Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 10
10 Vísir Föstudagur 22. septeniber 1972 Visir Festudagur 22. september 1972 11 Ernirnir œfa gegn vél í borðtennis! t»á er vélmenni komið inn i islen/kar iþróttir — vél, sem kemur i stað mótherja i borðtennis og getur spýtt út úr sér S0 kúlum á minútu með miklum hraða og alls- konar snúningum og siðan er boðtennisleikarans að slá kúluna til baka i þar til gert net við vélina — Stiga ilobol. ()g það þarf mikinn snilling til að halda i við liana. Við litum inn á æfingu hjá Borð- tennisfélaginu Erninum i gær, þar sem verið var að reyna vélina i fyrsta skipti. Barna voru fyrir forustumenn félagsins, þeir Sigurður Guðmunds- son, formaður, Birkir b. Gunnarsson, gjaldkeri, og Björn Finnbjörnsson, rit- ari, en þeir voru meðal niu stofnenda þess 23. april 1970. Siðan hel'ur félaga- fjöldinn meir en tifaldazt — er nú kom- inn yfir hundraðið — og áhuginn er svo mikill að lagt var út i að kaupa „vél- mennið” fyrir 120 þúsund krónur frá Sviþjóð, en vélin um gjörbreyta allri æfingaaðstöðu hjá félagsmönnum. Það eru 16 hraðastillingar á vélinni — mesti hraðinn er áttatiu kúlur á minútu, sem sennilega enginn ræður við, en það er hægt að láta kúlurnar koma með minni hraða. Mótspilari vélarinnar getur haft stjórn á henni — stöðvað hana með þar til gerðri teng- ingu og rofa, sem hann heldur á, þvi annars er ha-tta á. að hinar 200 kúlur, sem hægt er að koma fyrir i einu, spýt- istút um allt gólf. Framan á vélinni er nokkurs konar armur. sem orsakar allskonar snúninga. en þeir eru hvað þýðingarmestir i þessari erfiðu iþrótt. barna framkallast snúningar. sem við getum ekki gert. sögðu forráðamenn félagsins og þeir skapa mikla æfingu og með henni getur leikmaður æft upp ákveðna veika punkta hjá sér. Þessar borðtennisvélar hafa viða verið teknar i notkun eriendis — eink- um þó i Japan, Kina og Sviþjóð, og þær ryðja sér stöðugt meira til rúms — enda er ping-pong, friðariþróttin, ein hver vinsælasta iþróttagrein, sem nú . er iðkuð. Tizkuiþrótt ef svo má að orði komast. Myndirnar, sem Bragi Guðmunds- son tók á æfingunni i gær, segja mikla sögu. A þeirri efri er Sigurður Guð- mundsson i keppni við vélina, sem miskunarlaust þeytir til hans kúlun- um, en Björn Finnbjörnsson stendur að baki vélarinnar. Þarna er sem sagt tæknin i framkvæmd. A neðri mynd- inni sjást félagarnir þrir, Birkir, Björn og Sigurður, talið frá vinstri, við fyrsta æfingaborð Arnarins, sem er heldur hrörlegt á að lita við hliðina á borði vélarinnar, en hefur þó skilað miklum árangri. Fyrsta ár félagsins voru nokkrir æfingatimar i Laugardalshöllinni. Nú er starfsemin orðin svo mikil, að Gunnar Guðmannsson, framkvæmda- stjóri hallarinnar, hefur skapað borð- tennismönnum sérstaka aðstöðu i sal i kjallara hallarinnar, og þar æfa þeir 38 tima á viku á fjölmörgum borðum, og nú fá þeir einnig tækifæri að glima við vélmennið. ■ Bsáii! HkftS lÉHSliÉiPI ■ ■ : • $mm Nú förlaðist Blikunum flugið í Bikarkeppni KSÍ — og Haukar flugu brott með sigurinn til Hafnarfjarðar í gœrkvöldi Þaö stendur ekki á óvæntu úrslitunum í Bikar- keppni KSi — i gærkvöldi flugu Blikarnir úr Kópa- vogi út úr keppninni fyrir baráttuglöðum Haukum úr Hafnarfiröi, sem einmitt beittu þvi vopni, sem reyndist Breiöabliki svo vel i sumar — mikilli baráttu- gleöi, þar sem mótherj- unum var aldrei gefinn stundarfriður til að byggja upp spil — og þetta var meir en Breiöablik réð viö. Haukar sigruöu í leiknum meö 1—0 og eru því komnir i aðra umferð ásamt FH, Víking, Keflavík og KR. Enn eru þrír leikir eftir í 1. umferð aðalkeppninnar, Þróttur-Akranes, Ármann- Valur, og IBA-iBV. Leikur Breiðabliks og Hauka var háður i fljóðljósum á Mela- vellinum i gærkvöldi og dró að þó nokkra áhorfendur. Og þeir fengu góða