Þjóðviljinn - 19.02.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. febrúar 1961 — ÞJÓÐVILJINN (3 Byggingarineistarinn Sig.geir Ólafsson og skcilastjórarrir Oddur A. Sigurjónsson, Frímann Jónsson og Gunnar Guðmundsson. í dag, írá klukkan 1—6, eru skólarnir í Kópa- vogi til sýnis íyrir almenning. Sl. miðvikudag var frélta- mönnum boðið að kynna sér skólabyggingar í Kópavogi, en nú er verið að taka í notkun h’.uta af 1. áfanga í byggingu hins nýju gagn- fræðaskóla. Frú Hulda Jakobsdóttir, bæjarstjóri, rakti sögu skóla- mála í Kópavogi og sagði hún að saga byggðarlagsins liefði frá upphafi verið tengd skólamá'um. Árið 1945 v: ru á fimmta liundrað íbúar í Kópavogi, sem þá var liluti af Se’.t jarnarnashrcppi, og engirin skóli. Var að vonum mikil óánægja yfir þessu, og til að fá skóla staðsettan í Kópavogi, var stofnað Framfarafélag Kópavogs og beilti það sér fyrir að sett- Ifc Myndin hér að ofan cr af nýrri gerð skólahúsgagna, sem hafa verið sett til reynslu 3 kennslustofur í Gagnfræða- skóla Kópavogs. Borð og stóll e/ sambyggt og liefur verið stuðst við bandarískar fyrirmyndir í smíði þessa skólahús- gagns. Trésmiðjan Meiður og Steinar Jóhannsson önnuðust smíðina. Verðið er 850 krónur, eða um 100 krónum ódýrara en venjulegt borð og stóll. ur var á stofn vísir að skóia, með því að fá kennslustofu að Hiíðarvegi 9. Það var ár- ið 1945. 1946 voru haldnar hreppsnefndarkosningar og fengu Kópavogsbúar þá þrjá menn kjörna í hreppsnefnd og þar með meirihlutavald. Fyrsta verkefnið var að hefja byggingu skólahúss árið 1947 og leiddi það til þess að hreppnum var skipl 1948. Kaupstaðarréttindi fékk Kópavogur árið 1955. Kópavogsskóli 1. áfangi Kópavogsskó’a var byggður á árunum 1947- 1949 og 2. áfangi 1954— 1955. Þar eru nú 11 kennslu- stofur og nemer.ilur alls 543. Skólastjóri er .Frímann Jónsson og kennarar eru 17 talsins. Kársnesskóli 1. áfangi Kársnesskóla var byggður á árunum 1956—■ 1957 og 2. áfangi 1958—- 1961. Eftir er að hefja smíði 3ja áfanga og smiði fim- leikahúss. 1 Kársnesskóla eru 11 kennslustofur og nemendur 442. Skólastjóri er Gunnar Guðmundsson og kennarar eru 13 talsins. Gagnfræðaskólinn Hluti af 1. áfanga var byggður 1960—1961 og er verið að laka þá byggingu í notkun nú. Þar eru sex kennslustofur og nemendur eru 240. Skó’astjóri er Oddur A. Sigurjónsson og kennarar eru 10 lalsins. Fimleikaliús Fimleikahúsið stendur við Kcpavogsskóla og var það byggt 1957-—60 Fimleikasal- urinn er með þeim stærri á landinu 200 nr með litlu áhorfendasvæði. Fjöldi nemenda á skyldu- rámsaldri eru nú 1225 og íbúatalan, miðað við 1. des. sl„ 6176. Gagnfræðaskólinn verður mikil bygging. Þar eiga í framtíðinni að verða 20 kennslustofur, sér verknáms- deild og íþróttasalur. Frú Hulda sagði að hingað til hefði kennsla unglinga farið fram í Kópavogsskóla, en unglingar í 3. og 4. bekk gagnfræðastigsins yrðu enn að sækja skóla til Reykja- vikur eða Hafnarfjarðar. Á miklu veltur nú að fá leyfi til að halda áfram byggingu gagnfræðaskólaris, því ef ekki verður haldið áfram byggingunni á þessu ári verða miklir erfiðleikar á unglingakennslu og útilokað að kenna 3ja og 4ða bekkj- ar unglirijum. tBæjarstjórnin í Kópavogi hefur ifrá upphafi lagt mesta áherzlu á byggingu skóla. I fyrra var t.d, helmingi af fé til verklegra framkvæmda Varið tii skólabygginga. Nú hefur alls verið vario til skóiabygginga rúmlega 12 milljónum króna. Áð gagnfræðaskólabygg- ingurmi unnu eftirtaldir að- ilar: Byggingarmeistari var Siggeir Ólafsson en hann sá einnig um byggingar barna- skólanna, múrverk Björn Kristjánsson pípulagríir Jón Ingibergsson, rafmagn og rafmagnsupphitun sá Raf- geislahitun um. Guðmurdur Guðjónsson arkitekt hjá húsameistara rikisins teikn- aði skólann Kjörin stjórn Verkalýðsféisgs- ins s Hveragerði Hveragerði. Frá frétta- ritara Þjóðviijans. Aðalfundur Verkalýðsfélags Hveragerðis var haldinn sl. sutmudag, 12. þ.m. Formaður íé- lagsins var kjörinn Sigurður Árnason. varaformáður Jóhann Malmkvist. rifari Rögnvaldur Guðjónsson. gjaldkeri Jón Guð- mundsson Saurbæ, fjármálarit- ari Eyjólfur Egilsson og með- stjórnendur Magnús Hannesson og Stefán Valdemarsson. Sæmilegur cfli báisnna á Sandi Hellissandi. