Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. maí 1967 - 48. árg. 122. tbl. - VERÐ 7 KR. ísraelskir hermenn við landamærin. veg fyrir stríö? NEW YORK, 24. maí . (NTB-Reu- ter) — Arthur Goldberg, aðalfull- trúi Bandaríkjanna hjá SÞ, skýrði frá því á frnidi Öryggisráðsins í kvöld, að Bandaríkin væru fús til samvinnu við Bretland, Frakkland og Sovétríkin í þeim tilgangi að leysa deiluna fyrir botni Miðjarð- arhafs og varðveita friðinn. Þessi yfirlýsins Goldbergs er talin svar vi0 þeim ummælum de Gaulles forseta, að fjórveldin ættu aS leggjast á eitt u» að leysa deil- una. Á fyrri fundi ráðsins í dag mót- mælt'i Nikolai Fedorenko, aðal- um flýti. Hann taldi að annarleg sjónarmið lægju á bak við. Full- trúar nokkurra Asíu- og Afríku- ríkja studdu hann og Frakkar að nokkru leyti. Seint l kvöld krafðist Fedor- enko þess að Bandaríkjamenn og Bretar flyttu flotadeildir sinar frá Miðjarðarhafi, þar sem dvöl þeirra þar væri meginorsök spennunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Danir og KanaUamenn áttu 'frumkvæði að því að boðað var til fundarins. Auk þeirra eiga Argen- tína, Brasilía, Búlgaría, Eþíópía, Frakkland,' Indland, Formósu- fulltrúi Rússa þvi, að ráðið skyldi | stjórn, Nígería, Sovétríkin, Bret- hafa verið kvatt saman í svo mikl-1 land og Bandaríkin fulltrúa í Danmerkurferð fyrir 4700 kr. Nú eru síðustu forvöð að tilkynna þátttöku í ferð Alþýðu- flokksfélags Keykjavíkur til Danmerkur dagana 18. júli til 1. ágúst næstkomandi. Öllum er heimil þátttaka. Þeir sem áhuga hafa á þessu ódýra ferðalagl, vinsamlegast hringi í skrifstofu Alþýfiuflokksins, símar 1-50-20 og 1-67-24, eigi síðar en 1. júní næstkomandi. ráðinu. ísrael og Egyptaland hafa rétt til að fylgjast með umræðum í ráðinu, en fulltrúar þeirra hafa ekki atkvæðisrétt. Rússneski fulltrúinn sagði, að viss vestræn ríki hefðu blásið upp það, sem væri að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs, og það væri engin tilviljun, a tvö NATO-ríki, Kanada og Danmörk, sem bæði væru langt frá botni. Miðjarðar- hafs, hefðu átt frumkvæðið að fundinum. Fedorenko sagði, að enginn deiluaðila hefði farið fram á að ráðið héldi fund um málið, og gaf í skyn að það sem byggi ét bak við væri dulin ósk um afskipti af málefnum annarra fremur en einlæg ósk um að varðveita frið og öryggi fyrir botni Miðjarðar- hafs. □ Skiptar skoðanir Kanadíski fulltrúinn, George Ignatieff, vísaði aðdróttunum Fe- dorenkos á bug og kvaðst telja að mikílvægasti skerfurinn er ráðið gæti lagt af mör.kum til varð- veizlu friðarins fyrir botni Mið- jarðarhafs væri að styðja friðartil- raunir U Thants. Ráðið mundi bregðast skyldu sinni ef það fjall- aði ekki um hið alvarlega ástand, sagði Ignatieff, en Fedorenko Framhald á 14. síðu. KAIRÖ, 24. maí (NTB-Reuter). U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hóf í dag viðræður sínar við Nasser, forseta Arabíska sambandslýðveldisins, samtímis þvi sem Bandaríkjastjórn tilkynnti egypzku stjórninni samkvæmt áreiðan- legum heimildiun, að hún liti á lokun Akabaflóa sem styrjaldar- aögerð og mundi beita öllum tiltækum ráðum, bæði á vettvangi SÞ og utan þeirra, til þess að berjast gegn lokuninni. f WíiWo''" Frá þessu var skýrt eftir að hið áreiðanlega blað „A1 Ahram“ Iiafðj skýrt frá, að Eygyptar hefðu lagt tundurduflum í mynni Akaba flóa, bannað siglingar olíuskipa um flóann og komið upp eftirlits- stöðum til að fylgjast með því að hergögn eða vörur yrðu ekki flutt ar til ísraelsku hafnarinnar Ei- lath við flóann. Heimildirnar sögðu, að Bandaríkjamenn útilok uðu ekki valdabeitingu, ef önnur ráð dygðu ekki. Samtímis tilkynnti Mekkaút- varpið, að Feisal konungur hefði fyrirskipað almennt herútboð í Saudi-Arabíu, og í Jórdaníu hef- ur allt varalið hersins verið kall að út. í kvöld bárust þær fréttir að Saudi-Arabíuhermenn hefðu haldið inn í Jórdaníu, en Jórdan íustjóm hefur heimilað stjórnum Saudi-Arabíu og íraks að senda hersveitir inn yfir landamærin. í Túnisborg var sagt, að Túnisstjórn styddi Arabalöndin í einu og öllu ef til styrjaldar kæmi, en stjórnin telur að hér sjónarspa að ekki alvái'a. sé um etórkostlegt ræða og Nasser sé •J§ □ Verður valdi beitt. í London sagði talsiöaður brezka varnarmiálaráðuneytisins, að brezk herskip, sem væm á Mið jarðarhafi á leið til Bretlánds, hefðu fengið skipun um að halda sig á Miðjarðarhafi. Bretar hafa tvær freigátur, spx tundurdufla- slæðara, einn kafbát og flugvéla skipið „Vietorious" á Miðjarðar- hafi. Fréttaritari Reuters í Washing- ton segir að fulltrúar stórveld- anna, sem hafa ræðzt við í Wash- ington, aðalstöðvum SÞ í New York og víðar í dag, hafi fyrst og fremst áhuga á eftirtöldum atrið- um: □ 1. Að senda gæzlusveitir SÞ aftur að landamærum Egypta- lands og ísraets. Framhald á 14. slðu Þetta kort birtist í spegilmynd í blaðinn í gær, en það sýnir legu fs-\ raelsríkis milli Arabalandanna. Örin bendir á mynni Akabaflóa, sem Egyptar hafa nú lokað með tundurtuflum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.