Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1996, Page 5
28 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 Iþróttir Valur (1)3 ÍBV (0)1 1- 0 Salih Heimir Porca (10.) með skalla af markteig eftir fyrirgjöf Bjarka Stefánssonar frá hægri kanti. 2- 0 Jón S. Helgason (47.) fékk boltann út í vítateiginn eftir að Frið- rik markvörður sló boltann frá upp úr hornspymu Porca og skoraði með góðu skoti. 3- 0 Bjarki Stefánsson (48.) hirti boltann óvænt af Hermanni Hreiðars- syni, lék inni í vítateig ÍBV og skor- aði af öryggi. 3-1 Hermann Hreiðarsson (56.) meö viðstöðulausu skoti af markteig eftir aukaspyrnu Inga Sigurðssonar nálægt endalínu hægra megin. Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefánsson @, Gunnar Einars- son ©, Jón Grétar Jónsson, Kristján Halldórsson @ - Nebojsa Corovic (Sigurbjörn Hreiðarsson 79.), Jón S. Helgaspn @, Salih Heimir Porca ©@, ívar Ingimarsson, Sigþór Júlí- usson © (Anthony Karl Gregory 73.) - Sigurður Grétarsson © (Arnljótur Davíðsson 64.) Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson ©© - Friðrik Sæbjörnsson, Jón Bragi Arnarsson, Hermann Hreiðarsson @, Lúðvík Jónasson (Rútur Snorra- son 46.) - Ingi Sigurðsson, Hlynur Stefánsson, Bjarnólfur Lárusson (Nökkvi Sveinsson 54.), ívar Bjarklind - Leifur Geir Hafsteinsson (Kristinn Hafliðason 54.), Steingrim- ur Jóhannesson. Markskot: Valur 15, ÍBV 11. Horn: Valur 5, ÍBV 6. Gul spjöld: Jón Bragi (ÍBV), Leif- ur Geir (ÍBV), Sigurður (Val), Jón - Grétar (Valþ Porca (Val). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Bragi Bergmann, slakur framan af en vann sig inn í leikinn. Skilyrði: Þungbúið en þurrt, gott knattspyrnuveður, ágætur völlur. Áhorfendur: 364. Maður leiksins: Salih Heimir Porca, Val. Lék stórt hlutverk sem sóknartengiliður, skoraði gott mark og átti glæsilegar sendingar. Breiðablik (0)0 Grindavík (0)0 Lið Breiðabliks: Hajrudin Carda- klija ©© - Pálmi Haraldsson ©, Kjartan Antonsson ©, Hreiðar Bjamason ©, Hákon Sverrisson © - Kristófer Sigurgeirsson, Arnar Grét- arsson, Kjartan Einarsson, Sævar Pétursson - ívar Sigurjónsson © (Gunnlaugur Einarsson 80.), Þórhall- ur Hinriksson © (Halldór Páll Kjart- ansson 76.) Lið Grindavíkur: Albert Sævars- son - Guðlaugur Jónsson (Gunnar Már Gunnarsson 74.), Ólafur Örn Bjarnason ©, Guðjón Ásmundsson ©, Július Bjöm Daníelsson - Hjálm- ar Hallgrímsson, Zoran Ljubicic ©, Siusa Kekic ©, Ólafur Ingólfsson - Grétar Einarsson (Vignir Helgason 89.), Óli Stefán Flóventsson ©. Markskot: Breiðablik 7, Grinda- vík 6. Horn: Breiðablik 7, Grindavík 2. Gul spjöld: Sævar (B), Grétar (G). