Þjóðviljinn - 01.10.1971, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1971, Blaðsíða 1
Föstudagur 1. október 1971 — 36. árgangur — 222. tölublað. Samningar verkalýðs- félaga lausir nú í dag — atvinnurekendur lögðu fram kröfur á síðasta degi gildandi kjarasamninga Fulltrúar alvinnnrckentla ræúdu við þrjá ráðherra í rikisstjórn- inni í fyrradag. þá Ölaf Jóhann- csson, forsætisráðlierra, Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra og Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra. í gær var svo Iialdinn fundur með fulltrúum Alþýðusambandsins og atvinnu- Svavar Gestsson Nýr rítstjórí Þjóðviljans í dag tekur Svavar Gestsson formlega við störfum sem ný- ráðinn ritstjóri Þjóðviljans. Svavar hcfur um árabil starf- að vid Þjóðviljann sem blaða- maður og ritstjórnarfulltrúi og er Iesendum kunnur fyrir skrif sín um stjórnmál og fjölmargt annað cfni á undanförnum ár- Svavar Gestsson er fæddur 1944 og þvi yngsti ritstjóri tlag- blaðs sem nú starfar í land- inu. Útgáfufélag Þjóðviljans árnar honum hcilla og væntir sér mikils af störfum hans við blaðið. Lætur af störfum sem fréttastjóri í gær Iét formlega af störf- um við blaðið Sigurður V. Friðþjófsson cand mag., en hann hefur nú gegnt frétta- stjórastarfi við Þjóðviljann um árabil. Þjóðviljinn flytur Sig- urði V. Friðþjófssyni þakkir fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins og árnar lionum heilla 4 framtíðinni. rekenda. Hófst hann klultkan tvö í gærdag og var það annar fundur þessara aðila eftir að kröfur voru lagðar fram. I dag, 1. október eru samn- ingar verkalvðsí'élaganxia innan ASf lausir eins og kunnugt er og eru því allir félagsmenn vericalýðsfélaganna án kjara- samminga fyrst um siinin, en starfa eftir gömlu samningunum þangað til amnað verður ákveðið. Það bar til tíðinda á fundi at- vimnurekenda og fulltrúa ASl í gær að atvinniurekendur lögðu fram kröf'ur sínar í ellefu liðum — á síðasta degi samningstíma- bilsins! í tillöguim atvinnurekenda var la.gt til að samningstím inn yrði 3 ár. Á fundiinum í gær var þremur mönnum frá hvorum aðila falið að gera tillögur um tilhögun við s&mningsgerðina. í þeirri nefnd eiga sæti af hálfu ASÍ Björn Jónsson, Eðvairð Sigurðsson og Snorri Jónsson, en af hálfu Vinnuveitendasam.ban,dsins Jón H. Bergs, Björgvin Sigurðsson og Júlíus Valdlimairsson, framkv.stj. Vinnumálasaimbands SÍS. Samíylking stjórnarandstæð- inga í Saigon gegn Thieu SAIGON 30/9 — 45 foringjar stjórnarándstöðunnar í Suður-Ví- etnam bafa myndað með sér samtök, sem kenna sig við lýð- ræði og frið. Segja þau, að Thieu forseti sé einræftislierra og liernaðarsínni oc að samtökin Aldreður maðor varð fyrir bí! Aldraður blindur maÖur varð fyrir jeppabifreið í Eskihlið laiust eftir hádegi í gær. Var maðurinn á gangi eftir gang- stéttinni, er jeppabifreiðinni var ekið aftur á bak út úr húsasundi og varð maðurinn þá fyrir henni. Meiðzli hans munu ekki hafa verið alvarleg, en þó hafði hann áverka á höfði og kvtartaði um eymsli í fæti. muni vinna að því að koma á lýðræðisskipulagi í Suður-Víet- nam. Samtökin segja, að Thieu for- seti reyni, undir áhrifum Banda- ríkj amanna að kljúfa þjóðina endanlega í bráð og lengd. Eng- inn einn flokkur geti ráðið við lausn kreppu þeirrar sem að landinu steðjar, og því hafi samtökin verið nauðsynleg. Innan samtakanna eru bæði pólitísk samtök og trúarleg, ekki sízt róttækari Búddistar Sam- tö'kin gera bersýnilega ráð fyr- ir því, að Thieu verði „endur- kosinn“ forseti, en þau setja sér