Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 1
VÍSIR 52. árg. — Fimmtudagur 17. maí 1962. — 110. tbl. kvæmdir síðustu árm Sundlaug og Luugurduls- svæðið tekið í notkun íþróttirnar eru bæði heilsubrunnur og aflgjafi. Fátt er mikilvægara æsku bæjarins en góð skilyrði til íþróttaiðkana, ekki síður en þeim, sem eldri eru. Hvað hefir borgarstjórn Reykjavíkur framkvæmt í íþrótta- málunum síðasta kjörtímabil undir forystu Sjálfstæðis- flokksins? Árið 1959 var vígður fyrsti áfangi hins glæsilega íþróttasvæðis I Laugardalnum og geta nú um 13.000 manns horft þar á íþrótta- keppni. Verið er að byggja á sama stað fullkomnar sundlaugar og verður þar stærsta sundlaug Iandsins. I ár verður hið mikla íþrótta- og sýningarhús í Laugardalnum fokhelt en byrjað var að byggja það 1959. Þar er stærsti salur landsins og rúm fyrir 2000 áhorfendur að íþróttamótum. Yfir II milljón krónum var varið til þessara framkvæmda á kjör- tímabilinu. Vesturbæjarsundlaugin var byggð og tekin í notkun. Hún kost- aði 9 millj. krónur. íþróttafélögunum hefir verið úthlutað lóðum undir íþrótta- svæði og félagsheimili viðsvegar um bæinn og hefir bærinn styrkt þau með tæpra 2 millj. króna framlagi. Hin glæsilega íþrótta- og sýningarhöll, sem nú er í byggingu í Laugardalnum. Hin nýja og glæsilega Sundlaug Vesturbæjar var reist á kjörtímabilinu. Önnur sundlaug, sú hin stærsta á Iandinu, er nú í byggingu í Laugardalnum. ANNAR STYRKUR Þetta sýnir að Sjálfstæðismenn í borgarstjóm vinna ötullega að því að búa í haginn fyrir bæjarbúa á íþróttasviðinu. Auk þesssemfyrrer talið hefir borgarstjórn greitt kostn- að við íþróttanámskeið sem farið hafa fram á féiagsvöllunum fyrir ófélagsbundna æsku. Starfsemi íþróttafélaganna hefir verið styrkt með 2 millj. króna, auk áðurnefndra styrkja. A þann hátt tryggja borg- aryfirvöldin að íþróttafélögin séu ætíð þess megnug að sjá um að æska Reykjavíkur geti stundað holl ar íþróttir við beztu skilyrði. STEFNUSKRÁIN Næsta kjörtímabil mun Sjálfstæð isflokkurinn m.a. stefna að eftirfar- andi: Að fullgera sundlaugarnar í Laugar dalnum, á kjörtímabilinu. Að hraða byggingarframkvæmdum við nýja íþrótta- og sýningar- húsið í Laugardalnum. Að koma upp vélfrystum skauta- svellum og bæta þannig aðstöð- una til skautaiðkunar. Aðstaða til skíðaiðkana verði bætt. Að hefja undirbúning að gerð mal- arvallar i Laugardalnum. Að koma upp æfingarsvæðum í 4 nýjum borgarhverfum. Framh. á bls. 5 Kosninga- fundur á Akranesi Sjálfstæðismenn á Akranesi efndu til kosningafundar í Bíóhöll inni í gær. Var fundurinn fjölmenn ur, — hvert sæti skipað, og var þetta að öllu leyti hinn ágætasti fundur. Um það bil 10 manns tóku til máls á fundinum, ungir og gamlir Sjálfstæðismenn, þeirra meðal frambjóðendur flokksins. Fundarstjóri var Sverre Valtýs- son lyfjafræðingur. Tíminn í morgun reyn- ir að eigna Framsóknar- flokknum allan heiður- inn af því að lánsfé fékkst tii byggingar nýju stöðvarinnar við Efra-Sog, Steingríms- stöðvar, árið 1959. Það er broslegt að sjá Fram- sókn stæra sig af því að hún hafi haft forgöngu um stærstu velferðamál Reykvíkinga. Ekkert er fjær sannleikanum. Þó er þetta ekki í fyrsta sinn sem Framsókn reynir að eigna sér verk annarra. Hitaveitan var eingöngu verk Framsókn- ar, sagði Tíminn fyrir nokkrum árum! Sannleikur máisins er sá að sumarið 1956, skömmu áður en hún fór frá völdum, hafði stjórn Ólafs Thors fengið lof- orð um lánsfé til virkjunar Efra-Sogs. En þegar vinstri stjórnin, undir forsæti Her- manns Jónassonar, tók við um sumarið iokuðust þær lánsfjár- leiðir. Að sjálfsögðu var það skylda vinstri stjórnarinnar að tryggja fé til svo stórfellds og nauðsynlegs fyrirtækis sem virkjunarinnar og situr sízt á Framsókn að stæra sig af því þrekvirki nú rétt fyrir kosning- ar. Það eru borgarstjórar Sjálf- stæðismanna sem hafa haft for göngu um allar þrjár virkjanir Sogsins. Fyrst Jón Þorláksson um Ljósafossvirkjunina, síðan Bjarni Benediktsson og Gunn- ar Thoroddsen um írafoss og Steingrímsstöð. Reykjavíkur- bær hafði alla forgöngu um þessar þrjár virkjanir Sogsins, enda eini eigandi þess til 1949, og þær framkvæmdir voru all- ar gerðar undir forgöngu Sjálf stæðismanna í bæjarstjórn. Það virkar þvf mjög spaugi- lega að sjá Framsókn stæra sig af verkum annarra. Enginn neit Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.