Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1977 Stefán Jón Hafstein ^ skrifar frá Bretlandi: „Stefna Verkamanna- flokksins er i eðli sinu stefna atvinnuieysis” sagöi frú Margaret Thatcher, ieiötogi lhaldsflokksins er hún lýsti skoöun sinni á rikisstjórn Verkamannaflokksins. A siöustuárum efnahagslegrar kreppu i Bretlandi hefur enn einu sinni sannast aö á erfib- leikatimum magnast and- stæöurnar 1 þjóöfélaginu. Janúarmánuöur þessa árs var sá versti i þrjátiu ár hvaö atvinnuleysi áhrærir, nú telja atvinnulausir I Bret- landi næstum hálfa aöra miljón. Iönaöurinn missir stööugt mátt vegna lltillar endurnýjunar og úreltra vinnubragöa og æ haröari samkeppni utanlands frá, heilagt innflutningsfrelsiö má auövitaö ekki skeröa. Nú vantar breta u.þ.b. fjóröung uppá aö endar rikiskassans nái saman. Heimsfræg stór- lán brúa þaö sem á vantar, raunar eiga Bretar allt sitt undir útlendingum um þess- ar mundir. Bágur hagur breta Þaö er ekki aöeins þaö aö lánardrottnarnir veröi vilhallir meöan kreppan varir, ógn stafar lika annars staöar frá: „Sterling- sjóöur” araba siöan á dögum oliukreppunnar getur kollvarpaö óburöugu efnahagslifinu endan- lega. Tilurö „Sterlingsjóösins” byggöist upphaflega á aö i staö þess aö greiöa innflutta oliu i er- lendum gjaldeyri, sem bretar eins og sumir aörir áttu lítiö af, greiddu þeir oliuhöföingjunum i sterlingspundum sem lögö voru inn á breska banka. Sjóöur þessi nemur nú sex miljöröum punda. Dyttieigendum þessara peninga i hugaöþeir væru óeigulegiri ster- lingformi, og byöu þá fala á al- þjóölegum peningamörkuöum, væri Bretland á hausnum. Til aö foröa sliku áfalli yröu breskir bankar aö kaupa upp sjóöinn. Slikt er þeim þó ofviöa þar sem gjaldeyrissjóöur breta nemur aö- eins tveimur milljöröum punda. 1 bráöabili hefur þessari martröö aö nokkru veriö létt af annars iþyngdu baki þeirra, meö jóla- glaöningi frá erlendum lánar- drottnum (3.9 miljaröa dala aukningu skuldabaggans). Fylgdi óbeint loforö um aö I neyö kynni meiri hjálpar aö vænta. Hver höndin upp.... 1 þessari leiöu aöstööu er auö- vitað hver höndin upp á móti ann- arium hvað valdi. Frú Thatcher i broddi aö þvi er viröist einhuga Ihaldsflokks telur sig vita hvaö á bjátar. SkbÖún hennár er sú aö nú hafi sósialismi endanlega haldiö innreiö sina i Bretland meö öllum þeim hörmungum sem sliku fylgi. „Þaö veröur dansað á strætum” sagöi hún I haust þegar ihalds- maöur vann sæti i einu kjördæm- anna og skirskotaöi hún þar til þeirrar sannfæringar sinnar aö i siöasta lagi á þessu vori yröu kosningar og sigur flokks hennar. Þjóönýting stórfyrirtækja sem stjórn Challagans hefur stundaö i nokkrum mæli er henni og flokks- félögunum auövitaö þyrnir I aug- um, svo ekki sé talað um veiklun þjóöfélagsins fyrir taumlausa „sósialiseringu”, t.d. atvinnu- leysisbætur sem nægja til fram- færis og „óhóflega” skattlagn- ingu fyrirtækja og hátekju- manna. Þaö sem rennur þó ihaldsmönnum átakanlegast til rifja er þaö sem þeir kalla aö „verkalýðsfélögin stjórni land- inu”. Sú skoöun frú Thatcher aö Bretland sé i raun og sannleika sósialiskt riki á sér örugglega mikinn hljómgrunn hér i landi. Ogsé þaö eitthvaö umfram annaö sem spjótin beinast aö, þá eru þaö verkalýösfélögin. Þau hafa náö miklum faglegum styrk, en eru þrúguö af miklu skrifræöi. Póli- tiskur þróttur er á hinn bóginn tæpast eins mikill og frú Thatch- er vill af láta, a.m.k. veöur ekki betur séð en aö breskir verka- menn eigi langt i aö afnema eignaréttinn á atvinnutækjunum og skipta aröinum af þeim rétt- látlega milli þegnanna eftir hug- sjón sósialismans. Þegar Harold Wilson sagöi af sér forsæti Verkamannaflokksins opinberaöist gjörla þeim sem ekki höföu uppgötvaö þaö fyrr hve andstæðir pólar voru aö magnast innan flokksins. 