Þjóðviljinn - 29.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1962, Blaðsíða 3
FH vann öruggan sigur yflr Esslingen Kynning íþróttamanna Hörður Finnsson Iþróttamannatal okkar íslend- inga er mjög fámennt. Það er því mjög áberandi þegar við eignumst mann, sem getur glímt við stalla sína út um heim með nokkrum árangri. Undantekning frá þessu er okkar bezti bringusundsmað- ur, Hörður Björn Finnsson. Hann á nú sem stendur Norðurlandmet í 100 m bringusundi, en samt eru það margir sem ekki kann- ast við nafnið, þegar það ber á góma. Ástæðurnar til þessa eru ýmsar, en fyrst og frcmst sú, að Hörður er maður sem lætur mjög lítið á sér bera í daglegu lífi. Annað .er það, að sund á ekki marga áhang- endur þó unnendur sunds séu mjög margir. Hörður er fædd- ur í Keflavík þann 13 febrúar, 1943 og fluttist ekki til Reykjavíkur fyrr en 1960, en var þó hér í skóla veturna frá ’58—’GO. í tilefni þess, að innan tíðar fer Hörður lík- lega til Lcipzig að taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi, átti blaðið tal við hann og fer það hér á cftir. ' — Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? — Það er ekki gott að segja ókveðið um það. Sundlaug kom nú ekki í Keflavík fyrr en 1951 og hún vakti auð- vitað mikinn áhuga í fyrstu. Þó held ég að mér hafi aldrei dottið keppni í hug fyrr en 1955—’56. Þá var fólkið sem átti heima í nágrenni við mig farið að æfa sund, og mér fannst mjög gaman að fá að fljóta með þeim, þegar þau fóru á æfingu. Ég held þó að ég hafi ekki byrjað að æfa fyrr en ’56 en það var aidrei neitt að ráði fyrr eh 1960. —r ‘Könnumst við nokkuð við fólkið sefn þú fékkst að fljóta með? , — Jú, ,jþga Aroad.ótUiv vaf, að æfa á þessum árum, og eins þeir Steinþór Júlíusson og Sigurður Friðriksson. — Þegar þú fórst svo að' æfa, byrjaðirðu þá strax á bringusundi?1'" " *' — Nei nei. Ég lærði ekki bringusund fyrr en ’57. Fyrst stundaði ég aðallega skrið- sund, en náði fljótt tökum á bringunni eftir að ég hafði lært það. 1958 varð ég t.d. drengjameistari í Keflavík, í Þýzka handknattleiksliðið Esslingcn lék fyrsta Ieik sinn hér í fyrrakvöld gegn FH. leik- urinn fór fram á Hörðuvöllum í Hafnarfirði, rigning var og kalt í veðri — áhorfcndur voru um 700 mestan part Hafnfirð- ingar. FH-ingar náðu strax for- ystu í leiknum og héldu henni til leiksloka, höfðu oftast 2—3 — Hvenær kepptir þú fyrst í sundi? — Ég held að það hafi ver- ið í Haínarfirði, þegar ég var 12 ára. Þar keppti ég í 33 m bringusundi fyrir 12 ára og yngri og synti á 32,1. Sér- staklega man ég eftir í sam- bandi við það mót, að stúlk- an sem vann sama sund fyr- ir stúlkur náði betri tíma en ég, eða 31,2. — Sá tími er nú líklega liðinn. Hvað áttu nú mörg met og hvað hefurðu oft sett met á þessu ári? — Á árinu hef ég sett fimm met og á nú metin í 50, 100 og 200 m bringu- sundi. —Þá eru sem sagt 3 met í bringusundi sem þú átt ekki. Ætlarðu ekki að eigna þér þau? i — Það væri gaman að > reyna við- þau, en ég er ekk- ert viss um að það gangi. — Nú ert þú að æfa fyrir utanför, er það ekki? — Jú, ég syndi núna tvis- var á dag, í hádeginu og á kvöldin. Samtals syndi _ ég líklega 4—6 km á dag . — Æfirðu svona stíft að staðaldri? ~ — Nei, venjulega aðeins einu sinni á dag, en tvisvar síðustu 2 mánuðina. — Þú keppir i 200 m biángusundi í Leipzig er það ekki? — Jú. — Er metið þitt í 100 m ekki betra en met.ið í 200 m? — Nei, samkvæmt stigatöfl- unni er metið í 200 m lík- lega bezta íslenzka sundmet- ið í dag og gefur 958 stig. Metið í 100 m gefur ca, 940 stig. — Ertu nokkuð að hugsa um að hætta í sundi? — Ekki strax hugsa ég, en þetta er mjög erfitt. — Er nokkuð sem þú vildir taka fram að lokum? — Já, ég vil geta þess að Guðmundur Gíslason félagi minn, á miklar þafckir sklid- ar; það er hann sem hefur verið driffjöðrin. Ég er- alls ekki viss um að gæti neitt i sundi núna ef hans hefði ekki notið. Og það má sann- arlega búast við blómaskeiði