Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1983, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. NOVEMBER1983. DV. LAUGARDAGUR19. NOVEMBER1983. 13 TORBUlENCES frá Hevillon angan engri líh TURBULENCES, ilmurinn, sem túlkar síbreytileik konunnar en undirstrikar jafnframt persónueinkenni hennar. TURBULENCES er afurð náttúrunnar. Angan engri lík, - frá blómum og jurtum óspilltrar náttúru. Samsetningin er síðan fullkomnuð í háborginni París. TURBULENCES frá REVILLON FRANSKUR SEIÐUR FYRIR NÚTlMAKONUR Hversdogsiéttur soöinn í Potta-Sevói §EYDIR tryggir bragðbetri ogholkzrí mat Plastprent hf. Þórunn Sigurðardóttir er með holla og ódýra uppskrift matreidda í Potta-Seyði 4 tómatar 1 paprika 2 kartöflur 1 rauðlaukur 2 perlulaukar 3 hvítlauksrif 150 g tómatmauk 2 msk matarolía 1 msk mint sósa (fæst í litlum glösum) 1 msk Teryaki sósa (eða soya) basilikum, svartur pipar Skerið laukana smátt og grænmetið I sæmilega stóra bita. Blandið öllu saman í poka, lokið og sjóðið í 35 mínútur. Berið fram með nýju, grófu brauði, stráið gjarnan rifnum osti yfir jafninginn. Þetta er hollur og hressandi réttur sem borða má bæði heitan og kaldan. Hann er líka góður með steiktu kjöti eða kjötkökum. í#Phifcp*burf| ^ST.WAARTIIN KARIBISGHES MEER CURAQAO l^vui«muu Si Oao:g*‘».‘ Pon,n>t)GRENA^ FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580 Sj Elsta steinhirhja mr~ Sunnudaginn 13. nóvember síöastliö- inn var þess minnst í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi að 80 ár eru liöin síöan kirkja sú er nú stendur á Ingjaldshóli var vígö. Ekki er vitaö til annars en aö kirkjan hafi verið fyrsta steinsteypta kirkja á landinu og til marks um þaö þá var fyrsta stein- steypta húsið í Reykjavík byggt 1903. Þessi kirkja var reist á öörum stað en kirkjur höfðu staöiö frá 1317 er fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli var vígö. Saga staöarins er því orðin bæði löng og merk og ekki er óitaö til þess aö sú saga hafi nokkurs staðar veriö skráö samfelld. Veröur í þessari blaöagrein aðallega stuöst við samantekt Guöjóns Halldórssonar, fyrrverandi forstjóra Fiskveiöasjóös, en hann hefur í mörg ár verið að viöa aö sér heimildum um kirkjustaöinn. Þaö á eftir að kanna mikiö af heimildum og því ljóst að hér verður aöeins stiklaö á stóru en víst er aö mikiö á enn eftir aö koma í leitirnar. Byggingarsaga Undir Jökli er Ingjaldshólskirkja elsti kirkjustaöurinn og samkvæmt elstu heimildum mun bænahús eöa hálfkirkja hafa staðiö á Ingjaldshóli um árið 1200. Eins og áöur sagöi var fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli reist 1317 og byggði hana Gunnar Hauksson bóndi sem þá átti Ingjaldshól. Ámi biskup Helgason vígði kirkjuna þá um haustiö og var hún helguð guöi, Maríu mey, píslarvottunum Cosma og Damian og öllum heilögum. Frá 1317 stóöu allar kirkjur á sama staö inni í núverandi kirkjugaröi en kirkja sú sem nú stendur var reist noröan viö kirkjugarðinn. Fyrir nokkr- um árum mátti sjá hornsteina þá sem gömlu kirkjurnar hvíldu á í gegnum aldirnar en sökum þess hve kirkju- garöinum er illa viö haldið þá er ómögulegt aö sjá þá nú. Kirkja sú sem reist var 1317 var þá þriöja stærsta kirkjan á landinu, ein- ungis kirkjugarðamir í Skálholti og á Hólum vorustærri. Því miöur er þaö svo að eftir 1317 er rúmlega 370 ára eyöa í þeim heimild- um sem nú eru tiltækar. Kirkjunnar er næst getið í Fitjastaöaannál, en þar er sagt frá því er kirkjan fauk 11. febrúar 1694.1 þeim annál segir: „Tók ofan efri hlutann allan, allt að bitum fyrir utan kórinn því hann var heillegri en fram- kirkjan, kominn aö falli.” Strax hefur veriö geröur reki aö endurreisn kirkj- unnar þvi sumarið 1695 kemur konungsbréf þar sem mælt er fyrir um endurreisn kirkjunnar sem var svo lokið 1696. Um þetta segir í Hestsannál — „var þá ger kirkjan að Ingjaldshóli. Haföi konungsbréf útkomiö sumariö hið fyrra að allar kirkjur á Islandi heil- ar og hálfar skyldu eftir þeirra formegan til hennar byggingarkostnað leggja. Þaö allt til samans var 400 r.dl.” Næst segir af kirkjubyggingum 1743 en þaö áriö lét Guömundur sýslumaður Sigurösson (f. 1700 — d. 1753), erþá bjó á Ingjaldshóli, byggja kirkju „ramm- gera”. Einnig lét hann steypa úti í Danmörku kirkjuklukku sem enn er notuö og ber hún nat'n hans og ártal endurbyggingarinnar. Sú klukka er sú stærri af