1 kapp- hlaupinu um formennskuna sigr- aöi hinn ótvirætt hægrisinnaöi Challaghan fulltrúa róttækari afla sem æ meira voru aö láta aö sér kveða. Þótt Michael Foot veröi tæpast talinn til fremstu róttæklinga reyndu þeir þó aö sameinast um hann, en fór sem fór. Ef til vill veldur hinn hægfara N auðungaruppbo ð Að kröfu skiptaréttar Keflavikur verður ýmiss konar ónotaður fatnaður, meðal annars á börn og unglinga, seldur á nauð- ungaruppboði, sem haldið verður að Vatnsnesvegi 33 Keflavik laugardaginn 12. mars nk. kl. 14:00. Varningurinn verður til sýnis frá kl. 13:30. Uppboðshaldarinn i Keflavik. Allsher j ar atk væðagr eiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atvkæðagreiðslu um kjör stjórnar pg trún- aðarráðs i Starfsmannafélaginu Sókn. Listi stjórnar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins, Skóla-' vörðustig 16. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 12 nk. mánudag. Tillögum skulu fylgja nöfn 100 fullgildra félagsmanna. Stjórnin. — átök i Verkamanna- flokknum formaöur flokksins þvi aö and- stæöar fylkingar innan hans hafa skipaösén þéttarhvorgegn annari og aö nú er augljósari en nokkru sinni fyrr óeiingin i liöi Challaghans. Þaö er ekki nóg meö þaö aö forsætisráöherrann eigi fullti fangimeöaöverjast árásuir stjórnarandstööunnar, heldur lika herskáum flokksfélögum. Á meöan ihaldsmenn „afhjúpa kommúnista” i þingliöi Challag- hans meö viöeigandi bollalegg- ingum sætir hann heiftarlegum árásum úr eigin«flokki fyrir hægri mennsku. Þar sem Margaret Thatcher sér sósialiskt Bretland sjá rót- tæklingar kapitalisma i úlfa- kreppu. Fyrir frú Thatcher eru kratiskar tilhneigingar Challag- hans i skásta falli sósialismi og i versta falli kommúnismi, i aug- um róttækra eru aögeröir stjórnarinnar ekkert anaö en árásir auövaldsins sem eins og venjulega bitna á þeim er sist skyldi, auðvitaö til þess aö skinni burgeisanna veröi foröaö. Til aö ná endum saman I rikis- búskapnum hefur stjórnin nú soðið upp míkla niöurskuröar- áætlun sem fyrir utan landvarnir beinist eingöngu aö félagslegum þörfum. Skólum veröur fækkaö og þeim sem eftir starfa skammt- aö minna en áöur. Til aö fækka nemendum munu skólagjöld tvö- faldast á næstu tveimur árum. Framlög til samgangna og heil- brigöisþjónustu veröa skorin niö- ur stórkostlega, sjúkrahúsum lokað og fækkaö starfsliöi og dregiö úr þjónustu þeirra, sem eftir veröa. Viöurkennt er aö áætlanir þessar munu auka at- vinnuleysi enn til muna og skeröa lifskjör almennings enn meir, t.d. I hækkuöu vöruveröi. Þaö er þessi stefna sem frú Thatcher kallar meö réttu aö sé stefna at- vinnuleysis, og liklega hafa trotskyistarnir lengst til vinstri I Verkamannaflokknum jafn rétt fyrir sér er þeir lýsa stefnu stjórnarinnar nánar sem örþrifa- úrræöum kapltalista i kreppu. Sjálfur hefur Challaghan ákveðin orö um stjórn sina, og kannski hefur hann ekki minna rétt fyrir sér en hinir er hann lýsir henni sem „hægfara sósfaldemó- kratiskri verkamannastjóm”. Og þá vitum viö hvernig hún er. Trotskyistarnir i upp- gangi. „Ég og fjölskylda min höfum alltaf kosiö Verkamannaflokk- inn” skrifar „verkakona” i ihaldsblaöiö „Daily Mail”, „en eftir aö Andre Bevin fékk stöö- una er þaö búiö. Viö styöjum verkalýöshyggju en erum ekki trotskyistar.” Miklum úlfaþyt olli útnefning Andre þessa Bevings i stöðu „æskulýösfulltrúa” Verka- mannaflokksins. Hann er yfir- lýstur trotskyisti og útnefning hans i talsvert veigamikiö em- bætti þó sýna