skemmtun — mikinn bar- áttuleik — þó svo allir hafi ekki verið ánægðir með útslitin að leik loknum. Eftir aðeins tiu minútur tókst hinum marksækna miðherja Hauka-liðsins, Lofti Eyjólfssyni, að brjótast i gegn og skora fyrir liö sitt — og það reyndist sigur- markið i leiknum!! Þrátt fyrir miklar tilraunir Blikanna til að jafna muninn tókst það ekki og Haukar eru þvi ásamt hinu Hafnarfjarðarliðinu FH komnir i 2. umferð. Einn leikmaður öðrum fremur átti þátt i þessum sigri Hauka- liðsins. sautján ára markvörður Axel Magnússon, sem hvað eftir annað sýndi snilldarmarkvörzlu i leiknum og hlaut mikið lof hjái Sigursœlir Þróttarar í Höfn! i sumar hélt 4. flokkur Þróttar i handknattleik til Danmcrkur. þar sem flokkurinn tók þátt i svoköll- uðu „Copenhagen cup”-móti mcð milli 3 og li þúsund þátttakendum. Stóð flokkurinn sig mjög vel og sigraði i sinum riðli eftir hörku- spennandi leik gegn Lugi frá Svi- þjóð. l.auk leiknum með sigri Þróttar 7-3 eftir að staðan i hálf- lcik var 5-4 fyrir Lugi. Aðrir leikir i riðlinum fóru þannig. Þróttur- Taastrup 10-2 Þróttur-Irsta 10-7. í undanúrslitum lék liðið gegn þvsku liði. Handevitter, sem sið- an sigraði i inótinu. Tapaði Þrótt- ur þeim leik 0-8. Hrósaöi einn fararstjóri þýska liðsins Þróttaralinu fyrir góðan lcik og mikla skothörku. áhorfendum. Þar er maður fram- tiðarinnar, en þessi ungi piltur er til þess að gera nýbyrjaður að leika i markinu hjá Haukum. Honum urðu ekki á mistök i leikn- um i gærkvöldi —- sinum fyrsta leik i flóðljósum. Breiðablik sótti meir i fyrri hál'leiknum og þó leikmenn liðs- ins fengu sjaldan tækifæri til að byggja upp leik sinn vegna ákafa, flýtis og dugnaðar mótherjanna, fengu þeir þó sæmileg tækifæri til að skora — en skot þeirra á markið réð Axel öll við. Siðari hálfleikurinn var jafnari i þessum mikla baráttuleik og þá fengu Haukarnir einnig sin tæki- færi. Þeir áttu hörkuskot i þverslá i eitt sinn — og einn traustasti leikmaður liðsins, Jóhann Larsen, komst frir að marki Breiðabliks, en brást bogalistin i skotstöðunni. Lokaminútur leiksins var spennan i hámarki — Breiðablik sótti, en Haukar hugsuðu aðeins um að halda þvi marki, sem þeir höfðu yfir og það tókst. Blikunum tókst ekki að jafna og fá fram- lengingu, en það hefði sennilega reynzt Haukum hættulegt. Já, Bikarkeppni KSt hefur þegar boðið upp á óvænt úrslit og þarna féll annað lið úr 1. deild út úr keppninni. tslandsmeistarar Fram eru einnig fallnir út — og kannski bjóða þeir þrir leikir, sem enn eru eftir i fyrstu umferð- inni upp á fleiri óvænt úrslit. „Það er ég, sem dreg fólkið að — segir Cassius Clay, sem vill nú ólmur gegn heimsmeistaranum Joe Frazier fú að berjast Nú viI ég fá tækifæri á Joe Frazier—ná af honum heimsmeistaratitlinum í þungavigtinni, og um leið þyngja pyngju mína með ,,stóru peningunum", sem fást i slikum leik, sagði Cassius Clay — Múhameð Cassius Clay Ali i Nqpv York i gær, þegar blaðamenn ræddu við hann eftir keppnina við Floyd Patterson. En senni- lega verður,Clay að bíða fram á næsta ár með að ná fram hefndum á Joe Frazi- er — eina hnefaleikaran- um, sem hann hefur tapað fyrir. — Joe Frazier og George Fore- man standa nú i samningum um keppni um heimsmeistaratitilinn, sagöi Harry Markson, forseti hnefaleika hlutafélagsins i Madison Square Garden, og bætti við. að ef af þeim leik verði, fari hann fram i nóvember. Það yrði aðeins þriðji leikur Frazier siðan hann vann Clay 8. marz 1971 og alþjóðahnefaleikasambandið er nú orðið langeygt eftir þvi að Frazier fari að verja titil sinn. Hnifurinn stendur i kúnni i samn- ingum við skattayfirvöldin. Hins vegar hefur Cassius Clay mikið verið i hringnum og rakað saman peningum. Hann hefur nú unnið átta leiki i röð, sem gefið hafa af sér tvær milljónir dollara. Clay vill