Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 3. j'ÚLÍ 1989. '11 Iþróttir Laugardalsá, Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal: Þrír risar - þrír 20 pundarar veiddust um helgina „Laxinn var 20 pund og tók maðkinn í Berghyl, hann var grá- lúsugur og þetta var skemmtileg viðureign," sagði Magnús Jónas- son við Laugardalsá. „Við veiddum 25 laxa og þeir voru vænir, meðal- þyngdin var 14 pund, flestir tóku maðk en tveir fengust á flugu. Lax- amir voru grálúsugir og veiddust neðst í ánni, 60 laxar hafa veiðst samtals," sagði Magnús í lokin. „Þetta er ailt að koma og það veiddist vel meðan ég stóð við hjá Æðarfossum, 7. laxar á stuttum tíma,“ sagði okkar maður á bökk- um Laxár í Aðaldal um helgina. „Það var mikið af fiski að ganga í ána og einn af þessum löxum, sem veiddust, var 20 pund. Anna Lilja' Stefánsdóttir veiddi fiskinn. Á land eru komnir úr Laxá 160 laxar og þetta er allt að koma,“ sagði okkar maður ennfremur. „Það var gaman að þessu og iax- inn veiddi ég í Efri-Kistu, hann var 20 pund,“ sagði Guðjón Hannesson, en hann veiddi 20 punda lax í Laxá í Dölum’ „Á land eru komnir 53 laxar og laxinn er að koma,“ sagði Guðjón. Það var fjör víða í veiðinni og þrír 20 punda vitna um það. Staðan í nokkrum ám í gærdag: • Guðjón Hannesson með 20 punda laxinn úr Efri-Kistu í Laxá í Döium Grimsá 165, Langá 15, Selá 7 og en þrir 20 punda veiddust um helgina í þrem veiðiám. Þverá/Kjarrá 200. G.Bender DV-mynd G. Bender Laxá í Kjós: Nálgast 300 laxa „Það er ekki mikið af laxi í ánni og fiskarnir taka grannt, þeir sem gefa sig,“ sagði Gunnar Gunnars- son við Laxá í Kjós á laugardaginn en hann var við veiðar í Öldunni í Höklunum með bróður sínum, Magnúsi. Skömmu seinna fengu þeir bræður einn 4,5 punda lax í Óldunni og nokkru neðar renndu Ámi Baldursson og Sveinn Ingi- bergsson en veiddu ekkert. Arni- og Sveinn höfðu um morguninn fengið níu laxa á svæði eitt. „Það er einn og einn lax héma,“ sagði Snæbjörn Kristjánsson og óð í Hol- una. Skömmu seinna var einn níu punda kominn á, grálúsugur. Laxá í Kjós er komin í 288 laxa og tveir sautján punda em þeir stærstu. Reytingur er af laxi í ánni. „Veiðin gengur rólega og við höf- um aðeins fengið einn,“ sagði Aðal- steinn Péto'sson í Veiðivon en hann veiddi við fjórða mann í Leir- vogsá á laugardaginn. „Á land em komnir þrettán laxar og eitthvaö af urriðum. Það em fáir laxar í ánni,“ sagði Aðalsteinn ennfremur. „Þaö hafa veiðst þrír laxar á borgarstjóradaginn og laxamir em hundrað á þessari stundu," sagði Magnús Sigurðsson, veiðivörður í Elliðaánum, á laugardaginn og óð út í Breiðuna með maðkinn og reimdi, en enginn vildi laxinn híta á. í Fossinum var Davíð Oddsson borgarstjóri brúnaþungur og renndi maðki en laxinn vildi ekki taka. Egill Skúli Ingibergsson reyndi fluguna en fiskurinn vildi ekki taka heldur. „Laxinn er ótrú- lega tregur þó að töluvert hafi gengið í ána,“ sagði Magnús veiði- vörður að lokum. Elliðaámar hafa gefið 118 laxa. -G.Bender • Það var reynt i Elliðaánum á laugardaginn og hér sést Davíð Odds- son borgarstjóri með þeim þremur sem voru á undan honum í starfinu, Geir Hallgrimsson, Egill Skúli Ingibergsson og Birgir ísleifur Gunnars- son rétt áöur en haldið var til veiða. DV-mynd Magnús • Þeir voru hressir við Laxfossinn í Laxá í Kjós á laugardaginn Arin- björn Guðbjörnsson og Ólafur Sig- urðsson með þennan 5 punda lax. DV-mynd G. Bender REYKJMJÍKURBORG Jlautevi Stödíci Staða hafnarstjóra Reykjavíkurhafnar er auglýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá og með 1. ágúst 1989. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er umsókn- arfrestur til 14. júlí nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. júní 1989 Davíð Oddsson FAXAFEN 9 Til leigu skrifstofu-, verslunar- og geymsluhúsnæði Verslunarhúsnæði á jarðhæð er 240 m2, sem má skipta í tvær einingar ef vill. Efri hæð er 240 m2 ásamt 72 m2 galleríi á 3. hæð. Kjallari er 613 m2 með 4ra metra lofthæð. Alls konar skipting innbyrðis er möguleg. Upplýsingar gefur Benedikt Jónsson í heimasíma 32190 á kvöldin og um helgar eða í vinnusíma 27022 á skrifstofutíma. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtal- ið starfsfólk á heilsugæslustöðvar í Reykjavík sem hér segir: Við heilsugæslustöðina í Fossvogi - sjúkraliða í 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 696780. Við heilsugæslustöðina Breiðholti III - Asparfelli 12 - sjúkraliða í 50% starf til sumarafleysinga. Upplýs- ingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100. Umsóknum skal skila til skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 6. júlí 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.