Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Blaðsíða 6
- 46 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Iþróttir Tuébraut - úrslit: 1. Dan O'Brien, Bandar......8.824 2. Frank Busemann, Þýsk . .. 8.706 3. Tomas Dvorak, Tékkl .... 8.664 4. Steve Fritz, Bandar......8.644 5. Eduard Hamalainen, H-R . 8.613 6. Erki Nool, Eistl.........8.543 7. Robert Zmelik, Tékkl.....8.422 8. Ramil Ganiyev, Uzbeki . . . 8.318 9. Antonio Penalver, Spáni .. 8.307 10. Chris HufFins, Bandar . . . 8.300 11. Christian Plaziat, Frakkl . 8.282 12. Jón A. Magnússon, ísl . 8.274 13. Michael Smith. Kan......8.271 14. Frank Míiller, Þýskal .... 8.253 15. Sebastian Chmara, Póll . . 8.249 16. Kamil Damasek, Tékkl . . . 8.229 17. Sebastian Leviq, Frakkl . . 8.192 18. Marcel Dost, Holl.......8.111 19. Francisco Benet, Spáni . . . 8.107 20. Dirk Pajonk, Þýsk ......8.045 Brjóstnæluáhugi \ Atlanta Gífurlegur áhugi er á alls kon- ar brjóstnælum á meðal kepp- enda, blaðamanna, áhorfenda og starfsfólks í Atlanta. Oftast nær er einfaldlega skipst á nælum en þeir allra hörðustu stunda þessa iðju eins og um viðskipti sé að ræða. Sjaldgæfustu nælurnar kosta á milli 50 og 250 dollara. Þessi næluiðnaður er stundaður alls staðar á götum úti, i sjopp- um, á leikvöngum og í sérstök- um skiptimiðstöðvum viðsvegar um borgina. Midasölutæknir Þrátt fyrir töluvert framboð á miðum frá ACOC blómstrar svartamarkaðsbraskið sem aldrei fyrr. Einn braskarinn tók sig til og hengdi á sig skilti sem á stóð. „Ég er ekki braskari. Ég er miðasölutæknir, og taldi sig með því vera hærra í virðingar- stiganum en félagar hans. Kolbeinn kokkar í dag ætlar Kolbeinn Pálsson, aðalfararstjóri íslenska liðsins í Atlanta, að halda veisiu fyrir ís- lenska íþróttahópinn heima hjá Guðrúnu Caufield, aðalstaðar- manni íslenska liðsins í Atlanta. Kolbeinn hefur ekki gefið út matseðilinn en hann ætlar að elda sjálfur. Veröldin lítil Það er ekki ofsagt að veröldin sé lítil. Þegar Barbara Wadi- owak, starfsmaður Ólympíu- nefndar, og Guðrún Caufield fóru að ræða saman í vetur kom í ljós að þær höfðu báðar búið í Buffaloborg í New Jersey þegar þær voru yngri. Eftir að þær höfðu rætt málin betur kom í ljós að þær höfðu gengið í sama skóla og þekkst í gegnum sam- eiginlega vinkonuu í barnaskóla. Góð tilbreyting í vikunni hélt íslenski íþrótta- hópurinn, að undanskildum Jóni Arnari og Gisla Sigurðssyni, í afslöppunarferð niður á eina sem rennur í gegnum úthverfi Atianta. Ferðin var hin ánægju- legasta og góð tilbreyting frá stórborgarerlinum. r/ DV, Atlanta: Nýtt glæsilegt Islandsmet var sett á Ólympíuleikun- um í Atlanta í nótt þegar Jón Arnar Magnússon bætti sitt eigið met um 26 stig, fékk alls 8.274 stig. Þegar upp var staðið lenti Jón Arnar í 12. sæti en 31 keppandi lauk tugþraut. Alls hófu 40 keppni. Árangur Jóns Arnars verður áð teljast frábær því á sama tíma er hann nokk- uð frá sínu besta í tveimur keppnisgreinum tugþraut- arinnar, langstökki og kringlukasti. Á sínum fyrstu Ólympíuleikum hef- ur þessi glæsilegi íþrótta- maður sýnt það og sannað Jón Arnar Magnússon er í hópi bestu