Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.05.1967, Blaðsíða 16
s Tjöruþefur fyllir vit þeirra, er ferðast um miðbæinn þessa dag- ana. Gulir valtarar og rauðgul skilti lögreglunnar beina umferð- inni inn á ákveðnar brautir. Tígu- legt yfirbragð svartklæddra lögga við lilið rennilegra reiðskjóta sannfærir alla um, að vel sé á verðinum vakað í umferðarmálum borgarinnar. Hinar löngu keðjur ökutækja, sem skreiðast upp Hverfisgötu eða inn efri hluta Laugavegs, bera þessu glöggt vitni. Mikið tilstand hefur verið þessa dagana hjá' gatnadeild borgaiúnn- ar. Enda tæpast undur, þegar þess er gætt, að fyrir síðustu helgi var meira að segja ófært niður Lauga- veg á mersididbensbílum fína fólksins, jafnvel æðstu menn gatna deildarinnar hafa þurft að leggja lykkju á leið sína til að komast niður í kvosina. Ekki verður dregið í efa, að hið nýja asfaltlag á Laugavegi og Bankastræti verður talið til mikilla bóta. Ef til vill dugar það, unz næsta slökkviliðsstöð eða hlið stæð stofnun verður vígð næst þeg ar viðeigandi tækifæri gefst. Má jafnvel við því búast, að um ,svip- að leyti og slíkt tækifæri gefst, verði þess ekki lengur þörf að brúka fíleflda lögreglumenn til að stjórna grænum og rauðum Ijósum á lielztu traffíktorgum borgarinnar. Þó skal engu hér um spáð. Síðan sumarið kom og blessuð sólin tók að skína á réttláta sem rangláta, er sem borgin hafi feng- ið nýjan svip, einkum á þetta við um miðbæinn. Ekki er þó svo að skilja, að nein breyting hafi átt' sér stað á þessum borgarhluta, heldur hitt að fólkið hefur fengið ný andlit í kaupbæti með sólgler- augunum. Litir tízkunnar skýrast sömuleiðis að því er virðist með sólríkjunni. Stúlkurnar á götunni verða bjartari yfirlitum, ef til vill eilítið fallegri en í hörkunum fyrr í sumar. Strákarnir, sem luku prófi í gær eða fyrradag og enn eru ekki farn ir í sveitina, reyna að innvinna sér nokkrar krónur með blaðsölu á strætum, og hornum. Blaðasala virðist ekki ýkja erfitt starf, en ef betur er að gáð, kemur í ljós, að strákagreyin eru háðir lögmál- um þess, sem við í daglegu tali köllum bisness, ekki síður en aðrir smákaupmenn. Hinir stóru ráða yfir þeim smáu. Hlutskiptl þeirra smáu í blaðasalastéttinni er kann- ski ekki eins gott og ætla mætti. Á horni Ausurstrætis og Póst- hússtrætis hefur konungur reyk- vískra blaðasala aðalstöðvar sín- ar. Þar vill hann ríkja í friði fyrir FURÐUSKEPNAN Skepna ein mikil hefur fundizt í fjöru fyrir land ofan og norðan, en ekki ber sögunum saman um útlit hennar, samkvæmt fréttanna orðan. Sýnt þykir þó, að skepnan sé steindauð og stirðnuð á ströndinni og þurfi ekki meira, því sagt er, að smávegis sitthvað á hana vanti, svo sem hausinn og fleira. T- Og þess vegna er erfitt ættarmótið að þekkja, en allvel ku halinn gerður. Annars mun skepnan ólík flestum þar nyrðra, að því er séð verður. . JF smælingjum, sem reyna að smygla sér inn á yfirráðasvæði konungs. Þegar manni verður gengið um Austurstræti, getur að heyra upp- hrópanir, sem oft komast' ekki réttar til skila, jafnvel þó eftir sé hlustað. Mér heyrðist nú fyrir nokkru hrópað á sama horni: Lög- réttustormur, stórslys, nýjustu fréttir. Nokkru austar í Austur- stræti gullu við fíngerðari raddir hinna smærri í blaðasölustéttinni. Bísness er bísness. Svipbreyting Reykjavíþurborg- ar er að mestu háð veðri, tízku og fegurð stúlknanna eins og áður getur. En því miður er einnig ljóst, að aðeins lítill hluti borgar- innar tekur einhverri jákvæðri breytingu með sól, litum tízkunn- ar og fegurð stúlknanna. Miðbær- inn nýtur í þessum efnum sérrétt- inda. Ártúnsbrekkan, aðallilið höfuð- borgarinnar, ber þess glöggt vitni. að hún nýtur ekki þessara sér- réttinda miðbæjarins. Þar ríkir aldrei sól, tízkulitir eða fallegar stúlkur. Það er næsta skýtt, að ekki megi greina höfuðborgina fyrir ryki og ófærð, þegar ekið er nið- ur umrædda brekku. Vegarkafl- inn, sem hér um ræðir, á að Iík- indum meira skylt við apalhraun en vegakerfi. Ljóst má vera, að í Ártúns- brekkunni fyllir ryk vit rang- látra sem réttlátra alveg eins og sólin skína á hina sömu niðri í miðbænum. Kannski gerir gatna- deild borgarinnar sér grein fyrir þessari annars augljósu staðreynd áður en langt um líður. Mætti þá ætla, að gulu valtararnir yrðu sendir innfyrir Elliðaár til þess að hefta að rykið fylli vit rétt- látra, þó ekki sé talað um þá, sem ranglátir eru. — Eigum við að skipta í hálftíma — eða svo? Þetta námskeið er e'ingÖKgu fyrir þátttakendurna. AlþýðnblaSið. Bretar virðast fiska víðar upp í Iandsteinum en hér hjá okk ur, að minnsta kcsti ef niarka má Alþýðublaðið. Þar stóð skýrum stöfum í gær frétt um ástandið í Austurlöndum nær: „Bretar hafa þungar á- hyggjur eins og sjá má af því, að brezkum togurum hefur verið ráðlagt að yfirgefa þau svæði, þar sem til átaka get ur komið“. Eru það mormónar sem. gera mönnum það kleift að eiga fleiri en eina konu, spuréi ég kallinn í fyrradag. Bann sagði já, — og þá spældi ég hann alveg upp úr skónuna. Ég sagði: Nei, það eru sko hormónarnir. Nú er SAM að fara á SAM- vinnuna. Það þykir mér vel tál fundið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.