Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Fjölbreytt efni um landbún- aðarmál 9 til 16 mars föstudagur 49. árg. 58. tbl. Viðbótarrekstrarhalli ríkissjóðs 7 þús. á hvert mannsbarn Hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu ekki verið hœrra sagði Geir Gunnarsson á alþingi í gœr Viðbótarrekstrarhallinn sem ríkisstjórnin er að gera grein fyrir nemur tæplega 90% af öllum áætluðum tekjuskatti einstaklinga á þessu ári, eða nær sjö þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu, sagði Geir Gunnarsson al- þingismaður í ræðu sinni á al- þingi í gær, þar sem hann gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir fjárlagagötin. Geir Gunnarsson rifjaði upp ummæli fjármálaráðherra um eitt meginmarkmiðið við samningu fjárlagafrumvarpsins, sem væri að „draga úr umfangi ríkisins í þjóð- arbúskapnum, minnka ríkisumsvifin og takmarka hlutdeild ríkisins í þjóðartekj- um“. Geir Gunnarsson sagði m.a.: „Sam- kvæmt þeim nýju áætlunum um útgjöld rík- issjóðs sem hæstvirtur ráðherra hefir sjálfur gert grein fyrir eru heildarútgjöldin án að- gerða áætluð 20.299 miljónir króna og nema samkvæmt því 31.9% af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu á þessu ári. En það væri hæsta hlutfall ríkisútgjalda svo langt aftur sem ég hef séð skýrslur um“. Geir spurði hvort það væri enn ætlan fjár- málaráðherra þrátt fyrir hinar nýju upplýs- ingar um slæma stöðu ríkissjóðs að auka enn á vanda hans með því að halda fast við þau áform stjórnarflokkanna að létta sköttum af eignarmönnum og fyrirtækjum. Albert Guðmundsson flutti í upphafi fundar skýrslu sína um fjárlagagötin, en forsætisráðherra og tryggingamálaráðherra „stálu senunni" af honum með yfirlýsingum um mikla þenslu í peningamálum og boðun nýrra frumvarpa urn lífeyrismál. Margir tóku til máls um fjárlagagötin og gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harkalega og benti á að aðeins fáir mánuðir væru liðnir frá því að ríkisstjórnin og hennar gögn hefðu gortað sig af raunhæfustu og mark- tækustu fjárlögum í manna minnum. _________________ Sjá bls. 2 og 3 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í gær Nú er U komið nóg Fjöldi kvenna kom saman í mið- bænum í gær með mótmælaspjöld með áletrunum einsog „Karlarnir standa á gati - Mannsæmandi laun fyrir konur- Hér koma konur- Enga grautargerð - Við erum engir ómagar- Nú er komið nóg“. Kon- urnargengu frá Hallærisplaninu í áttina að Lækjartorgi og hrópuðu vígorð. Nokkrar kvennanna komu við í versluninni Víði i Austurstræti og keyptu þar hráefni í grjónagraut fyrirfimm mannafjölskyldu. Þegar kom að því að greiða fyrir matvælin buðust þær til að greiða 2/3 af aug- lýstu verði, en það væri í samræmi við launahlutföllin á vinnumarkaði. Verslunarstjóri verslunarinnarvar ekki sáttur við þessar reiknings- kúnstir og kallaði á einvala lið lög- regluþjónasértilaðstoðar. Konun- um tókst þó að versla í einn grautarpott og gengu þær að því búnu fylktu liði yfir í Alþingishúsið þar sem þær afhentu fjármálaráð- herra grjónin en hann hljóp í skarðið fyrir Steingrím sem hafði brugðiðsérfrá löggjafarstörfum. rþ Og þá kom iöggan. (Mynd-Atli). Enn ein atlagan að kjörum námsmanna:_ Námslán hækki ekki í 100% af fjárþörf Skerðir verulega lán síðar í vetur „Ef þessi tillaga meirihluta fjárhags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis verður að lögum hefur það í raun í för með sér að þeir námsmenn sem hafa fengið greidd lán frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna eftir áramótin verða að greiða hluta þeirra til baka með skertum lánum síðar á árinu“, sagði Emil Bóasson einn fulltrúi námsmanna í stjórn LÍN. Við umræður um lánsfjáráætlun fyrir árið 1984 hefur meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar þingsins lagt til að ákvæðum laga frá 1982 um að hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf námsmanna hækki í 100% 1. janúar 1984, verði frestað um eitt ár. Á síðasta ári lánaði sjóðurinn aðeins 95% af reiknaðri fjárþörf en 1. janúar sl. átti það hlutfall sum sé að hækka í 100%. „Hér er auðvitað um svik af hálfu ríkisvaldsins að ræða og hefur í för með sér stórfellda skerðingu lána frá sjóðnum í vetur. Sam- kvæmt lögum frá 1982 var ákveðið að stórherða endurgreiðslur lán- anna en á móti var gert um það samkomulag að lánshlutfalli hækk- aði í 100% 1. janúar 1984. Við í stjórn sjóðsins höfum auðvitað staðið við þetta lagaákvæði og greitt lán í samræmi við það frá áramótum". Emil taldi að sparnaður ríkis- sjóðs vegna frestunar á hækkun lánanna til námsmanna yrði um 30 miljónir króna í ár. 2 fundir í dag og einn í gœr í gærmorgun fóru fram samn- ingaviðræður á milli Dagsbrúnar og Vinnuveitendasambandsins út af hafnarvinnunni í samræmi við samkomulag það sem Dagsbrún gerði við skipafélögin í kjölfar verkfallsins við höfnina. Fundur- inn stóð á 3. klukkustund og var farið yfir allar kröfur hafnar- verkamanna, bæði hvað varðar launamál, öryggismál og aðbún- að. Fundinn sátu 7 hafnarverka- menn kjörnir af félögum í samn- inganefndinni ásamt Guðmundi Í. Guðmundssyni og Fresti ÓI- afssyni. Af hálfu atvinnurekenda sátu fundinn fulltrúar Hafskips og Eimskips og framkvæmda- stjóri VSÍ. Var á fundinum fallist á þá ósk atvinnurekenda aö fresta fundi til þriöjudags. I fyrramálið mun Dagsbrún eiga fund með Vinnumálasam- bandi Samvinnufélaganna vegna verkamanna er vinna hjá skipa- deild SÍS. Þá verður fundur eftir hádegi í dag með Mjólkursamsöl- unni og fulitrúum VSÍ. Á báðum þessum fundum munu fulltrúar starfsmanna taka þátt í viðræðun- um ásamt stjórnarmönnum Dagsbrúnar. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í stuttu samtali við biaðið að á sama tíma og VSÍ væri að lýsa því yfir að það vildi ekki við okk- ur tala væru fundahöld í fullum gangi, þar sem launamál jafnt sem annað væri á dagskrá. Þá sagði hann að íulltrúar nokkurra starfshópa innan félagsins hefðu setið á löngum fundurn á skrif- stofu Dagsbrúnar í gær til þess að undirbúa samningaviðræður við vinnuveitendur. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.