Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. 3 Dauði prinsessu: Sjónvarpið ætti ekki að sýna þessa arabísku mynd — segirSiggiflug Ég las um það nýlega í blaði að til stæði að sýna í rikissjónvarpinu ein- hverja umdeilda mynd, arabíska, um einhverja prinsessu og elskhuga hennar. Mynd þessi sætti mikilli gagnrýni hjá þeim arabísku og varð það til þess m.a. að arabarnir létu sendiherra sinn í London (að ég held) koma heim eftir að kvikmynd um þetta ástarævintýri hafði verið sýnd í Eng- landi. Mörgum finnst kvikmyndin sýna mikla grimmd, en svo eru lög þeirra þarna í arabaríki einnig. Mætti likja þeirra lögum við okkar lög um stóra- dóm, sem ekki þótti sérstaklega mildur. í einhverju blaði las ég að til stæði Góð þjónusta á bfla- verkstæði K.A. skrifar: Vert er að geta þess sem vel er gert. Ég lenti í því óláni að bíllinn minn, sem er mér ómissandi, bilaði. Þar sem hann er af þeirri tegund að fá bilaverkstæði geta gert við hann var upppantað marga daga fram i tímann hjá þeim sem geta það. Hins vegar var einn þeirrá mér svo hjálplegur að taka bilinn þrátt fyrir að hann væri yfirhlaðinn verkefnum. Það var bílaverkstæði Tómasar á Laugarnestanga. Það verkstæði sýndi mér fádæma kurteisi og sann- girni hvað varðar kostnað. En ég hef heyrt að vart sé hægt að fara með bíl á verkstæði fvrir innan við hundrað þúsund krónur. Þetta vil ég kalla góða þjónustu. Vörubfla- drasl óprýðir umhverfið Ibúðareigandi hringdi: Mig langar að koma þvi á fram- færi við vörubílstjóra sem búa inni i íbúðarhverfum að þeir safni ekki rusli i kringum íbúðarhús sin. í þeirri götu sem ég bý i býr vörubilstjóri sem hefur verið að gera upp bílinn sinn. Hann hefur keypl gamla bíla og rifið þá i sundur til að fá úr þeim vara- hluti. Þetta er i sjálfu sér allt i lagi nema hvað ógurlegt drasl safnast kringum húsið hans, til mikillar óprýði fyrir götuna. Til dæmis er gatan auðkennd með þessu drasli. Ég heyrði konu spyrja til vegar um daginn og hún benti í áttina að götunni og sagði: ,,Nú, er það þarna sem allt vörubíla- draslið er?” Mér datt svona í hug að benda á þetta þar sem þetta er nánast ófremd- arástand. að við tækjum upp stjórnmálasam- band við Saudi-Arabíu og hefur utanrikisráðuneytið þetta nú til at- hugunar í sambandi við hugsanleg olíukaup þaðan. Oliuna á siðan að hreinsa, t.d. í Danmörku eða ein- hverju vestrænu landi. Það er sérstaklega mikil spenna milli hins vestræna heims og hins austræna og virðist allt vera nærri „suðumarki”. Ég held þvi að við eigum ekki að sýna þessa arabísku mynd, eða þessa mynd um arabískt efni, á meðan við erum að hugsa um að gera samning við þá fyrir austan. Þeir þarna fyrir austan eru sérstak- lega hörundssárir nú um stundir og litla ísland finnst mér ekki hafa ráð á að taka afstöðu til viðkvæmra mála með því að sýna myndina. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug, 7877-8083. r-------------------------------- Sjónvarpið hefur tekið þá ákvörðun að sýna umdeilda mvnd um arabiskt ástar- ævintýri. Eflaust eiga eftir að spinnast miklar umræður manna á meðal og rétt- mæti þess að Islendingar sýni myndina. Meðfylgjandi mvnd er ekki úr þessari um- deildu mynd en sýnir engu að siður refsingu. Núer SQMQ' sumar VEÐBANKI STARFAR Munið kappreiðar Fáks á annan hvítasunnudag að Víðivöllum Hefjast kl. 13.30 með góðhestasýningu. Kl. 15:00 hefjast æsispennandi hlaup. Spurning Áttu von á verk- föllum hér á landi á nœstunni? Friðbjörg Friðbjarnardóttir húsmóðir: Ég veit ekki, ég hef fylgzt svo ósköp lítið með þessum málum. Bragi Friðbjarnarson, vinnur hjá Skelj- ungi: Nei, ekki á ég von á því. Aftur á móti væru verkföll mér ekki á móti skapi. Anna Jórunn Guðmundsdóttir nemi: Ég veit ekki. Ég held að það geti alveg eins verið. Ólafia Ásgelrsdóttlr nemi: Nei, ég hugsa ekki. Annars veit ég það ekki, hef svo lítið pælt i þessu. Sigríður Lárusdóttir skrifstofustúlka: Það vona ég svo sannarlega ekki. Sigurður Þorláksson póstur: Ætli það ekki. Ekki veit ég svo sem hvaða til- gangi það ætti að þjóna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.