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Gylfi Þór Orrason, dæmdi prúðmannlegan leik vel. Skilyrði: Prýðisgott veður og flnn völlur. Áhorfendur: Um 300. Maður leiksins: Hajrudin Cardaklija, Breiðabliki, var hetja Blikanna þegar hann varði enn og aftur vltaspyrnu og tryggði þar með sinum mönnum stig. Otrúleg- ur vitabani. Cardaklija hefur varið 5 víti í röð Hajrudin Car- daklija, mark- vörður Breiðabliks, varði í gær- kvöldi sína fjórðu víta- spymu á þessu tímabili en hann hefur varið allar víta-spyrnur sem hann hefur fengið á sig í 1. deildinni í ár. Hann bætir því enn eigiö met en enginn annar hefur varið fleiri en tvær víta- spyrnur á einu tímabili frá því 10 liða 1. deild var tekin upp árið 1977. Cardaklija varði einnig víti í síðustu umferðinni í fyrra þannig að hann er búinn að verja fimm spyrnur í röð í deild- ÍA 11 9 0 2 29-10 27 KR 11 8 2 1 29-9 26 Leiftur 11 5 4 2 22-19 19 Valur 11 5 2 4 11-10 17 Grindavík 11 3 4 4 12-17 13 ÍBV 10 4 0 6 16-21 12 Stjarnan 11 3 3 5 10-19 12 Fylkir 10 2 1 7 13-15 7 Keflavík 9 1 4 4 8-17 7 Breiðablik 11 1 4 6 10-23 7 Markahæstir: Guðmundur Benediktsson, KR ... 9 Bjarni Guðjónsson, ÍA ...........9 Ríkharður Daðason, KR ...........8 Haraldur Ingólfsson, ÍA .........7 Mihajlo Bibercic, ÍA.............7 Einar Þór Daníelsson, KR.........6 Rastislav Lazorik, Leiftri ......5 Valsmenn svifu vængjum þöndum - unnu slaka Eyjamenn auðveldlega, 3-1 Valsmenn, með Lárus Sigurösson markvörö efstan, fagna marki Jóns S. Helgasonar gegn IBV i gærkvöldi Mikilvægt mark sem kom Val í 2-0 auk þess sem Jón skorar ekki mari á hverju ári. Þetta var annaö marli hanst á ferlinum í 1. deild. DV-mynd GE Fyrir tímabilið höfðu fáir trú á mikl- um afrekum Valsmanna í 1. deildinni. Margir orðuðu þá við fall, 6.-7. sæti í besta lagi. En þeir eru á góðri leið með að gera grín að öllum spádómum og sýndu enn styrk sinn í gærkvöld þegar þeir lögðu Eyjamenn auðveldlega að Hlíðarenda, 3-1. ÍBV var spáð frama í sumar, margir töldu liðið það eina sem gæti ógnað ÍA og KR, en eftir fimm tap- leiki í röð í deildinni þurfa Eyjamenn að fara að hugsa sinn gang rækilega. Sérstaklega ættu þeir að horfa vel á fyrri hálfleikinn af myndbandi því á lægra plan er vart hægt að komast. Valsmenn höfðu mikla yfirburði og það var aðeins vegna stórbrotinnar markvörslu Friðriks Friðrikssonar að einungis mark Heimis Porca skildi lið- in að í hléi. Valsmenn bættu úr því þegar Jón S. Helgason og Bjarki Stefánsson skoruðu báðir í byrjun síðari hálfleiks. Þar með voru úrslitin ráðin, Hermann minnk- aði fljótlega muninn en ÍBV komst ekki nær þrátt fyrir nokkra pressu. Fótboltinn sem liðin sýndu var væg- ast sagt ólíkur. Valsmenn voru létt- leikandi og byggðu upp margar falleg- ar sóknir, sérstaklega í fyrri hálíleik þegar Porca, Sigþór og Sigurður Grét- arsson léku staða Eyjavörnina oft grátt. Hjá Eyjamönnum er meira hugs- að um baráttu og kýlingar, þeir hafa mannskap til að gera miklu betur en þetta en eru ekki líklegir til að klífa stigatöfluna á ný með þessu áfram- haldi. „Við spiluðum mjög vel í dag og þetta var virkilega sanngjarn sigur. Eyjamenn fengu ekki markaséns allan leikinn, þeir voru helst hættulegir í háu boltunum en annars vorum við ekki í vandræðum. Við vofum hund- fúlir eftir Grindavíkurleikinn og ætl- uðum okkur að bæta fyrir hann, og það gerðum við. Ég er mjög sáttur við okk- ar stöðu í deildinni en við tökum einn leik í einu og teljum stigin í