Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 13
VI S IR . Föstudagur 17. maí 1968. 13 Stutt... • BRÉFAKLEMMAN OG VÍNARBRAUÐIÐ Það er alltaf heldur hvimleitt, þegar maður finnur aðskotahluti í matnum sínum, hvort sem það eru hjól undan leikfangabíl eða bréfaklemmur. að minnsta kosti varð einum kunningja okkar heldur illa viö, þegar hann fann bréfa- klemmu í vínarbrauðinu sínu í gær. Hvort bréfaklemman var ætluð sem tannstöngull, liggur ekki Ijóst fyr- ir en honum kunningja okkar finnst betra að fá bréfaklemmuna sér, svo að ekki sé hætta á að hann gleypi hana. Sjálfsagt hefur þetta verið vel meint hjá bakar- anum, en sem sagt, ef aðskotahlut- ir eiga endilega að fylgja matnum, þá er betra að senda þá sér. • HÖSKULDUR ÞRÁINSSON var kjörinn formaður stúdentaráðs Háskóla íslands nýlega. í stjórn með honum eru Guðjón Magnús- son, Þorsteinn Ingólfsson, Páll Jens son og Björgvin Schram. Q RAUÐI KROSSINN, Reykjavík urdeild, efnir um þessar mundir til happdrættis eins og þeir hafa séð sem reið eiga um Austurstræti, þar sem fáni samtakanná blaktir fyrir framan happdrættisbílinn, gljáandi Mercedes Benz 220, sem kostar einar litlar 430 þúsund krón ur, sem eru skattfrjálsar. 9 BORGARRÁÐ tilnefndi á fundi sínum fyrir nokkru þá Gunnar Helgason, borgarfulltrúa og Gisla B. Björnsson, auglýsingateiknara sem fulltrúá sína í fegrunarnefnd Reykjavíkur. • FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn hefur gefið út pésa um vörusýning ar og kaupstefnur sem fram fara erlendis á þessu ári. Er þarna að ’finna um eða yfir 300 ,,messur“ víða um heim, allt frá Japan, til ísraels og Evrópulanda og Am‘e-‘ ríku. • STÝRIMANNASKÓLANUM var sagt upp á lokadaginn, 11. maí í 77. sinn. Efstur á farmannaprófi varð Högni B. Halldórsson með 7.45 (hæst gefið 8), en við fiski- mannapróf Grétar K. Ingóffsson með 7.38. Skólastjórinn, Jónas Sig- urðsson flutti skólaslitaræðu og benti á þá nauðsyn sem blasir viö að auka fjölbreytni í fiskveiðum Is- lendinga. Alls luku 26 nemendur farmannaprófi 3. stigs, en fiski- mannaprófi 2. stigs luku 37 nem- endur. Föstudagsgrem — 9. síðu. skólalóðinni biðu þeirra stórir ,,salatvagnar“ og voru þeir allir teknir og fluttir til yfirheyrslna á lögreglustöðvum, þar voru sjö stúdentar síðan dæmdir í gæzluvarðhald fyrir brot á regl- um um almannafrið. En nú fór að syrta í álinn. Það var ekki nóg með það að setuverkfall stúdentanna 500 væri brot á venjum háskólans, hitt var líka einstætt og hefur aldrei þekkzt í 800 ára sögu Svartaskóla að lögregla hafi komið inn á svæði hans til að beita valdi. Varð þessi atburður nú til að æsa allan þorra stúd- enta upp. Þeir litu á þennan at- burð sem hina mestu svívirðu og móðgun. Nú lét stúdenta- sambandið boð út ganga um að aldagamlar skólareglur hefðu verið einskisvirtar af yfirvöld- um. Brátt streymdu þúsundir stúdenta til mótmæla að háskól- anum, og þegar lögreglan reyndi að hamla þessum mannssöfnuði, þá komust stúd- entarnir í algeran uppreisnar- hug, fóru mótmælagöngur og drógu upp byltingarfána, loks voru þeir saman komnir þarna 15—20 þúsund og tóku upp gamalkpnnar aðferðir eldri bylt- ’ irtgarmáhna í París —‘að byggja götuvirki. Þeir rifu upp stein- lagningu strætanna og reistu steinhleðslur þvert yfir allar götur, sem lágu að háskóla- hvprfinu. Ennfremur tóku þeir I notkun nýtt „byggingarefni“ i virki’sgarða, náðu undir sig hverri bifreið i hverfinu, veltu þeim um koll og röðuðu þeim í virkisgarða. Þannig stóðu París- arbúar nú allt í einu andspæn- is þeirri furðulegu staðreynd, að byltingarástand ríkti í borginni. JjVanska stjórnin tók mjög harða afstöðu í málinu. hún lýsti því yfir, að kröfur stúd- enta skyldu teknar til alvar- legrar athugunar, en skemmd- arverk og skrílslæti yrðu ekki þoluð, enda voru það kommún- istar, sem reru undir þeim. Gaf hún út fyrirmæli um að hópur stúdenta skyldi dreifast, en þeg- ar þvf var ekki hlýtt, sendi hún lögreglulið fram með kyifur, táragas og jarðýtur og yfirbug- aði það stúdentana í nokkurra klukkustunda götubardögum en f þeim munu um 1000 manns hafa slasazt. Þótti lögreglan ganga mjög harkalega fram