Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Meiming Loftkastalar, áföll og angist í árdaga hins íslenska efnahagsundurs, þegar innflutningur og framkvæmdir byggö- ust á náðarleyfum möppudýranna, skömmu eftir vígslu Þjóðleikhússins, á meðan Hall- grímskirkja var ennþá tjarlægur draumur og Kringlan ekki einu sinni möguleg þá lét arkitekt nokkur sig dreyma um að reisa Vöruhús Reykjavíkur á Vitatorgi, verslun handa nútímanum með öllu undir einu þaki og rúllustigum á miili hæða. Þessi arkitekt var Sigurbjörn Helgason og hann reisti þetta hús í nýjustu skáldsögu Ólafs Gunnarsson- ar, Tröflakirkju. Margradda saga Tröllakirkja er fjölskyldusaga manns sem fær besta vin sinn til að taka þátt í fjárglæfra- spili svo hann geti fært samborgurum sínum nútímaverslunarhætti og reist sjálfum sér minnismerki. Eigið fé á hann ekki, frekar en aðrir athafnamenn hér á landi, en er óspar á hugmyndir til að eyða fé annarra og verður bæði reiður og sár þegar menn sjá tormerki á veðsetningu eigna sinna til að framkvæm- dagleðin geti haft sinn gang. Inn í þessa framfaradrauma fléttast örlög barna og kvenna svo að úr verður margradda verk sem lesendinn er ekki alltaf viss um að til- heyri sömu sögu — en gerir það nú samt eins og vöruhúsið sem er undir einu þaki með sínar ósamstæðu verslanir. Lengst er þó gengið í íjölbreytninni þegar sagan bregð- ur sér í gervi dagbókar- og bréfaskáldsögu nokkra hríð en heldur síðan áfram á hefð- bundnari brautum eins og ekkert hafi í skor- Olafur Gunnarsson. ist. Stóratburðir hlaðast upp, sálarangist manna magnast og þeir grípa til örþrifaráða sem eru þess eðlis að ritdómari má ekki eyða dálkum sínum í endursögn þeirra en verður þess í stað að tala undir rós og velta fyrir sér merkingu, styrk og veikleikum bókarinnar án beinna tilvísana. Tröllakirkja er mikil mannlífsstúdía og tekst rpjög vel upp í heil- steyptri lýsingu Sigurbjamar, draumum hans, veikleikum og sjúkleika sem við sjáum þó varla nema á viðbrögðum annarra. Sjón- arhorn okkar sveiflast frá honum til aðstand- enda þannig að við erum ýmist „með eða á móti“ og getum jafnvel stundum talið mann- inn vera í lagi! Við sjáum hvemig margir þættir koma til og hrekja Sigurbjörn út á ystu nöf, ekki bara íjármál heldur tilfinn- ingakreppa og áfóll sem spila saman í niður- broti mannsins. Raunveruleiki eða skáldskapur? Við fáum sterka tilfmningu fyrir persón- um, aðstæðum og stemningu en fjölbreyti- leikinn veldur því jafnframt að stundum er eins og maður sé staddur úti í lífinu sjálfu en ekki í skáldriti þar sem „á að vera“ búið að fella alla þræði að heildarhugsun verks- ins. Maður spyr hvaða hlutverki knatt- Bókmenntir Gísli Sigurðsson spyrnusnilli eins sonarins gegni, eða sendla- störf þess yngri. Að vísu má segja að hvort tveggja eigi þátt í að byggja upp trúverðuga mannlífsmynd en hlutverkið liggur ekki í augum uppi fyrir „hænuhaus lesandans". Meiri heilabrotum veldur af hveriu ríki frændinn og vinurinn, sem á fasteignir í Reykjavík sem Sigurbjöm seilist í til veð- setningar fyrir sinn íslenska draum, býr með ungri konu í ryðguðu og niðurníddu bám- jámshúsi á Eyrarbakka og bíður eftir að fá vinnu við trésmíðar. Af hveiju er ekki þessi maður að njóta auðæfanna í borginni og drífa upp hið Nýja ísland með handverki sínu? Sumt af þessu er svo undarlegt að manni dettur í hug að höfundur hafi raunveruleg dæmi um aðstæður af þessu tagi. Stundum hefur þetta þau áhrif að lesandinn hugsar hvað breytingar hafi í raun verið litlar frá tíma sögunnar, ólíkt mörgum sögum sem gerast ekki í nútíðinni og tönnlast á furðum fortíðarinnar til að undirstrika ytri tíma sinn. Maður veröur t.d. að trúa því að það gangi án stórskandala að leggja skyndikonu í sæng hjá sér í foreldrahúsum upp úr 1950 og senda hana hálfbera niður í eldhús eftir vatni þar sem hún rabbar viö húsbóndann og dinglar framan í hann brjóstunum! Eins má spyria sig hvort sagan sé ekki ofhlaðin að blanda saman loftköstulum Sigurbjarnar við kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, áhrif þess á einstaklinga og fjölskyldulíf, og vanmátt refsinga í réttarríkinu til að bægja slíkum ófögnuði frá þegnunum. Tröllakirkja er einlæg bók, skemmtileg og spennandi. Hún lýsir jafnframt angist aðal- persónu sinnar og sívaxandi geðbilun á afar nærfærinn hátt þó að framan af sé hann bara