Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 6
r Asgrímur Sigurbjörnsson Siglufirði: Namia lcilsddllir var vlir- hnrdasijjiirr cyari i s\if>i, stiir- sv i<4i niji alpatMkcppni a I.ands- iiiótinii. Þrösfur Guðjónsson Akureyri: „Við erum ánægðir með útkomuna hjá okkur“ „Við Akureyringar erum mjög ánægðir með útkomuna hjá okkar fólki á Landsmót- inu, en auðvitað hefðum við verið enn ánægðari ef við hefðum unnið flokkasvig kvenna. Við höfðum 18 sek- úndur í forskot fyrir síðustu ferðina en sú sem fór síðast fyrir okkur keyrði sig út úr brautinni og sleppti hliði“, sagði Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyr- ar í samtali við Dag eftir Skíðalandsmótið. „Annars erum við mjög hress- ir með árangurinn. Björn Vík- ingsson kom t.d. mjög á óvart í þessu móti og sigraði örugglega í sviginu,- Hann hefur ekki unnið í svona stórmóti síðan hann var í unglingaflokki. Hann átti bestan brautartíma í báðum ferðum í sviginu og bestan tíma í fyrri ferðinni í stórsviginu. Hann gerði hinsvegar ein mistök í síðari ferðinni og það þýddi að hann varð að láta sér 2. sætið nægja. Þá kom Elías Bjarnason vel út en hann er sennilega orð- inn þreyttur eftir strangar æfing- ar og keppni að undanförnu og getur enn betur. Þá komst Haukur Eiríksson á verðlaunapall í 10 km og 15 km göngu unglinga og einnig í tví- keppninni, og það er mjög gott hjá honum miðað við þá æfinga- aðstöðu sem hann hefur haft í vetur, en hún er ekki sambærileg miðað við aðstöðuna sem hinir hafa. Guðrún Jóna Magnúsdóttir, 15 ára gömul kom einnig skemmtilega frá þessu móti og er geysilegt efni. Hún var með annan besta brautartíma í stór- sviginu og annan besta tímann í fyrri ferðinni í sviginu. Það eru margir ljósir punktar í þessu hjá okkur og við getum ekki annað en verið ánægðir með frammi- stöðuna í þessu móti og framtíð- in er björt“. Úrslitin Úrslit í hinum einstöku kcppnisgreinum á Skíðalandsmót- inu sem fram fór um páskana urðu sem hér segir: STÓRSVIG KVENNA: 1. Nanna Leifsdóllir A 132,90 sek 2. Þórdis Jónsdótlir í 135,85 sek 3. Hrefna Magnúsdóttir STÓRSVIG KARLA: A 138,31 sek 1. Árni Þór Ámason R 143,48 sek 2. Bjöm Víkingsson A 145,84 sck 3. Guöniundur Jóhannsson SVIG KVENNA: i 146,76 sek í. Nanna Leifsdóttir A 102,40 sck 2. Tinna Traustadóttir A 103,88 sek 3. Guðrún J. Magnúsdóttir SVIG KARLA: A 104,23 sek 1. Bjöm Víkingsson A 99,08 sek 2. Guðmundur Jóhannsson í 99,58 sek 3. Elías Bjamason ALPATVÍKEPPNI KVENNA: A 99,92 sek 1. Nanna Leifsdóttir A 0,00 stig 2. Þórdís Jónsdóttir í 43,69 stig 3. Guðrún J. Magnúsdóttir ALPATVÍKEPPNI KARLA: A 48,48 stig 1. Björn Víkingsson A 1,93 stig 2. Guðmundur Jóhannsson Í 10,75 stig 3. Elias Bjarnason A 50,11 stig GANGA 20 ÁRA OG ELDRI (15 KM): 1. Ingólfur Jónsson R 49,08,9 min 2. Ilaukur Sigurðsson Ó 49,44,0 min 3. Jón Konráðsson Ó 51,07,6 mín 30 KM GANGA 20 ára og cldri: 1. Magnús Eiriksson S 1,46,04 klst 2. Ingóifur Jóusson R 1,47,07 klst 3. Haukur Sigurðsson Ó 1,48,29 klsl GÖNGUTVÍKEPPNI KARLA 20 ára og eidri: 1. Ingólfur Jónsson R 0,89 stig 2. Haukur Sigurðsson Ó 3,41 stig 3. Magnús Eiríksson S 8,14 stig 3x10 KM BOÐGANGA KARLA: 1. A svcit Ólafsfjarðar 1,41,47,3 klst 2. Rcykjavík 1,44,48,6 klst 3. ísafjörður 1,49,07,4 klst GANGA KVENNA 19 ÁRA OG ELDRl (5 KM); 1. Guðrún Pálsdóttir S 22,08,4 mín 2. Guðbjörg haraldsdóttir R 22,37,1 mín 3. María Jóhannsdóttir S 24,09,7 mín 7,5 KM GANGA KVENNA 19 ára og eldri: 1. Guðrún Pálsdóttir S 33,02,5 mín 2. María Jóhannsdóttir S 34,58,3 mín 3. Guðbjörg Haraldsdóttir R 37,20,2 mín STÖKK 20 ÁRA OG ELDRI: 1. Þorvaldur Jónsson