starfsáætlun til lengri tíma. Meðal þeirra sem undirrita yf- irlýsingu samtakanna er dr. Ho Van Minh, kaþóliki sem hætti við að bjóða sig fram gegn Thieu forseta vcgna bess, a'ð Thieu skipuleggur kosningasvik. Skuttogari til Dalvíkur 500 lesta togari, smíðaður í Noregi, kemur síðari hluta árs 1973 — Japanir bjóða að afhenda 6 togara 8 mánuðum eftir samningsgerð Útgerðarfélag Dal- víkur hefur undirrit- að samninga um kaup á 500 lesta skuttogara frá Noregi. Voru samningarnir undir- ritaðir sl. miðvikudag og er gert ráð fyrir að togarinn verði afhent- ur seinni hluta árs 1973. ★ í>að er Vélasalan hf., sem hefur umboð fyrir norsku skipasmíðastöðina, er smíðar þessa togara og er þetta 6. skuttogarinn sem pantaður hefur verið fyrir íslenzka að- ila hjá þessari skipasmíða- stöð í Flekkefjord í Noregi. Hinir fimm togararsnir voru pantaðir fyrir vestíirðinga að sögn Gunnars Friðrikssonar framkvæmdastjóra Vélasöl- unnar. Sagði Gunnar að þess- ir togarar væru allir smíð- aðir eftir sömu teikningu og verð þeirra væri 8 miljónir norskra króna. ★ Björgvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri útgerðafélags Dalvíkur, sagði að félagið, en cigendur þess eru Dalvíkur- hi-eppur og Kaupfélag Ey- firðinga, gerði út tvö skip, Björgvin og Björgúlf og væi-u þau bæði 250 lesta smíðuð í A-Þýzkalandi. Sagði Björg- vin, að gert væri ráð fyrir í samningum um smíði skut- togarans að hann yrði aí- hentur síðari hluta ársins 1973. Þá hafði Þjó'ðviljinn sam- band við Kristján O. Skag- fjörð, en það fyrirtæki hefur umboð fyrir japanska skut- togara. Sagði forsvarsmaður fyrirtækisins að fjölmargir útgerðamenn, er veeru í hug- leiðingum u.m skuttogara- kaup, hefðu haft samband við fyrirtækið. Japönsku frogar- amir sem Kr. Ó. Skagfjörð hefur umboð fyrir eru 450 til 500 lestir og 447 m. að lengd. Áætlað verð þeirra er 92 milj, íslenzkar krónur og væri það lægsta verð, sem í boði væri fyrir skuttogara af þessari stærð. Japanir bjóðast til að af- henda allt að 6 togara 8 mánuðum eftir samningsgerð og muíi það vera stytztd af- greiðslufrestur, sem boðið er uppá. Ennþá hafa engir sarnn- ingar verið gerðir um kaup á þessum japönsku togurum, en búast má við að ná'kvæm- ar smíðalýsingar liggi fyrir innan skarnms og þá ekki ólíklegt að eitthvað gerist f málinu, enda eru fjölmargir útgerðamenn í skuttagara-' hugleiðingum. Afstaða íslendinga í Kínamálinu veku r athygli Áform í Kínamálum eru í hættu ef svo fer fram" /f WASHINGTON 30,9. — Það kemur fram í fréttaflutningi stórblaðsins Ncw Vork Times af allsherjarþingi S.Þ., að brcytt af- staða íslands til aðildar stjórnar Kínverska Alþýðulýðveldisins hafi vakið íöluverða athygli. Blaðið ræðir í dag um breytía afstöðu Kanada og lslands og segir, að ef svo haidi áfra’.n, muni áform Bandarikjanna um að halda Formósustjórn innan i gærmorgun heyrðnm við Jónas Árnason símar frá New York: aftur í Jónasi Árnasyni, sem situr Allsherjarþing SÞ, og hafði hann frá mörgu að segja í sambandi við ræðn Einars Ágústssonar, sem Jónas segir að hafi verið flutt með sérstökum ágætum. L — Hvernig undirtektir fékk ræða F.inars í gær? spurðum við fyrst. — Hún var flutt undir lok fundarins, milli kl. 4 og 5, og nú þegar þú talar við mig er klukikan 9 að moi'gni, svo að ég hef ekiki haft mik- inn tíma til að tala við fuil- trúa og leita eftir áliti manna í samtölum, en mér er óhætt að segja að það hafi verið rækilega á ræð- una hlustað. Malik, fundar- stjórinn frá Indónesíu, stjórn- ar fundunum á ensku, en er ekki