Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 28
„Kommabylting” í Skáksambandinu? — búizt við f ramboði varaforsetans gegn forsetanum „Það hefur verið talað um þetta við mig en ég hef enga ákvörðun um það tekið,” sagði dr. Ingimar Jóns- son, varaforseti Skáksambandsins, er Dagblaðið spurði hann, hvort hann hygðist gefa kost á sér sem forseti Skáksambandsins á aðalfundi Skák- sambands íslands sem haldinn verður 31. maí nk. „Samstarfið innan Skáksambands- ins hefur ekki verið gott í vetur eða undanfarin ár og menn hafa lagt á ráðin um að gera eitthvað í þessu,” sagði dr. Ingimar. Því hefur verið haldið fram við Dagblaðið, að alþýðubandalagsmenn innan Skáksambandsins hygðu nú á „sósíalska byltingu” innan þess og að sex af ellefu mönnum í stjórn og varastjórn Skáksambandsins væru alþýðubandalagsmenn, þ.e. Ingimar Jónsson, Þorsteinn Marelsson, Helgi Sámúelsson, Stefán Þormar, Guð- bjartur Guðmundsson og Ólafur H. Ólafsson. Um slík byltingaráform sagði dr. Ingimar, að þau væru „tómt kjaft- æði”. „Það hefur verið rætt um þetta og margir vilja fá nýjan forseta. Meira er það ekki,” sagði dr. Ingi- mar. Dagblaðið hafði einnig samband við Einar S. Einarsson forseta Skák- sambandsins í morgun. Hann vildi ekki mikið tjá sig um málið. „Það er alltaf skemmtilegra að fá mótherja svo ekki iíti út eins og menn séu kosnir út úr neyð,” sagði Einar og bætti því við, að það væri fyrir nokkru afráðið að hann gæfi kost á sér á nýjan leik. Um slæmt samstarf innan stjórnar Skáksambandsins sagði Einar, að ævinlega væri fyrir hendi óánægður minnihluti í öllum stjórnum. f þessu tilfelli væri það fyrst og fremst dr. Ingimar. -GAJ KOMMÚNISTASAMTÖK STOFNUÐ Kjarnorkumálið: „Við höfum annað að gera” — segja talsmenn hersins „Það koma alltaf annað slagið fullyrðingar i íslenzkum fjölmiðlum um kjarnorkuvopn á Keflavikurflugvelli. Við höfum annað að gera en að blanda okkur í þær umræður,” sagði Mik Magnússon blaðafulltrúi bandaríska hersins við Dagblaðið. „Við höfum engin kjarnorkuvopn núna enda engin ástæða til þess. En auðvitað erum við búnir til að taka við kjarnorkuvopnum þegar þurfa þykir. Þannig er það með allar herstöðvar hvar sem er í heiminum. Það er barna- skapur að horfa fram hjá þvi,” sagði Bandaríkjamaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann hringdi á rit- stjórnina ígær. Kjarnorkuvopnamálið kom til umræðu utan dagskrár á Alþingi i gær. Eiður Guðnason (AF) sagði það „árvissan atburð hjá íslenzkum kommúnistum að þyrla upp moldviðri og halda því fram að hér væru kjarnorkuvopn.” Hann dró í efa að hlutleyM'-reglur Útvarps hefðu verið virtar til fulls með umfjöllun málsins i Víðsjá. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) og Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra töldu að ísland væri kjarnorkuvopnalaust land. Ólafur Ragnar Grimsson (AB) sagði það skyldu þings og þjóðar að kanna hvað hæft væri í tilgátum manna um kjarnorkuvopn hér og sagði þetta vera mál sem „ekki mætti kenna við her- ferðir, moldviðri eða kommúnista.” -ARH. Pólitíska litrófið á vinstri kantinum hefur einfaldazt talsvert með því að félagar í Einingarsamtökum kommúnista og Kommúnistaflokki fslands leystu upp bæði samtökin á sátneiginlegum fundi í fyrrakvöld og stofnuðu ein samtök í staðinn. Kallast þau Kommúnistasamtökin. Ari Trausti Guðmundsson menntaskólakennari var kosinn formaður, en varaformaður Gunnar Andrésson rafvirki. Málgagn Kommúnistasamtakanna verður Verkalýðsblaðið, sem Einingar- samtökin gáfu áður út. Einingar- samtökin voru stofnuð 1975 og Kommúnistaflokkurinn 1976. Báðir hópar voru gjarnan kenndir við maóisma og elduðu grátt silfur saman framan af. Nú hefur ófriðaröldur lægt og félagar þeirra gengið í eina sæng saman. ARH. Hinn heimsf rægi Rudolf Serkin kom í gær Hinn heimsfrægi píanósnillingur Rudolf Serkin kom til landsins í gær ásamt fleira listafólki frá Bandarikjun- um. Rudolf Serkin kemur hingað á veg- um Tónlistarfélagsins í tilefni 50ára af-. mælis Tónlistarskólans. Náið samband hefur verið milli Serk- ins og íslands og hefur hann oft komið hingað til tónleikahalds. Hann mun halda tónleika í dag í Þjóðleikhúsinu' kl. 3 en í Háskólabíói á þriðjudags- kvöld, en þá koma auk hans fleiri er- lendir listamenn. Hagnaður af tónleikum þessum mun verða notaður til að stofna sjóð til styrktar ungu, efnilegu tónlistarfólki til framhaldsnáms erlendis. Aðgöngumiðasala