Ó - 228,3 stig 2. Haukur Snorrason R - 217,7 stig 3. Asgrímur Konráðsson Ó - 211,5 stig NORRÆN TVÍKEPPNI 20 ÁRA OG ELDRI: 1. Þorvaldur Jónsson Ó 446,0 stig 2. Bjöm Þór Ólafsson Ó 398,12 stig 3. Þorsteinn Þorvaldsson Ó 347,22 stig FLOKKASVIG KVENNA: 1. Kcykjavik 317,58 sek 2. ísafjörður 342,14 sck Sveit Akureyrar náði langbestum tíma, leik. FLOKKASVIG KARLA: en var dætnd úr 1. Kcykjavik 362,27 sek 2. ísafjörður Aðrar svcitir voru dæmdar úr Icik. 385,92 sek 10 KMGANGA 17-19 ára: 1. Einar Ólafsson i 33,19,4 mín 2. Haukur Eiríksson A 35,28,0 mín 3. Finnur V. Gunnarsson Ó 35,52,8 mín 15 KM GANGA17-19 ára: 1. F.inar Ólafsson í 52,09,7 mín 2. Finnur V. Gunnarsson Ó 53,46,6 mín 3. Haukur Eiríksson GÖNGUTVÍKEPPNI17-19 ára: A 56,43,3 min 1. Einar Ólafsson Í 00,00 stig 2. Finnur V. Gunnarsson Ó 10,76 stig 3. Haukur Eiríksson A 15,17 stig STÖKK 19 ÁRA OG YNGRI: 1. Haukur Hilmarsson Ó 227,6 stig 2. Árni Stefánsson S 216,4 stig 3. Ilelgi Hannesson S 215,2 stig NORRÆN TVÍKEPPNI19 ÁRA OG YNGRI: 1. Sigurður Sigurgeirsson Ó 401,30 stig 2. Ámi Stefánsson S 400,28 stig 5 KM GANGA STÚLKNA 16-18 ára: 1. Stclla Hjaltadóttir I 22,15,1 mín 2. Sigurlaug Guðjónsdóttir S 23,05,1 mín 3. Svanfríður Jóhannsdóttir S 23,15,3 mín GANGA STÚLKNA 16-18 ára (3,5 km): 1. Stella Hjaltadóttir í 16,04,9 mín 2. Rannveig Helgadóttir R 17,27,3 niín 3. Sigurlaug Guðjónsdóttir S 18,03,2 mín FIMM NATTA VORFERÐ TIL Beint þotuflug frá Akureyri (með viðkomu í fríhöfninni) Brottför: 27. apríl kl. 09.00 - Heimkoma: 2. maí kl. 24.00 Gisting: Clifton Ford Hotel, afbragðsstaðsetning, öll herbergi með baði og litasjónvarpi - Fararstjóri: Pétur Jósefsson. Verð kr. 4.950. Möguleikar á skoðunarferðum, knattspyrnuleikjum, söngleikjum, leikhúsmiðum o.s.frv. FA-kjör: - Eftirstöðvar á 3 mánuðum FA-Sími 25000 Guðrún Pálsdóttir frá Sigluflrði var óstöðvandi í göngukeppni kvenna og hélt heimleiðis með tvenn gullverð- laun. „Erum mjög hressir hér á Siglufirði“ „Við erum mjög hressir hér á Siglufírði með árangur okkar á Landsmótinu. Það má þó segja að við höfðum vonast eftir fleiri gullverðlaunum, en það er ekki alltaf hægt að fá allt sem maður óskar sér“, sagði Ásgrímur Sigurbjörns- son formaður Skíðaráðs Siglufjarðar er við ræddum við hann eftir Landsmótið. „Við gerðum okkur vonir um að Magnús Eiríksson myndi vinna sigur í 15 km göngunni. Hann er hinsvegar búinn að æfa í vetur með Heimsmeistara- keppnina sem fram fór á dögun- um sem aðalmarkmið og var því ekki í sínu besta formi á Lands- mótinu. Guðrún Pálsdóttir, kona hans stóð hinsvegar fyrir sínu og vel það og hirti tvenn gullverðlaun". „Það er mjög mikill áhugi á skíðaíþróttinni hér á Siglufirði. Það sést best á því að um pásk- ana voru um 100 manns í keppni á Siglufirði á sama tíma og Landsmótið var fyrir sunnan“. - Leggið þið aðaláhersluna á norrænu greinarnar? „Nei, alpagreinarnar eru mjög vinsælar líka, en við erum ekki komnir eins langt þar, erum að byggja upp fyrir framtíðina. Við vorum með 15 keppendur í alpagreinum á Unglingameist- aramótinu í vetur en áttum eng- an keppanda á Landsmótinu núna í þeim greinum. En krakk- arnir sýna alpagreinunum mikinn áhuga og ég reikna með að við förum með um 40 krakka á Andrésar-Andar leikana á Ak- ureyri". „Yngri aldurshópurinn í nor- rænu greinunum er mjög góður hjá okkur. Ég get nefnt Baldvin Kárason, Ólaf Valsson, Stein- grím Óla Hákonarson og Sævar Guðjónsson í 15-16 ára flokki og Árna Stefánsson og Helga Hannesson sem náðu í silfur og bronsverðlaun á Landsmótinu núna þótt þeir væru að keppa við sér eldri menn“. - Er aðstaðan