Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 Fréttir DV Guðmundur Bjamason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra: Meiri fjármunir varla settir í landbúnaðinn - en það þarf að hjálpa sauðfiárbændum að leysa sln vandamál „Ég sé ekki að það væri gætt heildarhagsmuna með þvi að hleypa inn i landið miklu magni af ódýrum búvörum án þess að til þess væri gefinn góður aðdragandi og aðlögunartími. Annars köllum við bara yfir okkur önnur vandamól í staðinn," segir Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. DV-mynd BG Þú hefur sagt opinberlega að bú- vörusamningurinn verði tekinn upp. Hvenær verður það? „Ég mun reyna að hefja þá vinnu eins fljótt og hægt er. Ég hef þegar boðað fund með forsvarsmönnum bændasamtakanna í vikunni. Þeir eru með sérstaka nefnd sem vinnur að endurskoðun búvörusamnings- ins og ég mun síðan ræða við þá nefndarmenn til að átta mig betur á hvar málið er statt og umfangi þess. Ég held þvi miður að lítið hafi verið unnið í þessu í tíð fyrri ríkisstjómar. Bændasamtökin sjálf hafa hins vegar ákveðnar hug- myndir í þessum málum en ráðu- neytið og embættismenn htið kom- ið nálægt þessu og því alger frum- vinna að fara í gang.“ Búvörusamningurinn tekinn upp segir þú, hverju á að breyta og hvernig? „Því miður er ég nú ekki kominn svo vel inn í málið á þriðja starfs- degi í ráðuneytinu að ég geti sagt nákvæmlega til um það. Þó veit ég að framleiðsla mjólkur og markað- urinn em nokkurn veginn í jafn- vægi, alla vega er þar ekki við nein stór vandamál að glíma. Vanda- máhn blasa hins vegar við í sauð- fjárræktinni þar sem verið er að takast á við það að meira er fram- leitt en hægt er að koma á markað. Þess vegna verður sauðfjárræktin að hafa forgang, það er að skoða hvað hægt er að gera varðandi sauðíjárframleiðsluna. Ég býst nú við að staöan sé sú, bæöi gagnvart ríkissjóði og eins hinu almenna þjóðfélagsviðhorfi, að ekki sé hk- legt að menn setji öhu meiri fjár- muni í landbúnaðinn en gert er í dag. Þess í stað verða menn að skoða hvemig þeir fjármunir, sem þegar era til ráðstöfunar, veröa best nýttir." Þú ert með öðrum orðum að segja að þessi upptaka búvörusamnings- ins muni ekki kosta skattgreiðend- ur viðbótarfé? „Ég vil svo sem ekki lofa neinum tölum til eða frá. En þegar ég er að tala um hið þjóðfélagslega viö- horf þá er ég auðvitað að taia um að það sé ekki hægt að gera ráð fyrir því að miklu meiri fjármunir verði settir til þessara hluta. Hins vegar veit ég að vandi sumra sauðfjárbænda er shkur að hann verður að taka til alveg sérstakrar meðferðar. Ég veit ekki hvort það tengist beint búvörusamningnum sem shkum. Vandi þorra bænda er bráðavandi og til þess að bjarga þeim máium gæti þurft, tímabund- ið, að setja fjármuni í að ná fram breyttu skipulagi. Þar er ég meðal annars að taia um búsetubreyting- ar og að nauðsynlegt sé fyrir at- vinnuveginn í heild, og þar með einstaka bændur, að skipta um og hverfa frá búskap. Síðan er annað sem ekki hefur náðst niðurstaða um varðandi bændastéttina en það er aðgangur þeirra að atvinnuleys- isbótum. Það er mál sem ekki fékkst niðurstaða í á nýhðnu kjör- tímabili en ég tel nauðsynlegt aö koma í heila höfn.