Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 6
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MANUÐAGUR 30. JANUAR 1995 1 Fyrsta landsfundi Þjóðvaka lauk í gær og eins og við var búist hlaut Jóhanna Sigurðardóttir rússneska kosningu. Flokkurinn boðar ýmsar pólitískar sprengjur á borð við auðlindagjald, fiskmarkaði og að útlendingar megi eiga hlut í íslenskri fiskvinnslu. Þær féllu í skuggann af því að tæpur tugur manna gekk út vegna þess að þeir komu ekki breytingatillögu að á aðalfundinum_ Jóhanna fékk rússneska kosningu og boðar siðvæðingu Það var almennt gott hljóðið í forvígismönnum flokksins eftir landsfundinn þrátt fyrir að tekist hafi verið hart á um einstaka mála- flokka — einkum sjávarútvegs- stefnu flokksins. Jóhanna Sigurð- ardóttir hlaut 105 atkvæði sem for- maður Þjóðvaka af 108 atkvæðum. Það nálgast 97 prósent. Jóhanna er fyrst kvenna til að verða kosin for- maður stjórnmálaflokks og er þá Kvennalistinn talinn með en þær hafa þann háttinn á að vera ekki með formann. Svanfríður Jónas- dóttir, hlaut afgerandi kosningu sem varaformaður, eða 90 atkvæði. Fimmtán skiluðu auðu og einn var ógildur. Ágúst Einarsson prófess- or, hlaut 85 atkvæði sem ritari flokksins. Engin mótframboð voru og telst þetta því rússnesk kosning. Sigurður Pétursson sem ekki var í framboði fékk 4 atkvæði í ritara- sætið. Þjóðvaki boðar aukna siðvæðingu í stjórnmálaályktun Þjóðvaka koma frarn almenn atriði og þar segir meðal annars „Þjóðvaki legg- ur áherslu á að viðhöfð verði heið- arleg og ábyrg vinnubrögð í stjórn- málum, opinberri stjórnsýslu og at- vinnulífi." Þessi siðbót sem Þjóð- vaki hefur boðað hefur þegar vakið nokkra athygli enda liggur hún til grundvallar hjá flokknum. Þjóð- vaki ætlar að leggja áherslu á eftir- talda málaflokka: Sókn í atvinnu- málum og bætt atvinnuöryggi, ábyrg efnahagsstefna, afkomuör- yggi fjölskyldunnar og traust vel- ferðarkerfi, mannréttindi og jöfnun lífskjara, menntun og menning, breytt skipan skatta- og lífeyris- mála, umhverfisnefnd og þátttaka í samfélagi þjóðanna á jafnréttis- grundvelli. I tillögu um siðvæðingu segir meðal annars að það sé langt síðan fór að bera á trúnaðarbresti milli þjóðarinnar go opinberra embætt- ismanna og stjórnsýsluhafa. „Þessi trúnaðarbrestur hefur aukist með árunum og snertir meinta misbeit- ingu valds í ýmsum embættisfærsl- um. Á það einkum við um embætt- isveitingar, meðferð opinberra fjár- muna, svo og stjórnmálaleg afskipti í sjóða- og bankakerfinu." Þjóðvaki hyggst bregðast við þessu meðal annars með því að setja þingmönn- urn sínum og öðrum fulltrúum siðareglur sem verða birtar opin- berlega. Einnig leggja þeir áherslu á að hlunninda- og dagpeninga- greiðslur hins opinbera og öðrum stofnunum í almenningseigu verði afnumin í núverandi mynd. Jafn- rétti í tekjuskiptingu var mjög til umræðu og í tillögu sem kom frá vinnuhópi um siðvæðingu og mannréttindamál kom það fram að brýnt væri að stemma stigu við sí- aukinni misnotkun á verktakafyrir- komulaginu í þeirri mynd að launafólki sé skyldað til að gerast verktakar og þar með svipt ýmsum þeim réttindum sem áunnist hafa með áratuga verkalýðs- og laun- þegabaráttu svo eitthvað sé nefnt. Mikil átök um sjávarútvegsmál Það er ekki síst í sjávarútvegs- málum sem Þjóðvakinn skapar sér sérstöðu. Þjóðvaki vill heimila er- lendum aðilum að fjárfesta í 20 prósentum í einstökum sjávarút- vegsfyrirtækjum. Þetta þýðir meðal annars að það verði ljóslega kveðið á um þjóðareign fiskistofna í lögum með auðlindargjaldi. Einnig er tal- að um að afli fari um innlenda fisk- markaði. Þetta teljast nýmæli í ís- lenskri pólitík en það var við af- greiðslu sjávarútvegsmálanna