til æfinga góð á Siglufirði? „Já, hún er það og á eftir að batna. Við eigum von á einni lyftu til viðbótar og þá batnar hún enn. En þetta er allt í fram- för hjá okkur, við vorum með þjálfara í bæði alpagreinum og norrænum greinum í vetur og stefnum á að fá norskan þjálfara fyrir norrænu greinarnar næsta vetur“. Verðlaunin í sflröingar hirtu flest gullverðlaun á Skíðalandsmótinu sem haldið var í Bláfjöllum við Rcykjavík um páskana. Annars var keppnin um verð- launapeningana geysihörð og skemmtileg, eins óg verðlaunataflan sem fylgir hér með ber nteð sér: gull silfur brons ísafjörður 5 6 2 Reykjavík 5 5 1 Ólafsfjörður 5 5 ' 5 Akureyri 5 3 7 Siglufjörður 3 4 5 Ólafsflrðingurinn Þorvaldur Jónsson sigraði bæði í stökkkeppni 20 ára og eldri og í norrænni tvíkeppni. Björn Þór Ólafsson Ólafsfirði: „Ekki himinlifandi með árangurínn“ „Ekki get ég sagt að við Ólafs- fírðingar séum fyllilega ánægðir með útkomuna á þessu Landsmóti, við teljum að við höfum verið óheppnir í göngukeppninni“, sagði Björn Þór Ólafsson skíða- kappi og þjálfari á Ólafsfírði er við ræddum við hann eftir að Skíðalandsmótinu um páskana lauk. „Við gerðum þó marga góða hluti, en í heildina var þetta ekki nógu gott að okkar mati. Það var mjög misjafnt færi á mönnum í 15 km göngunni svo ég nefni dæmi og við fórum mjög illa út úr því. Innst í brautinni var þurr snjór en rennandi blautt niður við markið og þetta vissum við ekkert um. Það fraus því hjá okkur áburður og við komumst lítið áfram. Við vorum óheppnir þar. Veðrið var þannig að sá sem lagði síðastur af stað hafði lang- mesta möguleika á að sigra og það gerðist í öllum göngunum að sá sem fór síðastur af stað sigraði. Þá var Haukur mjög óheppinn í 15 km göngunni, missti af sér skíði strax í upphafi göngunnar og tapaði þá 20-30 sekundum til síns helsta keppi- nauts sem var ræstur á eftir honum". - Eru Ólafsfirðingar ekki lengur það stórveldi sem þeir hafa verið í göngunni, eru hinir staðirnir að sækja á ykkur? „Já, þeir hafa verið að því á undanförnum árum, og við feng- um ekki marga titla í fyrra í göng unni. Við erum hins vegar með jafnsterkasta liðið og höfum til skamms tíma verið með mesta fjöldann. Það sýndi sig vel í boð- göngunni þar sem allir fengu gott færi og við fengum 3 bestu tímana að breiddin er mest hjá okkur. Finnur V. Gunnarsson bestan tíma, Haukur Sigurðsson næstbesta og Jón Konráðsson þriðja besta tímann.“ „Við erum því ekkert himin- lifandi með árangurinn í heild- ina þótt við séum ekkert mjög óánægðir heldur. Við erum með 5 gullverðiaun, en hefðum viljað hafa þau fleiri. Það kom illa við okkur sem höfum æft á mjög hörðum snjó undanfarin mánuð hvað færið þarna var öðruvísi og göngurnar mun hægari á jafn- sléttu“. - En hvað segir þú um alpa- greinarnar hjá ykkur, eruð þið að eignast lið þar? „Við áttum einungis einn keppanda á þessu móti, það var Eggert Bragason sem var í 5 sæti í sviginu og 9. í alpatví- keppninni. Eggert er unglingur ennþá og við erum mjög ánægðir með frammistöðu hans. Áhug- inn á alpagreinum er mjög mikill hérna, meiri en í göngunni, en við búum við það að þegar krakkarnir eru 15-16 ára fara þau í burtu í skóla og eftir það fellur þeirra skíðaiðkun niður. Við höfum ávallt gott lið í barna- og unglingaflokkum en síðan tínist þetta. En ég er bjartsýnn á framtíðina, við eigum stóran flokk af efnilegu fólki og þurfum engu að kvíða“, sagði Björn Þór Ólafsson að lokum. landsmótið — Skíðalandsmótið — Skíðalandsmótið — Skíðalands 6 - DAGUR -15. apríl 1982 15. apríl 1982-DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.