Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 17.05.1968, Blaðsíða 12
12 u VI S IR . Föstudagur 17. maí 1968. Marcia leit á úrið sitt og stóð upp frá borðinu. — Ég má ekki sitja hérna og skvaldra lengur. Ég hef ósköpin öll að gera. — Ertu viss um að ég geti ekki hjálpaö þér neitt? spurði ég. Hún brosti og hristi höfuöið. — Nei, þú átt frí ennþá. Carlos ætl- ar aö skreppa til Benalli fyrripart- inn í dag. Það er ljómandi skemmti leg leið. Geturðu ekki farið með honum? Ég dró við mig svarið. — Held- urðu að það sé hentugt ef hann er í slæmú skapi? Marcia hló. Hann jafnar sig ef þú veröur meö honum. Þú hefur góð áhrif á hann. Hann sagði í gær, að sér líkaði einstaklega vel viö þig. ÉG ÞEKKI KVENFÓLKIÐ. — Þetta er ljómandi skemmtilegt, sagði ég ánægð þegar viö Carlos ókum af stáö frá gistihúsinu. — Ég get aldrei séö of mikið af þessu yndislega landi. — Ég efast um hvort þú segir það þegar þú hefur verið hérna tvo mánuði. En ég efaöist um að ég yrði svo iengi, eftir það sem gerðist i nótt. Hvers vegna hafði Peter símað til mín í morgun? Ég gat ekki fundiö neina skýringu á þvi. -— Þú ert svo hljóð, sagði Carlos. — Ég vona að þú sért ekki með höfuðverkinn ennþá? — Nei, hann er alveg horfinn. — Þessi staðiir sem viö ökum framhjá núna heitir Montemar. Þú verður að skreppa hingað einhvern daginn og fara í sjó. Þetta er einn bezti baðstaöurinn hérna við strönd ina. Ég mundi að Peter hafði haft orö á þvf að við yrðum að fara hingaö. Peter ... þrátt fyrir allt sem gerzt hafði gat ég ekki annaö en hugsað um hann. Loks beygði Carlos frá sjónum upp i sveitina og ólívulundina. Hann þurfti að hitta menn á ýmsJ um stöðum, og ég sat í bílnum á meðan og beið — og ígrundaði. Á leiöinni heim stönzuðum við í Leovi, smáþorpi nokkra kílómetra frá Torremolinos. — Við skulum fá okkur glas af sérrí þérna, áöur en við höldum áfram, sagði hann og benti á ofur- lítiö gistihús. Við settumst við borð undir röndóttri sólhlíf og dreyptum á sérríinu. Og nú var ólundin í Carl- os rokin út í veður og vind — þangað til minnzt var á Marciu. — Við erum svamir óvinir í dag, sagði hann. — Hún hefur lík- lega sagt þér það? Ég reyndi að láta hann halda, að hún hefði ekki á það minnzt. Sízt af öllu vildi ég láta Carlos halda, að Marcia talaði um hann við mig. En ég sá á glottinu kring- um varirnar á honum að hann trúði mér ekki. — Ekki það? sagði hann kald- hæðinn. — En ég þekki kvenfólk- ið. Ég þekki Marciu. Við hnakk- rifumst, og ég hélt að hún mundi segja þér frá því... Hann slökkti í hálfreyktum vindl- ingnum og ég sá á svipnum á hon- um, aö því fór fjarri að hann hefði fyrirgefið Marciu. — Sagði hún þér hvenær hún kom heim > nótt? spurði hann svo. — Nei. — Hún sagði mér það heldur ekki. En ég veit að hún var ekki komin klukkan þrjú. — En þú vissir hvar hún var... sagði ég til að reyna fyrir mér. Munnurinn skældist. — Ég veit hvar hún sagðist hafa verið ... FRJÁLSAR HENDUR. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Þrátt fyrir það sem hafði gerzt í gær var Marcia vinkona mín. — Ert þú ástfangin, Joyce? spurði Carlos allt I einu og leit fast á mig. —Nei, svaraði ég samstundis. — Hyggin stúlka. Varastu þaö. Hann laut að mér. — Mér hefði gengið miklu betur með Marciu ef ég hefði ekki verið svona ást- fanginn af henni. Þá mundi ég ekki taka mér svona nærri þegar hún kemur seint heim. Ég gat ekkert sagt. — Gallinn er sá, að hún er svo falleg, hélt hann áfram. — Enginn karlmaöur fær staðizt hana. Þú ættir að sjá hvernig þeir horfa á hana þegar þeir koma í gistihús- ið .. . Hann hló þurrahlátur. — Kannski getur hún ekki staðizt þá heldur, en hún er of séð til þess að láta mig standa sig aö neinu. Ég geri það nú samt áður en lýk- ur. Ég muldraði eitthvaö á þá leið, að ég væri viss um að honum skjátlaðist. Dökk augun urðu hvöss er hann leit á mig. — Nei, mér skjátlast ekki. Nú ætla ég að gefa