Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Úúönd Bretarvigaþjóð- aratkvæðium Maastricht Þrír aí'hverjum íjórum Bretum vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldiu um Maastricht- samningmn um samruna Evrópu- bandalagsríkjanna áður en þingið staðfestir hann, samkvæmt könn- un sem birt var í gær. Skoðanakönnunin, sem gerð var af Gallup, leiddi einnig í ljós að 58 prósent Breta vilja að land þeirra verði áfram ínnan Evrópu- bandalagsins en 28 prósent eru þvi andvíg. .tohn Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að Maa- stricht-samningurinn verði ekki staðfestur fyrr en á næsta ári. Aöeins 28 prósent aðspurðra sögðu að staöfesta ætti samning- inn en 34 sögðu að ekki ætti að gera það. Norðmenn ætla aðveiðamörg hundruð hrefnur Norsk stjórnvöld ætla að heim- ila veiði á nokkur hundruð hrefh- mn á næsta ári þegar hvalveiðar í ábataskyni verða teknar upp aö nýju. Jan Henry Olsen, sjávarútvegs- ráöherra Noregs, tilkynnti þetta á ráðstefnu hvalveiðimanna Í Norðúr-Noregi á fóstudag. Hann neitaðiað gefaupp nánari tölur. Áætlanh- Norðnumna um hval- veiðar í ágóðaskyni eru í and- stöðu við hvalveiðibann Alþjóða hvalveiöiráösíns frá 1985 og hafa umhverfissinnar harðlega for- dæmt þær. Norðmenn halda þvi fram að hrefnustofninn í norðaustur- hluta Atlantshafeins sé orðinn 90 þúsund dýr og hann þoli vel aö úr honura verði veitt. Fékkopinberan styrktilreið- hjólakaupa Bæjaryfirvöldum í Lundi í Sví- þjóð uröu á mistök þegar þau neituðu fjölskyldu þar um þrjú þúsund sænskra króna aukabæt- ur til að kaupa reiðhjól handa ellefú ára dreng i íjölskyidunni. Þetta er niðurstaða sænsks dómstóls. Þegar foreldrar drengsins sóttu um styrkinn synjaði félagsmála- stofnun þeim um hann og sagði að þeir ættu að leggja eitthvað til hliðar af bamabótunum. Foreldr- arnir kæru til undirrétiar sem komst að sömu niðurstöðu og fé- lagsmálastofnun. Ekki vildu foreldrarnir una þessu og áfrýjuðu til yfirréttar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri réttmæt krafa að eiga reiöhjól og aö drengurinn ætti yfir höfði sér stríöni mikla ef hann ætti ekki hjól. FrakkifékkVan Goghfyrirslikk Franskur kaupsýslumaður fékk eitt þekktasta málverk Van Goghs, Le Jardin a Auvers, fyrir slikk á uppboði á sunnudag. Mað- urinn greiddi litlar 63 milljónir króna fyrir. Van Gogh málaði myndina skömmu fýrir andlát sitt og hefúr hún verið úrskurðuð sem þjóðar- gersemi í Frakklandi. Þess vegna má hún ekki fara úr landi. Sérfræðingar segja að japansk- ir eða bandarískir kaurændur heíðu greitt allt aö fimm sinnum hærra verð ef þeir hefðu fengiö að vera með. Önnur Van Gogh rnynd setti met þegar hún fór á tæpan hálfan milljarö fyrir tveimur ámm. Iíeuter og TT Hagfræðingar sjá fram á erfiðari tíma í Sviss eftir að EES var hafnað: Minni útflutningur og lægri hagvöxtur Svisslendingar horfa fram á sam- drátt í útflutningi, minnkandi fjár- festingar og lægri hagvöxt í kjölfar þess að kjósendur höfnuðu nánari samskiptum við önnur Evrópulönd. Stjómvöld verða nú aö grípa í taum- ana og hrinda efnahagsumbótum í framkvæmd til að draga úr skaðan- um. „Sigur andstæðinga EES mun hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og við þurfum á umbótum að halda, eink- um á sviði samkeppnislöggjafarinn- ar,“ sagði Peter Buomberger, yfir- hagfræðingur Unionbankans. Svissneskir kjósendur höfnuðu samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, EES, í þjóðaratkvæða- greiðslu á sunnudag. Efnahagssvæö- ið miðaði að því að sameina sjö lönd fríverslunarsamtakanna EFTA, þar á meðal Sviss, og tólf lönd Evrópu- bandalagsins í eitt risastórt mark- aðssvæði. Stjómarflokkarnir og forráða- menn banka og iðnrekenda, sem höfðu allir hvatt til samþykktar samningsins, lýstu yfir vonbrigðum sínum með úrshtin. Þeir em sammála