Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Flösku- skeyti og penna- vinir Flöskuskeyti frá enskri skóla- telpu ávann henni vini austantjalds þegar drengur á fjörulalli í Lett- landi fann skeytiö, eftir því sem Tass-fréttastofan greinir frá. Drengurinn haföi skeytið meö sér í skólann og fékk enska textann þýddan yfir á móöurmál sitt en lét senda svar í venjulegum pósti. — Telpan, sem sendi skeytiö, hefur síðan eignast 30 pennavini í Sovét- ríkjunum. Fegurð- arsam- keppnin Feguröarsamkeppninni um titUinn ungfrú alheimur lýkur í London í kvöld og tippa veðmálastofur ábrasii- íska sjónvarpsþulu sem Uklegasta til sigurs úr hópi 72 stúlkna. Þessi keppni hefur á síöari árum boriö nokkum keim af mótmælum rauösokka en horfur eru á því í þetta skiptið aö rauösokkur veröi tU friös. Ekkert hneyksli hefur komið upp þótt fulltrúi Englands hafi verið sökuö um aö búa í leynd meö kærasta sínum og ungfrú Venezúela gagnrýnd fyrir að hafa gaman af nautaati. Eðalsteinn á uppboði Perlulaga blár demantur var sleginn á 11 mUljónir svissneskra franka á uppboði í Genf en kaupandinn er ónafngreindur aöili. Steinninn er 42,92 karöt og taUnn þriöji stærsti bládemanturinn sem til er. Var ekki búist viö aö hann seldist á meira en fjórar miUjónir franka. Kosningar r a Grenada Fjórir stjórnmálaflokkar og fjórir óháöir hafa lagt fram framboðsiista fyrir kosningamar sem boðaöar hafa verið á Grenada í næsta mánuöi. — Einn flokkanna er undir forystu sir Eric Gairy, fyrrum forsætisráöherra Grenada. Gairy er sjálfur ekki i framboði í þessum kosningum (3. desember), hvaö sem síðar verður. — Hann flæmd- ist úr landi 1979 þegar Maurice Bishop bylti stjóm hans en sneri aftur til eyjarinnar eftir innrás Bandaríkja- hers. Kosningar voru síöast á Grenada 1976 og vann þá flokkur Gairys níu af fimmtán þingsætum. Er honum enn spáð mestu fylgi. — SetuUð Bandaríkj- anna og annarra bandamannarikja í Karíbahafinu er enn á eyjunni. Konum í Nicaragua er kennd meðferð skotvopna til þess að geta varist innrás Bandaríkjamanna. Munum verjast til síð- asta manns gegn innrás — segir aðstoðarutanríkisráðherra Nicaragua Á fundi samtaka AmerOcuríkja fuUyrti Nicaragua aö Bandaríkin væru komin á fremsta hlunn meö aö ráöast inn í landið. „Viö viljum frið en munum heldur ekki beygja okkur fyrir Banda- ríkjunum heldur berjast tU síöasta manns,” sagöi Nora Astorga, aðstoöarutanríkisráöherra Nicgua, á fundinum. — Hún var áður meöal skæruliða sandinista í bar- áttunni gegn Somoza einræöisherra. Sagði hún aö endurkjör Reagans forseta í síöustu viku væri ógnun við Nicragua, Mið-Ameríku, Suöur- AmerUcu og allan heim. BandarUcjastjóm, sem ítrekaö ber af sér aUar ásakanir um innrásaráætl- anir, jafnar hergagnaflutningum Sovétmanna tU Nicaragua við und- anfara Kúbudeilunnar 1962. Osagt er látiö hvort hugsanlega veröi sett hafnbann á Nicaragua eins og Kúbu 1962. Nora Astorga sagði á OAS-fundinum í gær, að Bandaríkin héldu áfram að rjúfa bæöi loft- og landhelgi Nicaragua þótt alþjóöadómstóUinn í Haag heföi skipaö þeim aö láta af því. — Sakar hún BandarUcin jafnframt um aö