Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.08.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.08.1997, Blaðsíða 5
jDagur-ÍEmtirat MINNINGARGREINAR Föstudagur 1. ágúst 1997 - V Friðrik Þorvaldsson Friðrik Þorvaldsson fædd- ist í Hrísey 26. aprfl 1923. Hann varð bráðkvaddur 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ein- arsdóttir frá Geithellum í Álftafirði, f. 1880, d. 1968, og Þorvaldur Jónsson af Krossa- ætt, trésmiður og flskimats- maður í Hrísey, f. 1875, d. 1941. Systkini Friðriks voru Einar, f. 1905, d. 1984, Fil- ippus, f. 1908, d. 1954, Guð- finna, f. 1912, d. 1978, Albert, f. 1915, og Kristinn, f. 1920, d. 1995. Friðrik kvæntist 18. júní 1949 Þórgunni Ingimundar- dóttur píanókennara, f. 1926, Árnasonar, söngstjóra á Akur- eyri, og Guðrúnar Árnadóttur. Synir Friðriks og Þórgunnar eru 1) Ingimundur, f. 1950, að- stoðarbankastjóri Seðlabanka íslands, kvæntur Margréti Lúðvíksdóttur, BA, og eiga þau Qögur börn. 2) Þorvaldur, f. 1952, framhaldsskólakennari í Reykjavflc, 3) Gunnar, f. 1957, læknir á Akureyri, kvæntur Andreu Andrésdóttur, lækni, og eiga þau þrjú börn. Friðrik varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1943. Hann stundaði nám í Frakklandi, Þýskalandi og Skotlandi og lauk MA-prófi í þýsku og frönsku frá Edin- borgarháskóla 1950. Friðrik kenndi við Menntaskólann á Akureyri 1945-46, 1947-49 og síðan frá 1950-1970. Á árun- um 1970 til 1986 var hann m.a. framkvæmdastjóri Al- mennu tollvörugeymslunnar hf. á Akureyri, framkvæmda- stjóri Norðlenskrar tryggingar hf. á Akureyri og aðstoðar- framkvæmdastjóri Lindu hf. á Akureyri. Friðrik kenndi við Verkmenntaskólann á Akur- eyri frá 1984-1992. Hann var prófdómari við Menntaskólann á Akureyri í fjölda ára og síð- ustu árin starfaði hann við prófyfirsetu við Háskólann á Akureyri. Friðrik gegndi ýms- um trúnaðarstörfum, m.a. var hann um árabil ræðismaður Finnlands á Norðurlandi. Útför Friðriks fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. júlí síðastliðinn. Mikil er sú ósanngirni almættis- ins að kalla burt svo skjótt þann úr vinahópnum sem okkur fannst enn eiga fjöld ára inn- eignarmegin á lífsreikningnum. Þetta voru mín fyrstu viðbrögð þegar mér var sagt andlát góð- vinar míns Friðriks Þorvalds- sonar. En við nánari umhugsun var þó eins og þetta sama al- mætti hefði með styrkri hendi sett á svið helgileik sem engum hæfði fremur: Hjónin Þórgunn- ur og Friðrik á göngu í Kjarna- skógi að morgni þriðjudags eftir Þorláksmessu á sumri, sól yfir Garðsárdal, margradda söngur fugla, sterkur ilmur af gróinni jörð og grænni björk. Þau að ræða söngh'nu eftir Schubert, Ijóðabrot einhvers góðskáldsins eða bara síðustu atvik hvers- dagsins. Sest á bekk til þess að láta hða úr sér, horfst í augu, ekkert sagt. Súlur á sínum stað, Kaldbakur nyrst í fjarska, feg- urðin ríkir ein. í eixmi andrá skyggir á sviðinu, hann er allur, hún stendur ein eftir. Tjaldið fellur. MiUi fimmtíu og sextíu ára samfylgd kallar fram ótal minn- ingar. Friðrik Þorvaldssyni fylgdi birta og þokki sem ekki verður lýst með orðum. Rækt- arsemi var honum í blóð borin og ekkert tækifæri lét hann ónotað til að sýna hana í verki eins og við átti. Öll framganga hans var sambland eyfirsks sveitapilts og ensks séntil- manns. Hús hans stóð okkur skólafélögunum ætíð opið og er ekki úr vegi að minnast fimmtíu ára stúdentsafmæhs þar sem þau hjón tóku hópnum opnum örmum með gestrisni og rausn- arbrag. Það sem einstakt var í fari Friðriks, það andrúmsloft sem um hann lék og að innan kom, mun fylgja okkur eftir það sem eftir er. Ég tek mér það bessaleyfi fyrir hönd stórfjölskyldunnar að votta Þórgunni og fólki þeirra Friðriks samúð okkar allra. Far í friði, Friðrik Þorvalds- son! Björti Bjarman „Integer vitae ...