haust,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Valsmanna, við DV. „Ég held að menn hafi verið alltof værukærir eftir KR-leikinn og haldið að með honum hafi þeir fengið allt. Ég bjóst við því að hann myndi hjálpa okkur af stað í deildinni á ný en það var öðru nær. Síðan ætla ég að gagn- rýna dómara í fyrsta skipti, Friðrik markvörður var hindraður þegar Vals- menn skoruðu annað markið. Það mark var kjaftshögg og svo kom annað í næstu sókn. Við erum komnir í slæm mál og verðum að gleyma bikarnum um sinn,“ sagði Ingi Sigurðsson Eyja- maður við DV. -VS Cardaklija gulls ígildi - varði vítaspyrnu og Breiðablik gerði jafntefli við Grindavík, 0-0 Þrátt fyrir fjöldamörg færi í skemmtilegum leik á Kópavogsvelli í gærkvöld skildu Breiðablik og Grinda- vík jöfn, 0-0, í 1. deildinni. Fyrri hálfleikurinn hafði upp á margt að bjóða fyrir áhorfendur og var knattspyrnan skemmtileg á köflum, þá sérstaklega hjá frískum Blikum sem réðu ferðinni mestallan leikinn. Bæði lið sköpuðu sér góð færi en inn vildi boltinn ekki. Blikar áttu nokkrar góð- ar rispur en svo virtist sem þeir væru eitthvað smeykir við að skjóta á mark- iö og því runnu flestar sóknir þeirra út í sandinn á markteig. Bestu færi fyrri hálfleiks áttu samt Grindvíkingar, Si- usa Kekic átti þrumuskot rétt yfir og Zoran Ljubicic átti gott færi inni í teig en skot hans fór hátt yfir. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og strax á fyrstu mínútu hans fengu Grindvíkingar vítaspymu þegar Kjart- an Antonsson braut greinilega á Ölafi Ingólfssyni. Grétar Einarsson tók spymuna en Hajrudin Cardaklija, víta- baninn ógurlegi, yarði slakt skot hans. Blikar virtust vakna viö þetta og þeir stjórnuðu leiknum meira og minna það sem eftir var. Grindvíkingar vöröust vel og beittu skyndisóknum sem oft voru nálægt því að klárast. Kekic átti meðal annars skot í stöng en vörn Blika stóð fyrir sínu og stöðvaði flest- allt sem kom upp völlinn. I liði Breiðabliks var Cardaklija góð- ur og einnig spilaði vörnin vel með þá Hreiðar Bjarnason og Kjartan Antons- son i fararbroddi. Ivar Sigurjónsson og Þórhallur Hinriksson áttu einnig fínan leik frammi. ■ Hjá Grindavík var Zoran Ljubicic ferskur á miðjunni og er oft gaman að fylgjast með þessum flinka leikmanni. Óli Stefán Flóventsson átti einnig fin- an leik frammi. -JGG Fylkir (0)0 Stjarnan (0)0 Lið Fylkis: Kjartan Sturluson - Enes Cogic, Aðalsteinn Víglundsson (Þorsteinn Þorsteinsson 57.), Ómar Valdimarsson, Ólafur Stígsson © - Bjarki Pétursson (Sigurgeir Krist- jánsson 85.), Kristinn Tómasson ©, Finnur Kolbeinsson ©, Ásgeir Már Ásgeirsson ©, Andri Marteinsson (Erlendur Þór Gunnarsson 78.) - Þór- hallur Dan Jóhannsson ©. Lið Stjörnunnar: Bjarni Sigurðs- son © - Hermann Arason, Helgi Björgvinsson ©, Reynir Björnsson, Ómar Sigtryggsson © - Birgir Sig- fússon (Heimir Erlingsson 87.), Bald- ur Bjarnason, Rúnar Páll Sigmunds- son, Ingólfur Ingólfsson (Bjarni Gaukur Sigurðsson 46.), Kristinn Lár- usson (Loftur Steinar Loftsson 71.) - Ragnar Árnason. Markskot: Fylkir 18, Stjaman 