tugþrautarmanna í heiminum. að hann er í hópi þeirra bestu í einhverri erfið- ustu íþróttagrein sem keppt er í. Fyrir Ólympíu- leikana var talað um að árangur í kringum tíunda sætið yrði frábær árangur. Jón Arnar hóf síðari dag tug- þrautarinnar mjög vel i rigningunni. Hann hljóp 110 m grindahlaup á 14,22 og var þar nærri sínum besta tíma. í sjöttu grein- inni kastaði Jón Arnar kringlunni 43,78 metra og var þar í kringum þrjá metra frá sínum besta árangri. Hann fór yfir 4,80 metra í stangarstökki sem var við- unandi. Hann átti tvær góð- ar tilraunir við 4,90 metra en felldi naumlega. Lauk tugþrautinni með persónulegu meti 11500 m í spjótkastinu, sem var næstsíðasta grein tugþraut- arinnar, þeytti hann spjót- inu 61,10 metra sem er ekki svo fjarri hans besta ár- angri. Tíunda og síðasta greinin var síðan á þriðja tímanum í nótt. Þegar hér er komið sögu eru keppend- ur aðframkomnir af þreytu en 1500 metra hlaupið krefst mikils úthalds. Jón Amar hefur oft átt í erfíðleikum með þessa grein en hann kláraði dæmið með sóma, hljóp á sínum besta tíma til þessa eða á 4:46,97 mín. Jón Arnar getur verið stoltur af sinni frammi- stöðu. Það myndu margir tugþrautarmenn hrista höf- uðið yfir þeirri aðstöðu sem Jóni er búin. Hann hefur samt sem áður ekki látið hana aftra sér og árangurinn ekki látið á sér standa. í ljósi árangurs Jóns Amars í Atlanta hljóta allir að sjá að við íslendingar verðum að hlúa vel að okkar afreksmönnum og láta þeim í té æfingaaðstöðu sem telst boðleg. JKS/MT Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, í samtali við DV: Enn þá á uppleið DV, Atlanta: „Ég er ánægður með frammi- stöðu Jóns Arnars. Hann fór í gegnum þrautina án áfalla. Maður hefði viljað sjá betri árangur í ein- hverjum greinum en þrautin er bara svona. Keppnin var jöfn eins og úrslit sýndu og ekki var langt bil á milli manna í lokastöðinni. Það búa jafnmiklir hæfileikar í Jóni Amari og í öðrum keppendum í þraut- inni hér í Atlanta. Hann er enn þá á uppleið svo þetta er aðeins spurning um tíma. Það tekur langan tíma á ná tök- um á tækni í ólíkum greinum ásamt styrk og þoli sem tugþrautin krefst. Því er ekki hrist fram úr erminni að ná þeim árangri sem hægt er að reikna á sama blaði. Ég ætla að vona að aðstæður heima veröi bættar til að Jón Arnar þroskist og eflist sem tugþrautar- maður. Það er lykilatriði fram að þessu hve viðsýni einstaklinga og stjórn- enda fyrirtækja á Sauðárkróki hefur hjálpað Jóni Amari mikið.“ „Allir geta veriö ánægöir meö frammistöðuna” „Það eru þau sem gerðu honum kleift að keppa við þá bestu hér á óÓlympíuleikunum í Atlanta. Ég held að allir geti verið ánægðir með islensku frjálsíþróttamenn- ina. Guðrún Amardóttir tví- bætti árangur sinn í 400 metra grindahlaupi og siðan Jón Amar i tugþrautinni,” sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jón Amars Magn- ússonar, í samtali við DV skömmu eftir að úrslitin lágu fyrir í tugþrautar- keppninni í Atlanta í nótt. -MT Gísli Sigurösson, þjálfari Jóns Arnars, segist vera ánægður með frammistöðu hans í nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.