mæta Frazier á jafn- réttisgrundvelli — hluturinn verði 50—50 til hvors. „Það er nefnilega ég, sem dreg að áhorfendur, en ekki Frazier”, sagði Clay og Joe Frazier sjálfsálit hans hefur litið dofnað með árunum. Miklir baktjaldasamningar eiga sér stað i heimi hnefaleik- anna og þessi Markson, sem við minntumst á fyrr, sagði á blaða- mannafundinum i gær, að Madison Square Garden gæti ekki boðið i leik milli Frazier og Clay, þar sem Jack Kent Cooke i Kaliforniu hefði samninga úm leikinn. Þessi Cooke vill halda leik kappanna i Inglewood Forum — iþróttahöll, sem hann á i Kaliforniu, en hins vegar segir Yank Durham, framkvæmda- stjóri heimsmeistarans Frazier, að meistarinn vilji ekki keppa i Kaliforniu. ,,Ef Cooke sannfærist um þessa ákvörðun Fraziers og að hann muni ekki keppa við Clay i Kaliforniu, er möguleiki — að minnsta kosti vonum við það — að keppnin verði háð i Madison”, sagði Markson að lokum. t sambandi við keppni Clay og Floyd Patterson á miðvikudag má geta þess, að Patterson var mikið yfir á stigum eftir fimm fyrstu loturnar og það var ekki fyrr en i þeirri sjöttu, sem Clay fór eitthvað að vinna á — en meiðslin settu svo lok á leikinn. Cassius Clay mun nú halda til Suöur-Afriku og þar verður næsti leikur hans. Hann mun keppa við A1 Jones, Bandarikjunum, i Jóhannesarborg 18. nóvember. j Það er ekki bara hann Baldur okkar Jónsson vallar stjóri, sem þarf aö dytta að vellinum sinum — þeir fengu nóg að gera i Miinchen á dögunum. þegar allskonar keppni var háð þar á Oly mpiuleikvang- inum. Hér sjást nokkrir vallarstarfsmenn þar eftir keppnina í hindrunarhlaupi á hestum — sennilega myndi Laugardalsvöllurinn ekki þola slíkan álroðning, en hvaö um þaö — á sunnudag leika Vestmannaeyingar þar gegn iiorsku Vikingunum frá Stafangri þrátt fyrir ýmsar hrakspár i vikunni. Fyrir þá voru leikarnir búnir! Þau voru mörg óhöppin á Olympiuleikunum I Munchcn, sem breyttu draumum margra keppenda á örskammri stund. Þarna er atvik frá hjólrciðabrautinni. Vestur-þýzkir kappar, Júrgen Barth og Kainer Múller, hafa falliö á hjóli slnu og hinir pólsku mótherjar þeirra gátu ekki komið i vcg fyrir ákeyrsluna. Það er bjart fram- undan hjó Víkingum — sigur í 1. og 2. flokki ú Haustmótinu Þrátt fyrir fall Vikinga niður í 2. deild nú fyrir skömmu er bjart framund- an i knattspyrnunni hjá Víking. Félagið á mikið af efnilegum leikmönnum i yngri flokkunum, sem eiga eftir að gera garðinn fræg- an — hefur reyndar sjaldan eða aldrei verið betur sett á þvi sviði en nú. i gær fengust úrslit i öðrum aldursflokki á llaustmótinu og þar bar lið Vikings sigur úr být- um —og sigraði cinnig á Keykja- vikurmótinu fyrst i sumar — og fyrr i vikunni lauk keppni i 1. flokki og þar sigraöi Vikingur cinnig. i gærkvöldi lék Vikingur til úrslita við KK i 2. flokki og sigraði með eina markinu, scm skorað var i lciknum. Þetta var leikur skemmtilegra liða og til gamans má geta þess, að i liöi KK léku vist einir sjö leikmenn, scm léku ineð 1. deildarliði KK i sumar. Úrslit i 1. flokki fengust á máuudagskvöld og þá vann Vik- ingur Fram mcð 3-1. Vikingsliðiö tapaði ekki leik i mótinu og þaö, sem kannski er meira um vert — i liöinu cru margir bráðefnilegir leikmcnn, scm standa á þröskuldi mcistaraflokks — en lltið er um lcikmenn, scm raunvcrulega eru hættir knatlspyrnunni eins og oft vill brenna við i þessum flokki. Fram varð meistari i gær var úrslitaleikurinn i 3. aldursflokki á islandsmótinu háður — var forleikur fyrir leik Breiðabliks og Hauka i Bikar keppni KSl. Til úrslita léku Fram og KR og fóru leikar þannig að lið Fram varð islandsmeistari — sigraöi með 1-0. 1 kvöld verður úrslita- lcikurinn i 5. flokki á islands- mótinu. Til úrslita lcika Vikingur og Þróttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.