Þjóðviljinn - 01.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1971, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. októfoer 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Rætt við fulltrúa á ráðstefnunni í Borgarnesi □ Hér f-ara á eftirvi’ðtöi við nokkra fulltrúa á ráðstefnu ungra Alþýðubandalagsmanna sem haldin var í Borgamesi um síðustu helgi. Þetta eru fulltrúar sem hafa sitthvað að segja um starf Alþýðubandalagsins og þátt unga fólksins í því. Ljóst er að ungir sósíalistar gera kröfur um mun öflugra flokksstarf innan Alþýðubandalags- ins. Sigurður Magnússon: Sitjum ekki við orðin tóm Ráðstefna ungra Alþýðu- bandalagsmanna í Borgarnesi sem haldin var um siðustu helgi tókst mjög vel og sóttu han-a um 100 félaigar. Sigurður Magnússon sá um undiibún- ing og skipulagningu ráðstefn- unnar og hér fer á eftir við- tal við hann um árangur henn- ar. — Hvernig stóð á ]>ví að efnt var til þessarar ráðstefnu0 — Eins og fram hefnr komið í fréttum hafði æskulýðsnefnd miðstjómar boðað til þsssarar ráðstefnu, en henni þótti til- hlýðilegL. að ungir féiagar gsétu hitzt skömmu fyrir lands- fund AB, sem baldia á í nóv- émber. Okkur þótti na-uðsyn- legt, að Alþýðubandalagsmenn tækju hin stórpólitísku mál sem framundan ern til um- ræðu, j-afnframt þv-i, sem leggía ’þúi-lti grundvöll að þvi, hvémig bezt mætti efla starf flokksins. Ég tel að þesai ráð- stéfna hafi haft verulegt gildi. Baéði var hún fjölsótt og óhætt að segja að öll kjördæmi hafi átt fulltrúa. Umræður og skoð- anaskipti einkenndust af áhuga og hreinskilinni gagnrýni á flokksstarfið. — En hvernig leizt mönnum á málefnasamninginn? — Það kom s-kýrt fram, að ungir sósíalistar gera sér vel grein fyrir þeim takmörkun- um, sem málefnasamningur- inn setur en viðurkenna jafn- framt einarðlega það gildi, sem stjómars-amstarfið hefur fyrir sósíaliska hreyfingu. Ungir sósíaiistar líta svo á, að virkt starf Alþýðubandialagsins inn- an þings og utan geti búið í haginn fyrir áframhaldiandi baráttu fram til sósiíalísks þjóðfélags. — Þið rædduð einnig lun menntun og menntunarað- stöðu? — 'Já menntunarmálin voru tekin fyrir sem sérstakur dag- skrárliður, enda eru þau eitt brýnasta hagsmunamál ungs fólks Ráðsitefnan aamþyklkti mjö-g hva-s-sa gagnrýni um menntunaraðstöð'jna og gerði kröfur um jafnrétti til náms og lýðræðislegra fyrirkomulag skólamála. — En starf flokksins var að- aldagskrármál ráðstefnunnar? — Ég leyfi mér að íullyrða, að umræður um það mál hafi verið mjög athyglisverðar. Þær einkenndust af hreinskilni og jákvæðri gagnrýni. Þar var reynt að setja fram tillögur til úrbóta og skilgreina orsök þess, að núverandi starfshætt- ir flok-ksins eru slíkir sem raun er á. Eins kom fram mjög ákve'ðinn vilji fund-armanna um að láta ekki sitja við orð- in tóm. Ljóst er, að þetta unga fólk er reiðubúið að leggja á sig aukið starf til uppbyag- ingar flokksstarfs Alþýðu- bajidalagsins. M.a. var sam- Signrður Magnússon þykkt að beita sér fyrir sér- stökum ráðstefnum ungra Al- þýðubandalagsmanna í hverju kjördæmi og Tafnframt að boða til sérstakra ráðstefna um verkalýðsrmal og fræðilega stefnuskrá Alþýðubandalags- ins. — En þegar á heildina er litið, hvernig tókst ráðstefnu- haldið? — Eins og fram hefur kom- ið í fréttum af ráðstefinunnrf, flutti Ragnar Amalds form. flokksins ávarp í npphafi hennar, þar sem hann tó-k starfsemi Alþý’ðub-andalagsins til umræðu og hv-atti til auk- innar þátttöku ungs fólks í störfum flokksins. Síðdegis á laugardag svaraði Magnús Kjartansson iðnaðar- og heil- brigðisráðherra fjölmörgum fyrirspumum fund-armanna um verkefni og starf rikisstjórn- arinnar. Var augljóst, að ráð- stefnuþátttakendur gerðu sér eftir það, mun betur grein fvr- ir þeim gífurlegu vandamál- um sem þessi ríkisstjórn heí- ur tekið í arf frá viðreisnar- stjóminni og erfið starfsskil- yrði ráðherra eftir 