Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.08.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.08.1997, Blaðsíða 2
Föstudagur 1. ágúst 1997-11 Freyja Jónsdóttir skrifar Bjarnarhöfn er við Hrauns- vík í Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi. Talið er að Björn austræni Ketilsson, bróðir Auðar djúpúðgu og Helga bjólu hafi numið þar land. í Landnámabók segir að Björn hafl komið að landi í Kumbara- vogi og numið land á milli Hraunsfjarðar og Stafár. f Bjarn- arhöfn hefur verið stórbýli um aldir og kirkja frá því á tólftu öld. Land jarðarinnar er mikið og ýmis hlunnindi, tekjur af fugli og selveiði. Jörðinni fylgja eyjarnar Landey, Hrafnseyjar og Hrútey. Fjallið fyrir ofan bæinn heitir Bj arnarhafnaríj all, hæsti tindur þess er Skipaþúfa 569 metrar. Nokkru sunnar er Nónhvol 575 metrar á hæð. Nafnið Skipaþúfa er þannig tilkomið að þegar bændur í Bjarnarhöfn og ná- grenni tók að lengja eftir vor- skipunum var gengið þar upp sem hæst bar og horft út á Breiðafjörðinn. Á gömlum landa- kortum er Skipaþúfa talin hærri en Nónhvol og er Hildibrandur í Bjarnarhöfn þeirra skoðunar að svo sé, en hann þekkir fjallið vel. í Kumbaravogi við Bjarnar- höfn var einn af fyrstu verslunar- stöðum á íslandi. Englendingar komu þangað á fjórtándu öld og Hollendingar nálægt næstu alda- mótum. Þar á eftir Danir. Til forna og allt fram á byrjun þessarar aldar fylgdu nokkrar hjáleigur jörðinni sem nú eru fyr- ir löngu farnar í eyði. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að Bjarnarhöfn hafi fylgt eftirtaldar hjáleigur: Hallskot, ábúandi Hallur Guð- mundsson, Steindórskot, ábúnadi Steinþór Greipsson, Skemma, ábúandi Jón Jónsson, Ámýrar, ábúandi Guðmundur Siginðsson. Landskuld var hin sama af öllum hjáleigunmn. Ennfremur segir í Jarðabók að Bjarnarhöfn sé kóngsjörð, ein af Stapaumboðs- jörðum. Upphaflegt bæjarstæði er talið að hafl verið á hólnum fyrir ofan þar sem kirkjan er. En einhvern tíma í fyrndinni var bærinn byggður sunnan við Rollulæk þar sem nú er nefnt Brúarholt. Bær- inn var síðan fluttur á svipaðar slóðir og eldra íbúðarhúsið er núna. Um árið 1200 bjó í Bjarnar- höfn Hjörleifur Gilsson, faðir Ar- ons Hjörleifssonar. Væringar voru með Aron og Sturlu Sig- hvatssyni sem fékk Aron að end- ingu dæmdan sekan skógar- mann. Marteinn Heigason sem gaf Helgafellsklaustri Höskulds- ey, bjó þar um 1280. Margir læknar hafa búið í Bjarnarhöfn: Hallgrímur Bachmann frá 1773 til æviloka 1811. Þorleifur Þor- leifsson smáskamtalæknir í kringum 1850, hann var einn af merkustu mönnum síðustu aldar. Þorleifur hafði fjarsýnisgáfu og sagt er að hann hafi séð atburði gerast á Qarlægum stöðum. Einnig að hann hafi verið í nán- um tengslum við heimilishrafn- inn sem bar honum fréttir af dauðdaga nágranna hans. Upp úr aldamótunu 1800 var þar Oddur Hjaltahn læknir. Hann skrifaði um heilbrigðismál og eft- ir hann er til grasafræði. Oddur gegndi embætti landlæknis í nokkur ár. ------- ú-gsu.s: Á meðan Thor átti Bjarnar- höfn lét hann flytja stórt timbnr- hús austan af Fjörðum og setja niður á jörðinni. Hús þetta var til margra nota nytsamlegt þó að ekki væri búið í því. Sem dæmi um starfsemina sem var í húsinu má meðaJ annars nefna að á meðan sláturtíðin stóð yfir var þar sláturhús. Á smnrin voru haldin þar böll. Þetta hús var rif- ið fyrir nokkrum árum. Sagt hefur verið að Thor hafi verið með það á prjónunum að rífa kirkjuna og byggja nýja, en af því varð ekki, en hann mun hafa dyttað talsvert að henni. Þegar Thor selur Bjarnarhöfn 1929 kaupir Sveinn Jónsson eignina. Næsti eigandi eftir Svein var Bæring Elíasson. Árið 1951 verða eigendaskipti á jörðinni, þá kaupa Bjarnarhöfn hjónin Laufey Valgeirsdóttir og Bjarni Jónsson frá Asparvík á Ströndum. Fyrstu árin eftir að þau fluttu þangað bjuggu þau með sonum sínum, Hildibrandi og Jóni, sem síðar tóku við búskapnum. í nóttlausri júmnóttinni sigldi