9. Horn: Fylkir 1, Stjaman 4. Gul spjöld: Baldur (Stj.), Ómar S. (Stj.) Rauð spjöld: Engin. Dómari: Gísli Guðmundsson, flnn, enda á heimaslóöum. Ólst upp þar sem Fylkisvöllurinn stendur nú! Skilyrði: Þungbúið, þurrt og hlýtt, góður vöilur. Áhorfendur: Um 350. Maður leiksins: Bjarni Sigurðs- son, Stjörnunni. Varði mjög vel nokkrum sinnum og sá til þess að Stjarnan fékk eitt stig. Tíu daga frí Nú verður gert tíu daga hlé á 1. deildinni en 12. umferðin verð- ur leikin 11. ágúst. Reyndar mætast Fylkir og Keflavík i áður frestuðum leik í Árbænum þann 7. ágúst. Þrír í leikbanni Þeir Goran Kristófer Micic og Valdimar Kristófersson úr Stjörnunni og Tryggvi Guð- mundsson úr ÍBV tóku út leik- bönn í gærkvöldi og léku ekki með liðum sínum. FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 45 Getum sjaHum okkur um kennt - Leiftur skaut KR-inga af toppi 1. deildar með 2-1 sigri DV, Ólafsfirði: Þar kom að því að KR tapaði leik í 1. deildinni í sumar og gerðist það á Ólafsfirði í gærkvöld þegar Leift- ur lagði stórveldið úr vesturbæn- um, 2-1. Reyndar leit lengi út fyrir að KR færi með enn einn sigurinn af hólmi því liðið leiddi þar til 15 mínútur voru eftir af leiknum og kom sigurmark Páls Guðmundsson- ar aðeins 5 mínútum fyrir leikslok. Það var fyrst og fremst gríðarleg barátta sem skóp þennan sigur Leift- ursmanna en mikil barátta ein- kenndi leikinn frá fyrstu mínútu og kom það vissulega niður á knatt- spyrnunni sjálfri en það mun svo sem ekki vera í fyrsta skipti í sumar. KR-ingar byrjuðu mun betur. Þeir tóku völd á miðjunni og áttu nokkrar snarpar sóknir, þó engar hættulegar. Leiftursmenn voru frek- ar daufir framan af hálfleiknum. KR-ingar voru dæmdir rangstæðir að minnsta kosti 6 sinnum um mið- bik hálfleiksins en fyrsta mark leiksins frá Hilmari Björnssyni kom einmitt upp úr stungusendingu og gerði þá dómarinn herfileg mistök. KR-ingar gengu á lagið en tókst ekki að bæta við marki. Það var allt annað að sjá til Leift- ursmanna í síðari hálfleik. Strax í byrjun tóku þeir völdin á miðjunni og pressuðu stíft. KR átti samt tvö dauðafæri sem ekki nýttust. Innáskipting breytti öllu Innáskipting hjá Leiftri breytti gangi leiksins gjörsamlega. Inn á komu Gunnar Már Másson og Páll Guðmundsson og skömmu síðar jafnaði Sverrir Sverrisson. Þá var loks komin spenna í leikinn og Leiftursmenn miklu sprækari. KR- ingar bökkuðu hins vegar eftir að þeir misstu tökin á miðjunni. Eftir að Páll skoraði annað mark Leifturs áttu bæði lið snarpar sókn- ir og gríðarleg spenna lá í loftinu og þeir fiölmörgu áhorfendur sem sáu leikinn urðu ekki fyrir vonbrigðum. Mistök sem kostuðu okkur sigur Það voru vonsviknir KR-ingar sem gengu af velli enda ságði Þor- móður Egilsson, fyrirliði þeirra, að það væru mikil vonbrigði að tapa leiknum en þeir gætu sjálfum sér um kennt því þeir hefðu fengið næg tækifæri. „Svo gerðum við mistök í lokin sem kostuðu okkur sigur,“ sagði Þormóður. Óskar Ingimundarson, þjálfari Leifturs, var hins vegar kampakát- ur. „Þetta sannar að þegar Leiftur sýnir