Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEiNN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun; ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Sumarið er komið Gamalt máltaeki segir aö þegar vetur og sumar fijósi saman þá boöi þaö gott sumar. Guö láti gott á vita. Enn er frost á Fróni á fyrsta degi sumars og er ekki á vetur- inn bætandi, svo kaldur og snjóþungur sem hann hefur reynst íslendingum. Veturinn hefur sömuleiöis verið harður og erfiður í víðari skilningi og er þá vísað til náttúruhamfara, slysa og efnhagsþrenginga hvers konar. Atvinnuleysi hefur ekki minnkað og raunar aukist í marsmánuði. Kennaraverkfall lamaði skólahald í margar vikur og setti svip sinn á líf og starf ungu kynslóðarinn- ar. Allt hefur þetta gert veturinn langan og mótdrægan. Sumarið byijar heldur ekki ýkja vel með norðanátt og næðingi um mestallt land. En með hækkandi sólu og aukinni birtu eykst mönnum þrek og áræði og enn erum við ekki á vonarvöl. Það er að minnsta kosti mikill mun- ur á lífsbaráttu núverandi kynslóða og þeirra hinna sem háðu sitt stríð í lágreistum torfkofum, einangraðir og myrkri umluktir langtímum saman. Samt þraukaði þjóðin og það var kannski biðin og birt- an af sumrinu sem hélt íslendingum hfandi um margar aldir. Gleggst kemur sú von ljóssins fram í kveðskap og kvæðum íslenskra skálda sem sífellt eru að tjá ást sína á sól og sumri í mörgum af fegurstu ljóðum íslenskrar tungu. Þá grænkaði grasið, þá léku sér lömbin og þá var sólskin í hveijum ranni og hveiju bijósti. Því ættum við ekki að geta tileinkað okkur sama hug- arfar? Nú sem endranær er rík ástæða til að fagna sumri og efla með sér bjartsýnina. Á miðvikudaginn kvöddum við veturinn og þá kvaddi einnig í sjónvarpinu sá ástsæh sjónvarpsmaður Hermann Gunnarsson sem hefur stjómað þáttum sínum Á tah hjá Hemma Gunn í átta vetur. Geri aðrir betur. Það er sérstök ástæða til að þakka Hermanni fyrir framgöngu hans, notalegar stundir og skemmtilegt við- mót í sjónvarpsþætti sem hefur notið yfirburða vinsælda og áhorfs aha sína göngu. Sjónvarp er orðinn stór þáttur í tilverunni og dagskrá sjónvarpsstöðvanna er hluti af hölskyldulífinu. Auk Hermanns sjálfs og þeirra hsta- manna og skemmtikrafta sem þar hafa troðið upp og gert þessa þætti hans vinsæla fer ekki á mihi mála að íslenskir þættir og íslenskt efni höfðar mest og best til þjóðarinnar. Góð dagskrá styttir langar vetrarstundir og gerir lífið léttbærara. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að feha niður Á tah hjá Hemma Gunn, en vonandi gefst Her- manni kostur á að spreyta sig í annars konar þáttagerð á næsta vetri. Sá sólargeish má ekki slokkna. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir kosningar og stjóm- mál, sem hafa verið efst á baugi að undanfömu, vih fólk- ið í landinu fá að vera í friði fyrir afskiptum og stjóm- semi annarra. Það vih fá svigrúm th eigin athafna, eigin útrásar, afþreyingar og andlegrar uppörvunar og er fært um það. Þióðin vhl vera sinn eigin gleðigjafi og njóta þeirra sem vhja veita þeim hlutdehd í hlátri og heh- brigðu lífsviðhorfi. Sumarið er stutt en sá árstími á þess heldur að vera vel nýttur og einskis láta ófreistað að taka á móti sólinni af himnum ofan og sólinni sem kemur með brosinu og birtunni í huganum. Sumarið er eins og loftvog og eftir því sem loftvogin hækkar, eftir því hlýtur lífið að taka kipp fram á við og upp á við. Það er þetta sem sumarið færir okkur og sumardagur- inn fýrsti. Hann færir okkur vissuna um betri tíð og bjart- ari horfur í lífi þjóðar og lífi einstaklinga. Já, gleðhegt og gott sumar. Ehert B. Schram „Bill Clinton er bundinn í báða skó, hann getur ekki svipt Bandaríkjamenn þessum kærkomna óvini, þeim eina sem Bandaríkjamenn eru ánægðir með.“ Simamynd Reuter Valdníðsla Vestræn ríki eru nú í þeirri ein- kennilegu aðstöðu að sárbæna írak um að þiggja lítilsháttar tilslakanir á samskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna við Saddam Hussein. Það er löngu ljóst að banniö er ekkert annað en persónuleg hefnd gegn einum manni, en vald SÞ er notað til að svelta og einangra 20 milljón- ir manna. Það fáránlegasta er að bannið bitnar mest á uppáhaldi Vesturlandamanna, Kúrdum í Norður-írak, sem verða að þola al- mennt bann á írak, samskiptabann íraka við Kúrda, og að auki lokuð landamæri og innrásir frá Tyrk- landi sem er eina samband þeirra við umheiminn. Bannið er það al- gerasta sem um getur í sögu SÞ, Irak er algerlega einangraö frá samskiptum við umheiminn. Aleiðingamar eru geigvænlegur skortur á öUum nauðsynjum, ekki síst lyfjum og hjúkrunarögnum. Bamadauði hefur margfaldast og heilbrigðiskerfið, sem var með því besta sem þekktist í Miðaustur- löndum, er í