Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 1
ísland vann Noreg íslenska drengjalands- liðið í handknattleik, skipað leikmönnum 18. ára og yngri, tekur nú þátt í opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Gautaborg þessa dagana. íslendingar lögðu Kuwaitmenn að velli í fyrstu umferð, 25-16. Ein- ar Sigurðsson var markahæstur í leiknum með 7 mörk. Seinna um daginn léku þeir gegn sterku hði Norðmanna og sigruðu; 16-15. íslendingar höfðu forystu í hálfleik, 11-7, og léku þennan leik mjög vel. Vel hvattir af rúmlega tvö þús- und áhorfendum sem fylltu íþróttahöllina í Partilla náðu ís- lensku strákamir að tryggja sér sigur á síðustu sekúndunum, 16-15. Magnús Sigurðsson var marka- hæstur í leiknum og skoraði 6 mörk. íslendingar leika á morgun gegn Kuwaitbúum. MMMH 1—1 • David Barnwell, golfkennari á Akureyrl, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi um helgina. Fyrir afrekið fékk hann þessa glæsilegu bifreið, að verðmæti rúmlega ein milljón króna. DV-mynd Gylfi Kristjánsson/Akureyri Jón Arnar varð að hætta keppni Gömul meiðsli í ökkla urðu þess valdandi að Jón Amar Magnússon, HSK, varð að hætta keppni á Norðurlandamótinu í tugþraut unglinga, sem lauk í Támby í Danmörku í gær. Jón Amar hafði ömgga forystu efdr fyrri dag keppninnar með 3928 stig. Ökklameiðslin tóku sig upp í stangarstökkinu í upphafi síðari keppnisdags í gær og hætti Jón Amar keppni, óneitanlega sár vonbrigði hjá þessum unga og efni- lega fijálsíþróttamanni. Arangur Jóns í einstökum grein- um var þessi: 100 m hlaup 11,0 sek, langstökk 7,04 m, kúluvarp 13,25 m, hástökk 1,95 m, 400 m hlaup 50,24 sek., 110 m grind 15,46 sek. og kringlukast 40,56 m. -JKS „Gömlu karlarnir" sýndu gamla takta - á „pollamótl" 30 ára og eldri á Akureyri Gyifi Kzispnaeon, DV, Akureyri: Þeir sýndu það sumir á „pollamóti“ Þórs og Sjallans á Akureyri um helgina aö þeir hafa engu gleymt „pollara- ir“ sem þar sýndu listir sínar en þeir vom 30 ára og eldri. Alls mættu 14 lið tU leiks og var hart harist á mörgum vigstöðvum áður en yfir lauk. Leikið var í þremur riðlum og uröu sigurvegarar í þeim KR, Breiðahlik og Akranes. Þessi Uð léku þvf um þrjú efstu sæti mótsins. Þá vann KR liö Breiðabliks 2-0, Skagamenn unnu Blik- ana 4-0 og þvl nægði þeim jafratefli í síðasta leiknum gegn KR. Skagamenn lögðu alla áherslu á vömina í þeim leik og svo fór að ekkert mark var skorað og Skagamenn urðu því „pollameistar- ar“ 1989. LandsUösmarkvorðurinn Árni Stefánsson, Tindastóli, var kjör- inn besti markvörður mótsins. Annar landsiiðsjaxl, EUert B. Schram, besti varaarmaðurinn, Bjami Hafþór Helgason var markahæsti maður mótsins og besti sóknarmaðurinn. „Persónu- leikar“ mótsins vom Uö BW sem stendur fyrir „Bjartar vonir vakna“ en þaö Uð kom úr Mývatnssveit. Vöktu Mývatnssveitar- pUtarair veröskuldaða athygli m.a. fyrir búninga sina sem voru í anda stríðsáranna! Mótið þótti takast mjög vel, aimenn ánægja var meöal keppenda og ekkert sem bendir tíl annars en mótið verði árlegur viöburður. Fékk Mitsubishi Colt fyrir holu í höggi! Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi: Enski golfkennarinn David BarnweU hjá Golf- klúbbi Akureyrar þarf ekki að fara um gang- andi þessa dagana. Hann gerði sér Htið fyrir um helgina og fór holu í höggi er Arctic Open golfmótið fór fram á Akureyri og fyrir það fékk hann Mitsubishi Colt GTI-16v bifreið, að verðmæti rúmlega miUjón króna. David náði þessu draumahöggi á 4. braut aðfaranótt laugardags. Hann notaði 6 jám, boltinn lenti á flötinni og hoppaði síðan beint í holuna. Um 60 keppendur vom í Arctic- mótinu, þar af um 20 útlendir. Um sigurinn án forgjafar börðust David og samkennari hans á Ak- ureyri, Pat SmiUie, og urðu þau að endingu jöfn á 152 höggum. Þau háðu bráðabanakeppni um 1. sæt- ið og þá sigraði Pat. í þriðja sæti varð Krislján Hjálmarsson, GA, á 155 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Eyj- ólfur Steinn Ágústsson, GA, á 137 höggum, Þórarinn B. Jónsson, GA, varð annar á 139 höggum og þeir Haraldur Júlíusson og Símon Magnússon, báðir úr GA, vom næstir á 140 höggum nettó. Örn Valdimars að braggast Góðar horfur eru á aö sóknarmað- urinn skæði úr Fylki, Öm Valdi- marsson, geti leikið með Uði sínu mestaUa síðari umferð 1. deUdarinn- ar - en útíit var fyrir aö hann gætí ekki verið meira með á þessu keppn- istímabiU. Öm meiddist Ula í leik gegn ÍA snemma í júní og óttast var að hann væri fótbrotinn. I ljós kom að einung- is var um sprungu að ræða og Öm er byrjaður að æfa á nýjan leik. Fylk- ismenn era bjartsýnir á að geta farið að nota hann seinni partinn í júh. -VS_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.