er hafin. Örfáir miðar eru eftir á einleikstónleika Serkins, og enn eru til miðar i Háskóla- bíói á kammertónleikana. -EVI. STÚDENTSVEELAISTAÐ FUNDARHALDA — hjá Guðlaugi Þorvaldssyni „Það er anzi hart að lenda í þessum veikindum núna þar sem ég hef varla verið veikur síðan ég var níu ára,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson forseta- frambjóðandi við blaðamann DB í fyrradag, en þá hóf Guðlaugur kosn- ingabaráttuna á nýjan leik eftir að hafa lagzt tvívegis í víruspest að undan- fömu. Sagðist Guðlaugur raunverulega hafa misst eina og hálfa viku úr kosn- ingabaráttunni af þessum sökum. í hádeginu í fyrradag fór Guðlaugur í dvalarheimili aldraðra við Lönguhlíð. Röbbuðu þau hjón Guðlaugur og Kristín við gamla fólkið og Guðlaugur las ljóðið Vor eftir Guðmund Böðvars- son fyrir gamla fólk’ið en flutti enga kosningaræðu. Þorvaldur Óttar, sonur þeirra Guð- laugs og Kristínar var útskrifaður stúd- ent úr Menntaskólanum við Hamrahlið í fyrradag, þannig að ekki varð um frekari fundarhöld að ræða þann dag- inn en í fyrrakvöld hélt Guðlaugur norður í land þar sem hann verður með kosningafundi um helgina. - GAJ Guðlaugur og Kristin ásamt syninum og nýstúdentinum Þorvaldi Óttari. Hann sagðist I samtali við DB óráðinn i hvaða námsgrein yrði fyrir valinu nú að loknu stúdentsprófi en meðan hann hugsaði málið ætlaði hann á fjögurra mánaða lýðhá- skóla I Holbæk I Danmörku. DB-mynd Þorri. Pylsuvagnar anrtarrolandamtéga nú vara sig: Pylsuvagninn í kvartmflukeppni — metið væntanlega skráð íheimsmetabók Guinnes Islendingar eiga nokkur met í heimsmetabók Guinnes svo sem vitað er. Hins vegar gæti farið svo að eitt metið enn verði skráð i þá mikilsmetnu bók eftir daginn í dag. Þau Auður Elísabet Guðmundsdóttir og Hermann Gunnarsson ætla i dag, að setja heimsmet i kvartmiluakstri pylsuvagna. Ekki hefur áður verið keppt í þeim flokki el tir þvi sem bezt er vitað. Á myndinni leiðbeinir Hálfdán Jónsson, formaður Kvart- míluklúbbsins þeim skötuhjúum við að stilla 4,5 hestafla pysluvagna- mótorinn. Síðan er ætlunin að skora á pylsuvagninn á Ráðhústorginu i .Kaupmannahöfn í kappakstur og keppa heima og heiman. Eftir það verður væntanlega skorað á helztu pylsuvagna heims og áður en langt um liður eigum við kannski orðið nokkuð mörg met í heimsmeta- bókinni. . . -ELA/DB-mynd: RagnarTh. Srjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980. Philidor-skákmótið: Jón vann biðskákina Jóni L. Árnasyni tókst um síðir að knýja fram sigur í skák sinni við Bandaríkjamanninn Blocker. Skákin hafði tvívegis farið í bið og varð rúmir 80 leikir áður en yfir lauk. í 11. umferð gerði Jón jafntefli við skákmann frá Sri Lanka. Jón og Kudr'tn eru nú efstir og jafnir með 8 vinninga. Jón hefur teflt 10 skákir en Kudrin hefur teflt 11 skákir. Hættuleg- asti keppinautur Jóns á mótinu er sennilega rússnesk-bandaríski skák- maðurinn Zlotnikov. Hann hefur hlotið 7,5 vinninga úr 9 skákum. Um hvitasunnuhelgina verður gert hlé á Philidorskákmótinu og þá tekur Jón þátt í sterku, opnu skákmóti. Þar verða tefldar 6 umferðir eftir Monrad- kerfi, tvær umferðir ádag. -GAJ. „Frábært mót” — segir norski skákmað- urinn Helmersígrein sem hann hef ur ritað um Reykjavíkurmótið „Mótið var frábært á allan hátt.” Þannig kemst norski skákmaðurinn Knut J. Helmers meðal annars að orði i grein um Reykjavíkurskákmótið, hið níunda í röðinni, sem haldið var í febrúar og marz síðastliðnum. Grein Helmers birtist i „Norsk Sjakkblað” fyrir skömmu. Eins og menn muna varð Helmers að hætta þátttöku i mótinu eftir nokkrar umferðir vegna veikinda. „Allt var fullkomið, nema heilsa mín,” segir Helmers í greininni. „Mótið var mjög skipulagt fyrir þátttakendurna og mótsstjórnin gerði allt sem í hennar valdi stóð og það var hreint ekki svo lítið.” í greininni gerir Helmers að umtalsefni hin nýju tímamörk, sem teflt var eftir, hið svokallaða „Icelandic Modern” kerfi. Lætur Helmers þá skoðun í ljós, að þessi tímamörk séu það sem koma skal, „lausn framtíðarinnar”. -GAJ. Hvftasunnan: Móttaka smá- auglýsinga Dagblaðið i dag er siðasta blað fyrir hvítasunnu. Næsta blað kemur út á þriðjudaginn. Móttaka smáauglýsinga er lokuð i dag, laugardag, og á morg- un, sunnudag, en móttaka smáauglýs- inga hefst aftur annan hvitasunnudag kl. 18 og er opin til kl. 22. LUKKUDAGAR: 23. MAÍ: 20326 Sjónvarpsspil Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.