strandferða- skipið Skjaldbreið inn Breiða- ljörðin en alla leiðina að vestan hafði verið svarta þoka. Skip- stjórinn var að snúa við til Reykjavíkur og treysti sér ekki að sigla skipinu inn á milli eyja og skerja í firðinum. En þegar skipið nálgast Höskuldsey birti allt í einu upp og við blasti hið óvið- jafnanlega útsýni og Skjaldbreið sigldi inn og kom að í Kumbara- vogi. Á skipinu var búslóðin og báturinn góði sem smíðaður var fyrir aldamót. Eins og áður hefur verið getið var kirkjustaður í Bjarnarhöfn allt frá því á tólftu öld. Kirkjan var heiguð heilögum Nikulási að kaþólskum sið. Hún var útkirkja frá Helgafelli, en um 1860 var sóknin lögð undir Stykkishólm. Bjarnarhafnarkirkja er ekki lengur sóknarkirkja, því að sókn- in er öll í eyði nema þessi eini bær. Kirkjan er merkilegt hús, byggð af timbri árið 1857. Upphaflega var turn á kirkj- unni en í miklum sviptivindi fauk turninn af. Ekki er vitað með vissu hvaða ár það gerðist en það mun hafa verið nokkuð fyrir aldamót. Árið 1920 við vísítasíu biskups í Bjarnarhöfn er lýsing hans á kirkjunni frekar dapurleg. Þar segir meðal annars: „Turn er þar enginn, og hitunartæki engin inn- an kirkju. Með öllu óhæfileg og ónotandi guðshú$.“ Eftir þessa 'Éí ------------------*---------- Hildibrandur Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn. Þar verkar hann landsfrægan hákarl og er hákarlahjallurinn í baksýn. Mynd Brynjar Páll Melsteð sýslumaður Snæ- fellinga 1849 til 1854 bjó í Bjarn- arhöfn. Hann var fulltrúi á Þjóð- fundinum 1851. Foreldrar Þorsteins Jónssonar áttu heima í Bjarnarhöfn upp úr aldamótunum síðustu en hann bjó þar hjá foreldrum sínum. Þorsteinn tók sér skáldanafnið Þórir Bergsson. Hann skrifaði hátt í eitthundrað smásögur. Samkvæmt manntali frá 1860 eru skráðir til heimilis að Bjarn- arhöfn (heimajörð): Þorleifur Þorleifsson húsbóndi og smá- skammtalæknir, 60 ára, fæddur í Miklaholtssókn, Kristín Sigurðar- dóttir kona hans, 59 ára, einnig fædd í Miklaholtssókn, Þorleifur Þorleifsson, sonur þeirra, 18 ára, fæddur í Setbergssókn, Gísli Þor- steinsson vinnumaður, 29 ára, Þórður Einarsson vinnumaður, 27 ára, Sigurðiu- Guðmundsson vinnumaður, 26 ára, allir fæddir í Setbergssókn, Ólafur Halldórsson vinnumaður, 30 ára, fæddur í Eyrarsókn, Kristín Magnúsdóttir vihnukpna, 50 ára, fædd í Narf- eyr^rsókn, Valdís Jónsdótfi| vinhÉkóna, 24 ára, fædd í Dag- verðarnessókn, Helga Helgadótt- Ir vinnukona, 28 ára, fædd í Staðarsókn, Ingibjörg Guð- mundsdóttir vinnukona, 32 ára, fædd í Gilsbakkasókn, Ehn Tóm- asdóttir vinnukona, 52 ára, fædd í Búðarsókn, Málfríður Jónsdóttir vinnukona, 66 ára, fædd í Set- bergssókn, Oddur Jónsson vinnu- Báturinn sem Hildlbra maður, 20 ára, fæddur í Ingjalds- sókn, Jófríður Gísladóttir fóstur- barn, 7 ára, fædd í Bjarnarhafn- arsókn og Guðmundur Athamus- son, niðursetningur, 10 ára, fæddur Helgafellssókn. Á öðru heimili voru: Dagur Jens Jensson 60 ára, fæddur í Brjánslækjar- sókn, Ingibjörg Teitsdóttir kona hans, 50 ára, fædd í Múlasókn og Benedikt Sigmundsson vinnu- maður, 29 ára, fæddur í Set- bergssókn. Eins sést á þessu manntali að þarna var stórbýli. Árið 1914 kaupir Thor Jensen jörðina með hjáleigum og eyjum og eyðibýlmn af Konráði Stefáns- syni frá Flögu í Vatnsdal. Thor rak sauðfjárbú í Bjarnarhöfn og lét reisa fjárhús fyrir sex hund- ruð íjár. Það merkilegasta við fjárhús þessi, sem enn standa, er að þau eru klædd með panel að innan. Fjárhúsin hafa sögulegt gildi og þegar fram líða stundir verður forvitnilegt fyrir þá sem á eftir koma að fá að berja augum fjárhús sem byggð voru snemma á tuttugustu öldinni, sem meira var vandað til en fjölda íbúðar- húsa frá sama tíma. Til þess að hægt sé að varðveita húsin þarf mikið fjármagn sem erfitt verður fyrir ábúendur í Bjarnarhöfn að leggja fram eina og sér. lik Bjarnarhafnarkirkja. Bjamarhöfn á Snæfellsnesi

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.