molum. Áður fyrr fluttu írakar inn um tvo þriðju af þeim matvælum sem þörf var á, nú er það bannað og afleiðingin er víðtækurt skortur og sums staðar neyðarástand, einkum meðal shía múshma í suðurhluta landsins. Yfirskin Tilgangurinn er vitanlega að koma Saddam Hussein á kné. Ge- orge Bush úthrópaði Saddam á sin- um tíma sem eitt mesta illmenni veraldarsögunnar. „Verri en Hitl- er,“ sagði hann enda þótt að athug- uðu máU sé Saddam hvorki betri né verri en fyrirrennarar hans, eða þá keppinautar á borð við Assad í Sýrlandi. En Bush varð fangi eigin orða, hann gat ekki dregið í land eftir aUa þá móðursýki sem banda- rískir og alþjóðlegir fjölmiðlar mögnuðu upp. Sú skýring er nú tekin góð og gild af almenningi aö Kúveitstríðið hafi snúist um oUu en svo var ekki. Þetta var persónu- KjáHaiinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður legt uppgjör Saddams og Shabah fursta, en Bush greip til vopna fyrst og fremst vegna þess að landamær- um var breytt með vopnavaldi. Hann leit á þetta eins og Hitler heföi verið að ráðast inn í Pólland. Bill CUnton er bundinn í báða skó, hann getur ekki svipt Bandarikja- menn þessum kærkomna óvini, þeim eina sem Bandaríkjamenn eru ánægðir með. Hann getur ekki látið segja um sig að hann sé Unur gagnvart Saddam, það er eins og á fyrri tíð að vera hálfvolgur í barátt- unni gegn kommúnismanum. Tylliástæður Það er löngu fulljóst að bannið bitnar á öllum nema þeim sem það var sett til höfuðs og þjóðir heims eru farnar að ókyrrast. Þetta er tvímælalaus misbeiting á Samein- uðu þjóðunum til að hindra að Bandaríkjamenn verði að brjóta odd af oflæti sínu gagnvart Saddam Hussein. Hvers kyns tylUástæður eru fundnar til að halda áfram banninu. Nú eru þeir orðnir smeykir um að of langt sé gengið. Síðasta tylUástæðan var að ekki hefði verið gerð grein fyrir öllu því efni til bakteríuræktar sem írakar hafa keypt fyrir spítala sína. Þessi efni má líka nota til að framleiða skaðlegar bakteríur. Þar afleiðandi er nýjasta átyUan að Saddam bölv- aður sé að búa til sýklavopn. Því skyldi ekki aflétta banninu, heldur leyfa írökum að selja olíu fyiir nauðsynjum gegn því að allt fé færi inn á lokaða reikninga í umsjón SÞ, sem skammtaði Saddam síðan matarpeninga, auk þess sem 300 miUjónir dollara skyldu renna til að bæta Kúveitum skaða af innrá- sinni. Þessu hafna írakar vitan- lega. Það er ljóst að þessi mál eru komin í óefni, þetta er ótvíræð valdníðsla og áframhaldandi við- skiptabann mun aðeins afla Sadd- am samúðar og bannið hefur að- eins orðið tU þess að styrkja hann í sessi. Því fyrr sem menn fara að horfa raunhæft á þessi mál og gleyma gasprinu í George Bush því betra, því að þessi misbeiting á valdi Sameinuðu þjóðanna er að verða blettur á þeim sem erfitt get- ur oröið að þvo af. Gunnar Eyþórsson „Þaö er löngu ljóst aö bannið er ekkert annað en persónuleg hefnd gegn einum manni en vald SÞ er notað til að svelta og einangra 20 milljónir manna.“ Skoðanir annarra Merkilegur umbótatími „Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuílokkur hafa starfað saman í tveggja flokka ríkisstjórnum tvisvar sinnum á lýðveldistímanum. í hið fyrra skipti stóð samstarf þeirra í nær 13 ár eða frá 1959 tU 1971. Það var eitt mesta, ef ekki mesta, umbótaskeið í sögu lýðveldis- ins. í seinna skiptið stóð samstarf þeirra í fjögur ár, þ.e. frá 1991 þar til í fyrradag. Þessi fjögur ár hafa líka reynst merkilegur umbótatími. í bæði skiptin stóðu þessir flokkar við stjómvölinn þegar verulega harðnaði á dalnum." Leiðari Mbl. 19. apríi. Ekki málefnaágreiningur „Þau tíðindi hafa nú gerst að Davíð Oddsson hefur beðist lausnar fyrir ríkisstjóm SjálfstæðisQokks og AlþýðuUokks. Þetta skeði eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum þessara Uokka um áframhaldandi sam- starf. Ljóst er að ástæðan fyrir því að upp úr slitn- aði er sú að ekki var treyst á samheldni þingliðs Uokkanna tU að halda ríkisstjóm gangandi með eins atkvæðis meirihluta. Málefnaágreiningur mun ekki hafa orðið tu trafala.“ Leiðari Tímans 19. apríl. Hreinræktuð einflokksstjórn „í fjölmiðlum í gær töldu forystumenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks að fátt standi í vegi fyr- ir því að samningar náist. Það em lítU tiðindi. Milli þessara Uokka er enginn hugmyndafræðUegur ágreiningur af neinu tagi, samstjórn þeirra kemst býsna nálægt því að vera hreinræktuð einflokks- stjórn. Sjálfstæðismenn gengu fullkomlega stefnu- lausir tU kosninga og neituðu einfaldlega að taka afstöðu í öUum mikUvægustu málaflokkunum. Stefna þeirra í landbúnaðarmálum, sjávarútvegs- málum, Evrópumálum og ríkisfjármálum er óskrifað blað.“ Leiðari Alþýðublaðsins 19. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.