var hann orðinn í meðallagi á vöxt eftir aldri, en greind og eftirtekt í bezta lagi, sem raun hefir á orðið síðan. Jónatan kvæntist 5. júli 1832 ungfrú Rósu Jónsdóttur alþingismanns Jónssonar frá Munka- þverá í Eyjafirði, og reisti bú á Þórðarstöðuin vorið eftir. Hún lézt 23. ágúst 1863. Aftur kvæntist hann 4. apríl 1878 Björgu Jónsdóttur, ekkju Benedikts Bjarnasonar frá Tungu í Fnjóska- dal. Hana misti hann 22. ágúst 1887. Með fyrri konu sinní átti Jónatan 4 börn: Jón bónda á Öngulsstöðum í Eyjafirði, Benedikt bónda á Bakka í Fnjóskadal, Stefán bónda á Þórðarstöðum, og Þorgerði, er lézt 16 ára, 1873. Síðara hjónaband Jónatans var barnlaust. En 1893 eignaðist hann enn son, við Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, ekkju Tómasar skálds Jónasson- ar frá Hróastöðum í Fnjóska- dal. Heitir sá sveinn Þórður, og er á fóstri hjá bróður sínum á 0ngulsstöðum. Jónatan hefir alla æfi verið á Þórðarstöðum, og kann ekki við sig annarsstaðar. Hann hefir gert þar snotran bæ, og keypt fyrst skóginn og síðan jörðina. Hann skipar sæti með merkis- mönnum í bændastétt lands- ins, hefir brennandi áhuga á verndun skógarins og hefir hlíft honum og hirt vel, svo hann er nú i blóma, eftir því sem gerist hér á landi. Fróðleiksmaður er hann mik- ill um alla fornfræði, ætt- fróður og sögufróður, svo það er með afbrigðum, og manna glöggastur að lesa gömul handrit. Hann er og smiður góður bæði á tré og járn og kopar. Jónatan er dulur í skapi og seintekinn, og hampar ekki fróðleik sínum við menn að fyrra bragði. En allir þeir, sem koma í stofuna á Þórðarstöðum, og veita eftirtekt myndum þeim, sem hanga þar á þiljum af flestum ágætustu mönnum landsins, — þeir munu ganga úr skugga um, að það sé smekkvis fræðimaður, er þær hef- ir valið. Bækur hefir hann keypt mikið, en

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.