Sunnanfari - 01.01.1912, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.01.1912, Blaðsíða 3
nndir dökkbláum hvelfingarbosum, sem lystust af marglitum maurildarlogum Þá nótt var glatt þarna suöur í sjó — já, svakaleg fagnaöarlæti! Þau heyrðust austur í Öræfasand og upp fyrir Meyjasæti. Þar hoppuðu gestir og heimilismenn og hlógu, svo glumdi við, stundum, og flagðanna skikkjur þar flöxuðust um meðal faldanna’ á Ægis sprundum. í kátínu sýndi þar hver sína list. — úr kepninni var ekki dregið. Og loftandar dönsuðu djarfast og bezt, en drygst gátu bergtröllin hlegið. Og þar var faðmast og þar var kyst Og þar var slegist — í illu og góðu. Og svo fór velsæmið út um alt, þá allrahæst leikarnir stóðu. Þá reis upp Ægir, var úfr/nn mjög, því ei honum féll þessi gáski, og sólskinið mátti ekki sjá þetta alt, það s/ndist þeim aldraða háslti. Hann hastaði’ á 1/ðinn. — En, herra minn trúr, það heyrðist ei baun hvað hann sagði ! Svo byrjaði’ hann aftur og ygldi sig meir og alvöru í röddina lagði. Þar s/ndist þá alt líkast sjóðandi hver, er sendist úr gígnum með dunurn og skvettum því öldurnar hentust í háa loft með hvers konar fettum og brettum. Og loftandar svifu um súlnanna göng með særoksins úðask/, og höllin og alt, sem þar inni var, söng og ómaði af hóflausum gny. Þá reistu sig hárin á höfðinu á Ægi og hnefana stælti’ hann í meira lagi, og þegar hann grenjaði: Höllin hrynji! var hrikaleg röddin sem þruma dynji. Með skelfingu slepti þá höndu hendi — þá hristist og dunaði bjargaþróin og súlurnar brustu og bogarnir hrukku og brakandi þekjan féll niður í sjóinn. Þá fl/ðu vættir og flögð og álfar og Finnar — og Ægisdæturnar sjálfar. Og dagurinn rann yfir höllinni hrynjandi, hríslandi geislum með riðandi dröngum, og loftandar hófu sig heim á leið á hvikandi regnbogaspöngum. III. Sem hrikaleg rúst lá nú höllin í sænum, og hátíðarvegsemdin öll var þrotin; en horfin frægð barst um hafið með blænum, og hátt gnæfðu enn þá súlubrotin. Þá komu þar við á vegferð sinni þær V a 1 a og G r ó a, sem ferðast og spá; og Yala var harðleg og hvasseyg sem nóttin, en hin var glaðleg sem morgunsins brá. Þær hugfangnar settust að hafbörðum dröngum, og hófu sín fræði í söngum. V a I a: Hér lestu nú, systir, hins léttúðga dóm og 1/tur hinn guðlega aga. G r ó a : Já -— sæguðinn stynur og iðrast þess orðs um alla, veraldardaga. Vala: Hér breyttist hver skínandi gullæð í grjót, nú gnæfa hér klettarnir svörtu. Gróa: En yfir þeim svörðurinn gróa mun grænn og glitra af dögginni björtu. Vala: Og hér verður eilíft og ömurlegt vein þá öldurnar sogast með dröngum. G r ó a : Nei — hér verður 1 í f i ð með eilífan óm og ótal bjargfuglasöngum. V a 1 a : Og þegar frá útlöndum afbragðsmenn á íslandi nema sér lönd, þá mun hér ófrjálsa óbótamenn að eyjanna bera strönd G r óa: En hér skulu eftir það ágætismenn í eyjunum jafnan búa; og ætíð að þjóðrækni, drengskap og dug skulu dökku klettarnir hlúa.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.