“ GATT-samningurinn tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Kratar sökuðu Halldór Blöndal, fráfarandi land- búnaðarráðherra, um að ætla að setja ofurtoha, sem þeir kölluðu svo, á innfluttar landbúnaðarvör- ur. Verður það gert? „Við höfum samþykkt að opna hér fyrir innflutning á landbúnað- arvömm að ákveðnu marki. En um leið verður að hafa í huga bæði hagsmuni atvinnugreinarinnar og neytenda. Ég vil reyna að leggja mig fram um það, hér í mínu ráðu- neyti, að um þessi sjónarmið náist sátt. Ég held að það sé hagur beggja. Það á ekki alltaf aö stiha því-svo upp að landbúnaðurinn og neytendur séu einhverjar andstæð- ur. Þvert á móti tel ég mikilvægt fyrir báða aðila að vinna saman og að þeir hafi skilning hvor á sjón- armiðum annars. Þess vegna hefur verið rætt um hvemig eigi að með- höndla þessi innflutningsmál og þá vemd sem íslenskur landbúnaður þarf á að halda meöan hann er að aðlagast einhveijum innflutningi. Þegar talað er um að fara í hámark á tollaákvæöum, sem eihveijir hafa kahað ofurtolla, þá er það form sem aðrar þjóðir hafa viðhaft. Ég tel ekki óeðlilegt að við förum svipaða leið í því efni. Það segir ekki þar með að það hámark verði nýtt held- ur einhver lægri tala. Það er síðari tíma ákvörðun." Á það hefur verið bent að hægt sé að bæta hag almennings í land- inu meira með því að lækka matar- verð heldur en hægt sé með öðrum hætti. Það er hægt í gegnum GATT-samninginn. Ert þú tilbúinn að standa að slíku? „Nú er það afar litíð magn af vör- um sem GATT-samningurinn gerir ráð fyrir. Einnig held ég að land- búnaðurinn, eins og aðrir sam- keppnisatvinnuvegir, þurfi sinn aðlögunartíma. Hins vegar þýðir ekkert annað en aö horfast í augu Yfirheyrsla við breytingar sem em að eiga sér stað í heiminum. Við emm ekki lengur einangmð hér á íslandi. Ég sé ekki að það væri gætt heUdar- hagsmuna með því að hleypa inn í landið miklu magni af ódýrum bú- vörum án þess að til þess væri gef- inn góður aðdragandi og aðlögun- artími. Annars köUum við bara yfir okkur önnur vandamál í stað- inn. Við myndum kalla á gífurlega búseturöskun með miklum kostn- aði þar sem menn hyrfu frá verð- mætum á einum stað til að fjárfesta í þeim annars staðar. Auk þess hefur ástand á vinnumarkaði á síð- astliönu kjörtímabUi verið þannig að þetta mundi hafa í för með sér stóraukið atvinnuleysi. Á heUdina Utiö tel ég því ekki að óheftur inn- flutningur væri í þágu neytenda. Hvar sem maður fer um heiminn eru kjúklingar einhver ódýrasti matur sem hægt er að fá. Hér á landi eru þeir svo dýrir að þeir telj- ast til lúxusvöru. Framleiðendur kenna um háu kjarnfóðurgjaldi. Ert þú tilbúinn að beita þér fyrir lækkun á því? „Hér ertu kominn inn á fram- kvæmdaratriði sem eflaust verður rætt viö upptöku búvörusamnings- ins og varðandi samkeppnisstöðu miUi einstakra búvömgreina. Á þessu stígi treysti ég mér ekki til að ræða um einstök efnisatriði né framkvæmdaratriði varðandi þetta mál. Ég tel að aUa þætti þess þurfi að skoða. Ég er ekki bjartsýnn á að okkur takist að auka á ný, sem neinu nemur, neyslu kindakjöts innanlands. Ég held að þeirri sam- keppni sem hinar hefðbundnu bú- greinar hafa verið í varðandi breyttar neysluvenjur fólks verði ekki snúið við á einu andartaki. Og auðvitað em kjúkUngar og svínakjöt mjög ráðandi í því sem hefur verið að