“ Fréttin um lát Friðriks Þor- valdssonar kom sem reiðarslag, á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég var nýbúinn að hitta hann hressan og kátan. Við Lovísa vorum á suðurleið úr Mývatnssveit og litum inn til Þórgunnar og Friðriks í Eini- lundinum á Akureyri eins og við vorum vön, þegar við áttum leið um. Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta á Jónsmessunni, sól skein í heiði og andi guðs sveif yfir Pollinum, enda presta- stefna háð á Akureyri í þann mund. Þessi umgjörð einkenndi síðasta fund okkar vinanna. Þau hjón tóku á móti okkur af þeirri gestrisni sem var þeim svo eiginleg og við riijuðum upp gömul kynni og tíunduðum það sem á dagana hafði drifið frá síðasta fundi okkar. Fréttir af skólasystkinum voru ofarlega á baugi, en börnin og barnabörn- in voru auðvitað aðalumræðu- efnið. Það var greinilegt að þau Þórgunnur og Friðrik nutu þess í ríkum mæli að vera í ömmu- og afahlutverkinu og með við- eigandi stolti kynntu þau unga sonardóttur, sem greinhega sór sig í ættina. Friðrik Þorvaldsson var gæfumaður. Heimanfylgjan var góð, eyfirskur að föðurkyni, af Krossætt, og austfirskur í móð- urætt, úr Álftafirðinum, feg- urstu og söguríkustu sveit aust- anlands, þar sem Þangbrandur tók land fyrir þúsund árum. Svo var Friðrik fjölmenntaður mað- ur bæði innanlands og utan, fékk starf við hæfi, náði í góðan lífsförunaut og eignuðust þau Þórgunnur 3 hrausta syni, sem mönnuðust vel og barnabörnin voru þeim th ánægju. Að mínu viti er þetta hamingjan í hnot- skurn. Ekki sakar svo að vera hraustur og kátur aht sitt líf og fá að kveðja þennan heim standandi í báðar fætur vitandi að hafa skhað hfsstarfi sínu með sóma. Það hafði Friðrik gert. Hann var vammlaus mað- ur. „Integer vitae...“ sungum við féiagarnir gjarnan á góðri stundu og óskuðum sjálfsagt allir að lifa eftir því, en það var samdóma álit okkar bekkjar- systkinanna að þar hafi Friðrik verið fremstur. Frissi, eins og við bekkjarsystkinin köhuðum hann aha tíð okkar á milli, var hornsteinninn í bekksögninni og til hans var alltaf hægt að leita þótt hann byggi fyrir norð- an og við hin fyrir sunnan eða erlendis. Hann skipulagði ahtaf stúdentsafmælin okkar og þau Þórgunnur tóku á móti öllum hópnum á heimhi sínu nú síðast á fimmtíu ára stúdentsafmæl- inu 1993. Það var ógleymanleg- ur fögnuður, eins og systkina- hópur væri kominn heim og sýnir hve Menntaskólinn á Ak- ureyri á sterk ítök í hugum gamaha nemenda. Það var gaman að sjá menningarbrag- inn á hátíðarhöldum skólans og við vitum að Friðrik hefur lagt sitt að mörkum. Nú er skarð fyrir skildi og söknuður okkar mikill, en huggun harmi gegn að minningin um góðan dreng yljar okkur um hjartarætur. Þar sem ég sit hér og rita þessar línur hefi ég gamlar myndir af okkur bekkjar- systkinunum fyrir framan mig. Kynni okkar spanna nær 60 ár. Friðrik kom í 2. bekk M.A. árið 1938 og varð strax einn af okk- ur og alla tíð í sérstöku uppá- haldi. Hann var námsmaður í besta lagi, jafnvígur á allt og alltaf með þeim efstu í bekkn- um, samviskusamur og heiðar- legur enda verðlaunaður „fyrir að vekja heimavistarnema kl. 7 1/2 hvern morgun með hring- ingu 1941-43.