Verslunarblað Íslands - 01.06.1908, Blaðsíða 6

Verslunarblað Íslands - 01.06.1908, Blaðsíða 6
VERZLUNARBLAÐ ÍSLANDS 13 en ef alt gengur þolanlega, ætla félögin að senda hingað betri skip. Er vonandi, að ferðir þessar geti borið sig, svo félögin sjái sér fært að halda þeim áfram. Markaðshorfurnar tyrir íslenzkar vörur á erlendum mörkuðum eru ekki sem beztar. Ut- lit er fyrir, að fiskur muni falla nokkuð frá því sem var í fyrra, enda var verðið þá alveg ó- venjuhátt. Hversu mikið hann fellur, er að svo stöddu ekki hægt að segja um. Ullin er nú sem stendur í mjög lágu verði, samanborið við síðastliðið ár, og því útlit fyrir, að hún lækki eigi all-litið í verði. j- Pétur Jónsson blikksmiður andaðist hér i bænum 25. apríl siðastl. á 52 aldursári. Hann var fæddur að Skógarkoti í Þingvallasveit 2. dag ágústm. 1856. Foreldrar hans voru Jón hreppstj. Kristjánsson í Skógarkoti og Kristín Eyvinds- dóttir frá syðri Brú í Grimsnesi. Pétur misti móður sina 12 ára gamall og ólst síðan upp hjá föður sínum og stjúpmóðir. Hann nam blikk- smíði af Hafliða Guðmundssyni á Siglufirði og var mæta vel hæfur í þeirri iðn. Árið 1882 fluttist hann til Reykjavíkur og setti sig niður þar sem blikksmiður, en stundaði þó sjóróðra jafnramt, því að eigi var nægilegur markaður fyrir vörutegund þá er hann framleiddi. Hann hatði og numið niðursöðu á kjöti og fiski og hlaut árið 1885 silfurpening á iðnsýningu hér i Reykjavík og heiðursviðurkenningu fyrir niður- suðu. Alt fram undir 1902 hafði hann notast við fá og léleg verkfæri. En þrem árum síðar hafði hagur hans það blómgast, að hann sá sér fært að koma upp fullkominni dósarverksmiðju með mótorvél eftir nýjustu tísku. Eftir að rjómabúin voru stofnuð, smiðaði liann allmikið fyrir þau jafnan síðan. Hann var ötull og áhugasamur og góðtempl- ar um 20 ára skeið, fyrst i stúkunni »Einingin« en var síðar stofnandi sjómannastúkunnar »Dröfn« og félagi hennar til síðustu stundar. Pétur var ágætur og vandaður maður í alla staði, manna fjörugastur, fyrirtaks glímumaður, og á sú íþrótthonum mikið að þakka. Hann var ó- efaðeinn af beztu og nýtustu borgurumþessabæjar. í seinni tíð hafði hann efnast allvel, reist sér vandað og mikið ibúðarhús, og verkstæði hans var metið yfir 26,000 kr. Hann var kvæntur ekkjunni Onnu Krist- ínu Bjarnadóttir og eignuðust þau 2 sonu, Krist- inn og Bjarna, sem nú halda áfram að reka þá iðn, er faðir þeirra hafði með svo mikilli atorku hrundið af stað hér á landi. Utlendar fréttir. Gjaldþrot. Málafærslumaður danskur, júst- itsráð Peschardt, hefir nýskeð verið settur í varðhald. Fjármál hans höfðu upp á síðkastið verið í allmikilli óreglu. Um næstliðin mánaða- mót skarst lögreglan í leikinn; en yfirréttarmál- fæi’slumaður Hvass fékk varið hann um stund- arsakir. í byrjun þessa mánaðar framseldi hann þó eignir sínar til þrotabúsmeðferðar. Skuldirnar námu yfir miljón króna, og 400,000 kr. hafði hann dregið sér af eigum ýmsra manna, er hann hafði umsjón yfir. Norskt-íslenzkt verzlunarfélag. Sagt er, að nú um þessar mundir sé verið að stofna norskt- íslenzkt verzlunarfélag, er hafa skal aðalaðset- ursstað i Noregi, með 50 þús. kr. hlutafé. Sög- unni fylgir, að íslenzkir kaupmenn, eigi allfáir, standi að baki. (Börsen) Franskur ræðismaftur. Samkvæmt tillögu utanríkisráðaneytisins hefir konungur vor við- urkent hr. Brilloun sem franskan ræðismann í Reykjavík. (Bðrsen) IJtlánsvextir i ýmsum löndum eru nú sem stendur: London ............... París................. 3 — Amsterdam............. 3 — Brússel .............. 4 — Wien ................. 4 — Madrid................ 41/*— Berlín ............... 41/*— Kristianía ............ 5V2— Stokkhólm ............ 5^/í— Kanpmannahöfn...... 6—6tÁ— St. Pétursborg ....... 6 — Reykjavík.......... 6—61/2—

x

Verslunarblað Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunarblað Íslands
https://timarit.is/publication/217

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.