góður í eriskum fram- burði — hefði líklega ekki fengið háa einkunn í ensk- um framburði hjá okkur í Reykholtsskóla — þessi mæti maður. Stundum rekur hann í vörðurnar þegar hann lend- ir á erfiðum orðum, og ekki Einar fékk hljóB á viBþá„stóru' laust við að hann leggi „bet- oningen forkert". En þegar hann kynnti utanríkisráð- herra okkar Islendinga, þá hafði hann alveg réttan framburð! Nú, þegar þeir stóru tala, menn á borð við Sir. Alec og Gromiko, þá má heita fulikomið . hljóð í sal'num, en þegar fulltrúar smærri þjóða tala er oftast einhver kliður og talsvert skvaldur í hlið- argöngum. U ta nríkisráöherra Maroldíó hafði talað næst á undan Einar og menn kansiki orðnir dálítið þreyttir eftir þá ræðu en hún var tolu- vert löng eins og þær eru sumar þessar ræður. Þegar líður á ræðu Einars hljóðnar mjög rækilega í salnum og þegar hann kom að land- helgismálinu þá var fullkom- ið hljóð — sambærilegt við það sem þeir stóru fá, enda flutti hann þessa ræðu með sérstökum ágætum. Ég hef að sjálfsögðu heyrt hann halda ræðu á alþingi Islend- inga, og reyndar líka á fund- um uppi í Borgarfirði, en hann virðist halda þeim mun betri ræður eftir því sem fleiri hlusta á. — Vcx semsagt nieð vanda hverjum... — Já, mér virðist það. Það var í þessu alvara og þungi — prýðilegur flutningur, bæði hvað snertir ræðumennskuna sjálfa og höfuðstyrkur ræð- unnar var einlægnin sem kom greinilega fram; slíkt vantar stundum hjá þeim sem hafa haldið fleiri ræður hjá SÞ. Það var stemming meðan hann flutti ræðuna — kannski ekki jafnmikil stemming hjá öllum í saln- um, eins og hjá mér sem Is- lendingi. Þegar hann t. d. sagði í sambandi tóð land- helgismálið með sérstakri á- herzlu, og það kom prýðilega út: WE. MUST. WE WILU, WE SHALL sá ég ekki betur en hann beindi þessum á- hezlum sínum á þann stað í salnum þar sem brezka sendi- nefndin situr. Hann hefur kannski verið að ítreka eitt- hvað enn frekar það sem hann hafði sagt við Sir. Alee Ðoúglas Home daginn áður. Einar fer nú heim á föstu- daginn og ég hika ekki við að segja hann hafi verið ís- lendingum til hins mesta sóma. Það er orðið allt ann- að að vera á þingi Sam- einuðu þjóðanna nú en það var fyrir þremur árum. Framhald á 9. síðu. samtakanna í haettu. Fréttin í New York Times fri umræðunum um aðild Kina a< S.Þ., sem Jóinas Árnason taiai um í viðtali hér neðar .á síðainn birtist undir fyrirsögninni; „Kart- ada og Island gegn áformun USA um Kína“ og var á þes«; leið: Þeir sem styðja aðild Peking stjómarininar að Sameinuðu þjó3 unum á kostnað kínversku þjóð emissinnastjórnarinnar feitgi liðsauka í dag. þegar tvö að- ildarríki í viðbót, Kanada.ogís' land, gei’ðu það ljóst, að þat myndu greiða kommú n istes tj ór-n inni atkvæði sitt sem eina full- trúa Kína. Bæði löndin hafa endurskoðai afstöðu sína frá fyrra ári msi þvi að gefa til kynma, að þat séu andvig þein-i tillögu Banda- ríkjamanna, að brottvísun kín versku þjóðernissinnastjórnarinn ar sé „þýðimgarmikið mál“ sen þurfi tvo þriðju atkvæða til ai samþykkja. Alls hafa átta lönd gefið ti kynna breytta afstöðu til þesss máls frá þvi að Allsherjarþingi, hófst hér í fyrri viku. Ef þess um straumi heldur áfram þáget ur von Bandaríkjamanna um a< tiYggja kínveiskum þjóðemis sinnum sæti hjá S,Þ. verið hættu. U tamríkisráðherra Kanada Mitchell Sharp, sagdi Alisherjar þinginu afdráttarlaust, að þai ætti að sjá til þess að „Alþýðu lýðveldið Kína setjist í sæt Kína“. Framhald á 9 &íðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.