Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVIL.IINN Föstudagur 9. mars 1984 Geir Gunnarsson afhjúpar fj árlagasmiðina en fjárlög ei fyrr en að ári „Dag skal að kveldi lofa en mey að morgni, og fjárlög ei fyrr en að ári“, sagði Geir Gunnarsson í lokaorðum ræðu sinnar á alþingi í gær, þar sem hann rakti lið fyrir lið staðhæfingar ríkisstjórnar- innar og málgagna hennar fyrir áramót um raun- hæf og marktæk fjárlög. engin grein væri gerð fyrir ýmsum útgjaldaliðum eða þeir vantaldir. Allan tímann sem frumvarpið var til meðferðar héldu þeir sem ábyrgð báru á fjárlögunum sérstak- ar lofræður um raunsæi þeirra og blöð stjórnarflokkanna básúnuðu fagnaðarboðskapinn um landið. Síðan sagði Geir Gunnarsson: „Án þess að forsendur hafi breyst frá afgreiðslu fjárlaga meir en svo að það raski nettóútgjöldum meir en 20 miljónum króna, reynast vanáætluð heildarútgjöld alls nema 2015 miljónum króna, vanáætlaðar tekjur 427 miljónum og vanáætluð nettóútgjöld því 1588 miljónum króna. Gæti sú tala þó enn átt eftir að hækka, ef ekki næst sá sparnað- ur sem gert er ráð fyrir í fjárlögum Geir sagði að það væri ekki að tilefnislausu sem fjárlögin væru nú komin til fjórðu umræðu á alþingi. Vitnaði hann m.a. til fjárlagaræðu fjármálaráðherra þarsem sagði: „Ég vil taka það fram í upphafi að út fyrir þann ramma, sem útgjöld- um ríkisins hefur verið settur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1984, verður ekki farið“. Geir Gunnarsson sagði að lík- lega hefði þetta verið í fyrsta sinn sem ráðherrann nefndi þann ramma sem síðar átti eftir að koma mjög við sögu í umræðum um efna- hagsmál. Ramminn hafi þá verið settur 17.246 miljónir króna fyrir ríkisútgjöld á árinu 1984. Benti Geir á að minnihluti fjárveitinga- nefndar hefði sagt í nefndaráliti að að eigi að koma til, þ.e. 2.5% sparnaðar á launaliðum og 5% á rekstrarútgjöldum eða alls nær 220 miljónum. Samkvæmt þessari niðurstöðu um haldleysi fjárlaganna hækkar rekstrarhalli úr 389 miljónur króna í 1977 miljónir króna og í stað 6 miljóna króna sem sýndar voru sem greiðsluafgangur við 3. um- ræðu fjáriaga er raunveruleikinn nú við 4. umræðu 1845 miljónir króna greiðsluhalli." Benti Geir á réttmæti þess sem Magnús Pétursson hefði sagt í við- tölum við Morgunblaðið og Þjóð- viljann, að stór hluti af þessum mis- mun á fjárlagatölum og raunáætl- unum nú, sé til kominn vegna á- kvörðunar ríkisstjómarinnar um að áætla hreinlega ekki fyrir þessum útgjöldum við afgreiðslu fjárlaga. Geir benti á að nettóútgjöldin aukist um 1588 miljónir króna, en sá viðbótarrekstrarhalli nemi hvorki meira né minna en tæplega 90% af öllum áætluðum tekjuskatti einstaklinga á þessu ári eða nær 7 þúsundum króna á hvert manns- barn í landinu. —óg Dag skal að kveldi lofa Garry Kasparov. Vaslli^pmyslov. Einvígi Kasparovs og Smyslovs: Hefst í dag I dag hefst í borginni Vilnjus í Litháen lokasenan í áskorend- aeinvígunum í skák, þar sem þeir Garry Kasparov og Vasilí Smyslov eigast við, en sá sem Ríkisstjórnin Þensla í peninga- málum Ýmsar blikur eru á lofti í pen- ingamálum þjóðarinnar, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í umræðu á alþingi í gær um skýrslu fjármálaráð- herra. Steingrímur kvað útlán peningastofnana hafa aukist um 33.3% frá áramótum og það þætti ekki góðs viti í verðbólgu- spám. Greinileg þensla væri í peningamálum þjóðarinnar. Steingrímur kvað skuldir ríkis- ins við Seðlabankann hafa aukist um 857 miljónir fyrstu tvo mán- uði ársins og gjaldeyrishallinn á sama tíma væri 1340 miljónir króna. -óg sigrar hefur þar meö öðlast rétt til þess að skora á heimsmeist- arann Anatoly Karþov síðar á þessu ári. Flestir hallast að sigri Kaspar- ovs, þessa tvítuga ofurhuga í skák, og þeir eru raunar margir sem spá því að hann muni einnig hafa betur í viðureigninni við sjálfan heims- meistarann Karpov. „Vanmetið ekki okkur gömlu mennina" sagði Efimi Geller á dögunum, þegar hann var spurður álits á þessu einvígi. Sannleikurinn er sá að Smyslov hefur komið