taka við af kinda- kjötínu. Ég held að við verðum að leita erlendra markaða fyrir okkar lífrænt ræktuðu og vistvænu fram- leiöslu sem byggist á hreinleika og góðu umhverfi og búsmala sem er laus við sjúkdóma og lyfjagjafir. íslenskt grænmeti er mun dýrara en innflutt. Framleiðendur kenna meðal annars um dýrri raforku. Ertu tilbúinn að beita þér fyrir Iækkun á henni til ylræktenda? „Vissulega þarf að aðstoða og treysta þessa framleiðslu eftir því sem hægt er. Ég vfi þó benda á að ekki er aUtaf hægt að treysta á opinbera aðstoð í atvinnurekstri. Við verðum hins vegar að skapa eins góð rekstrarskUyrði fyrir þessar atvinnugreinar okkar og hægt er þannig að þær séu sam- keppnisfærar við þann innflutning sem þær eiga í samkeppni við. Viö megum heldur ekki gleyma því að við erum að keppa við erlenda framleiðendur í suðlægari löndum sem búa við allt aðrar aðstæður frá náttúrunnar hendi heldur en hér eru. Varðandi raforkuverðið mun ég kynna mér það mál mjög vel á næstunni. Það hefur verið nefiit að árekstr- ar geti átt sér stað miHi landbúnað- arráðuneytis og umhverfisráðu- neytis, sem þú gegnir háðum. Tök- um dæmi af ofbeit á afrétti sem við þekkjum dæmi af, svo sem í þínu kjördæmi, Mývatnsöræfum? „Þarna nefnir þú þá þætti sem geta sannarlega skarast mUU þess- ara tveggja ráðuneyta og hafa gert á liðnum ámm. Eg get auðvitað ekki annað á þessu stigi en lofað því að leggja mig fram um að ná sem bestri sátt um þessi sjónarmið. Ég trúi því að það sé hægt að ná samkomulagi miUi beggja sjónar- miðanna. Ég er þess fuUviss að það er hægt að fá bændur tíl að fallast á að ofnýta ekki landið, heldur nýta þaö þannig að það haldi áfr am að gefa þeim arð. Þetta held ég líka að sé sjónarmið flestra bænda þótt ef tíl vfil séu tU einstakUngar sem eru á annarri skoðun. Ég er tílbú- inn að leggja mig fram við að sam- ræma þessi sjónarmið. Þá má Uka vera að landverndarmenn hafi gengið of hart fram og ég vU líka skoða málið frá þeirri hUð.“ Þú hefur verið heilbrigðisráð- herra og þekkir því það ráðuneyti vel. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er bóndi. Hvers vegna tókst þú ekki við heilbrigðisráðuneytinu og Páll landbúnaðarráðuneytinu? „Ég hafði út af fyrir sig ekkert á mótí því að taka heUbrigðisráðu- neytið að mér. En mér finnst að menn sem em í stjórnmálum og þurfa að horfa tíl heildarinnar megi ekki festa sig um of í ákveðn- um málaflokkum. Þess vegna þóttí mér eðUlegt að takast á við aðra málaflokka en heilbrigðismáUn. Þaö sama á við um Pál. Ég tel gott að hann takist á við annað en land- búnaðinn. Við vorum að tala um hagsmunaárekstra. SUkt gæti hugsanlega átt sér stað ef bóndi settist í landbúnaðarráðuneytið. Ég held líka aö það hefði orðið annar blær yfir ríkisstjóminni allri og sýnt aðrar áherslur ef það hefðu orðið meiri skiptí á ráðuneytum hjá Sjálfstæðisflokknum en raun ber vitni. Stj órnarmyndunin tók ótrúlega stuttan tíma. Því hefur verið haldið fram að þessi ríkisstjórn hafi að mestu verið orðin til fyrir kosning- ar. Hvað segir þú um það? „Þetta er fráleit kenning. Það hafði engin slík umræða átt sér stað fyrir kosningar. Ég er varaformað- ur Framsóknmarflokksins og get fullyrt að þetta er rangt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.