“ Hann var hvers manns hugljúfi, þó einarður og ákveðinn þegar þess þurfti með, umtalsfrómur og færði aht til betri vegar, þó gamansamur. Það var gott að blanda geði við Friðrik, hann var svo skemmti- legur og ekki sphlti það hve góður söngmaður hann var. Hann kunni að gleðjast með glöðum, þó alvörumaður undir niðri. í sjötta bekk bjuggum við saman 3 félagar á Briemsgerði á Norðurvistum, Friðrik, Óttar Þorghsson og undirritaður og áttum við Öttar það til að slugsa við námið. Þá greip Frið- rik í taumana og renndi með okkur yfir „pensúmið" áður en við fórum í háttinn. Ég held bara að hann hafi þannig kom- ið okkur í gegnum stúdentspróf. Hann var góður kennari og ungum mönnum sönn fyrir- mynd og Friðrik kemur mér alltaf í hug þegar ég heyri góðs manns getið. Þegar við Friðrik kvöddumst á Jónsmessunni hlökkuðum við báðir th að hittast aftur að ári Uðnu á 55 ára stúdentsafmæl- inu. Af því verður ekki í þessu lífi. Þau Þórgunnur voru nátt- úruunnendur, gengu mikið og reglulega og gjarnan í Kjarna- skógi. Þau ráðlögðu okkur hjón- unum að fá okkur göngutúr þar hvað við og gerðum að lokinni heimsókn í Einhundinum. „Þar ríkti fegurðin ein ofar hverri kröfu“ og þar varð Friðrik allur mánuði síðar á göngu með sinni heittelskuðu. Ekki gæti ég ósk- að mér betri dauðdaga þegar kallið kemur. Eftir sitja vinirnir með söknuð í hjarta en sárastur er söknuður Þórgunnar og flöl- skyldunnar ahrar og færum við Lovísa og bekkjarsystkinin þeim innilegustu hluttekningu með þakklæti í huga fyrir allt það sem Friðrik var okkur. Minningin lifir um góðan dreng. Jón Porsteinsson Á heitum sumardegi er Kjarnaskógur paradís á jörðu, þegar sólin skín og geislar hennar mynda samhljóm með fuglasöngnum og bjarkarilmn- um. Slíkur dagur var þriðjudag- urinn 22. júh. Friðrik og Þórgunnur fengu sér, eins og svo oft áður, morg- ungöngu í skóginum, og nutu alls hins besta, sem sumarið býður. Skyndhega og fyrirvaralaust er Friðrik Þorvaldsson ahur. Innra með okkur dró ský fyr- ir sólu, geislar hennar misstu hlýju sína, söngur fuglanna þagnaði og bjarkarilmurinn hvarf. Friðrik kenndi mér þýsku öll árin í Menntaskólanum á Akur- eyri auk frönsku einn vetur. Mér er kennsla hans minnis- stæð, hún einkeimdist öhu öðru fremur af jákvæðiun sam- starfsvilja. Hann leiddi okkur inn í rökréttan heim þýskrar málfræði og þegar sagnirnar eða lýsingarorðin hjá okkur tóku á sig annarlegan blæ, leið- rétti hann og skýrði. En það voru ekki bara málfræðin og gotneska letrið. Það voru einnig ljóðin, einhver mesti menning- ararfur þýskrar tungu. Með Goethe, Schiller og Heine lauk hann upp nýjum heimi, sem gott er að hafa kynnst. Þannig kennara er gott að hafa og honum á ég það fyrst og fremst að þakka að hafa stundað nám í þýsku í Þýska- landi, þótt það nám yrði styttra en ætlað var. Síðar hittumst við oft á förn- um vegi og tókum þá gjarnan tal saman. Oftar en ekki rædd- um við skólamál, sem voru okk- ur báðum hugleikin. Á útmánuðum 1984 er und- irbúningur að Verkmenntaskól- anum á Akureyri var að komast á lokastig hittumst við dag einn á pósthúsinu. Hann spurði, hvort ekki yrði kennd þýska í þessum nýja skóla. Ég játti því. Hann spurði um starfið og hvernig sem nú orð féhu var ráðning hans handsöluð. Hann var ráðinn fyrstur allra. Papp- írsvinnan var unnin seinna. Við unnum saman í hartnær áratug uns hann fór á eftirlaun. Friðrik var góður og glað- lyndur félagi, bæði í skólastofu og á kennarastofu. Hann var prúðmenni í fasi og framkomu, snyrthegur í klæðaburði og unni hinu fagra, ekki síst tón- listinni. Ég sendi Þórgunni og fjöl- skyldu hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við ótímabært fráfall Frið- riks Þorvaldssonar er Akureyri fátækari en áður. Benjamín Haraldsson Minningar- greinar Minningargreinar birtast aðeins í laug- ardagsblöðum Dags-Tímans. Þær þurfa að berast á tölvudiskum eða vélritaðar. Myndir af þeim sem skrifað er um þurfa að berast með greinunum. Sendist merkt Dagur-Tíminn Strandgötu 31, 600 Akureyri Garðarsbraut 7, 640 Húsavík Þverholti 14, 105 Reykjavík

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.