í sundi á íslandi, þegar Guð- mundur gefur sig að þjálfun annarra sundmanna. Bezti árangur 50m lOOm 200m 1957 1:22,5 2:59,9 1958 37,4 1:19,1 2:53,9 1959 35,2 1:18,3 2:50,2 1960 33,8 1:16,7 2:48,8 1961 33,1 1:13,0 2:45,1 1962 32,9 1:11,1 2:36,5 ca. 940 958 stig bezta sundm. fsl. 22:17 mörk yfir og unnu öruggan sig- ur með 22 mörkum • gegn 17, í hálfleik stóð 10:8 fyrir FH. Dómari var Magnús Péturs- son og var. honum nokkur vandi á höndum, því að Þjóðverjar túlka reglurnar nokkuð öðru- vísi en við, leyfa meiri hindr- anir. En Magnús var vandan- um vaxinn og dæmdi vel og m.ynduglega. Þetta þýzka lið er sterkara en úi'slit ileiksins gefa til kynna og við betri aðstæður varður gaman að sjá það leika. Þjóð- verjarnir leika með opnari vöm en hér tíðka-st og fylgja meir þeim sóknarmanni sem er með boltann hverju sinni, af þessu leiddi að meira varð um stimp- ingar og hindranir við mark Þjóðverja en við FH-markið, enda vohu dæmd sex vítaköst á þá. 1 sókninni dreifa þeir meira spilimi og mikið bar á löngum isendingum þvert yfir vítateiginn. Bezti maður í liði Þj óðverjá ’ var nr. 8. FH-liðið sýndi mjög góðan leik og virtust þeir ákveðnir frá upphafi að sigra. Hjalti Einars- son stóð sig mjög vel í mark- inu og bjargaði oft snilildarlega Ragnar sýndi einnig góðan leik, enda einnig Einar og Birgir. Bergþór er að komast í æfingu Kvennamót ÍR hefur ákveðið að efna til kvennamóts í frjálsum íþróttum mánudaginn 30. júlí n.k. og hefst keppnin kl. 7 á Melavell- inum. Allar stúlkur, sem æft hafa hjá IR i vor og sumar og einnig þær, sem mætt hafa á námskeiði IR eru beðnar að mæta og hafa samband við G.abor, þjálfara félagsins.. Hann er staddur á Melavellinum dag- lega klukkan 5 til 8, nema laugardag klukkan 1.30 til 4. Á sunnudögum er Gabor stadd- ur á Melavellinum frá klukkan 10 til 11.30. Greinarnar, sem keppt verður í, eru 60 m hlaup, langstökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp og 4x100 m boðhlaup. Keppt verður einnig í hástökki, 100 m og 4x100 boðhlaupi sveina. bringusundi, baksundi og númer tvö í skriðsundi. aftur. Annars er liðið mjög jafnt og hvergi áberandi veila, þótt það sé liðinu að sjálfsögðu mikill missir að Pétur Antons- son mun hættur að leika með því hann er flytjast til Grinda- víkur. Þeir ungu menin sem eru að byrja með liðinu lofa góðu en skortár enn keppnisreynslu. Birgir sagði fréttamanni Þjóð- vilja.ns efttr leikinn, að hann á- liti þetta bezta leik FH-liðs- inS nú í tvö ár. Næsti leikur Þjóðverjanna verður í dag í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli leika þeir þá við úrvalslið, sem landsliðs- nefnd HKSÍ hefur valið. Leik- urinn hefst kl. 3. Landsliðsnefnd Handknatt- leikssambands Islands hefur valið úrvalslið Suð-vestur- Iands, sem keppir við þýzka liðið Esslingen í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli í Liðið er þannig skipað: dag. Iljalti Einarsson FH Logi Kristjánsson FH Birgir Björnsson FH Einar Sigurðsson FH Ragnar Jónsson FH Bergþór Jónsson FH Kristján Stcfánsson FH Örn Ilallsteinsson FH Rósmundur Jónsson Víking Karl Jóhannsson KR Reynir Ólafsson KK Allir hafá þcssir menn leik- ið í úrvalsliði áður nema Logi Kristjánsson, hann hefur leikið scm markvörður með FH nú á íslandsmótinu og staðið sig afburðavel. Danska knattspyrnuliðið Hol- bæk lék tvo leiki í gærkvöld. í 2. fl, léku þeir við úrval úr KR og Þrótti, Holbæk sigraði með 1:0. 1 3. flokki gerði Hol- bæk jafntefli við Val 2:2. Meistarar í fimleikum Þessar þrjár stúlkur, sem myndirnar eru af sigruðu ný- verið í fimleikum á móti, sem haldið var í Austur-Berlín. Var það meistaramót Austur- þýzka alþýðulýðveldisins. Tal- ið frá vinstri eru Birgit Rad- ockla, sem varð nr. þrjú, UÍe Starke, er var önnur og Ing- rid, sem sigraði og hlaut ;!i . H'- ! :/;■■ ( i - l < Sunnudagui 29. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — C3!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.