glögglega hve mikil itök skoöanabræður hans hafa i flokknum. Aöferö þeirra hefur veriö sú aö 1 staö þess aö einangra sig i fámennri kliku utan veru- legra áhrifa á framgang mála hafa þeir gengiö i flokkinn og starfaö af miklum dugnaöi. Þeir Thatcher — sér sósialisma I hverju horni. Callaghan — hart sótt aö honum bæöi frá hægri og vinstri. gefa út eigið málgagn, „Milit- ant”, sem kemur út 1 16.000 ein- tökum viku hverja. Aöferö sina nefna þeir „Enterism” og aö eig- in sögn miöar hún aö þvi að ná meö starfi innan flokksins for- ystuhlutverki, sem þeir ætla aö beita til andstööu viö skriffinn- ana i verkalýösfélögunum. A flokksfundum og I málgagni sinu sýna þeir fram á valdleysi þings gagnvart stórfyrirtækjum og raunar fáránleika þingræðisins eins og þaö birtist. Þeir benda á aö á 15 ára valdaferli Verka- mannaflokksins i rikisstjóm eftir striö hafi i raun og veru ekkert miöað i átt til sósialisma, og aö vekamenn bera I dag minna úr býtum en 1938. Trotskyistarnir hafa haft sig æ meira I frammi, og núna fyrir skemmstu reyndu þeir að bola einum hægfara úr þingsæti fyrir eitt kjördæmanna. Sú tilraun mistókst reyndar þótt sáralitlu munaöi, sem vakti samt gifurlega athygli hér i landi. E.t.v. venju fwernur var þaömaöur Challaghans sem átti óskipta samúö fjölmiöla aö þessu sinni, enda óvinurinn óvenju illkynjaö- ur: „Rauöa hættan sjálf”. Hvaö gerst heföi ef trotskyistum heföu heppnast áformin lá nokkuö ljóst fyrir. Trotskyisti heföi boöi fram I nafni flokksins, en fyrrum þingmaöur boöiö fram sem óháö- ur. Þannig heföi „óeining” innan flokksins oröiö augljós kiofningur meö ófyrirsjáanlegum afleiöing- um. I sjónvarpsviötali nýlega lýsti einn talsmaöur trotskyistanna skoöun þeirra á flokknum. Þaö sem Challaghan kallaöi sósial- demókratiskan flokk væri raunar flokkur sem hvorki væri sósial- Iskur né demókratiskur, heldur’ flokkur skriffinna sem aldrei gætu leitt fram afnám auövalds- - skipulagsins. Hann dró enga dul á aö trotskyistarnir væru bylt- ingarsinnar og var jafnvel svo bjartsýnn aö lýsa þvi yfir aö bylt- ing gæti komiö hvenær sem væri. Þráspuröur af sjónvarpsmanni viöurkenndi hann aö byltingin kynni aö veröa blóöug, og tiltók sérstaklega Chile og Irland sem, staöi ‘þar sem blóöug bylting kynni aö reynast óumflýjanleg. Hann taldi aö viö núverandi aö- stæöur i Bretlandi byggist hann ekki viö aö byltingin þyrfti aö kosta blóösúthellingar. ,,Þaö er skoöun breskra trotskyista” sagöi hann, „aö blóöug bylting sé undir kringumstæöunum komin og viö munum aö sjálfsögöu ekki hvetja til sliks”. Hvernig mál muni þróast innan Verkamannaflokksins á næstunni er erfitt aö spá fyrir um. Fari svo sem frú Thatcher hyggur, aö kosningar veröi mjög fljótlega, má búast viö aö innan Verka- mannaflokksins veröi reynt hvaö af tekur aö halda friöinn inn á viö, og eins konar einingu út á viö. Telji Challaghan sig hins vegar nokkuö traustan i sessi I þinginu má bást viö aö hann láti til skarar skriöa gegn róttækum. Nú eru óljós teikn á lofti og um þaö rætt hvort innan tiðar kunni aö mega vænta hreinsana frá hægri. Frá- leitter aö reyna aö leiöa getum aö hverju slikar hreinsanir gætu valdiö. Trúlegt er þó aö þvi fyrr, sem hreinsanirnar kæmu, þvi betra yröi þaö fyrir breska for- sætisráöherrann. Styrkur trotskyistanna vex I réttu hlutfalli vib vaxandi óánægju og skarpari andstæður i auövaldsþjóöfélaginu breska. Aðalfundur Vélstjórafélags Islands verður haldinn laugardaginn 12. mars nk. kl. 14:00 að Hótel Esju. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjaramálin. 3. önnur mál Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.