Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Blaðsíða 104

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1982, Blaðsíða 104
104 LANDSBÓKASAFNIÐ 1981 LAGNING Ákveðið var fyrr á árinu að lillögu bygg- HORNSTEINS ingarnefndar Þjóðarbókhlöðu að leggja ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU hornstein bókhlöðunnar 23. september, á 740. ártíðardegi Snorra Sturlusonar, en þann sama dag fyrir 75 árum lagði Hannes Hafstein hornstein að Safnahúsinu við Hverfisgötu. Nú skal lýst stuttlega athöfninni miðvikudaginn 23. september 1981. Hún hófst kl. 2 e. h. með því, að hljómlistarmennirnir Lárus Sveins- son og Jón Sigurðsson blésu upphafsstef úr „Island farsælda frón“. Að svo búnu flutti Finnbogi Guðmundsson, formaður bygging- arnefndar, ávarp, bauð gesti velkomna og þakkaði öllum þeim, er komið heíðu bókhlöðumálinu og byggingunni sjálfri á þann rekspöl, er raun bæri vitni. Þá flutti Ingvar Gíslason menntamálaráðherra ræðu, rakti gang mála frá upphafi, harmaði fyrri tafir, en kvaðst nú vona, að unnt yrði að halda byggingarframkvæmdum hiklaust áfram úr þessu. Að máli ráðherra loknu gekk Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, fram, tók við blýhólki úr hendi formanns byggingarnefndar og kom fyrir í vegg þeim, er fyrir verður á vinstri liönd, þegar komið er inn í safnið á annarri hæð, inngönguhæð þess. Forseti árnaði með nokkrum orðum bókhlöðunni og þeim, er þar ættu hlut að máli, allra heilla. Formaður byggingarnefndar afhenti forseta nú að gjöf og til minja áletraða silfurmúrskeið, smíðaða af Bárði Jóhannessyni gullsmið. Þessu næst var afhjúpuð marmaraplata sú, er síðar verður komið fyrir á fyrrnefndum vegg, og er birt mynd af henni á kápu þessarar Arbókar. Um texta plötunnar er það að segja, að Hafsteinn Guð- mundsson valdi letur og skipaði textanum á leturflötinn, en leturgröft annaðist Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar í Kópavogi. í blýhólkinum er skýrsla Finnboga Guðmundssonar lands- bókavarðar og Einars Sigurðssonar háskólabókavarðar um Þjóðar- bókhlöðu, viðbúnað og byggingarframkvæmdir frá upphaft til haustsins 1981, en skýrsla þessi er birt í Árbók þessari. Ennfremur voru að venju sett í blýhólkinn sýnishorn frímerkja og myntar, sem í gildi eru, og loks hluti teikninga bókhlöðunnar, en arkitektar hennar eru Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson og ráðunautur Hcnry Faulkner-Brown arkitekt frá Newcastle. Að athöfninni lokinni voru bornar fram á staðnum veitingar í boði menntamálaráðherra. Landsbókasafni, 23. september 1982, Finnbogi Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.