Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 □wd?® w©gjiTQ® var lands- fundur Þjóðvaka ésfaþm fyrir Jóhönnu? í fyrsta lagi Jóhanna stofnaði Þjóðvaka utan unn sjálfa sig. Jóhanna er helsta stefnuatriði flokksins, aðal for- ystumaður, sverð og skjöldur flokksins. Samt fékk hún ekki nema 97 pró- sent atkvæða í formannskjörinu. Einn kaus Svanfríði og eflaust hefur einhver gert ógilt með því að kjósa skepnuna hann Jón Baldvin. í öðru lagi Þjóðvaki er einn fárra flokka sem hafa lent í því að flokksmenn hafa yf- irgefið flokkinn áður en hann er stofnað- ur. Meira að segja fóstbróðir Jóhönnu og helsti vinur, Þorlákur Helgason, var búinn að fá nóg og farinn áður en fjörið byrjaði. í þriðja lagi Einhverjir Suður- nesjamenn héldu að flokkurinn væri stofnaður í kringum starfsaðferðir Jó- hönnu frekar en stefnumál og settu leiðinlegan svip á samkunduna. Þeir stóðu upp, höfðu hátt, gengu út og skelltu á eftir sér — alveg eins og Jóhanna var vön að gera á ríkis- stjórnarfundum. Þeir föttuðu ekki að það er Jóhanna sem skellir hurðum. Hurðum er ekki skellt á Jóhönnu. í fjórða lagi Guðbjörn Jónsson félagaskelfir var mætturáfundinn. Það er ekki góðs viti. Hann var ekki lengi að drepa félag gjaldþrota einstak- linga á sínum tíma og hann gekk frá félagi atvinnulausra. Þeir hörðustu fengu sér vinnu til að losna undan Guðbirni. Guðbjörn gekk út af landsfundinum, illur og til alls líkleg- ur. Við gefum honum þrjár vikur til að setja allt upp í loft hjá Þjóðvaka. í fimmta lagi Þrátt fyrir að Guð- björn hafi mætt og aðrir þekktir félags- málaskelfar þá hefur Alþýðuflokkurinn sjálfur samt vinning- inn. Kratarnir eru enn litskrúðugri. Þeir hafa Jakob Magnússon, Arnór Benónýsson, Ámunda Ámundason, Birgi Dýrfjörð og Kidda rót. Þrátt fyrir að Jóhanna hafi sogað til sín nokkra skrítna fugla þá kemst hún ekki í hálfkvisti við furðufuglabúr Jóns Baldvins. Frægur klofningsmaður gekk út af landsþinginu Guðbjöm Jónsson notaði fyrsta tækifæri og gekk út affyrsta landsþingi Þjóðvaka °? erkominn í kiofningshóp. gærkvöldi var helsta fréttin af deilis enginn klofningsmaður, þvert á móti er ég maður málamiðlana." I landsþingi Þjóðvaka sú að nokkrir menn hafi gengið út vegna þess að breytingartillaga þeirra varðandi at- riði í sjávarútvegsstefnu flokksins var ekki tekin til atkvæða á aðal- fúndinum. Þetta kemur ekki öllum jafn mikið á óvart, einkum þegar haft er í huga að einn þeirra sem gekk út var Guðbjörn nokkur Jónsson. Guðbjörn er annálaður flokkaskelfir og fundaskelfir þó svo að hann segi í grein sem skrifuð var í Pressunni 2. desember 1992 undir fyrirsögninni „Arkitekt klofnings í þremur félögum" að hann sé „al- áðurnefndri grein er ferill Guð- björns í þremur félögum rakinn. Hann sagði af sér sem varaformað- ur Landssamtaka atvinnulausra en um það atriði segir hann að hann sé alls ekki að reyna að kljúfa samtök- in, formaðurinn virðist einfaldlega ekki geta starfað með sér. Annað fé- lag voru samtök gjaldþrota fólks, G- samtökin, þar sem Guðbjörn bauð fram þjónustu sína. Þar mun hann hafa tekið upp á því að meina fólki aðgang og svo rammt kvað að ofríki hans að formaðurinn og stofnand- inn, Grétar Kristjánsson, hætti. Hann tók þá upp á því að skrifa í blöðin sem framkvæmdastjóri sam- takanna þótt hann hafi ekki verið ráðinn sem slíkur. Á aðalfundi sam- takanna var Kristján Einarsson kjörinn, að tillögu Guðbjörns, en