Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR19. NÖVEMBER1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 77. þáttur Eins og margir vísnafróðir menn hafa sjálf- sagt tekið eftir, birti ég talsvert af vísum, sem ég tek upp úr ljóðabókum og kvæðakverum. Þetta hef ég reyndar gert allt frá því, er Helgar- vísur hófu göngu sína. Það væri úr litlu aðmoða fyrir mig, ef ég foröaðist að birta allt það, sem hefur sézt fyrr á prenti. Þá vil ég líka geta þess, að margar stökur, sem ég birti, er aðeins að finna í vísnakverum eða ljóðabókum, sem eru meö öllu ófáanlegar. Eg er ekki aö segja þetta mér til afsökunar, heldur til skýringar fyrir þá, sem ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. Margir vísnavinir hafa látið þá skoðun sína í ljós við mig, að nauðsynlegt sé, að ég birti eitthvað af „góðum gömlum vísum” í hverjum þætti. Þetta mun ég gera framvegis eins og hingaö til, eftir því sem efni standa til. Haraldur Zophoníasson kveður svo eftir Svein Hannesson frá Elivogum (sjá „Skáldið frá Elivogum og fleira fólk” eftir Rósberg G. Snædal): SVEINNFRA ELIVOGUM Lengur gelur ekki óð, í ’ann hel nam toga. Beggdu él á banastód Braga Elivoga. Fróns um hringinn firöar hér fáir sgngja hærra. Brags á þingum einum er óösnillingi fœrra. Strengur óðar sterkur gall, stóran hróöur risti. Hilmir Ijóða hans við fall hirðmann góðan missti. Pétur Beinteinsson kvað: Þá er svalt um œskuóð okkar morgunrósa, sé hann aðeins erfiljóð eftir þœr, sem frjósa. Hvar sem visnar vegleg grein verður grátinn skaðinn, en þó að falli ein og ein önnur vex í staðinn. Meðan lífið söng og sögn sveipar morgunskini, geymdu, tjúfa þakkarþögn, .þessa dánu vini. Og Pétur kvaö þessa stöku um Gretti: Æ, hve geldur andi hans, einn sem hrelldur grœlur undir feldi útlagans yzt í veldi nœtur. Eg ætla aö birta hér kvæöi eftir Pétur Bein- teinsson, sem mér finnst meö eindæmum vel gert. Ég held, að fáir hafi heyrt eða lesiö þetta kvæði: VEGANESTIÐ Að láta kvíðann bak sitt beygja er banasök og erfðasmán, því eins og flestar sagnir segja er sigurvissan ferðalán. Hví ættum við að glúpna ’ og gráta, ef ganga manns um dauðans hlið er aðeins þögul eðlisgáta, sem öllum ber að glíma við? Og aldrei hafa harmatölur að hetju þeirri manninn gert, sem leggur allt sitt afl l sölur þess eina, sem er nokkurs vert: Margrét segir: Ég hef líka botnað margt af því, sem birzt hefur af fyrripörtum, en þar sem þeir eru orðnir svo gamlir, læt ég vera að senda þér þá, reyni frekar við þá nýjustu: Þrúgar regn og þokan grá, þrautum gegn skal vinna, lán svo megni lífsins þá landsins þegnar finna. Silfurföt með sauðakjöt sjást í mötuneyti. Egþó löl afeðlishvöl í mig skötu reyti. Landið er komið á hvínandi haus, krónunnar verðgildi sígur, því ennþá er stjórnin svo úrræðalaus og ákaft að fólkinu lýgur. Margrét segir: Og nú er komið fram í október og ég ekki ennþá búin aö senda bréfið. Sigurgeir segist vera hissa á mér að hafa ekki skrifað þættinum, en því er til að svara: Sé ég hér, uð Sigurgeir segist furðu lostinn. Svo hann undrist ekki meir að yrkja tek ég kostinn. Annars var ég upp við það alin — þér að segja — svo að kæmust aðrir að oft ég máttiþegja. Margrét heldur því fram, að fólk hafi meira gaman af að glíma við dýrt kveöna fyrriparta. Húnsegir: Ef þú vandar upphafið, ekki þarft að kvarta. Gaman er að glíma við góða fyrriparta. STJORNUSPAIN Oft hef ég að undanförnu átt í harðri keppni, meðan allt í mínu stjörnu- merki boðar heppni. Gamall vinur minn býr á Borgarfirði eystri. Hann sendir mér bréf með stökum eftir Auöun Braga Sveinsson, sem býr einnig þar eystra. Hér koma stökurnar: ÓNEFNDUR RÁÐAMAÐUR Undirleitur, álútur einatt þreytir göngu. Hvað hann heitir helvízkur, held ég breyti öngu. Og bréfritari segir, að þessi vísa skýri sig sjálf: Þar í sveit erþelta gamall siður og þykir gefast dável enn: Álfabjargþeir brjóla aldrei niður, þeir brjóta aðeins niður menn. Leifur Halldórsson botnar: íslendingar á ýmsu luma, upp það kemst í vísnaþœtti, en ekki vilja allir guma afþví, þó að stundum mœtti. Helga Finnsdóttir, sem segist vera 88 gömul, sendir bréf og botnar: Nú er, finnst mér, komið kvöld og kraftur allurþrotinn. Ellin situr ein við völd, œskuþróttur brotinn. ara llilmir Ijóíhi hans við fall hirðmann aóðan missti99 Óður slunginn orku ’ og snilld eyddiþungu sinni, lífi þrunginn, lélt að vild lá á tungu