Þjóðviljinn - 29.07.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1962, Blaðsíða 1
Sunnudagwr 29. ju i 1962 — 27. árgangur — 168. tölublað. Síldarstúlkur! 'T « Alþýðubla.ðið sagði í gær, að' það kæmi með áríðandi skila- boð til ykkár í dag. — Rílds- stjórnin er nefnilega búin að ákveða að láta ykkur hætta allri síldarsöltun! Framleiðslubann stjórn- arvalda reginhneyksli ftomi »■■■■■;»■ • ■ ■ - • Ríkissi.jórmn og meiríhluti síldarútvegs- nefndar hafa nú lagzt á eitt að stöðva alla síldarsöltun. • Akvörðun meirihluta síldarútvegsnefndar, að stöðva alla síldarsöltun er slíkt regin- hneyksli, að fá dæmi munu um annað eins. Þetta skeður einmitt þegar síldin er að verða hvað bezt til söltunar, og fyrir liggur tilboð frá Rússum um kaup á verulegu magni salt- síldar, þótt ekki hafi enn náðst samkomulag um verð. • Vinnubrögð sem þessi eru algert einsdæmi og koma þvert á fyrri yfirlýsingar nefndar- innar að síldarsaltendum væri heimilt að salta áfram á eigin ábyrgð. Hér er því um algert framleiðslubann að ræða í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að neita saltend- um um ábyrgðarlán til framleiðslunnar. Stranglega bannað Þessar mynd'r voru tekn- ar fyrir nokkrum dögum í Neskaupstað, en ‘þar hefur verið líflegt að und- anförnu eins og víðar á Austur- og Norðurlandi. Á stærri myndinni sést yfir eina söltunarstöðina í Neskaupstað og hluta hafnarsvæðisins þakið tómum og uppsöltuðum ymsu hrópar minni síldartunnum og öðru er þarf til síldar- söl.tunar. „Taka tunnu", unga stúlkan á myndiinni. En nú, þegar bann hef- ur verið sett við frekari síldarsöltun, er viðbúið að deyfðin færist yfir þessa söltunarstöð eins ,og aðrar. (Ljósm. Jón Ingólfsson). Öll vinnubrögð meirihl'.uta síldarútvcgsnefndar eru með end- cmum hvar sem litið er. Nefndin lióf samninga mun seinna en venjulega og hafði því selt mun minna magn af salt- síld en nokkru sinni fyrr, er síld- arvertíð hófst. Ákvöröun henn- ar nií um stöðvun allrar söltunar nema sérsöltunar, kem- ur einnig þvert á fyrri tilkynn- íngu nefndarinnar, að saltendum sé le.vfilegt að salta á cigin á- byrgð. Þetta gerist á sama tíma og síldin er hvað bezt til söltun- ar. Jafnframt liggur fyrir tilboð frá Rússum um kaup á verulegu magni saltsíldar, þótt enn hali ekki náðst samkomulag um verð. Fyrir nokkra gæðinga Sérsöltunin, sem halda má á- fram, mun einkum vera söltun sykur- og kryddsíldar, sem selja á til Svíþjódar, Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Er þar um að ræða nálega 50 þúsund tunnur, sem nokkrir gæðingar í síldar- útvegsnefnd sitja að. Þessu er þannig komið fyrir, að kaupend- ur ytra íela umboðsmönnum sín- um hér að ákveða hverjir salta fyrir þá. Og vitanlega er séð till þess, að umboðin séu í höndum „réttra aðila“. Öllum þorra síldarsaltenda cr hins vegar bannað að halda á- fram að framleiða, þrátt fyrir ai» á borðinu liggur tilboð frá Rúss- um um kaup á verulegu magni saltsíldar. Saltendum er meira aft segja hótað sektum, cf þeir haldi áfram að frant eiöa, ef þeir vilja og geta saltað áfram á eig- in ábyrgð. Þetta er í fullu sam- ræmi við vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar að neita síldarsaltendum um ábyrgð út á framleiðslu sína. Ríkisstjórnin og meirihluti síld- arútvegsnefndar virðist þannig staðráöin í því að láta fleygja i bræðslu ágætri söltunarsíld og valda sjómönnum og saltendum miklu og ófyrirsjáanlegu tjónl, auk þcss stórfú Ida tjóns, seni af þcssu hlýzt fyrir þjóöina í heild. Framh. á 2. síðu Sjá 8. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.