12 ára við- reisn í ráðuneytunum Einnig gafst fundarmönnum tækifæri tii að spjalla við Ein- ar Olgeirsson um hvaðeina er snertir langa baráttusögu sósi- alískrar hreyfingar á íslandi og komu vel fram tengsl for- tíðar og nútíðar í sosialískri baráttu i svö*m Einars. f heildina má segja.að þessi ráðstefna hafi markað þátta- skil í störfum Alþýðubanua- lagsins. Að vísu var ítrekuð fyrri afstaða ungra sós.ali-sta um starfsskipan æskuiýðs- starfs innan Alþýðubandalags- ins, en jafnframt var lagður grundvöllur að mun öflugra og skipulagðara starfi ungra sósí- alista innan Alþýðub-andalags- ins. Ég et þess fullviss. að þátttakendur standi við það heit sitt. að láta ekki sitja við orðin tóm. því næg eru verk- efnin framundan. ÞpfS er á valdi unga fólksins. hvort Al- þýðubandalagið verði sá öflugi sósíalíski verkalýðaflokkur sem við viljum 511. Jón Asgeir Sig’urðsson: Nýtt fundafyrirkomulag Ég var á fuinddmum aðeins fyrri daginn, þeas. laugardag- inn, svo að mínar atbuigasemdir eiga eingöngu við þann dag. Miðað við þá gagjirýni, sem fram kiom á ioniri starfshætti Alþýðubandalagsins á þessum fundi, tel ég eftirfarandi gagn- rýni miína á s.jálft fundarfyrir- komiulagið ekki óréttlátana. í fyrsta lagi var undirbúningur fundarins þannig að örfáir menn sáu um að semja drög að ályktunum, sem síðar skyldu ræddar í „nefndum". Sjálfsögð úrbót væri, %ð fyrir svona fundi séu undii'búin drög að á- lyktunum í starfshópum 8-12 manna, hver með sinn mála- flokk, og jafnvel gætu þeir stuðst við tillögur frá félags- mönnum um allt land. Fram- söguræðum, sem útlistunum á plöggum, ætti alveg að sleppa. *En þessi gagnrýni mín gerir þá ráð fyrir að starf innan flokks- ins sé mjög mdkið virkara, en það virðist hafa verið á þriggja ára tilveTutíma ATþýðubanda- lagsins. 1 öðru lagi, og sem af- leiðing af undansögðu, var fundaformið afar þungt í vöfum. Ég sting uppá að auk undir- búnings slíkra funda í málefna- hópum, séu drög að ályktunum send öllum væntanlegum þátt- takendum með góðum fyrirvara (amk. 10 dagar), og einnig mælzt til að ,ekki haldist slik sikipting í hópa á fundinum sjálfum, þeas. sem flestir taki þátt í umræðum um önnur Þuríður Friðjónsdóttir: Ekki róttæk Núverandi stjórn er langt frá því að vera róttæk vinstri stjóim, og þar af leiðir, að hún kemur aldrei til með að fram- kvæma þær eigindabreytingar, sem ég vildi að yrðu á þjóðfé- Jaginu, svo sem þjóðnýtingu at- vinnutækja, takmörkun áeigna- rétti mianua o.s.frv. Ég bind mestar vonir við, að nýju stjóminnl takist að' draga úr ýmiss konar misrétti og koma á meiri jöfnuði í launum og menntunaraðstöðu. Þá vona ég, að stjórniin geri alvöru úr því að reka herinn úr landinu, enda lít ég á það sem eitthvert þýðinigarmesta atriði málefna- samningsins. Þá virðist eininig mega ætla, að þessi stjórn fylgi yfirleitt vitrænni utanríkis- stefnu en íhaldsstjómin. Hvað ráðstefnum sem þessari viðvíkur, þá væri það athug- andi, að eyða meiri tím'a í um- Jón Ásgeir Sigurðsson plögg en þau sem þeir hafa samið. Og enn er forsendan sú, að innanflO'kksstarfið sé virkt. í þriðja lagi ætti að sleppa al- gjörlega háborðs-fyrirkomulagi á sjálfum stefnumótunarfund- um. Þeir henta vel, þegar um er að ræða egta framsöguræð- ur, þar sem tilgangurinn er fyrst og fremst að koma á framfæri upplýsingum til sem flestra. I>essvegna var háborðs- fyrirkomulagið rétt, þégar Maignús Kjartansson og Einar Olgeirsson svöruðu fyrirspum- um, en það er ekki viðeigandi þegar menn setla að skiptast á skoðunum almennt. vinstrí stjórn ræður og upplýsingar, en minni í ályktanir. Þuríður Friðjónsdóttir Tómas Einarsson: Höldum uppi gagnrýni Ég hlýt að telja svokallaða vinstristjóm nokkum áfanga á leið Islendinga til sósíalisma, þrátt fyrir það, að hún valdi elaki neinum stökkforeytingum á hinu vanþróaða auðvaldsþjóð- félagi voru. Þessu til stuðnings vil ég netfna