f þessari viðureign og mun seint gróa uqi heilt eftir það. En fyrst og fremst hafa þess- ir atburðir orðið de Gaulle til mikils álitshnekkis og fylgis- taps. Goðsögnin um hann og styrka forustu hans hefur hrun- ið, virðuleiki hans beðið hnekki og það er sannarlega mjög al- varlegt mál fyrir þennan aldna mann, þegar æskulýðurinn ger- ir slíka byltingu gegn honum. Um leið mun tilfinning Frakka almennt vaxa fyrir því, hve ó- eðlilegt það stjórnarfar er i nn- tímanum þar sem einn maður ríkir eins og einhver keisari. Nú virðist komið að vatnaskil- um (á heiðinni, auðvitað mur hlutverk de Gaulles, er hann bjargaði Frakklandi tvisvar frá glötun, veröa metið og varðveitt í sögunni. En nú er hætt við að þeirri hugsun aukist fylgi, að hann sé orðinn of gamall til að veita hinu unga Frakklandi forustu. Þorsteinn Thorarensen. Kaupum hreinar léreftstuskur Dogbloðið VÍSIR Laugavegi 178 AWA^^VA'AV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.'.V.' ITIL ÁSKRIFENDA VÍSIS / Vísir bendir áskrifendum sínum á aö hringja i afgreiðsiu blaðsins fyrir kl. 7 aö kvöldi, V ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi V fyrir kl. 7, fá þeir blaðið sent sérstak- ■° lega til sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar sfmaþjónusta veitt á tímanum 3.30 - 4 e. h. Munið að hringja fyrir Idukkan 7 í sínta 1-16-60 wwawuwwww. - - v.v.v.v. SÓLHEIMABÚÐIN AUGLÝSIR: ALLT í SVEITINA Nýkomið: Gallabuur með tvöföldum hnjám í stærðum 4—14, kr. 160. Terylene drengjabuxur í stærðunum 6—16 kr. 158. Kahki, breidd 140 cm, margir litir, kr. 84.90 \ pr. m. Nælonstyrkt nankin, breidd 140 cm, kr. 115 pr. m. Stuttbuxur, stærð 4—10, kr. 40. Sportbolir á telpur og drengi, ódýrt. Nærföt á telpur og drengi. Hosur, sokkar, ullarhosur, belti, axlabönd og margt fleira. Allt á hagstæðu verði. SÓLHEIMABÚÐIN Sólheimum 33 — Sími 34479. ) NÝKOMIÐ: Fiskar — Plöntur — Hamsturbúr — og Hreiðurkassar. Hraunteig 5 — Sími 34358. NÝKOMIÐ FRÁ INDLANDI Margar geröir af handútskorn- um borðum og fáséðum ind- verskum trémunum. Auk þess handskreytt silki og koparvörur Rammagerðin, Hafnarstræti 17 Rammagerðin Hafnarstræti 5. TIL SÖLU STURTUR OG BÍLPALLUR 2ja strokka St. Paule sturtur og 8 rúmmetra pallur \lx/2 fet með jám skjólborðum á hjörum. Hentugt á 2ja hás- bfl, fæst á hagstæöu verði. Uppl. í sima 81305 eftir kl. 7. FYRIR LISTUNNENDUR Málverkaeftirprentamr á striga af hinum sígildu verkum gömlu meistaranna. Mjög gott verð. Rammagerðin, Hafn- arstræti 17. BING & GRÖNDAHL POSTULÍN AÍlir géta eignazt þetta heimsfræga postulín með söfn- unaraðf<-röinni, það er kaupa eitt og eitt stykki í einu. Söluumboð: Rammageröin, Hafnarstræti 17. Rammagerð- in, Hafnarstræti 5. PÍANÓ OG ORGEL Stillingar og viögerðir, einnig nýuppgerð píanð og orgel j til sölu. — Hljóðfæ- ..verkstæð Pálmars Árna, Laugavegi 178 3 hæð. (Hjólbaröahúsið) Sími 18643. ! BLÓM & MYNDIR AUGLÝSA Má! verkaeftirlfkingar, heimsfrægra listamanna, stórt úrval. Mynda- rammar, sporöskjulagaðir, einnig gylltir og silfraðir málmrammar. Kínverskir púðar frá 150. — . Tökum i innrömmun tslenzkir og erlend- ir listar. — Verzl. Blóm & Myndir. Laugavegi 130 (við Hlemmtorg). LÓTUSBLÓriÐ AUGLÝSIR Höfur fengið aftur hinar vinsælu indversku kamfur- kistur, indversk útskorin borð, arabiskar kúabjöllur, danskar Amager-hillur, postulínsstyttur i miklu úrvali, ásamt mörgu fleiru. — Lótusblómið, Skólavörðustig 2, simi 14270.____________________________ GULLFISKABÚÐIN AUGLÝSIR Nýkomiö fuglahúr og fuglar, hamstrabúr og hamstrar, fiskabúr og fiskar. Nympheparakit 1 búri. Vítamin fyrir stofufugla, 'v ðurkassar og bastkörfur. Mesta úrval af fóðurvörum. Gullfiskabúðin Barónsstig 12. Svefnherbergissett — Framleiðsluyerð Verða t;' sýnis frá kl. 2—6 daglega. S. J. húsgögn Rauöarárstíg 20. Simi 16980. F YLLIN G AREFNI — OFANÍBURÐUR Fín rauðamöl til sölu. Flutt heim. Mjög góð í innkeyrslur, bílaplön, uppfy’lingar grunna o. fl. Bragi Sigurjónsson, Bræðratungu 2, Kópavogi. Sími 40086. SKÚR TIL SÖLU Má nota sem sumarbústað. Einangraður. Uppl. í síme 50001 og 51637.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.