þinni. Andans glóðar glæsta skin gladdi þjóðarmengi. Stakan góðan, gamlan vin grœtur í hljóði — lengi. Hafði’á óði helga ást hyggjufróður maður. Aldrei Ijóðabrandur brást bjartur, góðeggjaður. Myndir risti á minnisspjald, málveig kyssti glaður. Aldrei missti á orðum vald óðsins listamaður. Iðju kvæða að œfa t ró andans gæðum bjargar. Lítið nœði léðu þó lífs andstæður margar. Þröng voru hlið á þinni för, þekktir sviða og lúa. Aldrei frið né auðnukjör áttir við að búa. Vetur stranga, harðbýl haust, heift og angri sleginn oft í fangið andbyr hlauzt ævilanga veginn. Þótt þú gengir hér í heim hrjáður lengi pínum, getur enginn hryggðar-hreim heyrt í strengjum þínum. Lengur belja ’ ei bárusog burt úr éljum kífsins, ýttir Heljar Elivog undan svelju lífsins. Kynning yfir leiðir lands lifir þrifafögur. Minning lifir mœrust hans, meðan skrifast bögur. að vera œ á vaxlarskeiði og virða lífið eftirþví, hvort vaggan eða látins leiði þarf lengra svið að rúmast í. Frá vöggu ’ að gröf er vegarspölur, sem verður happasnauðurþeim, sem leggur á hann feigöarfölur og finnst hann vera kominn heim. Því hver sem eygir endalokin við upphaf sitt í kvöl gg neyð, hans von er öll í veður fokin; hann verður til — og deyr um leið. En ótal vonir vígja skeiðið frá vögguskör hins djarfa manns, er horfir fram unz lága leiðið er lukt um síðstu sporin hans. Þá kemur að aösendu efni. Margrét Olafsdótt- ir hefur bréf sitt á þessum orðum: Já, það er orðið langj síðan ég hef skrifað, en því er til að svara að: Ýmislegt er orðið breytt, andans horfin skíma, ogþví hef ég ekki neitt ort l lengri tíma. Margrét yrðir svo á Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík: Niðurlotin nú ég geng, nídd affargi mínu. Eg fór svona öll í keng undan lofiþínu. „Og til Lárusar Hermannssonar,” segir Mar- grét: Víst þó ylji vísurnar, vinur elskulegi, um aldur minn og ástarfar ekkert þér ég segi. „I tilefni af fyrsta útvarpsþætti þínum,” segir Margrét: Þeir, sem yrkja þóttu bezt afþjóðar sonum, fyrir komu í fjórum línum flestum lífsskoðunum sínum. Þegar bréfin færðu fá, finnsl mér dæmin sanna, að flestir botnar falli á fátækt rímorðanna. Fyrirþig nú fjarska brött fyrriparta gerði. Eins þó bara út í hött endirinn svo verði. En Sigurgeir Þorvaldsson sendir enn botna og vísur. Bréf hans er svo langt, að ég birti ekki allt, sem hann sendir að sinni. Sigurgeir botnar: Við sumarylinn grösin gróa, grœnu skrýðist fold á ný. Suðar mý og syngur lóa sælleg börnin fagna þvt. Vœnkast hagur, hækkar sól, himinn fagur, gleði’ísinni. Lengist dagur lífs um ból. — Lýsir bragur snilli minni. Nú erglatl á nóltu hér, þótt norðanvindur geisi. Inn í bœ ég óðar fer og andans fákinn leysi. Nú er, finnst mér, komið kvöld og kraftur allurþrotinn. Hef ég næstum hálfa öld haltrað niðurbrotinn. Harla lítinn finn ég frið hjá frúnni nú sem stendur. Illa þoli andstreymið, oft með bundnar hendur. Hér koma svo tvær vísna þeirra, er Sigurgeir sendir: ERFIÐIR TÍMAR Ekki verður öllum rótt, innan stundar minnkar gaman: Oft er nú á munum mjótt með að endar nái saman. Helga segir, að næsta fyrriparti ætti víst karl að svara, en sér hafi dottið botn í hug: Harla lítinn finn ég frið hjá frúnni nú sem stendur. Hún mér engin gefurgrið, ef gjörist aðeins kenndur. Soffía Jóhannesdóttir botnar: Nú er, finnst mér, komið kvöld og kraftur allurþrotinn. Margra synda greiði gjöld, gengur andinn lotinn. Margir yrkja af innriþörf angur burt úr sinni. Létt i höndum leika störf lífs á göngu minni. Ég vil segja Soffíu þaö, að það er vel þegið af minni hendi, ef hún sendir mér góðar vísur, sem hún hefur safnaö. Þá koma hér fyrripartar. Margrét Olafsdóttir segir, að ég fái færri botna við fyrripartana, sem ég birti, vegna þess að lesendur vilji spreyta sig á að yrkja sem dýrast. Og í samræmi við þetta sendir Margrét þessa fyrri- .parta: Núna sérðu, að víst ég verð verja gerðir minar. Þó að vetur gangi ígarð, grenji hret árúðum,. . . Gaman vœri að grínast við góða hagyrðinga. Þú sem ert að yrkja hér, aldrei vertu ragur. Þessir fyrripartar Margrétar ættu að nægja að sinni, og held ég að erfitt rgynist að botna a.m.k. suma þeirra. Ég hvet lesendur enn til þess að senda botna og ekki sízt vísur, sem glat- azt myndu ef þær væru ekki settar á prent. Skúli Ben. Utanáskriftiner: Helgarvísur Pósthólf 66 220 Hafnarf jörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.