nokkrar ástæður. I fynsta lagi verður ásókn er- lendra auðhringa í auðlindir vorar stöðvuð að mestu. í öðru lagi er þessi rí'kdsstjóm ekki andstæð stéttarhagsmunum verkalýðsstéttarinnar eins og sú ríkisstjóm auðvaldsins, er hér sat að völdum 12 árum of lengi. I þriðja lagi slitnar einn hiekk- ur í herstöðvakeðju bandarisku heimsvaldastefnuninar við brott- för bandaríska hersins. Þetta eru þær helztu ástæður fynr því, að ég er hlynntur núver- andi rfkisstjóm. Hitt verður al- menningur að skilja, að ráð- Tómas Einarsson herrar með amk. 60 þúsund kr. mánaðarlaun geta vart arðið raunverulegir fulltrúar fólks, sém hefur frá 20—25 þús. kr. mánaðarlaun, þó þeir séu aillir af vilja gerðir. Og þrátt fyrir það, að þessd ríkisstjóm sé skárri en þrásetustjómim ill- ræmda, þá vesrðum við marxist- ar að gagnrýna hana hlííðar- laust ef okkur þykir ástæða til. Markmið okkar er fullt frelsi alþýðunmar, afnám stéttaskipt- ingarinnar og þá auðvitað arð- rámsskipulagsins um leið, þeas. sósíalisminn. Guðmundur Þór Axelsson. Starfið verður að bæta Méð tilliti til þess með hvers konar flokkum við erum í stjóm, verður að telja. a® við höfum náð nokkuð bagstæðum samningum við stjómarmynd- unina Vissulega er hægt að telja upp fjölmörg atriði í málefnaisamningnum, sém þyrftu að vera mun ákveðnar og róttækar orðuð. En umskipt- in munu verða geysileg frá þvi sém var, ef stjóminni tekst vel til með framkvætnd m álefnasamn ingsins. Á Austfjörðum sem og í öðrum landshlutum hefur ver- ið mikil deyfð yfir öllu félags- starfi á vegum Alþýðubanda- lagsins. Þar sém annars staðar vantar þátttöku hins almenna félaga, Og það er einmitt þetta atriði, sem ég held að sé mein- semdin í flokksstarfinu. Lausn- in er ekki eingöngu fólgin í sétningu frjálslyndra laga, héldur í þvi a@ byggja starf- ið í hinum einstöku félögum þannig upp, að það verki örv- andi á hinn almenna félaga til aukinnar þátttökru. Ungir Alþýðubandalagsmenn á Austurlandi hafa sitthvað á prjónunum í sambandi við aukið félagstarf, má þar m.a. nefna ráðstefnu ungra Alþýðu- bandalagsmanna sem væntan- lega verður haldin i júlí á nassta árt. Gestur Guðmundsson: Guðmundur Þór Axelsson Einni'g hefur verið komið á föstum þætti í „Austurlandi“, sem ætlað er að koma á fram- faeri skoðunum ungra manna. Þessi ráðstefna hefur verið árangursrík, og er vonandi. að hún verði til þess að tengja unga Alþýðubandalagsmenn úr hinum ýmsu landshlutum og vérði til þess, að auka starf þeirra og áhrif. Bættir starfshættir Að sjálfsögðu breýtir þessi stjóm ekki gerð þjóðfélagsins, skaipar ef bezt lætur skilyrði fyrir slika breytingu. Ég lit fyrst og fremst á þessa stjórn sem vamarstjám, hún er vörn fyrir þjóðlega atvinnuvegi og lágmarksafkormi launafóliks, og gefiur þar að auki vonir um að herinn fari af lamdd birort, pg ég tel, að við eígium að styðja stjómina sem slíka vamar- stjóm . . . Til þessa hafá ýmsir mednleg- ir gallar verið á starfi Aiþýðu- bandal. Staðrejmdin er sú, að það er vart til neitt stefnu- myndandi férli innan flokks- ins. Ég tel, að ástanddð batni ekiki miikið, þó að stafinanir flokksdns taki upp ofurlitdð lýd- ræðisiegri vinnubrögð. Það sem þarf, er f jöldastarf, þétttatoa al- mennra félaga í stefnumótun og tötou átovarðana, Ég vona, að ráðstefinan nú beri einhvem áramgur { þé veru að foæta starfshættd flokksins. Þá vona ég og, að hún eigi þátt í þvi að hrinda a£ stað umræð- um um mennitamál { þjóðfé- Gestur Guðmundsson lagslegu samihengi, þó tíminn hafi verið allt of naumur til að komast djúpt ofan. í þessi mál. Gerið góð kaup Herrajakkar kr. 2700,00. Terylenebuxur herra kr. 900.00. Bláar manehetsikyrtur kr. 450.00. Sokkar tneð þykkum sólum, tilvaldir fyrir sára og sjúka fætur og einnig fyrir fþróttafólk. Sendum gegn póstkröfu. LITLI-SKÓGUR Snorrabraut 22 — Sími 25644.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.