Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 9
Við guðfræðikennslu og félugsstörf Ungur guðfræðipró- fessor skipar níunda sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar. — Hann er Þórir Kr. Þórð- arson, þrjátíu og sjö ára gamall Reykvíkingur, sem ekki hefir fyrr átt sæti á lista Sjálfstæðis- manna. Þórir var skipaður prófessor við Háskólann árið 1957, óvenju ungur að árum, enda átti hann mjög glæsilegan náms- feril að baki sér. Allt frá námsárum sínum hefir hann unnið mörg störf í þágu kirkju og kristni og er löngu kominn í fremstu röð íslenzkra guðfræðinga. Þegar Vís- ir heimsótti Þóri í gær lét hann þau orð falla að hugðarefni sín í borg- arstjórnarmálum væru fyrst og fremst á sviði uppeldis, skóla og fé- lagsmála. prófessor Þórir býr að Tjarn- argötu 41 hér £ bæ, aðeins örskot frá Háskólanum, þangað sem hann heldur á hverjum morgni til kennslu í guðfræði- deildinni. Þar eru höfuðgreinar Þóris Biblfufræði, bæði Nýja og Gamla Testamentið og hebreska. Guðfræðipróf frá Háskólanum tók Þórir 1951 og sigldi þá strax til Bandaríkjanna þar sem hann hóf framhaldsnám £ guð- fræði við Háskólann f Chicago. Þar dvaldist hann til 1954 og aftur á árunum 1957—1959. Ritaði Þórir doktorsritgerð, er hann varði við Chicago-háskóla 1959 og kom sama ár aftur heim til Reykjavfkur. í milli- tíðinni, 1956, fór Þórir í náms- för til Palestínu og kynnti sér þar ýmis guðfræðileg efni er stóðu í sambandi við doktors- ritgerð hans. Þórir er borinn og barnfædd- ur Reykvíkingur, sonur hjón- anna Þorbjargar Baldursdóttur og Þórðar Nikulássonar vél- stjóra. Eftir að hann lauk stúd- entsprófi héðan úr Menntaskól- anum 1944 var hann við nám f fjögur ár f Uppsölum og Ár- ósum, áður en hanr. hóf nám hér heima í guðfræðideildinni. Meðan hann dvaldist í Árósum var honum falin sú ábyrgðar- staða af dönskum samstúdent- um sfnum að sitja í stúdenta- ráði Háskólans þar við hlið þeirra. Þórir kvæntist Inger Þórðarson, fædd Schiöth, en hún lézt á síðasta ári. Rætt v/'ð Þóri Kr. Þórðarson prófessor TVTeginstarf Þóris liggur inn- in veggja Háskólans. En það er ekki bundið við guð- fræðideildina eina saman. Við Háskólann hafa lonum verið falin ýmis ábyrgðarstörf, er lúta að almennum félagsmálum og starfrækslu skólans. Þannig munu margir minnast þess að Þórir var framkvæmdastjóri hinnar miklu hátíðar, er hald- in var s.I. haust í tilefni af hálfrar „ldar afmæli skólans. Munu allir þeir sem þá hátíð sóttu lúka upp einum munni um að undirbúningur þeirrar hátíðar hafi allur verið með miklum ágætum. Þá á Þórir sæti í stjórn Happdrætti Há- skólans og síðustu dagana hef- ir hann verið önnum kafinn við að undirbúa komu norska stúd- entaskórsins hingað til Reykja- víkur, sem væntanlegur er ann- að kvöld. Fyrir skömmu var Þórir kjörinn formaður Dansk- fslenzka félagsins og undan- farna daga hefir hann unnið að því sem slíkur að undirbúa almennan fyrirlestur sem efna- hagsmálaráðherra Danmerkur, dr. Kjeld Philip, mun flytja í næstu viku á vegum félagsins. Ráðherrann mun ræða um Sameiginlega markaðinn og af- stöðu Danmerkur til Efnahags- bandalagsins. Hefir Dansk- íslenzka félagið notið góðs stuðnings danska sendiherrans hér, Bjarna Poulsen, við það mál. Skömmu eftir að Norræna menningarmálanefndin var sett á laggirnar, sem m. a. hefir það hlutverk að undirbúa byggingu hinnar Norrænu stofnunar sem fyrirhugað er að reisa hér á landi, skipaði hún sérfræðinga- nefnd til þess að undirbúa mál- ið. Fulltrúi íslands í nefndinni er Þórir og hefir hann f vetur og vor sótt þrjá fundi nefndar- innar, sem haldnir hafa verið á Norðurlöndum. Er málið nú komið vel á rekspöl og hafa verið gerðar ýtarJegar áætlanir um bygginguna, stærð stofn- unarinnar, starfssvið hennar og rekstur. — Ég tel hlutverk þessarar Hver er maðurinn ? fyrirhuguðu stofnunar hið mikilsverðasta, sagði Þórir við Vísi í gær. Stofnunin á að kynna norræn viðhorf og menn ingu og hún mun án efa verða til þess að tryggja og treysta samband okkar íslendinga við vini okkar og frændur handan hafsins. ‘PMTeð kjöri Þóris Kr. Þórðar- ■*" sonar fær Háskóli íslands fulltrúa í stjórn borgarinnar Um það segir prófessor Þórir sjálfur: „Það er dálítið athygii vert, að kallað skuli eftir starfs krafti