Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Neytendur______________________ Ýmsar verðhækkanir famar að líta dagsins ljós: Kjötverkendur spá hækkun á nautakjöti - brauð, kindakjöt, sykur og kartöflur hafa einnlg hækkað Ymsar verðhækkanir hafa nú iitið dagsins Ijós. Sumar þeirra má skýra með hækkun hráefnisverðs og umbúða en aðrar eru tilkomnar vegna beinna taxtahækkana. Brauð hafa hækkað um 4% „Ég ætla ekkert að fara að ijúka af stað með einhveijar hækkanir núna, alls ekki. Myllan leiðir mig ekkert í verðum nema síður sé, ég hef ekki breytt verðum síðan bakarí- ið opnaði," sagði Haukur Hauksson, eigandi Heildsölubakarísins á Suð- urlandsbraut, í kjölfar þeirra um- mæla Björns Jónssonar, markaðs- stjóra hjá Myllunni, í DV að hann ætti von á því að aðrir fylgdu verð- hækkunum þeirra á brauðum eftir. Myllan hækkaði nýlega brauð um u.þ.b. 4% á þeirri forsendu að hráefni hefði hækkað, t.d. sykur, hveiti og plast. „Ég nota Kornax hveiti og verð á því hefur ekkert breyst sl. 11/2 ár. Mér finnst svolítið skrýtið að þeir séu fyrstir til að hækka þar sem þessir aðilar eru á meðal þeirra dýrustu í bænum samkvæmt verðkönnun frá því í janúar. Svo fullyrða þeir að þeir geri fastlega ráð fyrir að hinir fylgi hækkununum eftir, það geta þeir engan veginn,“ sagði Haukur. Púðursykur hækkar „Heildsöluverð á Kötlu púðursykri hækkaði um 12% í desember og sú hækkun skilaði sér núna nýlega í smásöluverði hjá okkur. Heims- markaösverð á sykri hefur veriö á uppleið frá því í nóvember en er nú eitthvað að lækka aftur,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Bónuss, í samtali við DV. í nýlegri verðkönnun okkar kemur í ljós að allt að 61% verðmunur er á hæsta og lægsta verði á DDS púður- sykri og 50% verðmunur á Kötlu- púðursykri. Mat- og drykkjarvörur í vísitölu hækka „Það hefur orðið 0,1% hækkun í heild á mat- og drykkjarvörum í vísi- tölu neysluverðs. 0,03% eru vegna kjöts og kjötvara en kinda- og nauta- kjöt hefur hækkaö örlítið. Verðin er þó mjög breytileg frá mánuði til mán- aðar því markaðurinn í dag byggist mjög mikið upp á tilboðsverðum," sagði Rósmundur Guðnason, hag- fræðingur hjá Hagstofu íslands, en hann sér um að reikna út vísitölu neysluverðs. Hann sagði ennfremur að smásöluverð á kartöflum og vör- um sem unnar eru úr þeim hefði hækkað um 7% sem vega 0,03% í vísitölunni og að einhver hækkun hefði orðið á brauðvísitölunni. „Það er því hækkun á matarliðnum en vísitalan öll lækkar þó um 0,11%. Það er fyrst og fremst húsnæðisliður- inn sem lækkar því markaðsverð á húsnæði hefur þokast niður," sagði Rósmundur. Verðmunur á púðusykri H Kötlu H DDS ■'SS-Jí ® -s DV „Ég vona að botninum sé náð af hálfu sláturleyfishafa. Þeir hafa lækkað afslátt til okkar umtalsvert, úr u.þ.b. 20% niður í eins stafs tölu. Þessi afsláttarlækkun, ásamt verð- hækkunum 1. apríl, þýðir 16-18% hækkun á hráefnisverði nautakjöts inn í hús til okkar. Ég geri ráð fyrir að það leiði til 13-15% hækkunar á smásöluverði," sagði Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, en nautakjöt hækkaði einnig í byrjun desember sl. Aðspurður sagði hann hækkunina þegar hafa skilað sér á einstaka vöru- liðum hjá vel flestum verslunum og bjóst við að neytendur yrðu hennar enn meira varir síðar. Hann sagði markaöinn vera mun strembnari en hann heíði gert ráð fyrir, þ.e.a.s. minna framboð og lakari gæði nauta- kjöts. „Það hefur verið mjög tak- markaö framboð af kýrkjöti síðast- liðnar vikur og ungnautakjötið er mjög lélegt, mikið af mögru kjöti.