sem flolckur manna gelck út af fundi með talsverðum fyrirgangi og ræddu hátt um sín mál frammi í anddyri Hótels Sögu. Aðalfundur- inn afgreiddi álit sem komu frá undirnefndum en þeim breytingar- tillögum var vísað til stjórnar sem elcki vannst tími til að greiða at- kvæði um. Nokkrir aðilar höfðu reynt að koma tillögum um byggð- arkvóta í gegnum þingið og reidd- ust gríðarlega við það að breytinga- tillögurnar skyldu ekki teknar til at- kvæða og gengu út sem áður sagði. Þar fóru meðal annars Njáll Harð- Frá Þjóðvakafundinum í gær. Þorlákur Oddsson leigubílstjóri úr Hafnarfirði er fyrir miðju. arson, Kristján Pétursson, Kári Jónasson og Guðbjörn Jónsson en heimildarmenn MORGUN- PÓSTSINS innan Þjóðvaka segja að þeir hafi verið búnir að reyna að nauðga þessum tillögum í gegnum þingið, tillögum sem gengju elcki upp og fiskmarkaðir leystu að stór- um hluta þau vandamál sem byggðakvótinn ætti að leysa. Á þessum skoðunum var hnykkt með því að segja Guðbjörn vera kallaðan flolckaskelfir og fundarsprengir og hafi komið víða við. Önnur mál Þeir sem MORGUNPÓSTURINN heyrði í á landsfundinum sögðu það nokkuð ljóst að með þessu fyr- irkomulagi, að öllum væri frjáls að- gangur, væri aldrei hægt að koma í veg fyrir að „kverúlantar" mættu til leiks, eins og einn orðaði það, en það væri mest um vert að megnið af fólkinu hefði unnið mjög gott starf á fúndinum. Þó svo að siðbótin og sjávarútvegsmálin hafi verið efst á baugi voru eðlilega ýmis mál önnur afgreidd á landsþinginu og sett í stefnu flolcksins. Varðandi efna- hags- og atvinnumál þá vill Þjóð- vaki skuldbreyta lánum einstak- linga sem hafa búið við samdrátt í tekjum og mildar skuldir. Þjóðvaki vill að hagræðing hjá opinberum stofnunum komi meðal annars fram í bættum launakjörum starfs- mannanna svo dæmi séu nefnd. Þá kom meðal annars fram sá vilji að bankastjórar verði ekki ráðnir vegna hagsmuna einstakra stjórn- málaflolcka. Um atvinnumál segir að áætlað sé að það þurfi að skapa 20 ný störf og farsælasta leiðin til að minnka atvinnuleysi sé að viðhalda lágri verðbólgu, auka hagvöxt og viðskipti við útlönd. Þar sé öflugt menntakerfi lykilatriði. Nokkrar umræður urðu um landbúnaðar- mál og þar kom fram gagnrýni þess efnis að flokkurinn þyrfti að gera upp við sig hvort hann vildi leggja áherslu á hagsmuni neytenda í þétt- býliskjörnum eða vera flokkur alls landsins og gæta hagsmuna bænda. Farið var bil beggja og Þjóðvaki sker sig elcki ýkja mikið frá öðrum flolckum. Það kom fram að það verði að laga landbúnaðarfram- leiðslu að markaðsaðstæðum og þörfum neytenda og lögð áhersla á að hagsmunir þeirra þyrftu ekki að vera öndverðir. Þjóðvalci vill harðar aðgerðir gegn skattsvikum og áætl- ar að ríki og sveitarfélög verði af 11 milljörðum sökum skattsvika og setti fram all nákvæmar tillögur hvernig beri að bregðast við þeim. Hér er einungis lítið brot af því sem tekið var til afgreiðslu á landsfund- inum og nú eftir að stefnuskrá og markmið hafa verið lögð fram verður næsta verkefni flolcksins að raða á lista. JBG Fjögur hross drápust eítir að ekið var á þau í Arnarneshreppi „Er sannfærður um að ökumaðurinn hafi verið á langt yfir 100 kflómetra hraða“ segir eigandi hrossanna. „Ég er sannfærður um að öku- eigandi fjögurra hrossa sem dráp- maðurinn hefur verið á langt yfir 100 kílómetra hraða, elcki á 40 til 50 kílómetrum eins og hann hélt sjálf- ur fram. Ég fór sjálfur og prófaði mig áfram og stoppaði á 50 kíló- metra hraða á sama stað við svipað- ar aðstæður. Ef hann hefur ekki séð lirossin á þeim hraða í tæka tíð hlýtur hann að vera blindur. Ég er reyndar feginn að hafa verið þarna sjálfur á þessari stundu því ég er viss