úr röðum háskólakenn ara til sjálboðaliðsstarfa um Við hittum próf. Þóri fyrir framan Háskóla íslands í gær- morgun. málefni Reykjavíkur, þótt það sé ekki f fyrsta sinn. Þetta sýn ir að háskólamönnum standa opnar dyr til áhrifa á borgar- mál. í þessu felst einstakt tæki færi. Ekki fyrir háskólamenn að notfæra sér Reykjavík, held ur til þess að þjóna Reykjavík. Við lifum ekki í mannlegu þjóð félagi vegna þess sem við fáum út úr því, heldur vegna hins sem við getum veitt inn í það. Það hefir skort mjög á það að háskólinn sé nýttui í þágu þjóð félagsins, utan hinna beinu kennslustarfa. Til dæmis hygg ég að sjaldan sé leitað til laga og viðskiptdeildar sem slíkrar ef um er að ræða verkefni til úrlausnar efnahagslegum vanda þjóðarinnar. Hér er háskólinn ekki sá fílabeinsturn sem hann er víða annars staðar. Sumpart af því að okkar ungi háskóli er enn ekki úr þvf dýra efni, sumpart af því að við erum nálægari hinu lifaða lífi í okk- ar litla þjóðfélagi. Ákvarðanir þær sem borgin og þjóðfélagið tekur eru þess eðlis að full þörf er á auknum afskiptum háskólaborgara af þeim. Þeir þurfa að vekja umræðurnar og auðga undirstöðurannsóknim- ar hið minnsta. Um þátt þeirra í hinum endanlegu ákvörðunum vil ég ekki ræða að þessu sinni. Það er of flókið mál og vanda samt.“ T borgarstjórninni mun prófes- sor Þórir fyrst og fremst láta til sín taka á vettvangi skólamála, uppeldismála og fé- lagsmála, eins og fyrr er getið. Þau mál eru honum hugstæðust sökum starfa hans og mennt- unar. Allt frá stúdentsárum sfn um hefir Þórir unnið félagsmál um og þess má geta að hann var forgöngumaður um starf- rækslu alþjóðlegra kirkjulegra vinnubúða, og er nú formaður vinnubúðanefndar þjóðkirkjunn ar. Reykvíkingar munu margir kannast við þessai vinnubúðir. Ungt fólk frá ýmsum löndum hefir komið hingað sem sjálf- boðaliðar undanfárin sumur og unnið við kirkjubyggingar hér og í nágrenninu, síðast í sumar. Meðal nýrra hugmynda sem Þórir hyggst hreyfa á vett- vangi borgarstjórnarinnar er til laga um að Reykjavík stofni til ráðgefandi hjálparþjónustu við heimili. sem eiga í erfiðleikum. Slík hjálparþjónusta tíðkast með öllum nágrannaþjóðum okkar (social workers) og hef- ir gefið góða raun. en fram til þessa hefir aðeins verið vikið . að þessu starfi hér á landi. jþannig litur prófessor Þórir á hið komandi starf f borgar stjórninni og hlutverk sitt inn- an vébanda hennar. Og hann bætir við: „Mér ei engin laun- ung á því að þegar ég ákvað að verða við beiðni manna um það að vera á Iistanum, var það fyrst og fremst vegna þess að ég vildi styðja það starf sem borgarstjóri Geir Hallgrfmsson hefir unnið.“ Og að lokum spyrjum við prófessor Þóri hvað hann segi um kosningahorfurnar eins og nú standi sakir. — Ég er aldrei svartsýnn fyrirfram, segir hann. Ef menn ganga út í orrustu með það í huga að hún sé töpuð, þá tap- ast hún af þeim sökum einum. Seinheppnir Tímamenn Tírninn í fyrradag ber þess merki, að Framsóknarmenn ótt- ast, að framboð SÍS í Reykja- vík gjaldi þess nokkuð, að Reyk víkingar vilji ekkl kjósa einn af forstjórum þess í borgar- stjórn Reykjavíkur. Nýflutíur sveiíamaður úr Þingeyjarsýslu er fenginn til þess að sannfæra '■’evkvikingp um að því fari "> fiarri ,at StS eigi nokkuð :•'! við auðhringa og gróða- brail. inngeyingurinn segir: „i ræðu og riti hefur ver ið marg sýnt fram á með óyggjandi rökum hversu frá leitt er, að samvinnufélög eigi skylt við auðhringa.“ Það er greinilega treyst á, að menn séu búnir að gleyma oliumálinu gamla og greinar- höfundur virðist taka þvf létt, að þessar vikurnar bíða nokkr- ir SlS forkólfar eftir þvf að fá dóm. Ef Þingeyingnum dytti í hug að sleppa frá þessum staðreynd um á þcirri forsendu, að hin sVívirðilegu olíufélög ættu ekkert skylt við starfsemi sam- vinnumanna, þá getum við al- veg sparað honum það ómak. Eitt sinn meðan allt Iék í lyndi birtist nefnilega leiðari í Tím- v anum, sem bar hina fallegu fyr irsögn: „OLÍUVERZLUN HINS NÝJA TÍMA.“ í leiðara þessum sagði m.a.: „Þetta er líka reynslan af starfi olíuverzlunar sam- vinnumanna. Hún hefur unn ið stórvirki ð skömmum tíma. Hún er fyrirtæki hins nýja tlma.“ Þeir eru stundum seinheppn- ir Tímamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.