Guðbjörn meinaði Kristjáni engu að síður aðgang að skrifstofunni sem varð til þess að Kristján fór að streitast gegn honum. Þetta leiddi síðar til þess að Guðbjörn stofnaði ný samtök, Nýja framtíð, en sam- kvæmt heimildum Pressunnar mættu þrír á stofnfundinn. Þá mun Guðbjörn hafa starfað fyrir Land- samband kanínubænda, meðal annars varðandi fýrirtækið Fínull, sem fór yfir um og í kjölfarið neit- uðu þeir Bjarni Einarsson í Byggðastofnun og Kristján Valdi- marsson framkvæmdastjóri að starfa með Guðbirni. Og enn sam- kvæmt áðurnefndri grein: Guð- björn hefur gert sig gildandi í Sam- stöðu um óháð Island en ekki hafa teljandi deilur verið að hans undir- lagi en hann hefur haft sig talsvert í frammi með fýrirspurnir. Loks má nefna að hann hefur komist upp á kant við menn í Félagi farstöðvaeig- enda. -JBG Frá landsþingi Þjóðvaka í gær. Á fyrri degi mættu um 140 manns á Hótel Sögu þar sem þingið var haldið en nokkuð færri voru seinni daginn. :/v.y. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: Hlær að Alþýðublaðinu „Uppstillingu listans er ekki lokið þannig að það er ekki hægt að svara þessari spurningu nákvæmlega,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagins, að- spurður um hvort eining ríki um uppstillingu lista flokksins í Reykja- nesi sem er kjördæmi hans sjálfs. Staða Ólafs sem efsta manns listans er óumdeild en nokkur átök hafa hins vegar verið um röð næstu manna. I fréttaskýringu sem birtist í Alþýðublaðinu á föstudag er fullyrt að hörð barátta standi nú milli Ál- þýðubandalagsmanna í Kópavogi og á Suðurnesjum um 2. sæti lista flokksins. 1 frétt blaðsins segir að Alþýðubandalagsmenn í Kópavogi telji tímabært að þeirra fulltrúi, Val- þór Hlöðversson, taki 2. sætið á listanum sem varaþingmaðurinn og Suðurnesjakonan Sigríður Jó- hannesdóttir skipaði í síðustu kosningum. Er meðal annars vitnað í Kópavogsmanninn Flosa Eiríks- son, formann kjörnefndar Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesi, sem ætlar að segja sig úr nefndinni ef ekki verður tekið tillit til skoðana hans. Um þetta segir Ólafur Ragnar: „Flosi segir svo margt við vini sína. Ég var með honum á fiindi í kvöld og hann hlær nú bara að þess- um fréttaflutningi Alþýðublaðsins.“ Og það gerir Olafur lika sjálfur. „Þessi frétt í Alþýðublaðinu er bara eins og annað í því ágæta blaði, sem er skemmtilegt, fyndið og hressilegt á morgnana. En tengsl þess við veruleikann eru svona álíka og skáldskapur Davíðs Stefáns- sonar sem Alþýðublaðið hefúr líka skrifað mikið um.“ -jk Olafur Ragnar Grímsson. „Þessi frétt í Alþýðublaðinu er bara eins og annað í því ágæta blaði, sem er skemmtilegt, fyndið og hressi- legt á morgnana.“ Guðbjörn Jónsson: „Ég hef nú lært mína lexíu en þessi titill er nú fyrst og fremst kominn úr röðum andstæðinga minna." Guðbjörn Jónsson á fýrsta landsfundi Þjóðvaka „Bemsku- brek“ segir Guðbjöm, sem kannast ekki við að flokkurinn sé að klofna. „Þarna var um það að ræða að mikil óánægja var með vinnubrögð ákveðinna aðila sem höguðu sér | fremur einstrengingslega. Þeir virt- ust ekki tilbúnir ennþá til að leyfa lýðræði í flokknum," sagði Guð- 1 björn Jónsson fulltrúi, sem nú starfar hjá Félagi fólks í veitinga- húsarekstri. Guðbjörn sagði hins vegar ofmælt að tala um klofning eða úrsagnir úr flokknum. „Það er enginn farinn að tala um að yfirgefa flokkinn enda má helst líkja þessu við bernskubrek,“ sagði Guðbjörn sem sagði að hans þáttur væri frem- ur sá að bera klæði á vopnin þó hann vissulega deili skoðunum með þeim sem gengu út. Þannig að það er ekki því að dreifa að félagaskelfirinn sé enn áferð? „Ég hef nú lært mína lexíu en þessi titill er nú fýrst og ffemst kominn úr röðum andstæðinga minna.