hagfræðingum um þörfina á umbótum, m.a. breyt- ingum á fjármála- og vinnumörkuð- um og að virðisaukaskattur verði tekinn upp. „Með því að hafna EES er Sviss ekki eins eftirsóknarverður staður fyrir íjármagnseigendur og því eru svissnesk störf í hættu,“ sagði AIois Bischofberger, hagfræðingur við Barbara Bush forsetafrú hefur skreytt jólatréð í Hvíta húsinu í seinast sinn. Hún flytur út eftir áramótin meö Ge- orge manni sinum. Tréð er aö vanda haft í Bláa herberginu og þaö prýða 88 englar og aðrar jólaverur. Að þessu sinni er tré Hvita hússins helgað gæsku og gjöfum og veitir ekki af i höröum heimi. símamynd Reuter Helstu leiötogar hindúa á Indlandi handteknir 1 morgun: Stjórnin riðar til falls sökuð um sinnuleysi hana við jörðu. Það gekk loks eftir um helgina og hafa í kjölfarið fylgt verstu trúaróeirðir í landinu um langt skeið. Vitað er að 220 menn hafa fallið. Ekki er útilokað að mál þetta verði stjórn Narasimha Rao að falli. Mikil læti voru í neðri deild þingsins í gær og kröfðust menn afsagnar forsætis- ráðherrans. Slíta varð fundi meðan reynt var að róa þá æstustu. Almennur ótti er við að trúar- bragðastríð brjótist út á Indlandi og að átökin geti orðið að milliríkjadeil- um því stjómir bæði Pakistans og Bangladesh styðja íslamska trú- bræður sína á Indlandi gegn hindú- um. Reuter Indverska lögreglan var í morgun send til að handtaka alla helstu leið- toga hindúa og áhrifamenn á þeirra bandi. Meðal hinna handteknu er Lal Krishan Advani, leiötogi Janata- bandalagsins, sem er í stjórnarand- stöðu. í yfirlýsingu frá indversku stjóm- inni í morgun sagöi aö ætlunin væri að refsa þeim sem stóðu að baki nið- urrifi á einni helgustu mosku íslama í Ayodhya á Indlandi. Því er almennt trúað að árásin á moskuna hafi verið þrautskipulögð og að stjórnarand- stæðingar hafi þar átt nokkum hlut að máli. Stjómin hefur sætt ámæli fyrir aö lát ekki gæta moskunnar en hindúar hafa um árabil haft hug á aö jafna Miklll hiti er í mönnum á Indlandi og vilja hindúar að sýna islömum fyllstu hörku. Simamynd Reuter bankann Crédit Suisse. Útflutningur mundi dragast saman þar sem erfiöara mundi verða fyrir svissnesk fyrirtæki að fá aðgang að Evrópumörkuðum en þangað fara 65 prósent útflutningsins nú. Þá sagði Bischofberger að fyrirtæki mundu hætta við fjárfestingar og atvinnuleysi kynni að ná fimm pró- sentum um mitt næsta ár. Það er nú 3,9 prósent. Reuter Fékktvomillj- aröaeftirfimm- tíuárabið Rúmeski timburkaupmaðurinn Stefan Buculei varð á dögunum miljarðamæringur eftir að hafa beiö í rúma hálfa öld eftir greiðslu frá bandarískum við- skiptavini sinum. Stefan sendi timbur vestur um haf árið 1940 en fékk aldrei borgað vegna þess aö Rúmenar helltu sér í striðið við Þjóðverja áður en greiöslan barst. Bandariski kaupandinn var hins vegar ekki búinn að gleyma skuldinni og sendi hana nú, 52 árum síðar, uppfærða til verðlags í dag. Stefan fékk þarna övænt jafnvirði tveggja milljaröa ís- lenskra króna. Hubert Patrick O’Connor geng- ur úr réttarsalnum. Símamynd Reuter Biskup sýknað- urafákæru um nauðgun Dómari í Vancouver í Kanada hefur sýknaö Hubert Patrick O’Connor hiskup af ákæru um nauðgun. Biskupinn er æðsti yf- irmaður kaþólskra í Kanada sem sætt hefur opinberri ákæru. Hann var sakaöur um að hafa nauðgað tvcimur indíánakonum og að hafa áreitt tvær aörar. Dómarinn ákvað að sýkna bisk- upitih vegna þess að nægar sann- anir skorti í málinu. Oghvaðálandið aðheita? Tékkar eru ekki vissir um hvað land þeirra á að heita éftír aö formleg sambandsslit verða við Slóvakíu um áramótin. Sumir vilja að það heiti Tékkía en íbúar Mæris, sem verða með í nýja rík- inu, eru ekki sáttir við sinn hlut og vUja að landið heiti Tékk- mæri. Það finnst Tékkum stirt liafn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.