um að hann hefði drepið allt kvikt sem fyrir honum var,“ segir Einar Þórðarson bóndi sem ásamt bróður sínum Þórði Þórðarsyni er ust er eldð var á þau við bæinn Hvamm í Arnarneshreppi í gær- morgun. Þrjú önnur hross þeirra bræðra slösuðust, þar af dvelst eitt enn á dýraspítala á Akureyri. Hin tvö eru ágætlega á sig komin. Mennirnir tveir sem óku bílnum sluppu hins vegar án meiðsla. Sem kunngut er, er mönnum skylt að halda skepnum sínum inn- an girðinga, en fönn var það mikil í Arnarneshreppi í gærmorgun að girðingar voru á kafi í snjó. Segir bóndinn tvær meranna sem drápust hafa verið af góðum ættum og því mjög verðmætar. „Þetta er nokJcur hundruð þúsund lcróna tjón sem við urðum fyrir. Við eigum eftir að athuga hvar við stöndum tryggingalega en vitum hvað hrossin voru þung og hvað þarf mikinn hraða til þess að henda þeim þessa vegalengd, því verður elckert mál að reikna þetta út. Við látum reyna á þetta fyrir dómstól- um ef þess þarf,“ segir bóndinn. En berið þið ekki úbyrgð ú eigin skepnum? „Jú, og það ber ég elckert af mér, en það er ekki hægt að ætlast til þess að hægt sé halda hrossunum í skefjum við þessar aðstæður.“ Einar segir að um tíu mínútum áður en slysið varð hafi hrossin ver- ið rekin niður í tún, í 400 til 500 hundruð metra fjarlægð frá vegin- um. I millitíðinni voru heimamenn að ferðbúast til þess að taka hrossin inn í hús. „Þetta var svo stuttur tími að ég trúði elcki mönnunum þegar þeir komu hingað og sögðust hafa eldð á hrossin,“ segir Einar. Lögregluvarðstjórinn á Akureyri telur hins vegar að ökumaður bif- reiðarinnar hafi ekið á löglegum hraða, en hámarkshraði á veginum eru 90 kílómetrar á klulckustund. Hann sagði að elcki væri búið að vinna að málinu með það sem bóndinn heldur fram fyrir augum. „Það verður sjálfsagt tekin frekari skýrsla af málinu. Á hinn bóginn er alltaf varhugavert að fullyrða um eitthvað, hafi eigendurnir elcki ver- ið viðstaddir. Éf menn eru ekki vissir með hraða eiga þeir elckert að vera að slá honum fram, án þess að ég sé að gera lítið úr þessu. En þetta er ósannað mál enn sem komið er,“ segir lögregluvarðstjórinn á Akur- eyri. -GK 15 konur ísfljóm Alls 36 voru kjörnir í stjórn Þjóðvaka auk þeirra Jóhönnu, Svanfríðar og Ágústs sem eru kjörin til eins árs. Helmingurinn er kosinn til tveggja ára og helm- ingurinn til eins árs. Af þessum 36 eru Reykvíkingar fjölmennastir, alls 14, og Hafnfirðingar næstir með þrjá. Alfreð Guðmundssort, Hafnarfiröi Arnór Pétursson, Reykjavik Elin Magnúsdóttir, Stokkseyri Guðmundur Unnar Agnarsson, Blönduósi Guðmundur Ólafsson, Álftanesi Guðrún Árnadóttlr, Reykjavík Heimir Ríkarðsson, Reykjavík Helga Kristinsdóttir, Húsavík Hólmfriður Bjamadóttir, Hvammstanga Jón Benónýsson, S.-Þingeyjarsýslu Jón Sæmundur Sigurjónsson, Hafnarfirði Katrín Theodórsdóttir, Reykjavík Kristján Pétursson, Garðarbæ Laufey Jónsdóttir, Isafirði Lára V. Júlíusdóttir, Reykjavík Marias Sveinsson, Reykjavik Mörður Árnason, Reykjavik Ólína Þorvarðardóttir, Reykjavik Óskar Guðmundsson, Reykjavík Páll Halldórsson, Reykjavik Ragnheiður Jónasdóttir, Hvolsvelli Runólfur Ágústsson, Borgarfirði Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Eskifirðl Sígríður Sigurðardóttir, Kópavogi Sigurður Pétursson, Reykjavík Sigurtín Sveinbjamardóttír, Hvalfjarðar- strönd Snorri Styrkáreson, Neskaupstað Sólveig Ólatsdóttir, Reykjavik Sveinn Hálfdanarson, Borgames Sveinn Allan Morthens, Skagafirði Sæmundur Pálsson, Akureyri Vilhjálmur Ingi Ámason, Akureyri Þorsteinn Hjartarson, Árnessýslu Þór Vlkingsson, Reykjavík Þorbjörg Gisladóttir, Hafnarfiröi Þórunn Sveinbjömsdóttir, Reykjavík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.