venjulegur óreiðupési sem drekkur frá sér vitið: hugsar hátt í vímunni en kemur Mtlu í verk þegar af honum rennur. Persónu- sköpun Sigurbjarnar hlýtur að teljast helsta afrek bókarinnar sem er látin gerast fyrir um 40 árum en gæti eins átt við okkar daga og þau siöblindu athafnaskáld sem gera okk- ur lífið leitt með stórhug og gjaldþrotum allra í kringum sig. Ólafur Gunnarsson Tröllakirkja (skáldsaga, 279 bls.) Forlagiö 1992 flþAltematorar Sfartarar Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. WMHP Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. Minnisvarðar frjósemisdýrkunar - Jean-Jacques Lebel á Kjarvalsstöðum G SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91- 81 47 88 Á sjötta og sjöunda áratugnum varð endurvakning súrrealískra hugsjóna í Frakklandi til þess að fram á sjónarsviðið komu margir þúsundþjalasmiðir á sviði listanna, t.d. undir merkjum fluxus, og gerðu í því að ögra grónum gildum. íslend- ingurinn Erró tók þátt í þessum umbrotum en einn kunningi hans gekk þó sýnu lengra í að reyna á þanþol hinnar listrænu umgjarðar. Sá var Jean-Jacques Lebel er sýnir nú verk sín á Kjarvalsstöðum. Þar er mestmegnis um að ræða verk frá hinum gróskumikla tíma í kringum Aukablað BOKATIÐINDI Á morgun, miðvikudag, fylgir DV 24 síðna aukablað með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir þessi jól. Bókatíðindi - 24 síður - - á morgun - Jean-Jacques Lebel. Myndlist Olafur Engilbertsson 1960. Á þessum árum tók J.J. Lebel þátt í og skipulagði fyrstu happen- inguppákomurnar í París þar sem öllu ægöi saman; hljóðljóðum, klippi- myndum og málverki. Róttækar póli- tískar skoðanir voru óhjákvæmileg- ur þáttur í lífsviðhorfum Lebels, líkt og svo margra sem sóttu innblástur til súrrealismans. Svo fór að Lebel lagði um tíma að mestu niður ein- staklingsbundið framapot á vett- vangi listanna og helgaði sig sjálfs- uppbyggingu að hætti súrrealista næstu tvo áratugina. En það má ekki skilja sem svo að listamaöurinn hafi snúið baki við umheiminum þennan tíma; þvert á móti er afhjúpun tví- skinnungs í nútímanum enn fyrir- ferðarmeiri í nýrri verkum hans en þeim eldri og háðið jafnframt beitt- ara. Gerningaleysi og alþýðleg efnisfátækt Sýningu þessari mun einkum ætl- að að gefa innsýn í listferil Lebels og jafnframt að bregða nokkru ljósi á hræringamar í frönsku listalífi í kringum 1960. í útfærslu þeirra út- gangspunkta er nokkrar brotalamir að fmna. Til að mynda er engin myndbönd, bækur, hljóðverk eða ljósmyndaraðir að finna á sýning- unni er undirstrikað gætu þátt gern- ingsins í fyrrnefndum hræringum og jafnframt í list Lebels á sjötta og sjö- unda áratugnum. Það eina sem gefur til kynna virkni hans á þeim vett- vangi eru nokkur veggspjöld sem hanga í miðrýminu. Ennfremur eru of fá verk Lebels á sýningunni frá síðustu tveimur áratugum til að hér geti verið um marktæka yfirlitssýn- ingu að ræða. Þó er sýning þessi í heild sinni heildstæð og þau tvö verk sem þar er að finnafrá síðustu árum eru í hugmyndalegu samræmi við önnur verk á sýningunni. Það er hinn erótíski undirtónn hversdags- ins sem vakir fyrir Lebel að leiða fram. Verk hans eru alþýðleg og tengjast hugmyndinni um „arte po- vera“ eða efnisfátæka list þar sem notast er við þaö sem hendi er næst. Helgisiðir, erótík og minnisvarðar Það er einnig að finna vissa tignun eða helgisiðatilhneigingu í verkum Lebels; mörg verka hans minna á altari eða minnisvarða. Verkið Radio Mono, sem tileinkað er Antonin Ar- taud, inniheldur til að mynda haus- kúpu langafa listamannsins og er það fyllilega í samræmi við hugmyndir Artauds. Mr. America: Bomb! er einnig vel heppnaður minnisvarði um hina dulbúnu frjósemisdýrkun nútímans í hernaði og kirkjubygg- ingum. Mesta athygh á sýningunni hefur þó ugglaust vakið „trúarlyfta" í líki skíðasleða sem kallast Upp? Niður? Þar er um að ræða beinustu tenginguna við gerningaþáttinn í list Lebels. Nýrri verkin eru þó tvimæla- laust þau best heppnuðu á sýning- unni og þá sérstaklega Cosmic Gremb sem blasir við þegar gengið er inn eftir miðrými í átt að austur- sal. Þar sameinast í einu verki hin súrrealíska erótík óáþreifanlegs nú- tíma og helgisiðir listamanns sem reynir af fremsta megni að halda í vitundarfrelsi sitt. Sýningunni á verkum Lebels lýkur sunnudaginn 13. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.