Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 5
55 Það fóru að koma örlitlir vírar úr nefinu — segir Eyjólfur Ágústsson sem gekk með tæplega 10 cm langan loftnetsbút í höfðinu í 3 mánuði „Við vorum nokkrir saman á snjósleðum upp á Glerárdal á Nýjársdag. Við vorum að leika okkur þar í gilskorning- um á þann hátt að aka upp og niður brekkurnar fram og til baka. Ég varð fyrir því óhappi að keyra fram af snjóhengju sem var um 5 metra há, og þegar ég skall niður á sleðan- um hef ég lent ofan á loftneti lítillar talstöðvar sem var á sleðanum. Ég braut loftnetið, og einnig hlífðargler framan á sleðanum. Ég rotaðist í nokkrar sekúndur en sá svo að sleðinn var að skríða frá mér niður brekkuna, en mér tókst að ná honum. Pað blæddi talsvert úr nefinu á mér og ég var talsvert vankaður eftir þetta. Við fórum síðan í bæinn, og ég var hálf slappur, með hita og höfuðverk, en hélt að þetta væri bara einhver flensa að angra mig. Þetta batnaði hinsvegar ekki svo í byrjun febrúar fór ég til læknis. Hann leit aðeins á þetta og hélt að ég væri brákaður að komin var ígerð í sárið g fékk pillur hjá honum til þess að drepa ígerðina niður, og batnaði talsvert við það, en þeg- ar pillumar voru búnar versnaði þetta aftur. Þá fór ég aftur til læknisins og hann hélt þá helst að pillukúrinn sem ég var búinn að fara í gegn um hefði ekki nægt til að drepa ígerðina, og gaf mér annan skammt af pillunum. Ég fór að taka þessar pillur, en þá fór ég að taka eftir því að það fóru að koma örlitlir vírar út úr nefinu á mér, svona 1,5 cm Eg hef aldrei heyrt 55 um svona lagað — segir Eiríkur Sveinsson læknir sem fjarlægði loftnetsbútinn úr höfði Eyjólfs Eyjólfur Ágústsson. langir. Þegar þessum pillukúr lauk endurtók sagan sig, mér versnaði og aftur hélt ég til lækn- isins. Ég sagði honum frá vírun- um, og hann lét mig fara sam- stundis í myndatöku. í myndatökunni kom í ljós að einhver aðskotahlutur var inni í höfðinu á mér, og hafði stöðvast 2-3 cm frá heiladinglinum. Það var síðan gerð á mér aðgerð, og þá náðu þeir í endan á þessum aðskotahlut sem hafði verið að angra mig. Kom í ljós að það var endinn á loftnetsstönginni á vél- sleðanum og var búturinn 9,5 cm langur og eins og sígaretta þar sem hann var breiðastur. Að sjálfsögðu hafði engan rennt grun í hvað var á seiði, enda rotaðist ég við höggið eins og ég sagði áðan. En það er ljóst að loftnetsstöngin hefur farið upp í gegn um vinstri nösina og síðan beint inn í höfuðið og að- eins upp á við. Ég gekk með þetta í þrjá mánuði upp á dag, því loftnetið var fjarlægt úr höfðinu á mér 1. apríl, og varvel við hæfi að gera það á þeim degi“. „Loftnetsstöngin hefur geng- ið upp í aðra nösina Á Eyjólfí, og ef hún hefði farið hálfum cm Iengra inn í höfuðið hefði hún farið í mikilvægt Iíffæri og þá er ekki gott að segja til um hvað gerst hefði.“ sagði Eirík- ur Sveinsson læknir er við ræddum við hann, en Eiríkur skoðaði Eyjólf tvívegis og fjarlægði að lokum loftnets- stangarbútinn úr höfðinu á honum. „Það var enginn leið að sjá neitt athugavert við nefið á hon- um þegar hann kom í skoðun, nema að hann var með bólu á nefinu og hann fékk bakteríu- drepandi lyf vegna þess. f að var ekki fyrr en hann sagðist hafa dregið vír úr nefinu á sér sem mér datt í hug að ekki væri allt með felldu og þá sendi ég Eyjólf í myndatöku. í myndatökunni kom í ljós vírstubbur í höfði hans, en fíber- inn sem loftnetsstöngin var gerð úr kom ekki fram á röntgen- myndinni. Það var ekki um neitt annað að ræða en að skera í nef- ið til þess að reyna að ná þessum aðskotahlut út, og ég neita því ekki að við urðum mjög undr- andi þegar í ljós kom hver hann var.“ Eiríkur sagði að loftnets- stöngin hefði sennilega stungist beint inn í nefið og lárétt langt inn í höfuðið. „Það sem hefur bjargað Eyjólfi var að stöngin brotnaði við mótstöðu sem hún hefur fengið. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað og það er hvergi til skráð í bókum. Þetta var eins og að draga veiðistöng út úr höfðinu á honum og það var merkilegt að þetta skyldi ekki há Eyjólfi neitt allan þennann tíma.“ Eiríkur Sveinsson tjáði Degi að hann gerði ráð fyrir því að hann myndi senda myndir og frásögn af þessum atburði í er- lend læknatímarit og sýnir það glögglega, að álitið er að hér hafi mjög merkilegur atburður átt sér stað. Mun víst óhætt að segja að það sé ekki djúpt í árina tekið. Kvikmyndasýning í Galtalæk fimmtudaginn 15. apríl kl. 20,00. Kvik- myndirnar fjalla um skyndihjálp. Flugbjörgunarsveitin Akureyri. Alhliða raflagnir í og búvélar. * X X- X- X- X- X- X- jf húsbyggingar, í bíla, báta, skip X- X- X- X- X- ••••• BOSCH Stóraukið verkfæraúrval fyrir iðnaðarmenn. X- X- X- X- X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X •F**************+************+-+***+************************************* ••••• Allt raflagnaefni jafnan fyrirliggjandi. inhell NlPPONDENSO LOFTPRESSUR fyrirmáln- ingarsprautur og loftverk- færi. Eigum einnig sprautu- Japönsk gæðakerti könnur. EIGUM ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI FLESTA VARA- HLUTI í RAFKERFI BIFREIÐA. FURUVELLIH 13 AKUREYRI ■ SlMI (»6)25400 NAFNNR. 6654-0526 BOSCH Borvélar - Stingsaglr - Hjólsagir o. fl. Á næstu vikum veröur fáanlegt mikið úrval BOSCH LOFTVERKFÆRA Vorum aö taka upp miklö urval af bessumfrábæru verkfærum. Stingsagir, hjólsagir, heflar, pússuvélar, skrúfvélar o. fl. fyrir tré og járn. VERKIN VINNAST VEL MEÐ »» BÍLARAFMAGN rafeindakvoikjan vinsæla Isetning á staönum. HS. apríl 1982 -.'DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.