öllum á óvart með frábærri tafl- jmennsku, allt síðan hann hóf at- rennuna að því að öðlast réttinn til að skora á Karpov. Þeir sem spá Kasparov sigri benda á að í viðureignum þeirra hingað til hafi Kasparov mikla yfir- burði og einnig benda þeir á að hann sé aðeins 20 ára en Smyslov 61 árs. Þetta er rétt, en á móti kem- ur margföld reynsla Smyslov bæði sem skákmaður og ekki síður sem einvíga-maður í skák: Þá hefur þessi fyrruqi heimsmeistari stál- taugar, sem aldrei bresta við skák- borðið. Kasparov aftur á móti er sagður afar taugaspenntur og upp- spenntur við skákborðið. Alla vega, einvígi þeirra hefst í dag og munu skákunnendur allir hlakka til að fylgjast með þessum sögulega atburði. -S.dór Albert Guðmundsson fjármálaráðherra um götin í fjárlögunum Ég hefði getaS sópað vandanum undir teppið En ég kýs að koma til dyranna eins og ég er klœddur „Það hefði verið leikur einn fyrir mig að sópa vandanum undir tepp- ið og láta sem ekkert væri þar til á seinustu mánuðum ársins og þá hefðu hugsanlega auknar tekjur ríkissjóðs getað verið búnar að leysa hluta vandans", sagði Albcrt Guðmundsson fjármálaráðherra þegar hann flutti alþingi skýrslu sína um stóru götin í fjárlögunum í gær. Síðan sagði Albert: „En þannig starfa ég ekki og hef aldrei gert. Ég kýs að koma tii dyranna eins og ég er klæddur og gera þingi og þjóð nú þegar grein fyrir fyrirsjáanlegum vanda, svo unnt sé að taka tíman- lega í taumana. Annað er ábyrgð- arlaust að mínum dómi og getur orðið þjóðinni dýrt“. Sagðist Albert skýra nú frá vand- anum „til þess að ríkisstjórn og Aí- þingi geti gripið til nauðsynlegra varnaraðgerða í tíma. Annars fljót- um við sofandi að feigðarósi“. -óg Gatið í fjármálum Húsnæðismálastofnunar: Treystum á lánsfjárlög segir Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt er 900 miljón króna gat í fjárveiting- um til Húsnæðismálastofnunar ríkisins á þessu ári. Það þýðir að ekki verður hægt að veita nein húsnæðismálalán á síðari hluta þessa árs ef ekkert verður að gert. Þjóðviljinn innti félagsmálaráð- herra, Alexander Stefánsson, eftir því hvernig málið yrði leyst? „Ég reikna með að miðað við fjárlög og ef Alþingi samþykkir þau fjárlög, sem lögð verða fram, muni þetta mál bjargast. Ég vil einnig taka fram að ljóst er að Atvinnuleysissjóður getur ekki tekið á sig þá greiðslu til húsnæð- ismálanna, sem honum var ætlað. Ég hef gert athugasemdir við það mál, bæði í ríkisstjórninni og í fjárlaga- og viðskiptanefnd. Verði mínar tillögur ekki teknar til greina, þá lít ég svo á að ríkisstjórn- in í heild tryggi þetta fjármagn." Hvað er há upphæð á lánsfjár- lögum ætluð til húsnæðismála? „í allt eru fyrirhugaðar 1600 miljónir króna til húsnæðismála. Þar af eru 400 miljónir á fjárlögum og því 1200 miljónir á lánsfjár- lögum.“ Telur þú raunhæft að lífeyris- sjóðirnir geti staðið við það sem á þá er lagt í þessu máli? „Já, ég tel það. Þeir hafa tilkynnt okkur það að þeir muni standa við sitt og þeir hafa raunar gert það tvo fyrstu mánuði ársins“. -S.dór Albert Guðmundsson fj ármálaráðherra Engar tillögur Hótað niðurskurði á þjónustu ríkisins „Á þessari stundu liggja ekki fyrir endanlegar tillögur af hálfu ríkisstjórnarinnar um á hvern hátt skuli bregðast við þessum fjárhagsvanda ríkissjóðs“, sagði Albert Guðmundsson í skýrslu sinni á alþingi í gær, en nú er unnið að slíkri tillögugerð“. Albert kvað ljóst að ríkið yrði að draga saman útgjöld sín. „En ekki verður hjá því komist að beita niðurskurðarhnífnum enn frekar og sá samdráttur hlýtur að koma fram í minni þjónustu rikis ins og minni umsvifum". Sagð ráðherrann að miðað við kjara skerðinguna sem orðið hefði vær lítið svigrúm til skattahækkana „En ríkisstjórnin með tilliti ti þess vanda sem blasir við, ai íhuga hvort ekki sé nauðsynleg að grípa til tímabundinnar skatt heimtu til lausnar þessa fjárhags vanda, sem gæfi tíma til þess ac vinna að frekari lækkun útgjaldí ríkissjóðs á komandi árum.“ _5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.