Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 1
ÞJuÐVIUINN LaugardagurS. marsl977 — 42. árg.—53. tbl. Mokafli á miðunum sunnanlands: Allt útlit er fyrir metafla af lodnu á þessari vertíd Allt útlit er fyrir aö loðnuvertíö- in I ár gefi af sér metafla og fari langt fram úr þvi sem til þessa hefur þekkst. Hjá loðnunefnd fengust þær upplýsingar I gær, að undangenginn sólarhring hefðu boristá land 14.000 lestir af loðnu, en siöan brælan gekk niður eftir siðustu helgi hefur veriö mokveiði af loðnu á svæðinu austan frá Þri- dröngum og vestur að Selvogi. Heildaraflinn það sem af er ver- tiöarinnar er kominn upp 1 410.000 tonn, og vantar þá ekki nema Þó gengur illa að fá nógu gott hrá- efni til frystingar 50.000 lestir upp á að sama afla- marki sé náð og þegar mest hefur verið á heilli vertið. Hla hefur þó gengið að fá hæfa loðnu til frystingar, hvort sem það er vegna þess að kröfur kaup- enda hafa aukist eða vegna þess Vil ekkert segja um tímasetningu í sambandi við hreinsitœki við álverið, segir Matthías Bjarnason Heilbrigðisráðuneytið setti ál- verinu á sinum tima frest til 1. mars til aö skila áliti um meng- unarvarnir þar. Þjóðviljinn haföi I gær samband við Matthlas Bjarnason heilbrigöisráöherra og sagði hann að ráðuneytiö hefði nú fengið bréf frá forsyarsmönnum álversins um þetta mál og væru þeir loks komnir niður á fullkom- inn hreinsunarútbúnaö. Hins vegar var svo að heyra á ráðherr- anum aö ekki væri getiö um tlma- setningar I bréfi þessu hvenær honum væri komiö upp. Matthlas sagöi að iönaðarráöu- neytiö væri aö kanna tæknilega á hversu skömmum tlma væri hægt að koma upp þessum dýra búnaði en svo stutt væri slöan heilbrigöisráðuneytið heföi fengið bréfiö I hendur að ekki hefði enn gefist tími til að ræöa innihald þess. Hannvildi ekki nefna neinn hugsanlegan árafjölda. —GFr. að loðnan sem nú veiðist stenst ekki viðteknar kröfur um lág- marksstærð og gæði, en verð á loðnu til frystingar er mun hærra en fyrir bræðsluloðnu. Þá hefur verið það mikil áta i þeirri loðnu, sem veiðsthefur nú I hrotunni eft- ir bræluna, að hún hefur verið al- gjörlega óhæf til frystingar. Þjóðviljinn hafði I gær sam- band við starfsmenn við loðnu- móttöku i nokkrum frystihúsum I Reykjavik og var þar sama sag- Framhald á bls. 18 Matthlas Bjarnason. Grunnskólanemar I 9. bekk eru reiðir þessa dagana vegna framkvæmda sam- ræmdu prófanna sem nýlega eru afstaðin. Þeir fjölmenntu niðri i bæ i gær til að mót- mæla prófunum og beindu spjótum sinum mjög að menntamála- ráðherra og prófa- nefnd. Sjá 6. síðu Endanleg nið- urstaða ekki fengin ennþá um starfsleyfi fyrir járn- blendiverksmiðju Heilbrigöiseftirlitiö hefur sett fram ákveönar kröfur um meng- unarvarnir I fyrirhugaöri járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga. Elkem Spiegerverket hef ur ekki viljað faúast á þær kröfur og þegar Þjóðviljinn haföi sam- band við Matthias Bjarnason heilbrigöisráöherra i gær sagði hann að stöðugir umræðufundir væru í gangi um þetta mál og tækju þátt I þeimheilbrigðiseftir- litið, ráöuneytisstjóri og land- læknir. Ekki er endanleg niður- staða fengin, en verður innan skamms tima. Heilbrigðiseftirlit- ið er aöeins umsagnaraðili um máliö og ráðuneytiö mun gefa út starfsleyfi fyrir verksmiöjuna eftir aö hafa kannað, vegiö og metið málið, sagði ráðherrann. Stemmning fyrir þvi ad leggja áherslu á kaupið 1 blaðinu i gær greindum við frá þvi hvernig nokkur verka- lýðsfélög standa að kröfugerö og undirbúningi kjarasamninga þeirra sem I hönd fara. Við höldum þessu áfram i dag og leitum nú til tveggja félaga á landsbyggðinni auk eins reykja- vikurfélags. Ólafur Emilsson formaður Hins islenska prentarafélags sagöi aö I janúar heföu veriö haldnir tveir fulltrúaráðsfundir um kjararamálin. A öðrum þeirra var kosin nefnd til aö móta stefnu félagsins I kröfu- gerðinni og á hún að leggja fram álit sitt I næstu viku. Fljótlega eftir það mun fulltrúaráöið fjalla um álit nefndarinnar, en I vikunni á eftir verður svo hald- inn félagsfundur þar sem kröfu- geröin verður á dagskrá ásamt uppsögn samninga. — Annars vill svo óheppilega til fyrir okkur að samningamál- in ber upp á sama tima og undirbúningur að 80 ára afmælishátiö félagsins er i full- um gangi,en afmæliö er 4. april nk. Við höfum þvi oröiö að skipta með okkur verkum. — Nú hafið þið ekki haft sam- flot meö ASÍ I samningagerð á sföustu árum. Verður einhver breyting þar á? — Nei, og þaö stafar einfald- lega af þvi aö okkar atvinnurek- endur eru ekki i Vinnuveitenda- sambandinu. En við sendum okkar fulltrúa á kjaramálaráð- stefnuna og munum fylgja þeirri meginstefnu sem þar var mótuð um 100 þúsund króna lág- markslaun. Þaðhefur lika alltaf veriö góð samvinna milli okkar og ASI og ég á von á aö svo verði einnig nú, þótt við eigum ekki fulltrúa I samninganefnd ASl, sagði ólafur. Pétur Sigurösson formaöur Alþýðusambands Vestfjaröa Rætt við forystumenn prentara, Alþýðusambands Vestfjarða og Einingar á Akureyri um undir- búning stéttaátakanna Ólafur Pétur. Jón Kjara- málin á dagskrá sagði að Stjórn ASV héldi fund á morgun, sunnudag, þar sem kröfugeröin yrði til umræöu. — Það er nú vaninn hér fyrir vestan að viö I stjórn ASV leggj- um linuna fyrir kröfugerðina, svo ræöa félögin það á fundum. Það má þvi búast við þvi að fundarhöld hefjist almennt I félögunum eftir fundinn á sunnudaginn. — Það hefur veriö rætt hér að fá samningana meira hingað heim i hérað en verið hefur. Við teljum að fyrirtækin hér hafi aö mörgu leyti forsendur til aö gera betur viö sitt fólk en annars staöar. En stóru málin eins og kaupkröfurnar og hús- næðismálin verða þó afgreidd fyrir sunnan, þau verður aö útkljá sameiginlega, sagði Pétur. Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri sagði að kjaramálin hefðu veriö á dag- skrá aöalfundar félagsins sem Framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.