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Af!i báta sein héðan eru gerðir út á línuveiðar hefur verið sæniilegur unclanfarna da.ga. Þannig fékk vb. Skarðs- víK 14.—15. þ.m. rúmar 19 lestir í róðri. A.fli bátanna f jögurra. sem róa héðan um miðjan var sem febrúar: hér segir Skarðsvík 24 200.840 Arnkell 26 165.320 Tjaldur 21 120.980 Sæborg 23 116.005 Ihald og kratar reyndu ekki einu sinni framboð Raufarhöfn. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Aðeins einn listi kom fram við stjórnarkjör í Verkamannafélagi Raufárhafnar og varð stjórnin því sjálfkjörin. en hana skipa: Kristján Vigfússon* formaður, Friðmundur Jóhannesson vara- formaður, Lárus Guðmundsson ritari, Páll Árnason gjaldkeri og Karl Guðmundsson meðstjórn- andi. •íhaldsmenn og kratar eru nú hættir öllu brölti í félaginu, enda eiga þeir ekkert fylgi. Eng- inn mælir ,,viðreisninni" iengur bót. ÞérMiaii' biskup og fieiri géSir menn sfofnuSu Fiskifélagið fyrir 50 árum Fiskifélag íslands er fimm- tíu ára á mánudaginn, stofnað 20. febrúar 1911 á fundi áhugamanna um framfarir í sjávarútvegi. Það voru síður en svo ein- tómir sjómenn og útgerðarmenn sem stoínuðu félagið, meðal íundarmanna á undirbúnings- fundi undir stofnfundinn voru Þórhallur Bjarnason biskup, dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörð- ur og Brynjúlfur Björnsson tann- lækni.r, svo nokkrir séu nefnd- ir. Tilgangi félagsins var svo lýst í fyrstu lögum þess, að það ætti að „styðja og efla allt það, er verðá má til framíara og um- bóta í fiskveiðum íslendinga.“ Þetta hlutverk heíur félagið rækt rr.éð margvisiegum hætti á fimm áratuga starfsferli. Það heíur annast útgáfu tímaritsins Ægis, sem Matthías Þórðarson frá Móum stofnaði 1905, staðið fyrir mótornámskeiðum, sem baéttu úr brýnustu þörf útvegsins. einmitt þegar verið var að vélvæða fiskiflotann en menn með þekk- ingu á mótorvélum að heita má engir í landinu, beitt sér fyrir sjóvinnunámskeiðum og matreiðslunámskeiðum. Fiskifélagið hóf fiski- og haf- rannsóknir 1931, og fóru þsér l'ram á vegum þess þangað til Atvinnudcild Háskólans tók til starfa. Rannsóknarstofu um hag- nýtingu og vinnslu sjávaraíurða heiur iélagið rekið síðan 1935. Skýrslusöfnun um sjósókn og aflabrögð tók Fiskifélagið upp 1914 og hefur hún farið si- vaxandi og' á síðari árum tekn- ar upp í sambandi við hana hag- rænar rannsóknir. Með lögum hefur Fiskifélaginu verið faiið að starfrækja reikningaskrifstöfu sjávarútvegsins og Hlutatrygg- ingasjóð. Fiskiþing hefur verið háð á vegum fólagsins oítast an'nað- hvert ár siðan 1913. Slysavarna- félag fslands spratt uppúr um- ræðum sem urðu á fiskiþing'um. Framanaf var Fiskifélagið fé- lag áhugamanna um sjávarútveg hvaða starf sem þeir annars stunduðu, en frá 1944 hafa þcir einir haft full félagsréttindi sem starfa beint að sjávarútvegi, hvort heldur veiðar eða vinnslu. Eftir því sem árin liðu hefur samvinna Fiskií'élagsins og stjórnarvalda orðið nánari, sjávarútvegsmálaráðuneytið * eða Alþingi falið félaginu fjölda verkefna. Segir í afmælisgrein í nýútkomnu tölublaði Æg'is, nð Framhald á 2. síðu Heildarafli Ólafsvíkurbáta orðinn 1510 L Ólafsvík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Aflahæsli báturinn frá Ólafsvík á vertíöinni er nú vb. Baldvin Þcrvaldsson. Hefur meöalafli bátsins í róðri veriö um 13 lestir. Um miðjan mánuðinn var afli þeirra 13 báta sem róa héðan frá Ólafsvík með línu orðinn 1510:461 kg. í 279 róðr- um. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári, 1960, var afli 13 Ólafsvíkurbáta orðinn 115. febrúar 2159.610 kg i 362 sjóferðum. Róðrafjöldi bátanna er því til mikilla muna lægri nú en í fyrra, og meðalafli bátanna heldur lægri. Aflahæsti Ölafsvíkurbáturinn er sem fyrr segir vb. Baldvin Þorvaldsson, sem aflað hefur í febrúar 10-4.410 kg. í 13 róðr- um. Næst mestan afla í febrúar hefur vb. Valafell, 101.920 kg. í 13 sjóferðum. Þriðji afiahæsti báturinn frá Ólafsvík í febrúar er vb. Stapa- fell með 89.689 kg. í 12 róðr- um. Mjjög góÖ eösókn Listsýning Jóhannesar Kjar- vals í Listamannaskálanum hef- ur nú staðið yfir í 10 daga og hefur aðsókn verið mjög góð. iSýningin er opin daglega frá kl. 10,30 árdegis til 10t síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.