“ Þar sem grilltiminn fer nú í hönd sagði Snorri að ástandið ætti eftir að bitna á úrvalinu af grillsteikum. „Það er alveg ljóst. Við verðum e.t.v. með 2-3 grillsteikur í nautakjöti í stað átta áður. Maður hefur ekkert að bjóða þegar hráefnið er ekki tíl.“ Ekta f ín béarnaise Béarnaise-sósan er sívinsæl og hentar við ótrúlegustu tækifæri. Hér er uppskrift að einni ekta fínni sem við fengum hjá Guðmundi Emil Jónssyni matreiöslumeistara. 250 g smjör 250 g smjörlíki 5 eggjarauður 2 eggjahvítur 1 tsk. béamaise-essence 1 tsk. kjötkraftur estragon (framan í tsk.) fersk steinselja (fínsöxuð) Bræðið smjörið og smjörlíkið í potti. Pískið saman egg, kjötkraft og estragon í vatnsbaði þar til þaö verður eins og þykk froða. Bætið smjör- inu/smjörlíkinu varlega út í smátt og smátt og pískið á milli, alls ekki of hratt því þá skilur blandan sig: Blandan verður að vera ylvolg þeg- ar smjörið fer út í því ef hún er of heit eykst hættan á aö hún skilji sig. Salt og vatn úr blöndunni fellur sjálfkrafa á botninn og því mikilvægt að fleyta aðeins ofan af með ausu þegar setja á blönduna í sósukönnu (ekki hella). Bragðbætið með essence eftir smekk rétt áður en borið er fram og hrærið fín- saxaöri ferskri steinselju saman við. Nýja vörulínan frá Kjötumboð- inu. Full- Nýiega kom á markaö ný vöru- lína meö ftillmeyrnuðu nauta- kjöti frá Kjötumboðinu en það er nýjung. Kjötið er selt í sérhönn- uðum, loftþéttum 300-500 g um- búðum á sama kílóverði og það filmupakkaða. Fullmeyrnað kjöt er mjúkt und- ir tönn enda einungis um bestu vöðvana að ræða. Þeir eru skorn- ir á 3. degi eftir slátrun og pakkað beint í loftdregnar umbúðir og geymdir þannig í kæli. Um 80% meymun hefur þvi átt sér staö þegar kjötið kemur í verslanir og geymsluþoiiö eftir fyrsta söludag er aUt að fjórum vikum í kæli. Svona lítur Viltikötturlnn út. >■■■■■ ■ a ■ ■ „Þetta er algjör nýjung hjá okk- ur og þarna liggur feikna þróun- arvinna að baki. Framleiöslufer- iliinn er mjög Qókinn enda hefur þaö tekið okkur tvö ár að þróa tæknina sem þurfti tii að geta sett fyflingu í súkkulaði og kex með,“ sagðiÆvar Guðmundsson, eigandi Sælgætisgerðarinnar Freyju, um nýju súkkulaðiteg- undina sem fyrirtækiö er að senda frá sér um þessar mundir undir nafninu Villiköttur. Villikötturiim er hálfur Freyju-staur, fyfltur með mjúkri karamellu og kornkúlum og hjúpaður með bæði dökku og ljósu súkkulaði ásamt kornkúi- um. Aðspurður sagði Ævar móttök- umar hafa verið mjög jákvæðar af öllum aldurshópum en súkkul- aöið kemur í flestar verslamr á næstu dögum. debetkort „Póstgíróið er innlánastofnun eins og hver annar banki og við höfum ekki fengið aðgang aö deb- etkortakerfinu þó við höfum margítrekað óskað eftir því. Nú eru einhverjar viöræður í gangi svo við vonum að þetta leysist fljótlega en á meðan við fáum ekki að gefa út debetkort fórum viö ekki að taka við slikum kort- um frá öðrum,“ sagði Hrefna Ing- óifsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma. Neytendur hafa látið í sér heyra og kvartað við neytendasíðuna vegna þess að ekki er tekiö á móti debetkortum í pósthúsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.