spiUa fyrir friðarumleitunum Contadora- landanna með því aö knýja banda- menn sína í Costa Rica, Hondúras og E1 Salvador tU aö hafna uppástungun- um. LÆKNAR NOTAÐIR HL PYNDINGA Aö minnsta kosti 200 læknar, aðal- lega herlæknar, hafa látiö nota sig til pyndinga á pólitískum föngum í Um- guay þessi 11 ár sem herinn hefur verið við völd — eftir því sem formaður læknafélagsins í Uruguay heldur fram. Gregorio Marirena Aluzugaray læknir er þessa dagana staddur í heim- sókn í Danmörku þar sem hann reynir 1 Júgóslavíu bíða þeir og telja sig eiga ýmislegt vantalað við Artu- kovic. Bíður hjartveikur f ramsals Fjórir bílfarmar lögreglumanna komu til þess aö sækja mann á heimUi hans í Los Angeles í gær tU handtöku, vegna kröfu um aö honum verði vísað úr landi f yrir meinta stríðsglæpi. En Andrija Artukovic, orðinn 85 ára og hjartveikur, var ekki lUdegur tU þess aö veita mótspymu. Hann lá rúm- fastur þegar að var komið og var flutt- ur beint í steininn, þar sem hann liggur tengdur við hjartarita og undir læknis- eftirliti. Þegar þar hafði verið um hann búið voru lesin yfir honum ákæruatriöin en Artukovic er sagöur hafa verið innan- ríkisráðherra (og þar meö lögreglu- málaráöherra) Hitlers í Króatíu í her- námstíð nasista í Júgóslavíu. Er talið, að Artukovic hafi átt hlutdeild í drápi 770 þúsund manna. Það eru orðin 32 ár siðan dómsmála- ráðuneyti Bandaríkjanna reyndi fyrst til þess að fá Artukovic vísaö úr landi en hann heldur því sjálfur fram, að hann hafi verið andnasisti og hefur tek- ist að þæfa málið allan þennan tíma. En nú hafa Júgóslavar boriö nýjar ákærur upp á hendur honum, byggðar á vitnum, og eru eldri framsalskröfur áréttaöar. Því hefur Artukovic veriö úrskurðaður í gæsluvaröhald, þótt hann sýnist ekki Hldegir tl að geta hlaupið langt. — Ásakanir Júgóslava eru sagöar taka til einhverra verstu grimmdarverka er sögur fari af úr heimsstyrjöldinni. Hann er talinn vera hæst settur þeirra fyrrverandi nasista sem settust aöí Bandaríkjunumeftir stríöslok. að afia liösinnis lækna í baráttu gegn pyndingum. Segir hann aö læknasamtök heima- lands hans hafi vísað einum lækni úr samtökunum fyrir gróf siðareglubrot en hann hafði gefið út dánarvottorð um eitt fórnardýr pyndinganna og haldið því fram aö dánarorsökin væri hjarta- slag en engin merki væru um áverka. Frekari líkskoöun leiddi í ljós aö mann- eskjan haföi sætt barsmíö og drukkn- aö. Yfirvöld í Uruguay hafa ekkert viljað láta eftir sér hafa um það hvort pyndingar viögengjust í landinu. Um 700 pólitískir fangar eru þar í haldi um þessarmundir. Hugo Sacchi, læknir frá Uruguay, segist hafa sætt pyndingum í bæði skiptin sem hann var haföur í haldi (1975 og aftur 1979) en hann rak sjúkrahús þar sem fjöldi verkalýðs- foringja hefur veriö tíl meðferðar — Meðal annars var hann kaffærður, látinn hanga á höndunum tímunum saman (meö hendumar bundnar fyrir aftan bak) og eins var honum gefið raflost. Þessir tveir segja aö læknar séu not- aðir viö pyndingarnar til ráðuneytis um hvort fórnarlömbin þoli meira af svo góöu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.