tveimur en sú minni er frá 1735 og er ekki vitaö hver gaf hana. Árið 1782 eru endurbætur geröar á þeirri kirkju sem þá stendur. Líkur eru á því aö kirkja sú sem byggö var 1743 og endurbyggð 1782 sé sama kirkjan og rifin var um aldamótin 1900. Sá sem annaöist endurbæturnar 1782 var Ölaf- ur Bjömsson, bíldskeri frá Munaöar- hóli og er frá því sagt aö hann hafi gert mikið af útskuröi í kirkjuna. Kirkjan sem rifin var um aldamótin var sögð prýdd miklum útskuröi sem öllum var því iniöur fleygt, nema tveimur postulamyndum sem nú eru geymdar á Þjóöminjasafninu. Þessar á Snæfellsnesl postulamyndir hafa sennilega veriö skreyting af predikunarstóli en lýsingu á honum er aö finna í feröabók J.S. Plum, kaupmanns í Olafsvík, frá um 1800. Postulamyndirnar hafa hugsan- lega veriö eftir áöumefndan Olaf Björnsson bíldskera. Litast um Af kirkjumunum þeim sem prýddu kirkjuna sem rifin var um aldamótin er fátt eitt eftir. Aður var minnst á kirkjuklukkurnar, en það sem tví- mælalaust vekur mesta athygli er stór og faUeg, útskorin altaristafla sem nú hangir á norðurvegg kirkjuskipsins. Tafla þessi er frá 1709 og var hún gefin til kirkjunnar af dönskum einokunar- kaupmanni, P.N. Winge, sem leigði Rifs- og Olafsvíkurhafnir 1706—1715. Taflan var lánuð til BrimUsvallakirkju 1923 en var svo skilaö fyrir nokkrum árum. Á klukkulofti hangir máluö tafla sem lítill sómi er sýndur. Ramminn utan um myndina er ekki upprunalegur. Hugsanlegt er aö tafla þessi hafi veriö hluti af grátum þeirrar kirkju sem rif- in var um aldamót. Um aldur töflunn- ar er ekki vitað en ef til viU er þetta verk Olafs Björnssonar bíldskera sem skreytti kirkjuna 1782. Ætla mætti að áttatíu ár á klukkuloftinu sé nógu lang- ur tími og iöngu orðið tímabært aö grennslast fyrir um hversu gömul tafl- an raunverulega er. Undarlegt er að af öUum þeim gripum úr gömlu kirkjunni sem fleygt var skyldi þessari töflu haldiöeftir. Aö lokum má geta þess aö úti í kirkjugarðinum getur aö líta tvær stór- ar marmaraheUur sem liggja hliö viö hUö. önnur þeirra ber grafskrift Magnúsar Jónssonar lögmanns, þess siöasta sem kjörinn var af Alþingi. Hann dó 25. apríl 1694 og var grafinn í kór kirkjunnar sem þá stóö. Á hellunni má enn sjá riddaramerki ættmenna Magnúsar en þaö er greypt í ÖU hornin. /ngjaldsholskirkja. Hin hellan ber grafskrift Guðmundar Sigurössonar sýslumanns sem dó eins og áöur sagöi 1753 og var einnig graf- inn í kór. HeUur þessar eru báöar mjög iUa famar og varia hægt aö lesa á þær og þess ábyggilega ekki langt aö bíöa aö letriö máist alveg af. Þaö ætti ekki að vera of mikiö fyrirtæki að kippa þeim inn í kirkjuna þó ekki væri nema tU þess að bjarga þeim frá glötun. Eins og áður segir hafa SnæfeUingar veriö iðnir viö að farga kirkjugripum og ef tU vUl er kominn tími til aö bera þaö inn sem skiUð var eftir úti fyrir áttatíuárum. SLS Á myndinni má sjá Halldóru Kristleifsdóttur meðhjálpara. Hún og maður hennar, Fríðþjófur Guðmundsson, hafa verið meðhjálparar um áratuga skeið. Núverandi aitaristafía er eftír- mynd af altaristöflunni í Dómkirkjunni i Reykjavik. uiuiiiiin iiiii■; inmiiHH IIIIIIIHI nmiiiii llllillllll!ll:ll!llil!l!ll(|lí|llilllll>lllllfi|( * ’ " " * * ‘ ••»• •••• •• •• • ■ . • • • . ................................... um KARABISKA HAFID 28. janúar \ tíl 13. febrúar 1984 \ í tvær vikur veröur siglt með Maxim Gorki \ frá einni stórkostlegri paradís til annarrar. Komiö verður til eyja sem enn þann dag í / dag eru kenndar við Indland og draga nafn / sittaf því, Vestur-lndíur, sökum þess að land- / könnuður sá sem fann þær taldi sig vera á Ind- / landi. Viðkomustaðir: Nassau, Chap Haitien, Haiti. Puerto Plata Dóminíska lýðv., Totola, Jómfrúar- eyjum. Philipsburg, St. Maarten,. Roseau, Dóminíska lýðveldinu. Britgetown, Barbados, St. George's Grenada. Porlamar, Margaritaeyjum. La Guaíra, Venezuela. Willemstad, Curaco. Montego Bay, Jamaica. Ferðalagið allt, sem tekur 17 daga, kostar kr. 58.900,-að viðbættum flugvallarskatti. Innifaliðer: Flug fram og til baka, þrjár gistinætur í New York með morgunmat. Skemmtisiglingin í 15 daga með fullu fæði. Allt miðað við gistingu í tvíbýli. Ofangreint verð miðast viö gengi DEM 22.09/83. Möguleiki er á að bæta við dvölina í New York ef óskað er. Handbragð Ólafs bíldskera? DV-myndir SLS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.