“ Þess má geta að Guðbjörn starfaði á sínum tíma í Borgaraflokknum og varþar ansi forspár: „Eg skrifaði Alberti Guðmunds- syni bréf daginn eftir fýrsta lands- fund Borgaraflokksins þar sem ég benti honum á að flokkurinn væri að deyja. Ég held hins vegar að ekk- ert slíkt hendi Þjóðvaka,“ sagði Guðbjörn að lokum. SMJ Ég var þaö, en ég klauf mig frá honum í stiganum niður og skellti mér á Mímisbar. Ert þú í Guðbjörns- arminum í Þjóðvaka? Tvö slys í heitum pottum á einu ári á Flúðum Gerum altt til þess að svona slys komi ekki fýrir aftur segir oddvitinn í Hmnamannahreppi. Tæplega tveggja ára gömul stúlka um hætti á Flúðurn, en ungur mað- og móðir hennar brenndust talsvert ur lést af völdum brunasára síðast- illa þegar sú fýrrnefnda féll í yfir 70 gráðu heitan pott á Flúðum upp úr hádegi á sunnudag. Móðir stúlk- unnar sá strax til hennar og fór á eftir henni ofan í pottinn. Litla stúlkan sem var þó nokkuð vel klædd brenndist talsvert á höfði og hálsi en móðir hennar á fæti. Þegar tilkynnt var um slysið var sam- stundis sent eftir þyrlu Landhelgis- gæslunnar og mægðumar fluttar á sjúkrahús í Rcykjavík. Er nú líðan þeirra eftir atvikum. Þetta er í annað sinn á ári sem slys verður með þess- liðið vor eftir að hafa fallið í sjóð- heitan pott. Slysið sem mæðgurnar urðu fyrir var í sumarbústaðalandi við Ása- byggð þar sem þær dvöldust, en ungi maðurinn lést eftir að hafa fall- ið í heitan pott við Skjólborgina sem er hótel á Flúðum. Eru bæði slysin rakin til bilunar í öryggisbúnaði. Að sögn oddvitans í Hruna- mannahreppi, Lofts Þorsteins- sonar, heyrði hann af þessu slysi seint í gærdag. „Það er enginn vafi á því að við gerunt allt sem í okkar valdi stendur til þess að svona slys komi ekki fyrir aftur. Hitaveitu- vatnið er auðvitað mjög heitt hérna, þótt það sé farið að kólna töluvert þegar komið er út í Ásabyggðina, en svona á ekki að geta komið fyrir. Við skoðum þetta mál vel, það er al- veg ljóst. Blöndunartækin, sem eru í báðum þessum tilfellum Danfoss- tæki, eiga að halda hitastiginu réttu, en dæmin sýna að þau hafa áður kltkkað. Þetta þarf að skoða ofan í kjölinn.“ Loftur vildi einnig koma þvi á ffamfæri til fólks að setja lokin á heitu pottana. -GK Skoðanakönnun Skáís Sjál flol okkurinn stór Samkvæmt skoðanakönnun Ská- ís, sem Stöð 2 birti í gær, fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 40,45 prósent at- kvæða ef gengið yrði til kosninga til Alþingis nú, eða 27 þingmenn. Framsóknarflokkurinn nýtur næst mesta fylgis og fengi 17,23 prósent at- kvæða og 10 menn kjörna. Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur er sam- kvæmt könnuninni með nánast jafnmikið fylgi og Framsóknarflokk- ur eða 16,10 prósent atkvæða og 10 þingmenn ef kosið væri nú. Alþýðu- bandalag fengi 11.61 prósent atkvæða og 7 menn, Alþýðuflokkur fengi 9,74 prósent atkvæða og 6 menn en rest- ina rekur Kvennalisti með 4,87 pró- sent atkvæða og 3 þingmenn. Urtakið í könnuninni var 800 manns um allt land. Aðeins 51,64 prósent aðspurðra tóku afstöðu. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.