almennilega baráttu í 90 mín- útur getum við unnið hvaða lið sem er,“ sagði Óskar. Hjá Leiftri voru varnarmennirnir Milisic, Júlíus og Auðun í aðalhlut- verkum og stóðu sig frábærlega. Hjá KR-ingum var Ríkharður eitraður allan leikinn en óheppinn og klaufskur á víxl og Heimir og Einar Þór voru mjög duglegir. -HJ Ekki ánægður með eitt stig - markalaust í Árbænum „Ég er alls ekki ánægður með eitt stig úr þessum leik. Það er stutt í pakkann fyrir ofan okkur og fullt af stigum eftir í pottinum svo það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Ólafur Stígsson, leikmaður Fylkis, eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna í Árbænum í gær- kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og liðin hugsuðu meira um að verj- ast en að sækja fyrsta hálftíma leiksins. Síðustu tíu mínútur hálf- leiksins tóku Fylkismenn öll völd. Kristinn Tómasson og Ásgeir Már Ásgeirsson áttu báðir gott skot frá vítateig sem Bjami Sigurðs- son, markvörður Stjörnunnar, varði mjög vel í bæði skiptin. Á síðustu mínútu hálfleiksins varði hann svo máttlausan skalla Andra Marteinssonar frá mark- teig. Fylkismenn hófu síðari hálf- leikinn af sama krafti og þeir luku þeim fyrri. Strax eftir 3 mín. fékk Þórhallur Dan Jóhannsson dauðafæri eftir að hafa snúið af sér varnarmann á mjög snyrtileg- an hátt en skot hans fór hátt yfír. Þórhallur komst svo stuttu síðar inn fyrir Stjörnuvörnina en skaut öðru sinni yfir. Fylkismenn héldu áfram að sækja og voru miklu betri. Garðbæingar fengu þó eitt færi í leiknum og kom það eftir stungusendingu á 73. mín. Kjart- an Sturluson varði þá skot Ragn- ars Ámasonar glæsilega en Ragn- ar lék frammi í fjarveru Gorans Kristófers Micics sem var í leik- banni ásamt Valdimar Kristófers- syni. Um fjórum mín. fyrir leiks- lok var Kristinn Tómasson ná- lægt því að skora en glæsilegir til- burðir Bjama í markinu héldu leiknum markalausum. -ÞG ÍA-CSKA á þriðjudag Skagamenn leika fyrri leik sinn gegn CSKA Moskva frá Rússlandi í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins á þriðjudagkvöldið. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst klukkan 19. Ekki er reiknað með því að ÍA eigi mikla möguleika gegn þessum þekktu mótherjum sínum en þeir felast þó í því hvernig til tekst í heima- leiknum. -VS Brady aftur til Arsenal Liam Brady frá írlandi, sem lengi gerði garðinn frægan hjá enska knattspymufélaginu Arsenal, sneri aftur til félagsins í gær. Hann verður yfirmaður unglingastarfsins hjá Arsenal. Brady, sem er fertugur, reyndi fyrir sér sem framkvæmdastjóri hjá Celtic og Brighton en með litlum árangri. -VS Papin til Bordeaux Jean-Pierre Papin, sá snjalli franski knattspyrnumaður, sneri heim til Frakklands í gær eftir tveggja ára dvöl hjá Bayern Múnchen í Þýska- landi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Bordeaux. Enska félagið Liverpool gekk í gær frá samningi við tékkneska lands- liðsmanninn Patrik Berger sem kemur frá Dortmund í Þýskalandi. Skoska félagið Aberdeen keypti í gær búlgarska landsliðsmanninn