henni lausan tauminn, sem kallað er — en síðan ... Hann strauk fingrinum yfir barkann á sér, dimmúöugur á svipinn. Það fór hrollur um mig — í brennandi sólskininu. — Þér skjátlast, ég er viss um það, sagði ég einbeitt. — Marcia tilbiður þig. Ég leit á klukkuna, því að mig langaði til að þessu samtali lyki. — Er ekki bezt að viö höldum áfram? Klukkan, er korter yfir tvö. Mér létti þegar hann stóð upp og við gengum niður að bflnum. Marcia stóð úti og var að skima eftir okkur þegar við komum heim- undir „Loretta". — Ég var farin að undrast um ykkur, sagði hún. — Ég er glor- hungruð. Var gaman? — Yndislegt. Hún horfði á Carlos, vör um sig. — Gaztu erindað þetta, sem þú þurftir? —Já. Þetta sem ég keypti, er í geymslunni á bílnum. Stefano get- ur, borið það inn í eldhús. Eigum við að fara aö borða. Farið þið á und- an, ég kem undireins. Þégar við vorum orðnar einar spurði Marcia hvort Carlos væri kominri í betra skap. — Já, mér finnst hann vera eins og hann á að sér, sagöi ég og var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja henni það sem hann hafði sagt við mig. En nú kom Carlos að boröinu. — Hafa komið nýir gestir meöan ég var að heiman? spurði hann. — Já. Ung hjón hafa fengið „bláfuglsherbergin" f eina viku, svaraði Marcia. — Ég hugsa að þau séu i brúðkaupsferö. — Ég hélt að þau herbergi væru leigð fólki, sem var 'hér fyrr 1 ár, frá næstkomandi Iaugirdegi að telja. Hétu þau ekki Anderson? — Jú, þau voru lofuð þeim, en ég get eflaust bjargað þvf. — Ég mætti þarna í stiganum gömlum manni, sem ég hef ekki áður séð, hélt Carlos áfram. Hann leit við og ég leit í sömu áttina, og sá manninn, sem hafði komið í bíl Peters um nóttina. — Þarna er hann, sagði Carlos. Marcia leit um öxl sér. — Æ-já, hann kom í gær — rétt fyrir mið-! degisverðinn, meðan þú varst úti. i Ég gleymdi að segja þér það. Hann | borðaöi í herberginu sínu í gær- j kvöldi. Hann er líklega mjög las- j burða oi fer lítið út. . í Ég góndi ofan í diskinn minn, svo j að Marcia skyldi sfður sjá vand-; ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum aö oxkur hvers konai rnúrbrot og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um. Leigjuro út loftpressur og vfbra sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats- ,onai Álfabrekku við Suðurlands braut. sími 10435 GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Slmi 35199 Fjölhæf jarövinnsluvél, annast lóöastandsetningar, greí hús- grunna, holræsi o. fl. TtKpR ALL.S KONAR KLÆtÐNiNGAR FLJÓT OG VÖNOUÐ VINNA VÚRVAL AF ÁKLÆÐUM . ", 1 LAUGAVEG 62 - SIMI10825 HEIMASlMI 83634 jtántiK_____ n BOLSTRUN KRAKKAR - A MORGUN SÖLUBÖRN óskast til að sjá um sölu á nýju vikublaði í Reykjavík, Seltjamarnesi, Kópavogi, Garða- hreppi og Hafnarfirði. Úthlutað er afmörkuð um hverfum og góð sölulaun greidd. Þau sölubörn sem óska að fá lúthlutað hverfum mæti að Lækjargötu 6B, 3, hæð á. morgun, laug'ardag, milli kl. 10 og 6. Stríðsapinn sleppir Jane til að verjast En konungi frumskóganna tekst að ... og beytir honum niður í grjótið. árás Tarzans.“ koma hinum þjálfaða bardagaapa úr Óðui af reiði og sérsauka ræðst apinn jafnvægi... að La drottningu. SEcd BELTIog BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR ræðasvipinn á mér. Hvað var að gerast? hugsaöi ég með mér. Hvers vegna laug Marcia svona upp f opið geöið á manninum sínum? Ég ætl- aði aö fara að spyrja hana að því þegar Carlos var farinn og við sátum yfir kaffinu, en hætti við það. Hver spumingin gat rekið aðra, og ég vildi ekki að hún vissi aö ég hefði séð hana koma heim með Peter í nótt. Að minnsta kosti ekki enn. Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara ó hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFELAGIÐ? SKIPHOLT 15 —SlMI 10199 'BiLAUreÆM RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 22022 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.