Tzanko Tzvetanov frá Mannheim í Þýskalandi. Enska liðið Newcastle sigraði úrvalslið í Singapore, 5-0, í gær. Ginola 2, Ferdinand, Kitson og Beardsley skoruðu en Alan Shearer lét sér nægja að horfa á sína nýju félaga. -VS Skagamenn komnir á kunnuglegar slóðir - efstir í 1. deildinni á ný eftir 0-3 sigur í Keflavík DV, Suðurnesjum: Akurnesingar komust á kunnug- legar slóðir í gærkvöld þegar þeir sigruðu Keflvíkinga, 0-3, i Keflavík og tóku þar með forystuna í 1. deild á ný. Það var ekki hægt að sjá í fyrri hálfleik hvort liðið færi með sigur af hólmi. Keflvíkingar stóðu sig vel og áttu hættulegri marktækifæri en reynsluleysi kom í veg fyrir að þau nýttust. Hættulegustu færin komu um miðjan hálfleikinn. Ólafur Gott- skálksson, markvörður Keflavíkur, varði mjög vel frá Sturlaugi Har- aldssyni og síðan bjargaði Zoran Miljkovic á marklínu ÍA eftir skot Eysteins Haukssonar. Stuttu síðar komst Haukur Ingi einn inn fyrir vörn Skagamanna en Þórður Þórð- arson gerði stórvel og varði í horn. Bjami skoraði fyrir ÍA en Jón dóm- ari dæmdi markið af eftir að hafa rætt við aðstoðardómarann. Skagamenn höfðu greinilega heyrt í leikhléi að KR-ingar væm yfir á Ólafsfirði. Strax í upphafði náði Alexander Högnason að skora og þá var ekki aftur snúið. Skaga- menn efldust með hverri mínútu og settu heimamenn út af laginu. Þeir réðu ferðinni eftir þetta og Bjarni Guðjónsson og Haraldur Ingólfsson bættu við mörkum áður en yfir lauk. „Þeir börðust eins og ljón að vanda og það tók tíma að brjóta þá niður. Það kom hins vegar þegar við fórum að spila í gegnum þá. Markið í upphafi síðari hálfleiks var mjög þýðingarmikið og það var ekki verra að fá annað markið sem gaf okkur meiri öryggiskennd. Mað- ur getur þó aldrei verið rólegur hér í Keflavík með tveggja marka for- ystu og við urðum að keyra áfram og spila okkar bolta,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA. Keflvíkingar komu Skagamönn- um í opna skjöldu með góðri bar- áttu og hinir ungu leikmenn liðsins voru ekkert smeykir við tröllin af Akranesi. En þeir brotnuðu eftir fyrsta markið og fóru að reyna kýl- ingar, án árangurs, í stað þess að spila og nota miðjuna betur. „Ef við hefðum nýtt færin okkar hefði leikurinn þróast öðruvísi. Þetta eru ungir strákar og reynslu- leysi um að kenna að þeir skyldu ekki skora. Við fengum fimm mjög góð færi í fyrri hálfleik en fengum síðan ódýr mörk á okkur,“ sagði Jakob Jónharðsson, fyrirliði Kefl- víkinga, við DV. -ÆMK íþróttir Leiftur (0)2 KR (1)1 0-1 Hilmar Björnsson (36.) fékk stungusendingu frá Heimi Guðjóns- syni, hikaði vegna þess að hann var kolrangstæður, en hljóp aftur af stað þegar ekkert var dæmt og skoraði ör- ugglega, aleinn á móti Þorvaldi mark- verði. 1- 1 Sverrir Sverrisson (75.) skaut að marki eftir fyrirgjöf Péturs Björns frá hægri, boltinn fór I vamarmann og fram hjá Kristjáni markverði sem var lagstur. 2- 1 Páll Guðmundsson (85.) óð upp völlinn eftir útspark Þorvalds og skalla Gunnars Más og skoraði fram hjá Kristjáni markverði. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Daði Dervic ©, Slobodan Milisic ©, Júlíus Tryggvason ©, Auðun Helga- son © - Ragnar Gíslason, Gunnar Oddsson ©, Sverrir Sverrisson, Pét- ur Bjöm Jónsson © - Baldur Braga- son © (Páll Guðmundsson 70.), Rastislav Lazorik (Gunnar Már Más- son 70.) Lið KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Egilsson, Brynjar Gunn- arsson @, Ólafur H. Kristjánsson @, Þorsteinn Guðjónsson - Þorsteinn Jónsson, Heimir Guðjónsson ©, Hilmar Btörnsson ®, Einar Þór Dan- íelsson © - Ásmundur'Haraldsson (Óskar Hrafn Þorvaldsson 75.), Rík- harður Daðason ©. Markskot: Leiftur 6, KR 9. Horn: Leiftur 3, KR 7. Gul spjöld: Óskar þjálfari (L), Sverrir (L), Auðun (L), Daði (L), Ein- ar Þór (KR), Brynjar (KR). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Egill Már Markússon, þokkalegur, gerði mistök en var sam-. kvæmur sjálfum sér. Skilyrði: Völlur góður, örlítil norðangola en hlýtt. Áhorfendur: Rúmlega 1.100, að- sóknarmet á Ólafsfirði. Maður leiksins: Slobodan Milis- ic, Leiftri. Mjög traustur í vörn- inni, sterkur í öllum návigjum og mjög mikill sprettur á honum all- an leikinn. Langbesti leikur hans i sumar. Stórveldin sigruð Leiftursmenn hafa nú sigraö bæði stórveldin, ÍAog KR, í 1. deildinni á Ólafsfirði í sumar. Keflavík (0)0 ÍA (0)3 0-1 Alexander Högnason (47.) kom á fleygiferð viö markteig eftir skallasendingu frá Ólaft Adolfssyni og skoraði. 0-2 Bjarni Guðjónsson (69.) hamraði boltann í netið, óvaldaður inni í vítateig, eftir sendingu frá Kára Steini Reynissyni. 0-3 Haraldur Ingólfsson (76.) með þrumuskoti frá vítateigslínu eftir stungusendingu frá Alexander. Lið Keflavíkur: Ólafur Gott- skálksson © - Kristinn Guðbrands- son, Guðmundur Oddsson, Jakob Jónharðsson © - Ragnar Steinarsson (Róbert Sigurðsson 79.), Gestur Gylfa- son, Eysteinn Hauksson ©, Jóh’ann B. Magnússon, Karl Finnbogason (Sverrir Þór Sverrisson 79.) - Haukur Ingi Guðnasaon, Jóhann B. Guð- mundsson (Adolf Sveinsson 72.) Lið ÍA: Þórður Þórðarson © - Sturlaugur Haraldsson, Ólafur Ad- olfsson © (Gunnlaugur Jónsson 79.), Zoran Miljkovic ©, Steinar Adolfs- son - Kári Steinn Reynisson, Alex- ander Högnason ©, Ólafur Þórðar- son ©, Haraldur Ingólfsson (Jóhann- es Harðarson 79.) - Bjami Guðjóns- son @, Mihajlo Bibercic. Markskot: Keflavík 7, ÍA 13. Horn: Keflavík 3, ÍA 9. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Jón Sigurjónsson, hafði mjög góð tök á leiknum og var alltaf snöggur á brotstað. Skilyrði: Smávindur, völlur sæmi- legur, kalt, skýjað og farið að rökkva í síðari hálfleik. Hefði þurft að byrja leikinn klukkan 19. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Ólafur Þórðar- son, ÍA. Var sívinnandi og hefur keppnisskapið fram yflr marga aðra. Var mjög hreyfanlegur og úti um allan völl. Haraldur hélt upp á afmælið Skagamaðurinn Haraldur Ing- ólfsson átti 26 ára afmæli i gær og hélt upp á það á viðeigandi hátt. Hann skoraði þriðja mark leiksins og fékk efsta sætið í deildinni i afmælisgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.